Tíminn - 22.08.1989, Blaðsíða 7

Tíminn - 22.08.1989, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 22. ágúst 1989 Tíminn 7 VETTVANGUR Angantýr H. Hjálmarsson, kennari Hrafnagilsskóla: Það þarf sterk bein til að þola góða daga Grein með þessari yfirskrift birtist í dagblaðinu Degi hinn 12. maí 1989. Þá voru launþegar í ýmsum starfsgrein- um að reyna að ná viðunandi samningum við vinnuveitend- ur og nokkrum hafði heppnast það. Síðan hefur margt gerst í innanlandsmálum, en ég sé engin merki þess, að landsmenn hafí nokkuð vitkast á því tímabli og því síður að þeim hafí skilist, að íslenskt þjóðfélag eigi að vera ein heild, sem öllum þegnum landsins ber að styðja eftir þvi sem geta þeirra Ieyfír. Hér á eftir ætla ég að birta meirihlutann úr þessari grein í Degi og síðan að bera saman við ástandið í innanlandsmál- um eins og það er í dag. Það er staðreynd, að mikið góð- æri hefur gengið yfir ísland á undanförnum áratugum, og þrátt fyrir þetta góðæri virðast allir at- vinnuvegir vera í kaldakoli og flestir menn eru sammála um, að þeir geti ekki lengur lifað af þeim launum sem nú eru í boði. Það er líka hið eina sem allir íslendingar virðast vera sammála um. Það sjá allir að eitthvað er bogið við þetta. Góðæri og yfirvofandi gjaldþrot þjóðarbúsins eiga ekki að geta farið saman. Þess vegna er fólk sífellt að leita að sökudólgum og sjá þá reyndar á hverju strái, en engum dettur í hug að þeir séu sjálfir sökudólgar. Menn sjá bara flísina í auga bróður síns. Þannig er ástandið í landsmálum í dag. Það hafa margs konar harðindi gengið yfir landið á undanförnum öldum, sem oftast stöfuðu af eld- gosum, eða hafísum og snjóalög- um. Ekki er þeim um að kenna núna, en samt held ég að það gæti verið hollt fyrir okur að bera það ástand saman við kringumstæður okkar í dag. Þá dó fólk úr hungri svo hundruðum og þúsundum skipti, svo eitt sinn komst tala landsmanna niður fyrir 40.000. Þá var fólk ekki í vafa um orsök mannfellisins og gerði sér fulla grein fyrir, að það varð að beita ýtrustu hyggindum við að halda lífinu. Það dugði hjá sumum, en því miður hjá alltof fáum. Mjólkurkýrin Það þótti sjálfsagt að halda lífi í mjólkurkúnni svo lengi sem hægt var í harðindum. Þegar allt var í heyþroti, varð fyrst að fella hesta og kindur, en mjólkurkúnni var haldið lifandi svo lengi sem kostur var. Þegar síðasta heytuggan var þrotin, var gripið til þess ráðs að rífa upp fjalldrapa og lyng handa henni, berja bein úr þorkshausum og jafnvel að taka eitthvað af mat sveltandi fólksins til að halda í henni Iíftórunni þar til að hægt væri að koma henni á beit. Ykkur finnst þetta vafalaust eiga lítið erindi til okkar, nútímafólks- ins, en þó hygg ég að það sé hægt að draga nokkra samlíkingu af því við okkar tíma. Það valt mest á því að skapa mjólkurkúnni lífvænleg skilyrði til þess að hún gæti svo breytt gróðri jarðar í fæðu handa fólkinu. Nú eru það framleiðsluatvinnuvegir þjóðarinnar (aðallega sjávarútveg- ur, iðnaður og landbúnaður), sem allt veltur á að haldi velli. Þeir skapa tekjumar í landinu og eru sem sagt komnir í hlutverk mjólk- urkýrinnar. Fólk í þjónustustörf- um (verslun, hótelrekstur, flutn- ingaþjónusta o.m.fl.), embættis- menn og kennarar fá sitt lifibrauð af verðmætasköpun þeirra. Á hverju eigum við svo að lifa, þegar þessir atvinnuvegir