Tíminn - 09.11.1989, Blaðsíða 2

Tíminn - 09.11.1989, Blaðsíða 2
2 Tíminn Fimmtudagur 9. nóvember 1989 Gaulverja- bæjar- kirkja 80ára færu úr landi. Við teljum að íslensk- ar skipasmíðastöðvar geti sinnt þessu verkefni og það þarf að gera umhverfið þannig að þær fái þau verkefni sem eru hér innanlands. Þeir tóku mjög vel í það að beita sér fyrir því að þessi starfsemi geti farið fram hér innanlands að mest öllu leyti,“ sagði Karl Steinar. Svör ráðherranna um vaxtamál og verðtryggingar, og það sem fram- undan væri voru þau að takist að lækka verðbólguna enn frekar, þá muni koma til stórt stökk niður á við í vöxtum. Karl Steinar sagði að búast mætti við að framhaldi yrði á viðræðum þessum, þar sem margar spumingar hefðu verið lagðar fram sem ekki voru efni til að svar nú. -ABÓ „Við kynntum ríkisstjórninni þær ályktanir sem verka- mannasambandið gerði á þingi þess fyrir skömmu,“ sagði Karl Steinar Guðnason að afloknum fundi fjögurra fulltrúa sambandsins með fjórum ráðherrum, þeim Steingrími Her- mannssyni forsætisráðherra, Ólafi Ragnari Grímssyni fjár- málaráðherra, Jóni Baldvin Hannibalssyni utanríkisráðherra og Júlíusi Sólnes ráðherra Hagstofu. Fulltrúar VMSÍ vom þau Karl St.einar Guðnason varaformaður *MSÍ, Snær Karlsson formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur, Ragna Bergmann varaforseti ASÍ og Sig- urður T. Sigurðsson formaður Hlífar í Hafnarfirði. Ályktanirnar sem kynntar vom, fjölluðu um atvinnumál, orkufrekan iðnað, nauðsyn þess að virkja fall- vötnin og selja orkuna til að auka hagvöxt og skapa fleiri atvinnutæki- færi í landinu. „Þá var ályktun um sjávarútvegsmál einnig kynnt. Við höfum gert kröfu til þess að allur fiskur verði fyrst seldur innanlands á mörkuðum, þannig að tryggt verði að íslendingar hafi sama rétt og útlendingar til að bjóða í aflann og koma þannig í veg fyrir að atvinnulíf hér heima og vinna fiskvinnslufólks dragist saman, en fiskiðnaður í Bretlandi byggður upp,“ sagði Karl Steinar. Karl Steinar sagði að atvinnumál- in, sem þau hefðu stórar áhyggjur af hafi sérstaklega verið rædd. „Það er atvinnuleysi víða um land og við kröfðumst skjótra viðbragða,“ sagði Karl. Þá var einnig rætt um kjara- samninga, en Karl Steinar sagði að þeir væm gerðir við Vinnuveitenda- sambandið, en ekki ríkisstjórnina, og sagði hann það ætlunina að snúa sér að þeim. Aðspurður hvort einhver svör hafi fengist um útbætur í atvinnumálum, sagði hann að um almennar viðræður hafi verið að ræða, um hvað skuli gera, en viðbrögð ráðherranna hafi einkum verið á þá Iund að skoða málin frekar. „Þeir lýstu fyllsta áhuga sínum á að stuðla að skjótum úrbótum, hvað atvinnumálin snerti," sagði Karl Steinar. Um virkjanamál og spurningu um álver, sagði Karl að þau svör hefðu fengist að málin væm í athugun. Afturkippur hefur komið í þau mál, en fyrirheit vom um að unnið yrði að þeim málum að fullum krafti. Vandi skipasmíðastöðva kom einnig til umræðu. „Við bentum á að óhæfa væri að viðgerðarverkefni Sunnudaginn tólfta nóvember næst komandi verður þess minnst að Gaulverjabæjarkirkja er 80 ára. Kirkjan var vígð 21. nóvem- ber árið 1909. Síðan hefur hún hlotið margháttaðar endurbætur og jafnan verið sveitarprýði. Gaulverjabær hefur verið kirkjustaður svo lengi sem vitað er, en fyrst er kirkjunnar getið í kirknatali Páls biskups Jónssonar frá því um 1200. Síðasta kirkjan á undan þessari var reist árið 1845 og var orðinn svo lakleg að hún var rifin og núverandi kirkja reist á einu sumri. Rögnvaldur Ólafsson teiknaði kirkjuna, en yfirsmiður var Sigurður Magnús- son frá Baugsstöðum. Kirkjan á merka gripi og má þar telja kaleik frá 1654 og ljósahjáim frá 1686. í kirkjunni er fagurlega útskorin altaristafla eftir Ámunda Jónsson, þann kunna hagleiksmann. Á henni stendur ártalið 1775. Við messuna á sunnudaginn mun nývígður vígslubiskup