Tíminn - 22.08.1989, Blaðsíða 10

Tíminn - 22.08.1989, Blaðsíða 10
10 Tíminn DAGBÓK Sumarleyfisferðir Ferðafélagsins 23.-27. ágúst: Landmannalaugar- Þórsmörk. Gengið á fjórum dögum frá Landmannalaugum til Þórsmerkur. Gist í sæluhúsum F.í. Fararstjóri: Dagbjört Óskarsdóttir. 25.-30. ágúst: Landmannalaugar- Þórsmörk. Fararstjóri Jóhannes I. Jónsson. Upplýsingar og farmiðasala á skrifstofu Ferðafélagsins, Oldugötu 3. Ferðafélag íslands. IÐNSKÓLINN i REYKJAVfK Innritun í próf Próf verða haldin 28. ágúst til 1. september. Þeir nemendur sem skráðu sig í vor, þurfa að staðfesta skráninguna með símtali við skrifstofu skólans í síma 26240 í síðasta lagi föstudaginn 25. ágúst n.k. Iðnskólinn í Reykjavík rkv/rvr%uu i Anr Sumartími: Skrifstofa Framsóknarflokksins, aö Nóatúni 21 í Fteykjavík, er opin alla virka daga frá kl. 8.00-16.00. Framsóknarflokkurinn. Reykvíkingar Guðmundur G. Þórarinsson, alþm. verður til viðtals á skrifstofu Framsóknarflokksins, Nóa- lúni 21, miðvikudaginn 23. ágúst milli kl. 17 og 19. Verið velkomin Fulltrúaráðið Guðm. Jóhannes Sigrúnog AnnaGuðný Bjarnason Héraðsmót framsóknarmanna í Skagafirði verður í Miðgarði laugardaginn 26. ágúst og hefst kl. 21.00. Ræðu flytur Guðmundur Bjarnason heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra. Meðal skemmtiatriða verður einsöngur Sigrúnar Fljálmtýsdóttur, við hljóðfærið Anna Guðný Guðmundsdóttir. Jóhannes Kristjánsson verður með gamanmál. Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar leikur fyrir dansi. Landsþing L.F.K. verður haldið að Hvanneyri dagana 8.-10. september n.k. Undirbún- ingsnefnd Landsþingsins starfar nú af fullum krafti. Guðrún Margrét Unnur í nefndinni eru: Guðrún Jóhannsdóttir, Margrét (varsdóttir og Unnur Stefánsdóttir. Málefnaundirbúningur er á lokastigi í öllum kjördæmum landsins. Konur látið skrá ykkur á þingið sem fyrst í síma 91-24480, milli kl. 10 og 12. Ath. Þingið er öllum konum opið. Stjórn L.F.K. Þriðjudagur 22. ágúst 1989 Sumarleyfisferðir Utivistar 31. ág.-3. sept. Gljúfurleit-Kisubotnar- Kerlingartjöll. Ný fjögurra daga óbyggða- ferð. Ekið upp með Þjórsá að vestan og gist í Gljúfurleitarskála. Þjórsárfossar skoðaðir. Síðan ekið áfram í Kisubotna og um Kerlingarfjöll á Kjalveg. Gist í húsum. Upplýsingar um sumarleyfisferðir á skrifstofunni Grófinni 1, símar 14606 og 23732. Útivist, ferðafélag. Hallgrímskirkja - Starf aldraðra Næsta miðvikudag, 23. ágúst, verður farið að Eyrarbakka og Stokkseyri og skoðað það helsta sem þessir staðir hafa upp á að bjóða. T.d. verða skoðaðar kirkjurnar, og einnig verður litið inn í verslun Guðlaugs Pálssonar og Sjóminja- safnið skoðað. Lagt verður af stað frá kirkjunni kl. 13:00. Þátttakendur láti vita í síma 39965. Þeir hafi með sér nesti. Þrjár sýningar að Kjarvalsstöðum Nú standa yfir þrjár myndlistarsýningar að Kjarvalsstöðum. í vestursal er „Al- þjóðleg nútímalist“. Sú sýning kemur frá Epinal-safninu í Frakklandi. Þar eru til sýnis verk eftir 27 heimsþekkta listamenn, s.s. Andy Warhol, Frank Stelia, Tony Cragg, Donald Judd o.fl. Hin árlega sumarsýning á verkum Kjarvals ber að þessu sinni yfirskriftina „Uppstillingar“ og gefur þar að líta sýnishorn af kyrralífsmyndum meistarans frá ýmsum tímum. Kjarvalssýningin er í austursal. í austurforsal eru sýndar ljósmyndir Yosuf Karsh af heimsþekktu fólki; lista- mönnum, þjóðhöfðingjum og stjórnmál- amönnum. Allar