Tíminn - 09.11.1989, Blaðsíða 6

Tíminn - 09.11.1989, Blaðsíða 6
6 Tíminn Timinn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og ____Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson EggertSkúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, (þróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans, Prentun: Blaðaprent h.f. Frá og með 1. ágúst hækkar: Mánaðaráskrift (kr. 1000,-, verð í lausasölu í 90,- kr. og 110,- kr. um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Heimsókn Frakklandsforseta Heimsókn Frakklandsforseta til íslands er merkisat- burður og hlýtur að þykja tíðindum sæta. Ferð Mitterands er þó ekki að tilefnislausu. Hún stendur í sambandi við þá staðreynd að undanfarna mánuði hefur átt sér stað undirbúningur innan Fríversl- unarsamtaka Evrópu (EFTA) undir viðræður við Evrópubandalagið (EB) um víðtæka efnahagssamvinnu þessara evrópsku ríkjasamtaka. Ráðgert er að viðræður EFTA og EB hefjist snemma á næsta ári og ljúki svo fljótt sem við verður komið. Boðaður hefur verið sameiginlegur ráðherrafundur bandalaganna í París 19. desember nk. til þess að ná samkomulagi um dagskrá viðræðnanna og tímaáætlun. Varla er við því að búast að slíkur ráðherrafundur fjalli að ráði um efnisatriði væntanlegra viðræðna þessara bandalaga. Fyrir liggur þó að stefnt er að „sameinuðu efnahagssvæði“ í Evrópu. Það er takmarkið og „hug- sjónin“ á bak við þetta mál. Eftir er hins vegar að skilgreina hvað raunverulega felst í orðunum „sameinað efnahagssvæði“ og hvernig samningar takast í smáu og stóru um þetta markmið. Vandinn liggur auðvitað í því að ákveða efni væntanlegra samninga, en ekki það hvort og hvenær verði sest að samningaborði. Frakklandsforseti kom til íslands sem æðsti valda- maður þeirrar þjóðar sem nú gegnir forystu í ráðherra- stjórn Evrópubandalagsins til viðræðu við ríkisstjórn þess lands sem nú fer með formennsku í ráðherrastjórn Fríverslunarsamtakanna. Heimsókn hans verður að skilja sem svo að honum hafi þótt viðeigandi að tala við jafningja sína að virðingum í Fríverslunarsamtökunum í heimalandi þeirra, ísiandi. Viðræðufundur Frakkiandsforseta og forsætis- ráðherra og utanríkisráðherra íslands fær þann dóm beggja aðila, að hann hafi verið gagnlegur og ánægjuleg- ur. Eins og þennan fund bar að má ljóst vera að efni hans hlýtur fyrst og fremst að hafa verið að ræða væntanlegar viðræður EFTA og EB á almennum grundvelli. Hins vegar hefur það komið skýrt fram hjá forsætis- ráðherra og utanríkisráðherra, að þeir hafi sveigt umræðurnar að sérstöðu íslendinga sem fiskveiðiþjóðar í samtökum ríkja, sem móta öll markmið eftir þörfum versksmiðjuiðnaðar og vöruverslunar, en líta á sjávarút- veg sem hjámál og landbúnaðarmál sem efnahagslegt vandræðamái iðnveldanna. Forsætisráðherra hefur látið svo um mælt að Mitter- and forseti hafi lýst skilningi sínum á sérstöðu íslands í viðræðunum. Sá skilningur kom í þós í orðum forsetans sjálfs á blaðamannafundinum. Islendingar hafa því ástæðu til að treysta því að Frakklandsforseti geti að sínu ieyti lagt ísiendingum lið þegar til alvörunnar kemur í samningaviðræðum EFTA og EB. Pessi fundur Mitterands með íslenskum ráðamönnum var mjög mikilvægur. Hann hefur hins vegar engu breytt um það, að eftir er að ræða þessi mál á Alþingi. Ríkisstjórnin mun kynna Alþingi gang undirbúningsað- gerða fyrir samningaviðræður EFTA og EB. Þessi mál verða til umræðu á Alþingi 23. þ.m. Má fullyrða að Aiþingi hefur sjaldan tekið til meðferðar mikilvægara og afdrifaríkara mál. Hvað það snertir geta íslenskir stjórnmálamenn ekki stytt sér leiðina, þótt Frakklands- forseti komi í heimsókn og ræði íslensk vandamál af