Skál- holtsstiftis, séra Jónas Gíslason, prédika og fyrrverandi sóknar- prestar, séra Árelíus Níelsson, séra Magnús Guðjónsson og séra Valgeir Ástráðsson sækja sína gömlu sóknarkirkju heim. Eftir messu verður boðið til kaffi- drykkju í Félagslundi og þar mun Helgi ívarsson, Hólum, með- hjálpari kirkjunnar, fara nokkr- um orðum um sögu kirkju og safnaðar. -Stjas. Tímamynd: Pjetur Ráðherrar og verkalýðsforingjar á fundinum í Stjórnarráðinu í gær. VMSÍ á sérstökum fundi með ríkisstjórninni um atvinnumál: Áhugi á skjótum úrbótum Sjálfsbjörg: Laugin klár Sjálfsbjörg, landssamband fatl- aðra hefur staðið í allmiklum fram- kvæmdum á undanförnum vikum. Lokið er viðgerðum á sundlauginni en hún var lokað um nokkurn tíma í haust. Uppsetning á fyrsta áfanga brunaviðvörunarkerfis er langt komin. í janúar er gert ráð fyrir að byrja á öðrum áfanga verksins. Áætlað er að verkinu verði öllu lokið í júlí-ágúst 1990. Kostnaður við allt verkið er áætlaður 6,5 milljónir króna. Framkvæmdir við nýjan inngang í sundlaugina eru nú á lokastigi og verður hann væntan- lega tekinn í notkun um næstu áramót. Við það batnar aðkoma að sundlauginni verulega. Sundlaug Sjálfsbjargar er tekin til starfa eftir viðgerðina. Heimilisfólkið á Bjarkarási slakar hér á í heita pottinum eftir sundið. Það er velheppnuð landssöfnun um kleift að ráðast í þessar fram- Sjálfsbjargar sem gerir samtökun- kvæmdir. -EÓ Ríkisvaldið skuldar bændum og búnaðarsamböndum um 210 milljónir: Fjárhagsstaða búnaðar- sambandanna mjðg slæm Fjárhagsstaða búnaðarsamband- anna er ákaflega slæm um þessar mundir vegna þess að framlög vegna jarðræktar- og búijárræktarlaga eru í miklum vanskilum af hálfu ríkisins. Vanskil eru vegna áranna 1988 og 1989 og nema alls um 210 milljónum króna. Þessi framlög eru að hluta til tekjustofn búnaðarsambandanna. Um þetta var fjallað á formanna- fundi búnaðarsambandanna sem haldinn var um síðustu mánaðamót. Á fundinum komu fram miklar áhyggjur manna vegna stöðu þessa máls. Að sögn Jónasar Jónssonar bún- aðarmálastjóra hefur þetta mál verið rætt við Steingrím Sigfússon land- búnaðarráðherra. Ráðherra hefur sagst muni beita sér fyrir lausn þess. Það munu hins vegar vera ráðamenn í fjármálaráðuneytinu sem draga lappirnar í þessu máli. Vonast er eftir því að gert verði ráð fyrir þessum fjármunum í fjáraukalögum sem nú liggja fyrir Alþingi. Það sem vantar vegna búfjárrækt- arlaga er um 75 milljónir, en stór hluti þeirrar upphæðar fer til búnað- arsambandanna. Það sem vantar samkvæmt jarðræktarlögum er 135 milljónir. Sú upphæð fer að lang- mestu leyti til bænda, en ákveðin prósenta af upphæðinni fer til bún- aðarsambandanna. Vanefndir eru því um 210 milljónir. Stærsti hluti þessarar upphæðar eru jarðræktar- framlög frá árinu 1988. Jónas Jónsson sagði að þegar jarðræktar- og búfjárræktarlög voru endurskoðuð á síðasta þingi hefðu verið gefin fyrirheit um að gert yrði upp fyrir þessi ár samkvæmt eldri lögum. Jónas sagðist vonast til þess að þessi mál verði gerð upp fyrir árslok. „Við viljum ekki meina að það sé búið að svíkja nein loforð en við bíðum eftir efndunum,“ sagði Jónas. Um helmingur af tekj um búnaðar- sambandanna koma frá ríkinu en um helmingur kemur frá bændum. Störf héraðsráðunautanna hafa breyst nokkuð á síðustu árum. Auk þess að sinna ráðgjöf og félagslegri starfsemi vinna þeir mikið að fram- kvæmd jarðræktar- og búfjárræktar- laganna. Á síðustu árum hefur æ stærri hluti af vinnu þeirra farið í að sinna framleiðslustjómuninni og leiðbeiningum henni tengdri. Fjárhagsstaða Búnaðarfélags ís- lands er einnig slæm vegna þess að ákveðinn hluti af þeim fjármunum sem em í vanskilum eiga að ganga til Búnaðarfélagsins. Jónas búnaðar- málastjóri sagði að staða Búnaðar- félagsins væri þó ekki eins slæm og hjá búnaðarsamböndunum. -EÓ ,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.