Tíminn - 22.08.1989, Blaðsíða 14

Tíminn - 22.08.1989, Blaðsíða 14
14 Tíminn Þriðjudagur 22. ágúst 1989 FRÉTTAYFIRLIT BEIRUT-Sýrlendingarhafa aukiö þrýsting á herdeildir} kristinna manna í Líbanon með því aö senda fjölda skriö- dreka og langdrægar fallbyss- ur til herdeilda múslíma í noröurhluta Líbanon og er víg- búnaður viö víglínuna norður af Beirút nú í hámarki. Fyrrum háttsettur leyniþjónustumaöur í ísrael sagöi að Sýrlendingar hyggöu á sókn til aö ganga milli bols og höfuös á Michel Aoun leiðtoga kristinna manna. PARÍS Frakkar sögðust vera slegnir af þeirri hótun múslímskra skæruliöahópa hliöhollum írönum um aö bandarískirgíslar í þeirra haldi veröi teknir af lífi ef franski flotinn grípi inn í átökin í Líban- ál on. Hins vegar voru síöur en svo merki um aö Frakkar hygö- ust draga úr viðbúnaði sínum viö strendur landsins. MOSKVA - Mótmælaverk- föll hafa brotist út í Bakú höfuö- borg Azerbaijan og einnig í Sumgait þar sem blóöug kyn- þáttaátök uröu milli Azera og Armen á síöasta ári. BOGÓTA - Lögreglan í Kól- umbíu yfirtók þyrlur sem taldar eru ( eign eitulyfjasmyglara í herferð sem gerö var gegn sölumönnum dauöans, en fjörtíu þúsund manns voru handteknir. AUSTUR-BERLÍN - Er ich Honecker leiðtogi austur- þýska kommúnistaflokksins er á batavegi eftir gallsteinaupp- skurö. Leiðtoginn sem veröur 77 ára á föstudaginn var skor- inn upp í síðustu viku. Hætt er viö aö einhver hefur viljað að aðgerðin á þessum harðlínu- manni heföi mistekist. KORA ÞJÓÐGARÐUR- INN - Vopnaðir menn drápu breskan náttúrufræðing, Ge- orge Adamson og tvo kenýska aðstoðarmenn hans nærri heimili hans í Kora þjóögarðin- um í Kenýa. Adamson og kona hans Joy, sem myrt var í Kenýa árið 1980, uröu fræg fyrir að sleppa föngnum Ijónum í þjóðgarðinn. ANKARA - Tyrkir skýröu frá því aö þeir hefðu lokaö landamærunum aö Búlgaríu til aö koka í veg fyrir áframhald- andi flóttamannastraum fólks af tyrknesku bergi brotnu frá Búlgaríu. Illlllllllllllllllllllllll ÚTLÖND ' ................... .......................... ................................. ..................................................................................' ' .... 21 ár liðið frá innrás sovéska hersins í Tékkóslóvakíu: Óeirðalögregla ræðst á mótmælendur í Prag Óeirðalögreglan í Prag réðst af mikill hörku á þúsundir mótmælenda sem söfnuðust saman á Wenceslas torgi til að minnast þess að 21 ár er liðið frá innrás sovéska hersins sem tróð „Vorið í Prag“ í svæðið undir beltum skriðdreka. Lögregla klædd hjálmum og varin með skjöldum réðst að mannfjöldanum með kylfurnar á lofti og barði fjölda manns til óbóta. Mannfjöldinn söng hins vegar „Lengi lifi frelsið“ þar til hann neyddist til að flýja barsmíöina. Lögreglan girti af miðaldabrú sem kennd er við Karl þegar mannfjöld- inn hugðist ganga yfir hans áleiðis til skrifstofa forsætisráðuneytisins þar sem mótmælafundur var fyrirhugað- ur. Tveimur klukkustundum síðar héldu um fimmtán hundruð manns á Wencelastorg að nýju og gerði hróp að lögreglu samhliða að krefjast frelsis. Lögreglan handók hundruð mótmælenda. Óeirðalögreglan barði nokkra starfsmenn austuríska sjónvarpsins sem voru að taka myndir, brutu myndavélarnar og skáru í sundur rarfmagnsleiðslur þeirra. Reyndar höfðu stjórnvöld vara erlend frétta- mcnn við að vera á ferli um miðborg Prag í gær vegna hugsanlegra mót- mæla. Alþýða Tékkóslóvakíu stendur ekki ein í mótmælunum gegn innrás herja Varsjárbandalagsins. í síðustu viku fordæntdi pólska þingið og ungverski kommúnistaflokkurinn innrásina á sínum tíma og hörmuðu aðild pólskra og ungverskra stjórn- valda í aðförinni. Það kom reyndar í ljós að Tékkum líkar betur við ungverska kommún- istaflokksins sem er sá frjálslyndasti í Austur-Evrópu, heldur en við tékkneska kommúnistaflokkinn sem hert hefur á tökunum undanfarið. „Lengi lifi Ungverjaland", „Lengi lifi Pólland" og „Lengi lifi frelsið" kallaði ntannfjöldinn eftir að lög- reglan reif niður borða hóps ung- verskra mótmælenda þar sem stóð: „Bolsévikarnir komu með‘ skrið- dreka, en við komum með blóm“. Ungverjarnir voru samstundis hand- teknir. Óeirðalögreglan í Prag ræðst að mótmælendum sem minntust þess að 21 ár er liðið frá því sovéskir skriðdrekar tróðu „Vorið í Prag“ undir beltum sínum. Kommúnistar reyna að kúga Samstöðu Lech Walesa leiðtogi Samstöðu hefur sakað pólska kommúnista- flokkinn um kúgun eftir að