Tíminn - 09.11.1989, Blaðsíða 5

Tíminn - 09.11.1989, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 9. nóvember 1989 Tíminn 5 íslandslax hf., eitt stærsta fyrirtækið í laxeldi, lýst gjaldþrota: NORDMENN HÖFNUÐU BJÖRGUNARADGERDUM í gær ákvað stjórn íslandslax hf. að óska eftir því að fyrirtækið verði tekið til gjaldþrotaskipta. Skuldir fyrir- tækisins nema nú um 1.1 milljarði króna að meðtöldum afurðalánum, en heildarhlutafé er 102 milljónir króna. Samband íslenskra samvinnufélaga og samstaifsfyrirtæki þess eiga 51% í fyrirtækinu en norskir aðilar, Noraqua, eiga 49%. Tilraunir til að bjarga fyrirtækinu frá gjaldþroti strönduðu á því að hluthafamir gátu ekki orðið sammála um leiðir til að halda fyrirtækinu gangandi. Það var enginn á ferli við eldiskerin hjá íslandslaxi í gær þegar Ijósmyndari Tímans kom þar við. Tímamynd: Pjetur Eftir að ljóst varð að hluthafa- hópamir gætu ekki orðið sammála um tillögu til að leggja fyrir lánar- drottna fóru fram viðræður milli fulltrúa eigenda um hugsanlega yfirtöku íslensku aðilanna á öllum hlutabréfum í fyrirtækinu. Samn- ingaumleitanir þess efnis urðu ár- angurslausar. Almennir kröfuhafar tapa 100 milljónum Sem fyrr segir eru heildarskuldir fyrirtækisins 1.1 milljarður króna. Hluthafar hafa þar af lánað fyrir- tækinu, og gengið í ábyrgðir fyrir samtals rúmlega 400 milljónum króna. Aðrar skuldir eru því um 700 milljónir króna. Þar af eru um 580 milljónir tryggðar með veðum í seiðaeldisstöð, klakstöð, matfisk- eldisstöð svo og í um það bil 400 tonnum af laxi sem eru í stöðinni. f kjölfar gjaldþrotsins munu eig- endur fyrirtækisins taka yfir lán sem þeir eru í ábyrgð fyrir sem hljóða upp á 380 milljónir, eða 190 milljónir á hvom aðila. Almennir kröfuhafar munu tapa 100 milljón- um króna, en þeir höfðu margir hverjir hafnað tilboði um að gefa eftir 85% af kröfum sínum. Stærstu lánadrottnarnir, Fiskveiðasjóður, Framkvæmdasjóður og Lands- banki íslands eru með tryggingar fyrir lánunum í veðum í stöðinni og eldislaxi sem þar er. Norsku aðilarnir neituðu Guðjón B. Ólafsson forstjóri Sambandsins sagði í samtali við Tímann að reynt hefði verið til hins ýtrasta að ná samkomulagi við Norðmenn þannig að hægt hefði verið að halda áfram rekstrinum án þess að fara í gjaldþrot. Þær tilraunir, sem íslensku aðilarnir hafi talið raunsæjar, hafi brugðist vegna þess að Norðmenn töldu að rekstaráætlanir byggðust á of mikilli bjartsýni. En meðal annars var ráðgert að auka framleiðslu fyrirtækisins verulega með fjárfest- ingum upp á 40 milljónir króna. Annar liður björgunartilraunar- innar féll einnig þegar stærsti hluti almennra kröfuhafar féllst ekki á að fella niður 85% af skuldum sínum, sem fyrr greinir. Guðjón bætti því við að afstaða stærstu lánveitenda, hafi verið mjög vinsamleg og þeir hafi boðið framlengingu og breytingar á lánum, jafnvel eftirgjöf á vöxtum. „Það er mjög þakkarvert hvað Fiskveiðasjóður, Framkvæmda- sjóður og Landsbankinn hafa sýnt mikinn samvinnuvilja en það dugði ekki til að ná þessu saman. Við teljum að við höfum reynt okkar ýtrasta til að forða fyrirtækinu frá gjaldþroti en það tókst ekki þvt' miður.