Tíminn - 09.11.1989, Blaðsíða 9

Tíminn - 09.11.1989, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 9. nóvember 1989 Tíminn 9 llllllllllllllllllllllll TÓNLIST . ^ . . ^ Vladimir vildi koma á framfærí þakldæti til allra sem hafa greitt götu hans á íslandi. Tinumynd: Ámi Bjanu étríkjunum." Hvað fannst þér merkilegast að sjá á íslandi? „Sterkust áhrifin sem ég varð fyrir í þessari ferð var í heimsókn minni á Ámastofnun. Mér var hleypt alveg inn um alit. Ég skoðaði gömul rit sem ég er búinn að lesa og heyra um í tuttugu ár. Allt í einu hélt ég á þessum rítum í höndunum. Þetta voru skinnhandrít frá 12. öld. Þetta var alveg stórkostlegt." Vladimir hefur þýtt íslenskar bók- menntir yfir á rússnesku. Hann hefur m.a. þýtt íslensk Ijóð eftir ýmis nútímaskáld. Vladimir fór héðan um síðustu helgi til Bandaríkjanna. Hann sagð- ist vona að honum gæfist tækifærí til að komast fljótt aftur til Islands, annað hvort til að læra eða til að kenna við einhvem skóla. „ísland og íslendingar em búnir að gera svo mikið fyrir mig. Mig langar til að gera eitthvað fyrir ísland í staðinn," sagði Vladimir að lokum. -EÓ Rússneskurjúlkur heimsækir island sérstakt mál, óvenjulegt mál. Saga landsins vakti einnig áhuga minn, sérstaklega bókmenntasagan. Ég er búinn að vinna sem túlkur í Sovétríkjunum og búinn að hitta fjölmarga íslendinga." Fyrir fjómm eða fimm ámm fékk Vladimir boð frá Steingrími Her- mannssyni, Ásmundi Stefánssyni og Svavar Gestssyni um að koma til íslands, en þá var útilokað að fá ferðaleyfi frá sovéskum stjómvöld- um. í ár bauð Borgarstjóm Reykja- víkur Vladimir að koma til íslands og að þessu sinn gekk mun betur að fá ferðaleyfi. Hvemig líkar þér svo á íslandi? „Alveg stórkostlega og miklu bet- ur en ég átti von á. Eg var búinn að lesa mikið um ísland og sjá milljón myndir frá íslandi f bókum og blöðum. Þetta er bara eins og að koma heim.“ Vladimir hefur kynnst ærið mörg- um íslendingum í gegnum starf sitt sem túlkur, m.a. Steingrími Her- mannssyni, Guðmundi J. Guð- mundssyni, Davíð Oddssyni, Birgi ísleif Gunnarssyni, Halldóri Ás- grímssyni, Ásmundi Stefánssyni og mörgum fleimm. Allt eru þetta góðir kunningjar hans. Sjálfur segist Vla- dimir hafa kynnst helming íslend- inga í Rússlandi en hinum helmingn- um í þessari heimsókn til landsins. Vladimir segist ekkert skilja í þvf hvað íslendingar eigi við með þegar Öir tali um að veðrið sé leiðinlegt á andi. Hann segist ekkert hafa upplifað nema sól á íslandi. Vladim- ir finnst mikið koma til íslenskrar náttúru og hann á vart orð til að lýsa útsýninu. „Best var þó að hitta alla kunningjana sem ég kynntist í Sov- Undanfarnar finun vikur hefur dvalist hér á landi sovéskur maður, Vladimir Kozov að nafni. Þrátt fyrir að þetta sé í fyrsta skipti sem Vladimir kemur til fslands talar hann ísiensku eins og innfæddur. Málið lærði hann í háskóla í Leningrad. Hann hefur oft túlkað fyrir íslendinga þegar þeir hafa sótt Sovétríkin heim. Vladimir á ekki orð til að lýsa hrifningu sinni á íslandi og íslendingum. Tíminn hitti Vladimir að máli í sfðustu viku og var hann fyrst spurð- ur að því hvemig stæði á því að hann talaði svo góða íslensku. „Jú, sjá til við Rússar erum svo klárir,“ sagði Vladimir og hló. „Ég fór í nám í Leningrad háskóla og lærði norræn mál, norsku, sænsku og dönsku. Það var Mikhail Steblin Kamenskij prófessor sem kenndi mér fomíslensku. Kamenskij kom oft til íslands og var m.a. gerður að heiðursdoktor við Háskóla íslands. Hann sagði við mig: „Til þess að læra fslensku verður þú að elska ísland.“ Mér fannst þetta vera alveg Sýning í Dagana 9.