Tíminn - 09.11.1989, Blaðsíða 11
10 Tíminn
Fimmtudagur 9. nóvember 1989
Fimmtudagur 9. nóvember 1989
Tíminn 11
Gengið hefur verið á varplönd í Vatnsmýrinni og fyllt upp í hluta Norðurtjarnar þannig að afkoma fugla við Tjömina hefur versnað:
Litlu andarungana skortir fæðu
EFTIR SIGRÚNU S. HAFSTEIN
Undanfarin tvö ár hefur afkoma fugla
á Tjörninni í Reykjavík verið mjög slæm
ef miðað er við átta ár þar á undan.
Framkvæmdagleði mannskepnunnar
virðist hafa augljós neikvæð áhrif á
fuglalífið. Samanburður á meðaltölum
síðustu tveggja ára og áranna 1974-81
sýnir fækkun á öllum andategundum
nema skúfönd. Fækkunin nemur 36 varp-
pörum eða 14%. Þá hefur þeim ungum
sem komast á legg fækkað um helming
miðað við sama tíma.
Þessar tölur koma fram í áfangaskýrslu
sem dr. Ólafur Karl Nielsen vann á
vegum vinnuhóps sem á að stýra rann-
sókn á lífríki Tjarnarinnar og kanna
forsendur fyrir vexti þess og viðgangi.
Um skýringar á fækkun fuglanna segir í
skýrslunni: „Ekki er vitað hvað veldur
þessari fækkun en nokkrar breytingar
hafa orðið á svæðinu, fyllt hefur verið
upp í hluta Norðurtjarnar (8.5%) og
gengið á varplönd í Vatnsmýri (11 ha).“
Þá kemur einnig fram að uppfyllingin
vegna ráðhússins er á þeim stað jrar sem
ungar í fæðuleit hafa mest leitað.
Ungum hefur fækkað um 54%
Minna fæðuframboð hefur mest áhrif á
fjölda unga sem komast á legg. Á undan-
förnum tveimur árum hefur ungum fækk-
að um rúmlega helming. Afkoma andar-
unganna var þó mun betri í ár en í fyrra
og komust rúmlega tvisvar sinnum fíeiri
ungar á legg í ár en 1988. Munaði þar
mestu um betri afkomu æðarfugls, skúf-
andar og gargandar, en stokkandar- og
duggandarungar voru færri í ár en í fyrra.
Líkleg skýring er talin vera hagstæðari
fæðuskilyrði þar sem 16% fleiri mýflugur
veiddust í flugugildrur við Norðurtjörn í
ár en í fyrra.
Á árunum 1973-81 komust minnst upp
144 ungar á sumri og mest 310, að
meðaltali 219 ungar. Samanborið við
meðaltal áranna 1988 og 1989 hefur
ungum fækkað um 54% eða 117 unga.
Afföll andarunga voru mest hjá
stokkönd, eða 80%, en minnst hjá æði
eða 34%. Alls komust upp 143 andarung-
ar síðastliðið sumar.
Varðandi skýringar á þessum breyting-
um segir orðrétt í skýrslunni: „Ef við
miðum við að fæðuframboð ráði mestu
um afkomu unga, þá bendir þetta til þess
að það hafi verið lítið um fæðu síðustu 2
ár. Miklar sveiflur eru þekktar í fjölda
mýflugna við Mývatn og athuganir benda
til hins sama við Tjörnina. Annar þáttur,
sem hefur haft neikvæð áhrif á fæðuskil-
yrði, eru nýlegar uppfyllingar í Norður-
tjörn, en 1988 var fyllt upp í 8.5% af
flatarmáli hennar. Þessar framkvæmdir
hafa örugglega haft áhrif á fæðuframboð
andarunga, þar sem nær allir ungar alast
upp á Norðurtjörn og uppfyllingin náði
til svæða þar sem þeir voru gjarnan í
fæðuleit.“
Sveiflur og framkvæmdir
Dr. Ólafur Karl Nielsen sagði í samtali
við Tímann að ráðhúsbyggingin sem slík
skýrði ekki fækkun fugla á Tjörninni.
„Fækkunin er miklu meiri en búast má
við að verði vegna byggingarinnar. Nei-
kvæð áhrif vegna ráðhússins er þessi
uppfylling, fæðusvæði andarunga var
eyðilagt með henni. Það er staðreynd að
ungum hefur fækkað en það hefur gengið
erfiðlega að skýra afhverju það er. Senni-
legasta skýringin er sú að það er minni
fæða fyrir ungana nú en áður, en þeir lifa
fyrst og fremst á náttúrulegri fæðu úr
botninum. Við höfum bent á að það eru
miklar sveiflur í stofni þeirra dýra sem
endurnar lifa á, fyrst og fremst mýflugum.
