Tíminn - 22.08.1989, Blaðsíða 4

Tíminn - 22.08.1989, Blaðsíða 4
4 Tíminn Þriðjudagur 22. ágúst 1989 Hjúkrunar- fræðingar Eftirtaldar stöður hjúkrunarfræðinga í heilsu- gæslustöðvum eru lausar til umsóknar nú þegar: 1. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslustöð- ina í Hólmavík. 2. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslustöð- ina á Þórshöfn. 3. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslustöð- ina í Neskaupstað. 4. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslustöð- ina í Ólafsvík. 5. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslustöð Suðurnesja, Keflavík. 6. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslustöð- ina á Djúpavogi. 7. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslu- stöðvarnar á Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði. 8. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslustöð- ina á Akranesi. 9. Tvær stöður hjúkrunarfræðinga við Heilsu- gæslustöðina í Garðabæ. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf við hjúkrun sendist heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytinu, Laugavegi 116, 150 Reykjavík. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 17. ágúst 1989 PÓST- OG SlMAMÁLASTOFNUNIN Rafeinda- virkjanám Póst- og símamálastofnunin tekur nú í haust upp að nýju nám í rafeindavirkjun og óskar hér með eftir nemum á 7. önn. Umsækjendur skulu hafa lokið bóklegu námi á 6. önn í rafeindavirkjun. Námstími er 13 mánuðir, bóklegt nám og starfs- þjálfun hjá stofnuninni og lýkur með sveinsprófi. Laun eru greidd á námstímanum. Umsóknir, ásamt prófskírteini eða staðfestu afriti af því, sakavottorði og heilbrigðisvottorði, berist Póst- og símamálaskólanum fyrir 15. september nk. Umsóknareyðublöð liggjaframmi í Póst- og síma- skólanum Sölvhólsgötu 11, Reykjavík, hjá dyra- vörðum Landssímahúss og Múlastöðvar og enn- fremur á póst- og símstöðvum. Nánari upplýsingar eru veittar í Póst og síma- skólanum í símum 91-26000/336/385/386. Rýmingarsala Hankook, kóreskir vörubílahjólbarðar Frábær gæðadekk - Frábært verð. 1100R20 Radial með slöngu frá 18.800 1200R20 Radial með slöngu frá 22.500 12R22.5 Radial frá 17.800 1000X20 NYLON Pneumant 13.800 12R22,5 Radial Pneumant 15.800 1100X20 Notuð herdekk 3.500 1100X20 Notuð Conti/Dunlop 7.500 Barðinn h.f., Skútuvogi 2 Sími: 30501 og 84844 Nýtt prestsembætti í Reykja- víkurprófastsdæmi laust: Vantar sálna- hirði Biskup fslands hefur auglýst þrjú prestsembætti laus til umsóknar. Fyrst skal telja embættið í nýstofn- uðu prestakaili í Grafarvogshverfi í Reykjavík, en það var stofnað fyrr í sumar en til þess tíma tilheyrði hverfið Árbæjarsókn. Reiknað er með að sá sem embættið hlýtur, taki við því þann 1. október n.k. Þá er einnig laust Staðarprestakall í Súgandafirði en sr. Karl Matthías- son sem þar hefur þjónað flyst nú til ísafjarðar. Þriðja embættið sent biskup aug- lýsir er ekki eiginlegt prestsembætti heldur er um að ræða stöðu deildar- stjóra í fræðslu- og þjónustudeild biskupsstofu. Sr. Torfi Hjaltalín hef- ur gegnt stöðunni en hann hefur verið kjörinn sóknarprestur í Möðruvallaprestakalli í Eyjafirði. Umsóknarfrestur unt allar stöð- urnar er til 10. september n.k. -sá Guðmundur tónlistarstjóri Guðmundur Emilsson, hljóm- sveitarstjóri hefur verið ráðinn tón- listarstjóri Ríkisútvarpsins til fjög- urra ára. „Sjúk í ást“ Leikhópurinn Annað svið mun þann 26. ágúst frumflytja á íslandi eitt þekktasta verk bandaríska leik- ritaskáldsins Sam Shepards „Fool for Love“ eða „Sjúk í ást“. Verkið fjallar unt ástríðufullt ást- arsamband ntanns og konu, sem tengd eru saman af sterkum böndum fortíðarinnar þrátt fyrir síendur- teknar tilraunir sínar til að stokka upp spilin og hefja nýtt líf. Með hlutverk í sýningu Annars sviðs fara þau María Ellingsen, Valdimar Örn Flygenring, Róbert Arnfinnsson og Eggert Þorleifsson. Leikstjóri sýningarinnar er Kevin Khulke og cr þetta í fyrsta skipti sem hann stýrir uppfærslu hérlendis. Kevin Khulke kemur frá miðríkjum Bandaríkjanna, hann er af yngri kynslóð leikstjóra og starfar bæði í New York og Evrópu. Það er Menn- ingarstofnun Bandaríkjanna sem stendur fyrir komu hans hingað og hefur gert þetta menningarsamstarf mögulegt. Frumsýning er sem fyrr segir 26. ágúst og verða sýningar í leikhúsi Frú Emilíu, Skeifunni 3.C. Sími 681125. Höfum vér etið til góðs? Seint ætla menn að sættast á hollustu alls þess er inn fyrir varirnar er látið. í fyrri viku greindum