eru orðn- ir gjaldþrota, eins og allt stefnir að núna? Mér finnst svarið liggja í augum uppi. Við sveltum öll í hel eins og þeir sem ekki gátu haldið líftórunni í mjólkurkúnni forðum, eða þá að lánardrottnarnir taka hér við stjórn á öllum hlutum líkt og var á dögum einokunarverslananna, nema því aðeins að hver og einn íslendingur fari strax að spara við sig til að geta borgað skuldirnar í tæka tíð. Flestir munu spyrja hvernig þeir eigi að fara að því að spara, þegar þeir geti naumast lifað af þeim tekjum sem þeir hafa haft. Ef þessi fullyrðing væri sönn, mundu ekki húsgögn, klæðnaður, hljómflutningstæki og nánast hvað sem nöfnum tjáir að nefna hrúgast upp á öskuhaugum landsins, án þess að á því sjáist rispa eða rifa. Nýir og rándýrir bílar eru fluttir í stórum stíl til landsins og gömlu bílunum er lagt fyrri fullt og allt, þótt þeir líti bara vel út og gang- verk þeirra sé í fullkomnu lagi. Síðast en ekki síst má svo leiða hugann að því hve mikinn hluta utanlandsferða landsmanna mætti spara án þess nokkur biði tjón af nfema þá helst flugfélögin. Eigum við að samþykkja það athugasemdalaust, að fólk sem þannig hagar sínum peningamálum geti ekki lifað af launum sínum? Skuldirnar í góðæri undanfarinna ára höf- um við safnað geigvænlegum skuldaböggum. Erlendu skuldirnar eru orðnar svo miklar, að þær nema rúmlega hálfri milljón á hvert mannsbarn í landinu. Það svarar til þess að hver fjögurra manna fjöl- skylda skuldi 2,2 milljónir í er- lendri mynt. í stað þess að borga eitthvað af þessum skuldum er sífellt verið að bæta við þær. Eldri skuldirnar eru borgaðar með nýj- um lánum og stundum eru einnig tekin lán til að borga vextina af þeim. Við erum sem sé ekki megn- ug þess að borga þessi lán með núverandi lífssniði. Eins og nú er, erum við að reyna að velta vandanum yfir á börn okkar og afkomendur og láta skuldirnar skella á þeim. Hvaða umsögn fáum við svo hjá þeim? Hvað verður svo skráð um okkur á blöðum íslandssögunnar í fram- tíðinni? Svo kemur ein spurningin enn. Var nauðsynlegt að taka öll þessi erlendu lán? Þessari spurningu ætla ég að gera tilraun til að svara. Það var óhjákvæmilegt að taka mikinn hluta þessara erlendu lána, vegna þess að almenningur heimt- aði stöðugt meiri tekjur, en vildi Fyrri grein þó ekki safna sparifé, sem hefði þó verið hægt að nota til nauðsynlegra framkvæmda. Lán voru svo tekin til framkvæmdanna, sum þeirra voru þó talsvert ónauðsynlegri en önnur. En lánin sköpuðu verð- bólgu og fólk var svo hrætt við verðbólguna, að það kepptist við að eyða fé sínu sem fyrst svo það rýrnaði ekki í verðbólgunni, en það gætti þess ekki, að þessi ónauð- synlega eyðsla var sérstaklega verðbólguhvetjandi og þar með skapaðist órofinn vítahringur. Þáttur stjórnmálamanna Ýmsir liggja stjórnmálamönn- um okkar á hálsi fyrir að hafa ekki haft stjórn á þessum málum og stöðvað verðbólguna og lántökurn- ar í tíma, en þar var við ramman reip að draga. Fólk heimtaði stöð- ugt hærri og hærri laun til að vinna upp á mótiverðbólgunni og helst af öllu að auka kaupmátt launanna. Atvinnurekendur létu undan kröfunum til að láta framleiðsluna ekki stöðvast og svo kröfðust þeir gengislækkunar til að vinna upp á móti hækkandi launakostnaði, og stjórnmálamenn samþykktu gengislækkun til að koma í veg fyrir gj aldþrot og