En náttúrulegar sveiflur eru þekktar frá
fleiri svæðum. Hinsvegar bendum við á
að það er búið að takmarka fæðusvæði
andanna með uppfyllingum sem til eru
komnar vegna ráðhússins og viðgerða á
bökkum Tjarnarinnar."
Ólafur sagði að í sjálfu sér hefðu
borgaryfirvöld örlög fuglanna í hendi sér.
„Það er hægt að bregðast við þessu á
sama hátt og var gert í gamla daga með
því hreinlega að gefa ungunum lífræna
fæðu á þeim tíma sem þeir eru viðkvæm-
astir. Til dæmis var ungunum gefinn
hakkaður fiskur og víur hér áður fyrr.“
Tjörnin í vanhirðu
Ólafur sagði að það væri alveg ljóst að
Tjörnin hafi verið í vanhirðu undanfarin
ár. Til dæmis hafi enginn eftirlitsmaður
verið við Tjörnina síðan 1985. „Þessi
mikla fjölbreytni fugla við Tjörnina er
manngerð, flestar tegundirnar voru settar
á tjörnina. Áður fyrr voru þarna fyrst og
fremst stokkendur og kríur. Borgin stóð
fyrir miklu átaki 1956 og ’57 og þá voru
níu eða tíu fuglategundum komið fyrir á
Tjörninni. Þannig að allar endur sem
verpa þarna núna, aðrar en stokkönd,
eru afkomendur anda sem voru settar á
Tjörnina á sínum tíma. Ef við hlúum að
Tjörninni og fuglunum þar mun fuglalífið
væntanlega blómstra í framtíðinni.
Borgin hefur lýst því yfir að það verði
ekki fyllt frekar upp í Tjörnina þannig að
það verður ekki gengið frekar á fæðu-
svæði fuglanna. Aðalvandamálið núna er
að tryggja þeim örugg varplönd í framtíð-
inni. Mesturhluti andannaverpirí Vatns-
mýrinni og því svæði verður umbylt á
næstu árum eða áratugum. Af því svæði
hefur borgin friðað 5 hektara spildu.
Miðað við það sem vitað er um varpþétt-
leika andanna þá ætti þetta friðaða svæði
að geta hýst þær allar.“
Úrbætur
í áfangaskýrslu frá árinu 1988 eru
lagðar fram tillögur um úrbætur í málum
er lúta að fuglalífinu á Tjörninni. í
skýrslunni nú er lagt til að strax verði
hafist handa við að framkvæma tvær af
tillögunum. í fyrsta lagi að girða borgar-
friðland í Vatnsmýrinni og koma í öðru
lagi á eftirliti með Tjarnarfuglunum. Um
framtíð Vatnsmýrinnar segir í skýrslunni:
„Á næstu árum verða öll varpsvæði utan
flugvallargirðingar (12 ha), nema borgar-
friðland (5 ha) eyðilögð. Til að tryggja að
varp haldist á friðlandinu og að þær
endur sem missa sín varplönd leiti
þangað, verður að girða friðlandið af og
koma í veg fyrir umferð manna þar á
varptíma (apríl-júní).“
Þess má geta að Vatnsmýrin er aðal-
varpsvæði Tjarnarfuglanna. Þar urpu í
sumar um 90 gæsa- og andapör auk um
130 mófuglapara.
Fábreyttara fuglalíf í framtíðinni?
Ólafur var spurður að því hvað myndi
gerast með fuglalífið við Tjörnina ef
ástandinu yrði ekki breytt. „Ef það
verður ekkert gert í Vatnsmýrinni og
friðaða svæðið ekki girt af þá verður
ekkert varp á því svæði. Þó svo að við
Frá Tjöminni í Reykjavík.
gerðum ekkert og engir ungar kæmu á
Tjörnina þá yrðu þarna fuglar eftir sem
áður. Það yrðu alltaf stokkendur, og
álftir og grágæsir á veturna en fuglalífið
yrði allt miklu fábreyttara." Þess má geta
að síðastliðið sumar sáust 39 fuglategund-
ir við Tjörnina en vitað er með vissu að
17 tegundir hafi orpið á svæðinu.
Sérstaða Tjarnarinnar er fyrst og
fremst sú að fuglalífið er villt. f ýmsum
borgum eru til varplönd þar sem komið
alifuglum eða vængstýfðum fuglum hefur
verið komið fyrir. Stór hluti þeirra fugla
sem verpa við Tjörnina eru farfuglar.