-23. október hélt Páll Isaksson sýningu á verkum sínum í Ráðhúsinu í Horsens á Jótlandi. Norrænafélagið á staðnum hafði milligöngu um sýninguna. Sýningin hefur nú verið sett upp að nýju í Horsens Tekniskeskole og mun standa í mánuð. Flestar myndimar em unnar með olíu á pappír og em í hefðbundnum grafík stíl og yfirleitt unnar sem mónóþrykk eða í litlu upplagi. Graffk myndimar notar listamaður- inn sem tilrauna- og undirbúnings- vinnu fyrir stærri myndimar. Ut- koman verður því grafík myndraðir sem enda í stærra verki. Hluti mynd- anna er unnin með olíu á léreft og teygðar og spenntar upp í þriðju víddina og verða þannig að mynd- skúlptúr. Páll hefur búið erlendis sfðastliðin fjögur ár. Hann sýndi síðast á Mokka 1985. Horsens Páll ísaksson myndlistamaður ljósmynd: Þorvarður Sinfóníutónleikar Á tónleikum Sinfóníuhljómsveit- arinnar 2. nóvember lék Édda Er- lendsdóttir einleik í píanókonsert Edvards Grieg en grísk-þýski hljóm- sveitarstjórinnn Miltiades Caridis mundaði tónsprotann. Edda lék af meira öryggi og myndugleik en al- gengt er meðal íslenskra píanista, enda er hún mjög sviðsvön og hefur víða komið fram, austan hafs og vestan. í tónleikaskránni segir um þennan konsert Griegs, að enda þótt píanókonsert Schumanns sé að sumu leyti fyrirmynd hans, sé hann stór og breiður og búi yfir mikilli svellandi, á köflum megi heyra bregða fyrir glæsibrag að hætti Liszts. Edda lagði meiri áherslu á glæsibraginn en á rómantíkina, sem aðrir eldri píanist- ar hafa yfirleitt ræktað við flutning hans. Fyrst á efnisskrá var 3. sinfónfa Schuberts í D-dúr, sem skáldið samdi 16 ára að aldri. Sinfónían er ákaflega falleg og geðþekk, með miklum klarinettuköflum sem gáfu Einari Jóhannessyni ærið tækifæri til að blómstra. Tónleikunum lauk með Adagio-kafla 10. sinfóníu Gustavs Mahler (1960-1911), sem raunar var aidrei lokið, annar maður gekk frá þeim tveimur köflum sem lengst voru komnir þegar tónskáldið lést. Eins og í öðrum sinfóníum Mahlers er hér skrifað stórt og breitt, fyrir stóra hljómsveit með margvíslegum hljómbrigðum. Caridis stjórnaði þessu öllu af mikilli kunnáttu og vandvirkni - yfirleitt blaðlaust, sem þykir sýna að stjómendur kunni verkin til hlítar, en sem veldur þó stundum taugaveiklun hjá hljóm- sveitarmönnum, því „errare human- um est“ eins og þar stendur. Áheyrendur, sem fylltu Háskóla- bíó, kunnu vel að meta þessa tón- leika og fögnuðu listamönnunum vel. Verkin þrjú, sem flutt voru, em öll í eðli sínu 19. aldar tónlist, og enda þótt tónlistarunnendur hér á landi taki nútímatónlist heldur vel núorðið, þá trekkir sú gamla ævin- iega best. Sem minnir á hugmyndir kvenmanns nokkurs frá Bretlandi, Hilary Finch, sem hingað kom á þing gagnrýnenda í fyrravor og var fengin til að skrifa í DV um sýningu íslensku óperunanr á Brúðkaupi Fígarós. í stuttu máli aðhyllist Finch kenningar Pol Pots í Kampútseu. En hann gerði sér grein fyrir því, að vilji menn gera almennilega byltingu og búa til nýja heim eftir sínu höfði, þá verður að uppræta allt minni um fyrri tíma, nefnilega allt og alla sem minna á eða muna heiminn fyrir byltingu Finch virðist semsagt að Háskólatónleikar vetrarins hófust í Norræna húsinu miðvikudaginn 25. október með jazz-kvartett Frið- riks Karlssonar (gítar), Kjartans Valdimarssonar (píanó), Richards Kom (bassi) og Martens van der Valk (trommur). Háskólatónleikar eru að verða meðal elstu og æruverð- ugustu tónlistarstofnana bæjarins, þvf nú hefst 17. starfsár þeirra, en jafnframt 9. ár hádegistónleikanna í Norræna húsinu. Þykir það form hafa tekist allvel, og er aðsókn iðulega góð. Háskólatónleikar em haldnir í Norræna húsinu hvem miðvikudag kl. 12.30. Þeir fjórmenningamir fluttu fjög- ur lög, „Alone together" eftir Schwarz og Dietz sem kynnirinn Friðrik kvað vera gamla klassík, „Pace dance“ eftir Metheney, Dre- ams so real“ eftir Cörlu Bley og „Moon germs“ eftir Farrel. Kunnug- ur sagði mér að í öllum lögunum nema hinu síðasta sé hljómagangur íslenska óperan væri að eyðileggja sögulegt tækifæri til að ala íslensku þjóðina, sem ekki hefði kynnst óper- um fyrr, upp í „nútíma-óperu" með því að sýna ekki annað en 20-aldar verk eða nýstárlegar uppfærslur eldri verka. Út af fyrir sig