þessar sýningar hafa fengið fá- dæma góða aðsókn og er fólk hvatt til að láta þær ekki fram hjá sér fara. KJARVALSSTAÐIR eru opnir dag- lega kl. 11:00-18:00. Landslagsmyndir í Safni Ásgríms Jónssonar í Safni Ásgríms Jónssonar við Berg- staðastræti hefur verið opnuð sýning á landslagsmyndum eftir Ásgrím. Sýndar eru 24 myndir, bæði olíumálverk og vatnslitamyndir. Þar eru nokkrar eldri vatnslitamynda Ásgríms. svo sem myndin Brenna í Rútsstaðahverfi í Flóa frá 1909. Á sýningunni eru einnig nokkrar öræfa- myndir, t.d. frá Kerlingarfjöllum. Flestar eru myndirnar frá Borgarfirði, þar sem Ásgrímur var langdvölum á efri árum, einkum á Húsafelli. Má nefna olíumál- verkin Sólskin á Húsafelli og Úr Húsa- fellsskógi. Eiríksjökull og vatnslitamynd- irnar Kiðárbotnar og Strútur og Eiríks- jökull frá 1948. Sýningin stendur til septemberloka og er opin kl. 13:30-16:00 alla daga nema mánudaga. Guðrún sýnir í Slunkaríki á ísafirði Laugardaginn 12. ágúst kl. 16:00 opnar Guðrún Guðmundsdóttir sýningu á vegg- skúlptúrum úr handunnum pappír í Slunkaríki á Isafirði. Þetta er þriðja einkasýning Guðrúnar, sem auk þess hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum erlendis. Guðrún er Isfirðingur og lauk hún í vor prófi frá listadeild háskólans í Iowa City. Hún heldur til framhaldsnáms í trefjalist- um við listaakademíuna í Chicago í haust. Sýning Guðrúnar stendur til 27. ágúst og er opin fimmtudaga til sunnudaga kl. 16:00-18:00. HLH-Flokkurinn 10 ára f september nk. verða liðin 10 ár síðan þeir félagarnir í HLH-Flokknum hljóðrit- uðu sína fyrstu hljómplötu, sem bar nafnið „í Góðu Lagi“. Þar voru lög eins og „Riddari Götunnar" o.fl. sem enn eru vinsæl. í tilefni afmælisins ætla þeir félagar að gefa út fimmtu hljómplötuna í haust. Skífan er útgefandi. Einnig er HLH- Flokkurinn nú að æfa sönglagapróg- ramm, sem þeir munu flytja á Hótel Málverkasýning Magnúsar Tómassonar í SPR0N Nú stendur yfir í Sparisjóði Reykjavík- ur og nágrennis, Álfabakka 14, Breið- holti, málverkasýning á verkum Magnús- ar Tómassonar. Magnús stundaði nám við Det Kgl. Akademi for de Skdnne Kunster í Kaup- mannahöfn 1963-69 í málaralist, grafík og deildinni fyrir „Mur og Rumkunst". Magnús hefur hlotið ýmis verðlaun fyrir list sína. Hann hefur haldið fjölda cinkasýninga, auk þess hefur hann tekið þátt í mörgum samsýningum hér heima og erlendis. Sýningin að Álfabakka 14 stendur til 1. sept. nk. og er opin frá mánudegi til fimmtudagskl. 09:15-16:00 og föstudaga kl. 09:15-18. Sýningin er sölusýning. BTB í Borgarnesi framleiðir nýja fiutningakassa og verksmiðjuhurðir Bifreiða- og trésmiðja Borgarness hf. hefur hafið framleiðslu á flutningakössum og verksmiðjuhurðum úr trefjaplasti með „póliuritan" einangrun. Helstu kostir þess efnis er góð einangrun og öll þrif eru mun þægilegri. Slíkir flutningakassar henta mjög vel til að flytja viðkvæm matvæli og annan varning. Hurðir úr slíku efni hafa meiri einangrun en vana- legt er. BTB hefur áður framleitt flutn- ingakassa og verksmiðjuhurðir úr stáli og áli, sem reynst hafa vel. Fyrsti flutningakassinn, sem byggður er hérlendis með nýju aðferðinni er fullbúinn á nýrri Volvo-bifreið Ármanns Leifssonar, Bolungarvík. HLH-Flokkurínn - f.v. Haraldur Sigurðs- son, Björgvin Haildórsson og Þórhallur Sigurðsson Islandi á næstu vikum, og mun hljóm- sveitin „Sveitin Milli Sanda“ aðstoða. Þá eru í æfingu 8 leiknir sjónvarpsþættir, sem HLH mun gera fyrir Stöð 2. Meðlimir HLH-Flokksins eru þeir sömu og fyrir 10 árum, þeir Björgvin Halldórsson, Þórhallur Sigurðsson og Haraldur Sigurðsson. Grafíksýning Ástu Guðrúnar á Mokka Ásta Guðrún Ey vindardóttir sýnir graf- íkverk á Mokka-Expresso-Kaffi, Skóla- vörðustíg 3a, 18. ágúst til 12 september. 