Tíminn - 09.11.1989, Blaðsíða 17

Tíminn - 09.11.1989, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 9. nóvember 1989 Tíminn 17 rkurvrxuu i Mnr llllllllllllllllllllllllllll SPEGILL llllllllinilllllllllll]llll«IIIIlllllllllllllHllllllllllll]| Elsa Þorkelsdóttir Arnþróður Karlsdóttir Unnur Ingibjörg Stefándsdóttir Pálmadóttir Konur - Kosningar framundan Matarspjallsfundur Landssambands Framsóknarkvenna um sveitar- stjórnarkosningarnar verður haldinn ( Litlu-Brekku í Reykjavík miðvikudaginn 15. nóvember kl. 18.30. Umræðurnar leiða þær Unnur Stefánsdóttir formaður LFK, Ingibjörg Pálmadóttir, bæjarfulltrúi á Akranesi, Elsa Þorkelsdóttir, fram- kvæmdastjóri Jafnréttisráðs og Arnþrúður Karlsdóttir, fjölmiðla- fræðingur. Hollur matur á boðstólnum. Fundurinn er öllum opinn. Stjórn LFK Austur-Skaftfellingar Árshátíð Framsóknarfélagsins verður ( Hótel Höfn laugardaginn 11. nóvember og hefst kl. 20.00. Miðapantanir þurfa að berast Hótel Höfn í síma 81240 fyrir kl. 17.00 föstudaginn 10. nóvember. Nánar auglýst í Eystra-Horni. Allir velkomnir. Framsóknarfélagið. 34. kjördæmisþing framsóknarmanna í Norðurlandskjördæmi-eystra Haldið á Hótel KEA, Akureyri 11. nóv. 1989 Dagskrá: Kl. 9.00 Setning. ■ Skýrsla stjómar og reikningar. Kl. 10.00 Ræður þingmanna. Lögð fram stjórnmálaályktun. Almennar umræður. Kl. 12.00 Matarhlé. Kl. 13.00 Kosningar. Kl. 13.30 Sér mál þingsins: Umhverfismál og náttúruvernd. Framsögumenn: Jón Sveinsson aðst.m. forsætisráðh. Hermann Sveinbjörnsson aðst.m. sjávarútv.ráðh. Kl. 16.00 Ávörpgesta. Kl. 16.30 Afgreiðsla mála. Úrslit kosninga. Önnur mál. Kl. 18.30 Þingslit. Kl. 20.00 Kvöldskemmtun á Hótel KEA. Jón Sveinsson Hermann Sveinbjörnsson Guðmundur Bjarnason JóhannesGeir Slgurgelrsson Slgurður Gelrdal Gissur Helga Pétursson Helgadóttlr Sunnlendingar Almennur fundur um umhverfismál verður haldinn fimmtudaginn 9. nóv. kl. 21.00 í Inghól, Selfossi. Frummælandi verður Júlíus Sólnes, verðandi umhverfismálaráð- herra. Hann mun m.a. kynna starf og umfang væntanlegs umhverfis- ráðuneytis. Allir velkomnir. Framsóknarfélag Árnessýslu. Borgnesingar nærsveitir Spilum félagsvist í Samkomuhúsinu Borgarnesi föstudaginn 10. nóvember kl. 20.30 Fyrsta kvöld í þriggja kvölda keppni. Mætum vel og stundvíslega. Framsóknarfélag Borgarness. Selfoss og nágrenni Félagsvist verður spiluð að Eyrarvegi 15 á þriðjudögum, 14. nóvember, 21. nóvember og 28. nóvember. Kvöldverðlaun - Glæsileg heildarverðlaun. Framsóknarfélag Selfoss. Ruglingur í ástalífinu hjá „ Leðurblökufól ki n u “ Sagt var um Kim Basinger, sem leikur Vicki, kærustu Leðurblöku- mannsins (Batman‘s) í samnefndri bíómynd, að hún hafi heillað svo karlpeninginn sem vann við mynd- ina, leikara, hljómlistarmenn og tæknimenn, að legið hefði við vandræðum. Tveir voru þó til nefndir sem „bestu vinir“ hennar Kim. Það var sjálfur Michael Keaton sem leikur titilhlutverkið og svo rokkarinn Prince, sem sér um músíkina í myndinni. Þama var á ferðinni hinn klassíski ástar-þríhyrningur. Keaton er 37 ára og hefur verið mikið í sviðsljósinu að undanfömu og hefur leikið aðalhlutverk í mörgum myndum sem hafa orðið vinsælar. Leðurblökumaðurinn t.d. mokar inn peningum fyrir kvikmyndafyrirtækið. Þau Kim Basinger og Keaton fóru að vera saman sl. sumar í London meðan verið var að vinna að Batman-myndinni. Kim leikur þar Vicki Vale ljósmyndara, sem verður ástkona Leðurblökumanns- ins. En sagt var að þau héldu áfram í ástahlutverkunum þó upptöku- vélamar væm hættar að snúast. Michael Keaton er kvæntur maður, svo þetta varð hálfvandræðalegt samband. Þá reyndi Kim að hugga sig við rokkarann Prince, en það varð lítið úr því. Prince lét sem sér væri alveg sama. Hann sagði iíka að Kim væri of gömul (35 ára) fyrir sig. Slíkar ástamálaflækjur em víst ekkert óalgengar þegar verið er að taka upp kvikmyndir. Stjórnendur, leikendur, tæknimenn og annað starfsfólk er allt yfirspennt á taug- um, þegar verið er að keppast við tímann og fjármálaáætlunina. Síð- an er margendurteknar ástarsenur, þar sem leikarar reyna að vera sem eðlilegastir og láta sem ástin sé á suðupunkti. Það er því hætta á að þarna geti soðið uppúr. En algengt er víst að ástasamböndin endist ekki fram yfir fmmsýningu. Kim Basinger kom á frumsýn- ingu á Batman-myndinni í gagn- sæjum, svörtum kjól, sem vakti mikla athygli og allir Ijósmynd- arar þyrptust að hennl. Hún fékk því næga athygli, þó að hún væri ekki með sjálfan „Leður- blökumanninn" upp á arminn Michael Keaton mættl á frumsýninguna með eiginkonunni, Caroline McWilllams, þrátt fyrir orðróm um að þau væru að skilja Prince er sagður kominn út úr Batman-tríóinu og prísar sig sælan. Ungfrú Ameríka ’89 (Miss America) - er dýralæknir Debbye Tumer, 23 ára fegurðardrottning frá Missouri (Miss Missouri) varð Ungfrú Ameríka í hinni árlegu fegurðarsamkeppni í Atlantic City. Debbye Turner er dýraskurð- læknir. Ungfrúin sagði í blaðaviðtali eftir krýninguna, að hún væri vanari því að skera upp kjölturakka eða bólusetja kynbótanaut en að ganga eins og sýningarstúlka eftir mjóum palli milli áhorfenda. En hún sagði samt að þetta hefði verið dásamlega spenn- andi, enda sést á myndinni, að spennan er í hámarki, því fegurðardrottningin grætur af gleði. Það er Gretchen Carlson, Ungfrú Ameríka 1988, sem hér krýnir Debbye Turner, sem hefur tekið við titlinum fyrir árið 1989

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.