væri þetta fróðleg tilraun, því sannarlega hefur tónlistin þrást í ýmsar áttir á jörð- inni, en þó mundi tilraunin, ef gerð væri, lýsta engu minni mannfyrirlitn- ingu en fjöldamorð Pol Pots í þágu kommúnistmans. KJenningin segir semsagt, að okkur líki Bach, Mozart mjög flókinn og að „tónfræðin nálg- ist klasahljómfræði". Af þessum fjómm „lögum“ þótti mér „Dreams so real“ bera af - hin þrjú verkuðu á óæft eyra mitt í þessari tegund af harksöng (þýðing Jóns Ófeigssonar) sem heldur þreytandi síbylja. Allt um það var leikur þeirra félaga fágaður og kunnáttusamlegur, og í góðu jafnvægi nema píanistinn dró sig fullmikið til baka framan af. Gítarinn var helst í forgrunni, enda Friðrik mjög sjóaður tónlistarmað- ur. Á 17 ára ferli hinna eiginlegu háskólatónleika hefur verið spiluð alls konar tónlist, gömul og ný, en ævinlega þó innan ramma „æðri tónlistar". Jazz hefur aldrei heyrst þar áður, né hafa popparar eða trúbadúrar komið þar fram svo ég muni. Margir tónlistarmenn segja að vísu um hinar ýmsu greinar tónlistar, eins og Jónas Halgrímsson kvað um hin ýmsu form lífsins, blóm og Beethoven (eða Schubert, Grieg og Mahler) betur en ónefnd þrjú samtímatónskáld af því að við höf- um skaðast í uppeldinu. Ælumst við upp með samtímatónskáldunum þremur, og öðrum ómerkari nótum þeirra, þyrftum við að ataka á hon- um stóra okkar í umburðarlyndi til að hlusta á Bach og Beethoven. Hvort þetta er svo, veit nú enginn, en það var semsagt tilraun af þessu tagi sem Hilary Finch vildi láta íslensku óperuna gera á þjóð vorri. Ég mótmæli kröftuglega öllum til- homsíli og skáld - Munurinn raunar enginn er, því allt um lífið vitni ber - að tónlistin sé eitt og aðeins til góð tónlist og vond, en engin dægurtón- list eða æðri tónlist. Á öðru máli var Alexander Jó- hannesson háskólarektor, sem sagði í ræðu við skólaslit vorið 1941, en veturinn áður höfðu þeir Bjöm Ólafsson og Ámi Kristjánsson flutt allar sex fíðlusónötur Beethovens í hátíðasal háskólans: Háskólinn tók upp nýja starfsemi, að efna til hljómleika fyrir stúdenta og kennara og miðar starfsemi þessi að því að auka þekking stúdenta á dásemdarverkum sannrar hljómlist- ar, en hún er bundin órjúfandi lögmálum samstillingar og hreim- falls og opnar heila veröld fegurðar, er allir stúdentar ættu að kynnast. Orðið fegurð merkir samstilling, samhæfing, og þeir sem drekka í sig anda sannrar hljómlistar og skilja eðli hennar, verða sannari menn og raunum til að beryta okkur í þessu tilliti, eins og Steinn Steinarr mót- mælti tillögum um að breyta íslensku kvenfólki á ástandsámnum. Hann skrifaði 1940: „Margir menn gerst nú reiðir mjög yfír athæfi íslenskra kvenna. Það em meiri andskotans lætin. Ég veit svo sem af hverju þeir láta svona, þó ég vilji ekki segja það, að svo komnu máli. Aldrei mun ég fallast á þessar nýju tillögur bæjarstjómarinnar um að breyta íslensku kvenfólki. Ég heimta, að íslensku kvenfólki verði aldrei breytt, og ég mun skrifa á móti hverri tilraun, sem miðar í þá átt.“ Sig. St. fullkomnari. Þeir munu læra að skynja mismuninn á sannri hljómlist og villimannlegum garganstónum þeim er nefndur er „jazz“ og banna ætti í hverju siðuðu þjóðfélagi. Þessi afvegaleidda hljómlist, er æskulýðn- um er nú boðin á dansleikjum, á sinn þátt í þeirri spillingu og taumleysi, er þjáir þjóð vora og til glötunar leiðir.“ Sjónarmið Alexanders varð undir í þessu efni sem kunnugt er, en jafnframt er hins að gæta að jazzinn hefur breyst mikið síðan Kanamir komu hingað 1941. Tónlist af því tagi sem Friðrík og félagar spiluðu í Norræna húsinu á miðvikudaginn er næstum því jafnlangt frá Louis Armstrong, Benny Goodman, Dizzy Gillespie eða Duke Ellington og Bach sjjálfur. Hvort það er framför eða afturför, eða aðeins breyting, skal ósagt látið en þetta tónlistar- form boðið velkomið á háskólatón- leika. Háskólatónleikar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.