1 tilefni af opnun sýningarinnar verður kynning á verkum Ástu Guðrúnar í þætti Piu Hansson, Ljáðu mér eyra, á Stöð 2 föstudagskvöldið 18. ágúst. Ásta Guðrún lærði myndlist í Mynd- lista- og handíðaskólanum og í Central School of Art and Design í London, en grafíkverkin eru frá lokaári hennar þar. Ásta Guðrún hefur áður haldið sýning- ar á olíuverkum í Hafnargalleríi, Hótel íslandi og á Mokkakaffi. Heymar- og talmeinastöð íslands: Móttaka á Húsavík 25.-26. ág. Móttaka verður á vegum Heyrnar- og talmeinastöðvar íslands í Heilsugæslu- stöð Húsavíkur dagana 25. og 26. ágúst. Þar fer fram greining heyrnar- og talmeina og úthlutun heyrnartækja. Sömu daga að lokinni móttöku Heyrn- ar- og talmeinastöðvarinnar verður ai- menn lækningamóttaka sérfræðings í háls-, nef- og eyrnalækningum. Tekið er á móti viðtalsbeiðnum á Heilsugæslustöð Húsavíkur. KVENNAATHVARF Húsaskjól er opiö allan sólarhringinn og aðstoö fyrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi í heimahúsum eöa orðiö fyrir nauögun. Síminn er 21205 - opinn allan sólar- hrínginn. MINNING 1! Guðmundur Frímann Kveðja frá Félagi ísl. rithöfunda. Látinn er á Akureyri Guðmundur Frímann, skáld, áttatíu og sex ára að aldri. Hann var sonur hjónanna Guð- mundar Frímanns Björnssonar og Valgerðar Guðmundsdóttur, sem bjuggu að Hvammi í Langadal, þar sem Guðmundur fæddist 29. júlí 1903. Guðmundur Frímann varð ungur þekktur af fyrstu ljóðabók sinni, Náttsólum, sem kom út 1922, þegar höfundurinn var nítján ára. Þrátt fyrir að Náttsólir vektu athygli og umtal liðu ellefu ár þangað til næsta ljóðabók kom frá hendi Guð- mundar. Það var bókin Úlfablóð, sem gefin var út undir dulnefni. Fjórum árum síðar kom ljóðabókin Störin syngur og enn leið langur tími þangað til Guðmundur kvaddi sér hljóðs að nýju á skáldaþingi. Þá gaf hann út ljóðabókina Svört verða sólskin, en síðasta ljóðabók hans kom út 1957 og hét Söngvar frá sumarengjum. Guðmundur Frímann er þekktast- skáld ur fyrir ljóð sín, en þau bera vitni miklu næmi höfundar fyrir landinu, gróðri þess og því fólki sem það byggir. Á sama tíma og margvísleg kaldhæðni og kaldhyggja ásamt upp- lausn hrynjandinnar í kvæðum hélt innreið sína í skáldskapinn, hélt Guðmundur mildum höndum yfir stararsundum heimabyggða og lét mjúkan kliðanda málsins leika um punt og sóleyjatún. Munu flestir þeir sem fara um Langadal og eitt- hvað þekkja til kvæða Guðmundar minnast hans mitt í þeirri byggð. Hánn hóf fátæklega og alvanalega þætti sveitalífs til öndvegis og gerði þá að gullvægum og upptendruðum einkennum í skáldskap sínum, sem rauf þagnarmúra hversdagsins. Guðmundur bjó lengst af sinnar ævi á Akureyri. Hann kvæntist Rögnu Jónasdóttur skipstjóra á Ak- ureyri 1930 og er hún látin. Þau hjón eignuðust þrjár dætur. Guðmundur Frímann var heiðurs- félagi í Félagi íslenskra rithöfunda. Með þessum fáu orðum vottar félag- ið hinum brottgengna virðingu sína og þakkir fyrir samvistirnar, og að- standendum samúð. Félag ísl. rithöfunda.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.