komm- únistaflokkurinn neitaði að vinna með Samstöðu í ríkisstjórn nema að flokkurinn fengi mun meiri áhrif í stjórninni en Samstaða og litlu flokk- arnir tveir höfðu gert ráð fyrir. Kommúnistar áttu að fá ráðneyti varnarmála og innanríkismála til að tryggja að ekki skapaðist ójafnvægi í samskiptum Póllands og annarra ríkja Varsjárbandalagsins þó Sam- staða tæki við stjórn annarra utan- ríkismála en þau sem heyra undir varnarmál, efnahagsmála, atvinnu- mála og annarra innaríkismála en þau sem heyra undir innaríkisráðu- neytið. Ályktun kommúnistaflokksins var samþykkt á miðstjórnarfundi hans á laugardag sama dag og Wojciech Jaruzelski forseti Póllands fór fram á það við Tadeusz Mazowiecki einn helsta ráðgjafa Walesa að hann tæki að sér að mynda stjórn. Mikil óánægja ríkti meðal ommúnista með þá þróun sem verið hefur í þá átt að kommúnistar missi völd sín, enda hafa þeir verið alráðir í Póllandi frá því á árunum eftir stríð. Kommúnistar vilja að líkindum fá utanríkisráðuneytið og fjármála- ráðuneytið í sínar hendur í viðbót við þau tvö sem þeim hefur verið boðið. Pólland: Prammi siglir á skemmtibát: Harmleikur á Thames Taldar eru líkur á að um sextíu manns hafí drukknað í ánni Thaines í London þegar fljótandi dansstaður sökk á svipstundu eftir að flutninga- prammi sigldi á skemmtibátinn að- faranótt sunnudags. Kafarar leituðu líka allan sunnudaginn og í allan gærdag og höfðu rúmlega þrjátíu lík fundist um miðjan dag í gær. Lögreglan telur að um hundrað og flmmtíu manns hafí verið í einka- samkvæmi í bátnum þegar slysið varð, en eigendur bátsins telja að einungis hundrað og tíu manns hafí verið um borð. Vitað er að áttatíu og fjórir björguðust. Þeir sem björguðust voru á þilfari bátsins er hann sökk, en það leið einungis ein mínúta frá því árekstur- inn varð og skipið sökk í Thamesána þar sem hún er breiðust nærri Sout- hwark Bridge. Aðrir sátu við glaum og gleði á neðri þilförum skemmti- bátsins þar sem voru barir og dansgólf. Flestir samkvæmisgesta voru á aldrinum tuttugu til þrjátíu ára. Sjónarvottar að slysinu segja að pramminn, sem var mannlaus, hafí siglt aftan á skemmtibátinn, brotið hann í tvennt og siglt yfir hann. - Þetta er eins og skriðdreki æki yfir Mini, sagði talsmaður félagsins er gerði skemmtibátinn út og kemur það heim og saman við lýsingar sjónarvottanna. Pramminn er 1500 tonn en skemmtibáturinn var 90 tonn að þyngd. Skipstjóri og fyrsti stýrimaður prammans er sigldi yfir skemmtibát- inn voru handteknir eftir slysið og reyndust þeir báðir hafa neytt áfeng- is. Er nú verið að kanna hvort hægt sé að draga þá fyrir rétt sakaða um fjöldamorð af gáleysi, en talið er öruggt að pramminn hafí ekki verið festur við bryggju eins og skyldi. Súdan: Friðarviðræður sigla í strand Friðarviðræður herforingja- stjórnarinnar í Súdan og leiðtoga skæruliða í suðurhluta landsins sigldu í strand á sunnudag og hafa vonir um að endir verði bundinn á blóðugustu borgarastyrjöld Afríku dvínað í bili. Sem fyrr var það afstaðan til refsinga í anda ísl- amskra laga sem var ásteytingar- steinninn í viðræðunum, en stjórn- völd í Khartoum fylgja íslam í blindni á meðan skæruliðar í suðurhluta landsins eru ýmist kristnir eða halda enn gamalli trú forfeðra sinna. Lam Akol hershöfðingi í Pjóð- frelsisher Súdan sem berst gegn stjórnarhernum sagði, að viðræð- urnar sem fram fóru í Addis Ababa höfuðborg nágrannaríkisins Eþí- ópíu, snerust um kröfu skæruliða um að Sjaria, hegningarlög Kór- ansins yrðu numin úr gildi, en herforingjastjórnin hefði hafnað þeirri kröfu án þess að koma með móttilboð. Því hafi ekkert haft upp á sig að ræða málin nánar. Hins vegar taldi Mohammed al-Amin Khalifa formaður sendinefndar herforingjastjórnarinnar að beinar viðræður gætu haldið áfram eftir tvær til þrjár vikur. - Við vonumst til þess að finna lausn á fyrirkomulaginu með Sjaría lögin á næsta fundi okkar. Þegar við höfum náð samkomulagi um þann hlutann ættu önnur atriði í kröfugerð Þjóðfrelsishersins að leysast, sagði al-Amin. Hann sagði eina lausnina geta orðið þá að Súdan yrði skipt í tvö ríki sem mynduðu ríkjasamband, í norð- urhlutanum ríktu lög Sjariunnar, enda eru flestir íbúarnir þar músl- ímar á meðan refsilöggjöfin væri önnur og mildari í suðurhlutanum. Herforingjastjórnin hefur þó ekki boðið þetta fyrirkomulag í viðræðunum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.