við frá ummælum Hallgríms Magnússonar læknis um að tvíræð heilsubót - og í sumum tilfellum bein skaðsemi - sé að kjötneyslu. Pistill þessi vakti upp hin margvíslegustu viðbrögð og Ijóst að sitt sýnist hverjum. Við könnuð- um afstöðu nokkurra mætra manna og kvenna til þessara og annarra þátta í daglegri neyslu. Hvar er þá sarpur og fóarn? Tíðindamaður Tímans leitaði á náðir Laufeyjar Steingrímsdóttur, næringarfræðings og ráðgjafa NFLÍ í manneldismálum og spurði álits hennar á þeim ummælum Hallgríms að vísindalegar rannsóknir leiði æ betur í ljós að maðurinn sé grasæta, hann hafi ekki rándýrseðli og kjötát sé honum ekki eðlilegt. Að sögn Laufeyjar sýnir mann- fræði og fornleifafræði glögglega að maðurinn sé ekki jurtaæta að lík- amsbyggingu né neysluháttum gegn- um aldirnar, heldur alæta. Homo sapiens hafi lifað á villibráð, rótum, fræjum og jurtum jöfnunt höndum og því út í hött að segja meltingar- færi mannsins ekki löguð til kjöt- neyslu. Gera megi ráð fyrir því, erfðeiginleikar okkar séu mótaðir af fæðuvenjum forfeðranna, kjöt- neyslu þar með. Hins vegar sé kjöt það, sem á boðstólum sé í dag, feitara en áður og eins sé það tilreitt með miður hollum hætti, s.s. steik- ingu og brösun. Ekki sé heldur að efa, að margir borði meira kjötmeti en góðu hófi gegni, einkum hérlend- is, þar sem neysla kjöts hefur verið mjög stór þáttur mataræðis í gegnum tíðina .En Ijóst sé, að manninum sé eiginlegt að borða kjöt og fullyrðing- ar um annað á misskilningi byggðar. Vandséð sé, á hvaða vísindarann- sóknum slíkar fullyrðingar séu byggðar; ekki þurfi annað en bera meltingarveg manna saman við melt- ingarveg jórturdýra, ellegar líta á tennur manna. Hins vegar sé hægt að lifa á jurtafæði einvörðungu, sé það rétt saman sett, en það sé önnur saga. Fiskur á svörtum lista? í fyrrnefndu viðtali gerði Hallgrímur skýran greinarmun á neyslu kjöts eða fiskmetis, og taldi sjávarfæðuna hverjum manni holla. Athygli vekur hins vegar að þessi aðal-útflutnings- vara þjóðarinnar hefur átt lítt upp á pallborðið hjá Náttúrulækningafé- lögum fram til þessa. Þannig hafa fiskréttir verið næsta sjaldséðir á borðum Heilsuhælisins í Hveragerði fyrr en frá og með bjórdeginum fræga, nú í ár, og reyndar aðeins einu sinni í viku. Telst nýbreytni þessi til byltingar, þar á bæ, og mun hafa verið innleidd að fengnu áliti Karls Otto Ahli, yfirlæknis við Thalmo Gaarden í Svíþjóð, sem mun vera þeint Náttúrulækninga- mönnum innan handar um faglega ráðgjöf. Einnig kom í Ijós, í könnun er Laufey Steingrímsdóttir gerði á neysluvenjum vistmanna, að þó allra handa hollustu væri að finna á svign- andi grænmetis-hlaðborði Heilsu- hælisins, þá var sú hætta fyrir hendi að grænmetisæturnar vönduðu ekki val bætiefna í aska sína. Til að fullnægja eggjahvítuþörf sjúklinga og hamla hugsanlegum næringar- skorti var því afráðið að bæta fiskin- um á matseðilinn, einu sinni í viku. Aðgát skal höfð í nærveru fiskjar Þetta daður heilsuhælisins við fæðubúr sjávar hefur mælst misjafn- lega fyrir í röðum Náttúrulækninga- félags-manna, enda munu sumir vera svarnir andstæðingar fisk- neyslu. Treglega hefur þó gengið að fá fram fagleg rök NFLÍ-félaga er mæli gegn fiskáti, enda virðist frem- ur sem gömul og gróin hugmynda- fræði ráði andstöðu þeirra, frekar en vísindalegar niðurstöður um óholl- ustu. Helst hefur heyrst, að með slíkri undanlátssemi við bragðlauka vistmanna í Hveragerði muni ljúf- fengir sérréttir úr jurtanna ríki hrata niður í vinsældum og því ekki ástæða til að leiða þá í freistni. Nýir tímar framundan? f stuttu spjalli við Jónas Bjarna- son, formann N.L.F.Í., kom fram, að innan félagsins hafi neysla kjöts og fiskjar af mörgum verið talin af hinu illa. Var þá fiskur látinn gjalda hinna neikvæðu áhrifa er kunn voru af neyslu kjöts, sérstaklega hjá eldra fólki. Viðhorfin séu aðeins að breyt- ast, einkum eftir tilkomu nýrra sjón- armiða um áhrif fiskfitu á hjarta- og æðakerfi. Þá meltist fiskmeti að fullu, sé það rétt tilreitt, og því ekki rétt að setja það undir sama hatt og kjötmeti, sem stuðlað getur að vexti ýmiss gerlagróðurs í meltingarvegi manna. Sé fiskmatseðill sá, er í boði er á heilsuhælinu i Hveragerði, ein afleiðing þess. Ýmsir telji nú æski- legra að auka fjölbreytni í fæðuvali, en mörkin séu þó vandfundin. Þess má geta, að þeir Hvergerð- ingar framreiða fiskinn aðallega gufusoðinn; steiking á ekki upp á pallborðið á þeim bæ. JBG.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.