“ Leigja íslenskir stöðina? Guðjón sagði jafnframt að undanfarna tvo daga hefði verið fundað með stærstu kröfuhöfum til að finna leiðir til bjargar fyrirtæk- inu. Til dæmis hafi verið rætt um þann möguleika að núverandi ís- lensku eigendurnir myndi félag og taki stöðina á leigu af stærstu lánveitendum. Guðjón sagði að starfsemi stöðvarinnar héldi áfram næstu daga og vikur og að öllum verðmætum verði þannig bjargað. Brautryðjandi á hausinn Helstu ástæður þess að Islands- lax hf. er nú gjaldþrota eru þær að hönnunar- og uppbyggingarkostn- aður var mun hærri en áætlað hafði verið. Hrun á seiðamarkaðinum á síðasta ári var ekki síður afdrifa- ríkt, en fyrirtækið hafði þá farið í auknum mæli út í seiðaeldi en dregið úr laxeldi. Vegna hruns á markaðinum kostaði þessi ákvörð- un fyrirtækið á annað hundrað milljónir króna, en um 350 þúsund seiði voru afskrifuð þegar ekki tókst að selja þau. Hlutafélagið íslandslax hf. var stofnað seint á árinu 1987 og vai brautryðjandi í strandeldi. Félagið hóf rannsóknir og undirbúning a i byggingu seiða- oe eldisstöðvar þegar á árinu 1984. A árunum 1985 til 1987 var rannsóknum og fram- kvæmdum haldið áfram og nam framreiknaður framkvæmda- og rannsóknakostnaður í árslok 1987 um 499 milljónum króna eftir 20 milljón króna afskriftir. Skuldir námu þá 465 milljónum. Á árinu 1987 fékk félagið sínar fyrstu tekj- ur en þá voru seldar afurðir fyrir um 88 milljónir króna, á árinu 1988 varð reksturinn fyrir fyrmefndum skakkaföllum. Frá árslokum 1987 til bráðabirgðauppgjörs sem gert var 30. júní síðastliðinn höfðu skuldir félagsins hækkað í 971 milljón króna, eða um 505 milljón- ir. Á þessum tíma óskaði stjórn fyrirtækisins eftir greiðslustöðvun. Engin áföll hafa verið í fram- leiðslunni í ár og nemur heildarsala afurða fyrstu átta mánuði ársins um 81 milljón króna. Framleiðslan stefnir í 458 tonna ársframleiðslu sem er um 100% framleiðsluaukn- ing milli ára. Þrátt fyrir þetta er í rekstaráætlun fyrir þetta ár gert ráð fyrir reksturinn geri ekki betur en að standa undir rekstarkostnaði fyrir fjármagnskostnað og afskrift- ir. Því var talið ljóst af stjórn fyrirtækisins að enn frekari fram- leiðsluaukning þyrfti að koma til ef fyrirtækið ætti að eiga rekstrar- möguleika í framtíðinni. íslandslax hf. fékk samþykkta greiðslustöðvun í lok júnímánaðar í þrjá mánuði og var hún veitt í þrjá mánuði frá 8. júní að telja. Hinn 8. september var heimildin framlengd til 8. nóvember næst- komandi. Á þessum tíma tókst að halda daglegum rekstri gangandi með eigin tekjum. Stjómendur fyrirtækisins voru sannfærðir um að með endurbótum á matfiskeldisstöð mætti auka nýt- inguna verulega og lögðu fram hugmyndir þess efnis. Endurbæt- urnar fólust í kaupum á súrefnis- tækjum, viðbótar vatnsdælum og sjálfvirkum fóðurbúnaði. Var áætl- að að þessar fjárfestingar kæmu til með að kosta 40 milljónir