skilningi. Fimmtudagur 9. nóvember 1989 GARRI Mettaður maður Jón Óttar Ragnarsson, sjón- varpsstjórí á Stöð 2, hefur uppí skrítnar kenningar í Sjónvarpsvísi sínum, sem hann lætur dreifa til áskrífenda samkvæmt upplýsing- um einka - og einokunartölvu sinnar, sem hann notar fyrir út- sendingar á læstu efni. Miklar Jón Óttar mjög fyrír sér einhverjar væringar, sem hann telur vera á sjónvarpsmarkaði um þessar mundir, þar sem hann er að sjálf- sögðu aðalhetjan. Segir hann hugs- anlegt að ein eða tvær nýjar stöðv- ar farí í loftið á næstunni. „Að vísu kann þetta að vera ofmat vegna þess hve efnahagsástandið er ótr- yggt og því allt eins víst að tvær grímur renni á keppinauta Stöðvar 2 þegar á hólminn er komið.“ í því mikla samkeppnisstuði sem Jón Óttar er í finnst honum ekki við hæfi að minnast á ríkisrás sjónvarps. Stöð 2 er ein. Að auki vitnar hann í skoðanamaskínuna Skáís, sem teiur að „að sjónvarps- markaðurínn sé mettaður og því ekki þörf fyrír nýjar innlendar Einn Jónogannar Jón Eftir að hafa komist að þessari niðurstöðu með hjálp skoðana- maskinunnar fer Jón Óttar heldur betur að hressast. Seinna á sömu blaðsíðu heimtar hann að opnuð verði ný rás fyrír helgarsjónvarp handa Stöð 2, enda geti „engin ríkisstjórn“ neitað Stöð 2 um að- gang að rás 8. Það hafa sem sagt engar tvær grímur runnið á Jón Óttar, þótt sami Jón Óttar hafi nokkrum sentímetrum ofar litið svo á, að ekki sé „þörf fyrir nýjar innlendar rásir“. Seinni skoðun sinni til enn frekarí stuðnings stað- hæfir sá Jóninn sem vill nýja rás, að engin ríkisstjóm myndi „þora eða þola að fara í stríð við meirí- hluta þjóðarínnar“. Er þá meiri- hluti þjóðarínnar loksins fundinn, en hans hefur verið leitað víða og lengi, m.a. annars í kosningum áratugum saman. En Jón Ottar er ekki lengi að því sem lítið er. Bláar myndir íkostakjörum Eftir að hafa lýst yfir að markað- urínn „sé mettaður og þvi ekki þörf fyrír nýjar innlendar rásir“, lýsir Jón Óttar einfaldlega yfir: “íslendingar eiga heimtingu á öUu því áhugaverða sjónvarpsefni sem markaðurinn getur boðið upp á“. Blaðran stækkar síðan smám saman eftir því sem h'ður á máls- greinina, uns sjónvarpsstjórinn staðhæfir að Stöð 2 sé með fasta samninga „við aUa bestu fram- leiðendur heims í sjónvarpsefni og kvikmyndum“. Væntanlega eru bláu næturmyndimar innifalnar. Ekki virðist samningurinn um þættina með Benny Hill hafa verið alveg geimegldir. Þeir ero nú sýnd- ir í ríkissjónvarpi, einnig koma þar þættir, sem hljóta að teljast tU þess besta sem framleitt er af skemmti- efni, þrátt fyrír „föstu samning- ana“ hjá Stöð 2. Sérkennilegust er þó sú yfirlýsing sjónvarpsstjórans að rikissjónvarpið stýrí dagskrá sinni samkvæmt upplýsingum í Sjónvarpsvisi Stöðvar 2, svo valda- mikiU er tveggja skoðana Jón orðinn. Er á honum að heyra að honum þyki þetta bagalegt, og má alveg eins búast við að næsta krafa hans verði, að ríkissjónvarpið verði lagt niður, svo hann geti komið Sjónvarpsvísinum út án áhættu. Annars virðist Jón Óttar vera langt kominn með að gerast einvaldur í sjónvarpsmálum að eigin mati, þvi hann segir: „Þar við bætist svo loks að Stöð 2 hefur slík sambönd við seljendur erlends efnis að engin íslensk stöð er eða verður sam- keppnisfær bæði hvað varðar glæsUegt framboð og viðráðanleg verð.