Miðað við stærð Tjarnarinnar er þar
gríðarlega mikið af fugli. Ef þéttleikinn
við Tjörnina er til dæmis borinn saman
við fuglalíf við Mývatn þá er þéttleikinn
við Tjörnina allt að 10-100 sinnum meiri
eins og Ólafur orðaði það. En ein af-
leiðingin af gríðarlegum fjölda fuglanna
fæðuskortur.
Brauðgjafir af hinu slæma?
Aðspurður um hvort brauðgjafir við
Tjörnina væru ekki gagnslausar og brauð-
ið bara næringarlaus fylling fyrir fuglana
eins og sumir hafa haldið fram sagði
Ólafur að það væri í sjálfu sér ekki rétt.
„Það er óhemjumagn af brauði sem er
hent í Tjörnina. Yfir veturinn eru um 140
álftir, 300 grágæsir og 500-600 stokkendur
á Tjöminni og þessir fuglar lifa ekki á
öðru en brauði yfir veturinn. Brauðgjaf-
irnár hafa líka mikið að segja fyrir
fullorðnar endur á sumrin, þær éta mikið
brauð. En ungar lifa á náttúrulegri fæðu
úr tjarnarbotninum. Vegna þess hve
miklu brauði er sturtað í Tjörnina á
sumrin, miklu meira en endurnar torga,
þá laðar brauðið að vargfugl.“
Vargurinn flykkist í brauðið
Vargar valda árlega nokkru tjóni á
andavarpi við Tjörnina, þó fæðuframboð
hafi meiri áhrif á afkomu unganna. Helsti
skaðvaldurinn er sílamáfur sem tekur
litla unga og hrafn sem rænir hreiður.
Einnig eru til ama svartbakur, minkur og
köttur. í skýrslunni kemur fram að auð-
velt sé að losna við varga aðra en sílamáf
en honum megi halda í skefjum, meðal
annars með skotum. Ástæðan fyrir dvöl
sílamáfa á Tjörninni eru miklar brauð-
gjafir.
Sérstaklega er fjallað um þær tilraunir
sem gerðar hafa verið til að fæla sílamáf-
inn í burtu. Eina leiðin virðist vera sú að
skjóta á varginn en tilraunir með að veiða
sílamáfinn í gildrur hafa enn sem komið
er ekki gengið vel.
Sílamáfur hefur verið algengur við
Tjörnina á vorin að minnsta kosti síðan
1975 og sum árin einnig síðsumars. í
skýrslunni kemur fram að sílamáfur sást
á við Tjörnina alla athuganadagana, mest
300 fuglar. Sílamáfamir dvelja ekki allan
sólarhringinn áTjörninni. Yfirleitt koma
þeir á morgnana og eru þeir flestir yfir
hádaginn og fara síðdegis. Mest hafa sést
um 400 sílamáfar í einu við Tjörnina.
Sílamáfarnir sækja á Tjörnina til að éta
brauð og hvíla sig en einnig taka þeir
unga ef færi gefst. Um þann skaða sem
sílamáfurinn veldur segir í skýrslunni:
„Það er erfiðara að átta sig á því hvað
sílamáfur tekur mikið af ungum eða
hvort afrán hans hefur aukist hin síðari
ár. Miðað við það sem við vitum um
háttalag sílamáfs, má gera ráð fyrir að
það sé verulagt magn af Jitlum andarung-
um sem hann tekur á hverju sumri. Auk
þess að drepa unga, þá veldur hann
stöðugri truflun og óróa meðal unga-
mæðra."
Þess má geta að svartbakar ólíkt síla-
máfnum hafa bara drepið stálpaða unga
og fullorðnar endur. Þegar svartbakar
hafa sest að við andadráp við Tjörnina
hefur í öllum tilvikum verið um að ræða
staka fullorðna fugla. Þeir geta verið
mjög stórtækir og er dæmi um að sami
svartbakurinn hafi drepið fjórar endur á
Iímamynd Ámi Bjama
tveimur dögum.
Sem ráð gegn ásókn sílamáfsins er í
skýrslunni bent á að árangursríkast sé að
draga úr brauðgjöfum samhliða skipu-
lögðum ofsóknum. „Til dæmis væri hægt
að hvetja fólk til að gefa ekki máfum og
hætta að gefa öndunum þegar þær taka
ekki lengur við. Á hverjum degi er kastað
tugum kílóa brauðs í Tjörnina; þetta er
langt umfram það sem endurnar torga.
Það er þetta brauð sem laðar allan þorra
máfanna að.“ Þar kemur einnig fram að
vargar séu viðráðanlegt vandamál í
samanburði við það hvort takist að skapa
Tjarnarfuglunum lífsskilyrði við þeirra
hæfi.