króna. Með þessum ráðstöfunum var ráð- gert að auka framleiðsluna í 720 tonn á næsta ári og í 880 tonn á árinu 1992. Að auki við framleiðsluaukning- una lagði stjórnin fram hugmyndir um tilslakanir af hálfu lánardrottna og aukið hlutafé frá hluthöfum. Hluthafahópamir voru ekki sam- mála um þessar tillögur. Fulltrúar norsku hluthafanna töldu nauðsyn- legt að lögð yrði fram tillaga um að lánadrottnar afskrifuðu megin- hluta skulda félagsins strax, en fulltrúar íslensku hluthafanna töldu slíkt óraunhæft. Þar sem hluthafarnir gátu ekki komið sér saman um leiðir til bjargar fyrir- tækinu og íslensku aðilunum tókst ekki að taka yfir hluta Norðmanna varð gjaldþrot niðurstaðan. SSH „Þetta fer nú að verða dálítið dónalegt,“ segir Kristmann Meldal einkaspæj- ari. Það er Gísli Rúnar Jónsson sem leikur þennan glögga en miskunnariausa einkaspæjara. Með honum á myndinni eru Helga Braga Jónsdóttir og Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir. Þjóðleikhúsið frumsýnir nýjan gamanleik sem fjallar um siðferði og heiðarieika. í leikritinu er spurt: Er heiðarlegur maður orðinn að viðrini? Borgar Jónsson, duglegur og framagjam framkvæmdastjóri á fimmtugsaldri, hefur sagt upp í ffystihúsinu til að taka að sér stjórn húsgagnafyrirtækisins K. og K. Loftsson, sem tengdafaðir hans stofnaði fyrir fimmtíu ámm. Fyrir- tækið hefur lengi verið voldugt en nú er eftirspurnin lítil, framleiðslan hef- ur minnkað og horfumar þar af . leiðandi ekki beint glæsilegar. Borg- ar er heiðarlegur með eindæmum og krefst þess að samstarfsmenn hans í fjölskyldufyrirtækinu séu það lfka. En ekki er allt sem sýnist. Spillingin leynist í hverju horni og þegar nær óstöðvandi og miskunnarlaus einka- spæjari er kominn í spilið og fimm ítalskir bræður birtast á sviðinu fer hulan að lyftast af dularfullum inn- viðum fyrirtækisins. Þetta er í stuttu máli söguþráður- inn í nýjum gamanleik, „Lítið fjöl- skyldufyrirtæki", sem Þjóðleikhúsið er að hefja sýningar á. Höfundur verksins er Breti, Alan Ayckbourn, að nafni en hann hefur getið sér gott orð í sínu heimalandi sem leikrita- skáld. I þessu verki tekur hann fyrir siðferði og veltir fyrir sér hvort heiðarleiki sé orðinn óeðli í þjóðfé- lagi þar sem allir reyna að svindla svolítið. Hvemig á heiðarlegur mað- ur að bregðast við þegar allir í kringum hann em að stela og svindla? . Leikstjóri „Litla fjölskyldufyrir- tækisins" er Andrés Sigurvinsson. Það er Amar Jónsson sem leikur aðalhlutverkið. Meðal annarra leikara má nefna Lilju Guðrúnu Þorvaldsdóttur, Jóhann Sigurðar- son, Lilju Þórisdóttur, Bjöm Karlsson, Önnu Kristínu Arngríms- dóttur, Róbert Amfinnsson og Gísla Rúnar Jónsson. Auk þess fara Helga Braga Jónsdóttir og Ólafur Guð- mundsson með hlutverk í sýningunni en þau útskrifuðust úr Leiklistar- skóla íslands síðast liðið vor. „Lítið fjölskyldufyrirtæki" verður fmmsýnt föstudaginn 10. nóvember. Önnur og þriðja sýning verða á laugardag og sunnudag. -EÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.