Tíminn - 09.11.1989, Blaðsíða 3

Tíminn - 09.11.1989, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 9. nóvember 1989 Tíminn 3 Auður Bjarnadóttir: Nýr list- dansstjóri Nýlega tók Auður Bjarnadóttir við starfi listdanssjóra Þjóöleikhúss- ins, sem Hlíf Svavarsdóttir gegndi sl. tvö ár. Auður Bjarnadóttir stundaði nám við Listdansskóla Þjóðleikhússins og framhaldsnám í Kaupmannahöfn og Lundúnum. Hún varð fastráðinn dansari við íslenska dansflokkinn frá stofnun hans 1973 til ársins 1978, en þá var hún ráðin sólóisti við ballettflokk Bæheimsku ríkisóper- unnar í Munchen. Þar stundaði hún sólóhlutverk í mörgum helstu klass- ísku ballettunum í 4 ár. Árið 1979 hlaut Auður fyrstu verðlaun í sam- keppni ungra norræna dansara á móti í Kuopio í Finnlandi. Árið 1982-83 var hún ráðin við ballettinn í Basel í Sviss (Basler Ballet). Hún kom heim haustið 1983 og dansaði þá aftur með íslenska dansflokknum í tvö ár. Árið 1985 var hún fastráðinn listdansari við Konunglega ballett- inn í Stokkhólmi og dansaði þar í öllum sýningum til ársins 1987 er hún fluttist heim á ný. Af hlutverkum Auðar erlendis má nefna sólóhlutverk í Hnotubrjótn- um, Svanavatninu, Þyrnirósu, Ser- enada eftir Balanchine, Symphonie in D eftir Jiri Kylian og Paganini eftir Vamos. Auður hefur dansað tæplega þrjátíu hlutverk með ís- lenska dansflokknum, þ. á m. sóló- dansari Elds á Listahátíð 1974, Svan- hildi og vinkonu Svanhildar í Coppelíu, Odette/Odile í Svana- vatninu, Hero f Ys og þys út af engu, Blómavalsinn í Hnotubrjótnum, Pas de Deux úr le Corsair og Paganini með Dinko Bogdanic í gestaleik, Sumdris í öskubusku, Skógardís í Dafnis og Klói og Candy í Chicago. Þorsteinn Guðmundsson, Skálpa- stöðum Myndabrengl Þorsteinn Guðmundsson á Skálpa- stöðum ritaði grein í blaðið þann 26.10 sl. og birtist með henni mynd af röngum manni. Tíminn biður hutaðeigandi velvirðingar á þessu og birtum við hér með réttum Þorsteini. Fjölgun í Framsókn A sfðustu dögum hafa tveir af forystumönnum Framsóknarflokks- ins eignast börn. Valgerður Sverris- dóttir þingmaður Framsóknar- flokksins á Norðurlandi eystra eign- aðist stúlku síðast liðið laugardags- kvöld. Stúlkan var 13 merkur og 52 cm löng. Eiginmaður Valgerðar er Arvid Kro. Á mánudaginn eignaðist Kristín Vigfúsdóttir stúlku. Kristín er eigin- kona Finns Ingólfssonar varaþing- manns í Reykjavík og gjaldkera Framsóknarflokksins. Mæðrum og bömum heilsast vel. Tíminn óskar foreldrunum til hamingju og börnunum velfarnaðar í lífinu. -EÓ Auður Bjarnadóttir. Lýðræðisleg félagsstörf Fræðslurit dr. Hannesar Jónsson- ar um lýðræðisleg félagsstörf er kom- ið út í annarri útgáfu. Með henni eru einnig fáanlegar hljóðsnældur með 10 fræðsluerindum höfundar í sam- ræmi við verkefnaskrá 10 málfunda, en dagskrár þeirra og þjálfunarverk- efni er að finna í lok bókarinnar. Á kápu bókarinnar segir að þetta sér heilsteypt og yfirgripsmikil hand- bók fyrir þá, sem vilja taka ábyrgan þátt í félagsstarfi og ná árangri í fundarstörfum og mælsku. Bókin er 304 blaðsíður og skiptist í þrjá hluta, með yfir 20 skýringamyndum, sem sýna m.a. heppilega sætaskipan í fundarsal smærri og stærri funda. í formála segir að það sé einlæg von höfundar að bókin verði að gagni fyrir eldri sem yngri áhuga- menn um lýðræðisskipulagið og fé- lags- og fundarstörf á grundvelli þess, sama hvar í flokki þeir standa. Bókin var fyrst gefin 1969, þá áttunda bókin í bókasafni Félags- málastofnunar. -ABÓ Dr. Hannes Jónsson. FJÓRFALDUR POnUR! a lauga Nú stefnir í einn stærsta vinning í Getraunum frá upphafi þeirra hérlendis! Það er svo sannarlega til mikils að vinna í íslenskum Getraunum. Á síðustu þremur vikum hefur engin röð komið fram með 12 réttum. Þess vegna er fjórfaldur pottur núna - og fjórföld ástæða til að vera með! Auk þess kostar röðin aðeins 10 kr. Láttu nú ekkert stöðva þig. Getraunaseðillinn er líka fyrir þig. verð urfh a/9Ui '9ara»9inn. -ekkibaraheppni

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.