framleiðslustöðv- un. Eftir sátu launamenn án aukins kaupmáttar og árangurinn varð aðeins enn magnaðri verðbólga. Flestir alþingismenn okkar eru vafalaust bráðgreindir og framsýn- ir menn. Þar af leiðandi var þeim fullkomlega ljóst, að þeir máttu ekki stöðva þennan hrunadans. Al- menningur vildi hafa þetta svona og hvaða alþingismaður þorir að ganga móti vilja kjósenda sinna? Hræðsla alþingismanna við kjós- endur og kjörfylgi er svo mögnuð, að þeir snúa afstöðu sinni í marga hringi eftir því hvort þeir styðja ríkisstjórn eða eru í stjórnarand- stöðu. Þegar þeir eru í flokki stjórnarinnar reyna þeir eftir bestu getu að vinna að framfaramálum, en eru þó svo bundnir af heimtu- frekju almennings, að árangurinn rennur oftast út í sandinn. Þing- menn stjórnarandstöðunnar gera líka allt sem þeir geta til að spilla fyrir árangri hjá ríkisstjórninni og það er býsna mikið sem þeir geta. Árangurinn af þessu verður sá, að ríkisstjórnin fellur og flokkar úr stjórnarandstöðu taka völdin. Þar með snúast hlutverkin við. Þá eru það fyrrverandi stjórnarflokkar sem reyna að æsa almenning upp móti ríkisstjórninni. í sjónvarps- þáttum frá Alþingi minna alþingis- menn á smástráka, sem hafa orðið ósáttir í leik og hugsa um það eitt að gera hver öðrum allt það til ills og bölvunar, sem þeim er frekast unnt, og hirða ekkert um þótt þeir verði sjálfir fyrir áföllum í þeim leik, bara ef þeim tekst að klekkja ögn á andstæðingnum. Stjórnmálamenn teygja sann- leikann oft með sannfæringarkrafti út á ystu nöf og stundum hefur maður séð hann hrökkva fram af nöfinni. Það er eins og það geri ekkert til, því oftast trúir fólk því, að þeirra flokksmenn segi allt satt en hinir ljúgi öllu. Meðan svona ástand ríkir í söl- um Alþingis er ekki mikil von til þess að ráðin verði bót á efnahags- vanda þjóðarinnar. Fyrst alþingis- menn skilja það ekki, eða vilja ekki skilja það, að íslenskt þjóðfé- lag á að vera ein heild, er ekki von að aðrir skilji það. Óþarfir öfgamenn Öðru hvoru veljast háværir öfga- menn til forystu í stéttarfélögum vegna þess að þeir hrópa hæst, kunna flest slagorðin og láta mest á sér bera. Þeir einblína venjulega á fáein hagsmunaatriði og allt annað er utan þeirra sjóndeildarhrings. Þeir eru best fallnir til að etja einni stétt móti annarri og eru bæði leiðinlegir og óþarfir í þjóðfélag- inu. Örn Arnarson lýsti þessum mönnum vel í eftirfarandi vísu: Hávært tal er heimskra rök hæst í tómu bylur, oft er viss í sinni sök sá er ekkert skilur. Hinir hyggnari og hógværari menn komast hvergi að með sína skoðun og þó að þeim heppnist það stöku sinnum, er þeim bara brugðið um óstéttvísi og litnir hornauga. Verkföll Verkföll standa nú yfir hér á landi. Þau eru ekkert nýnæmi og eru mjög algeng í flestum þjóðfé- lögum. Verkfallsrétturinn er nauð- synlegur, en hann er vandmeðfar- inn, eins og margir aðrir góðir hlutir. Ég held því fram, að þess- um rétti hafi oftar verið beitt af hörku en skynsemi, samanber vís- una hér að ofan. Fyrst ég er farinn að tala unt verkföll er ekki úr vegi að ég varpi frani þeirri spurningu. Hverjir græða á verkföllum? Ekki græða atvinnurekendur. Launþegar græða stundum, en oft- ast verður það skammvinnur gróði. f það eina sinn, sem ég var í verkfalli, vannst ekki meira á en það, að gróði varð enginn og ég geld þessa verkfalls