“ Einn sjóðandi grautur Á þessu sést að það er enginn venjulegur maður á ferðinni þar sem Jón Óttar er. Hann taldi sig vera að ráðast gegn einokun á sínum tíma, en boðar nú einokun á hverju sviðinu á fætur öðra. Síðasta tilfeUið í því óðagoti sem ríkir á Stöð 2 er að benda ríkis- stjóminni á, að hún hafi engin efni á því að ganga á móti hagsmunum stöðvarinnar. Einnig er látið liggja að því að Jón Óttar sé um þessar mundir að loka fyrir erlend aðföng ríkissjónvarpsins, enda er eða verður engin íslensk stöð „sam- keppnisfær bæði hvað varðar glæsilegt framboð og viðráðanleg verð“. Það er Ijóst að við höfum mikilmenni á meðal vor og skal ekki lasta það. Betra værí þó að höfuð þessa mikilmennis værí ekki eins og einn sjóðandi grautarpottur þegar kemur þar í messunni, að skýra þarf fyrír lesendum sjón- varpsvisis, að markaðurínn sé mettur og ekki mettur, að Stöð 2 verði að fá helgarrás þótt 73,6% telji ekki þörf fyrír nýjar innlendar rásir, og að samið hafi veríð um allt frambærílegt erlent efni, þótt staðreynd sé, að dagskrá ríkissjón- varps fer stöðugt batnandi. Garri VÍTT QG BREITT Svipmynd frá Suðumesjum Bátaútgerð á Suðurnesjum ber oft á góma og ekki annað sýnna en að hún eigi þar í vandræðum, sem ekki fæst alltaf full skýring á. 4000 þorskígildi seld í blaðinu Fiskifréttum, sem er bæði fróðlegt og læsilegt blað um flest sem varðar sjávarútveg, er greinargóð frétt nýlega þar sem sagt er frá tíðum sölum fiskibáta frá Suðumesjasvæðinu. Á rúmlega einu ári hafa hátt í 20 bátar undir 100 rúmlestum, eða kvótar þeirra, verið seldir frá Grindavík, Kefla- vík og Sandgerði. Alls er kvóti þessara báta fast að 4000 þorskí- gildi, segir blaðið, eða sem svarar kvóta tveggja togara af minni gerð. Fiskifréttir greina frá því að margir þeirra, sem selt hafa báta sína eða kvóta þeirra, hafi þó ekki hætt útgerð eða sjósókn, heldur hafi þeir keypt sér báta undir 10 smálestum og geri út á sameiginleg- an kvóta smábátamanna. Blaðið getur þess að uggur sé í Suður- nesjamönnum vegna þess hve margir bátar, og þar með kvótar þeirra, hafi horfið af svæðinu undanfarin ár. Þar á meðal segir fréttamaður að einn viðmælandi í Grindavík hafi sagt að vesturhöfn- in í Grindavík væri nánast tóm, en þar hafi áður verið að jafnaði 20 stórir bátar í eigu heimamanna. Til f jarlægra landshluta Síðan nefna Fiskifréttir nöfn hinna mörgu báta, sem seldir hafa verið frá Grindavík, Keflavík og Sandgerði, og margir þessara báta eru allstórir með myndarlega kvóta. Sumir bátanna hafa verið úreltir en kvótar þeirra seldir, en flestir bátanna virðast hafa verið keyptir til þess að nýir eigendur gerðu þá út eins og þeir eru. Suðumesjamenn hafa þannig selt frá sér fullgildar fleytur, sem þeir vildu ekki eiga en menn á öðrum útgerðarstöðum og í fjarlægum landshlutum treystu sér til að nýta. Það eru útgerðarmenn á Skaga- strönd, Ólafsfirði, Akureyri, Grenivík, Höfn í Hornafirði, Ólafsvík og Tálknafirði sem hafa verið tilbúnir til að nýta kvóta og báta sem Suðurnesjamenn eru að selja frá sér. Vaxandi þjónustustarfsemi Það væri freistandi að finna skýr- ingu á því, hvers vegna þessi þróun í útgerðarmálum Suðumesja- manna á sér stað. Sú skýring er ekki einhlít að orsakimar liggi í almennri stefnu stjómvalda í sjáv- arútvegsmálum. Sannast sagna er slík skýring ekki vel rökstudd. Miklu fremur virðist orsakanna að leita í atvinnuþróun Suðumesja- byggða sjálfra með þeim félagslegu áhrifum sem henni hafa fylgt og viðhorfum á vinnumarkaði yfir- leitt. Framtak og athafnasemi Suðurnesjamanna virðist í stómm mæii beinast í aðrar áttir en að stunda útgerð og sjómennsku eða vinna fiskafla. f því er ekki verið að búa til ásökunarefni á einn eða neinn, þótt á þetta sé bent. Það er ekki verið að gera lítið úr þeirri myndarlegu útgerð og fiskvinnslu sem vissulega er enn til staðar á Suðurnesjum, þótt gestkomandi maður hafi það fyrir augunum að margs konar þjónustustarfsemi fer þar sívaxandi og setur greinilegan svip á mannlíf og atvinnuuppbygg- ingu. I.G.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.