enn í eftirlaun- um mínum. Samninganefnd okkar taldi þetta þó góða samninga. Mér blandaðist ekki hugur um, að meira hefði áunnist, ef kröfunum hefði upphaflega verið stillt betur í hóf og minna slegið af á eftir. Vinnuveitendur hefðu þá a.m.k. orðið Ijúfari til viðræðna í upphafi verkfallsins og trúlega hefðu jafn- góðir samningar tekist á mikið skemmri tíma. Svo er það þriðji aðilinn, sjálft íslenska þjóðfélagið, sem ævinlega tapar á verkföllum og oftast verður það stórt tjón, sem snertir mikinn hluta þjóðarinnar, þótt einungis fáir menn séu í verkfalli. Setjum svo að mjólkurfræðingar færu í verkfall, þá væri lítið að gera fyrir annað starfsfólk mjólkurbúanna, en samt héldi það launum sínum á meðan. í öðru lagi yrðu bændur að hella niður mjólkinni, sem auðvit- að yrði mikið tekjutap fyrir þá. í þriðja lagi yrði almenningur að vera án mjólkur svo lengi sem verkfallið stæði, sem vitanlega skapaði flestum landsmönnum óþægindi. Þetta dæmi er ekki tekið til að ófrægja mjólkurfræðinga, heldur til að sýna hversu mikið tjón allt þjóðfélagið getur beðið af verkfalli fárra manna. Ég vík nú aftur að því sem áður var komið, að ég tel verkfallsrétt- inn nauðsynlegan, en verkföll ónauðsynleg í flestum tilvikum. Vandinn er bera að setja ekki fram óaðgengilegar kröfur í upphafi og svo verða báðir aðilar að reyna að skilja aðstöðu hvors annars, en við- leitni til þess hefur svo til alveg skort í kjarasamningum til þessa dags. Síðasta verkfallið, sem skollið hefur yfir þjóðina, verkfall B.H.M.R., er að vísu ekki leyst þegar þetta er skrifað, en vonandi verður það leyst þegar greinin kemur fyrir almenningssjónir. Þá verður séð hverjir töpuðu á því og hve gróði verkfallsmanna varð mikill. Ég tel að unga fólkið tapi mestu, því horfur eru á að mörgum seinki um eitt ár í námi. Hvers á þetta unga fólk að gjalda? Hefur það nokkuð til saka unnið? Ef svo er ekki, ber þá ekki einhverjum að bæta því skaðann? Stendur það ekki í stjórnarskrá okkar, að hver sem veldur öðrum manni tjóni, sé skyldugur að bæta honum það? Eitthvað er bogið við þetta, ekki síður en að þjóðin sé að verða gjaldþrota í góðæri. LESENDUR SKRIFA il!lllllllll!lllllllllll!!llllll!lllllllll!llllllllllllllllllllllll ||!llll!llllllllllll!!lllll Konráö Friöfinnsson: Popparar skiljið flöskunaeftirheima í Tímanum þann 21. júlí mátti lesa grein er bar yfirskritina „Sauð- drukknir sviptir kaupi á sveitarhátíð- um“. Þar var Héraðssambandið Skarphéðinn að skora á alla þá er standa fyrir útiskemmtunum eða dansleikjahaldi fyrir unglinga að greiða ekki popphljómsveitum kaup ef meðlimir þeirra eru í annarlegu ástandi sökum áfengisneyslu eða annarra vímuefna. Undir þetta sjónarmið Skarphéð- insmanna langar mig að taka vegna þess að lítil ánægja fylgir því að hlýða á rammfalskan söng ellegar hljóðfæraleik. Staðreyndin er nefni- lega sú að allir menn gera betur edrú en á skallanum eins og sagt er. Það er einnig grófleg móðgun við popp- tónlistina sem slíka þegar þegnar sveitanna standa ekki í lappirnar en burðast þó við að framkalla hljóð á maskínur sínar. Poppið á einfaldlega betra skilið. Kæru tónlistarmenn. Skiljið þá hálsmjóu eftir heima og verið ykkar. Slíkur gjömingur mun færa ódmkknir frammi fyrir aðdáendum ykkur aukna virðingu þeirra.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.