Tíminn - 09.11.1989, Blaðsíða 8

Tíminn - 09.11.1989, Blaðsíða 8
8 Tíminn Fimmtudagur 9. nóvember 1989 ....11 RrtKMFNNTIR ................I.Illllll....Illllllll... .... ........... ................. Mannleg þjáning Steinunn Ásmundsdóttir: Einleikur á regnboga, Atmenna bókafélagið, Rv. 1989. Hér er á ferðinni fyrsta ljóðabók ungs skálds, og að því er segir hér á bókarkápu er höfundurinn aðeins tuttugu og þriggja ára gömul. Þar er þess einnig getið að bókin sé sprottin upp úr reynslu höfundar af dekkri hliðum lífsins, og að í ljóðunum sé að finna bæði lífsháska og þroskaðan hug. Eftir lestur þessara ummæla frá forlaginu fer ekki hjá því að lesandi opni bókina af nokkurri forvitni. Og ekki er hægt að segja að bókin valdi vonbrigðum. Það leynir sér ekki að hér yrkir höfundur sem býr yfir mun meiri lífsþroska en almennt gerist um þau ungu skáld sem hér hafa síðustu árin verið að kveðja sér hljóðs. Ljóðin hér eru ort af mun meiri fágun og alúð en menn eiga almennt að venjast af ungskáldi. Og hitt leynir sér ekki heldur að það er rétt, sem segir í baksíðukynning- unni, að hér eru það erfiðleikar nútímafólks, hlutir á borð við ein- angrun og bölsýni, sem eru helsta viðfangsefnið. Líka fer ekki á milli mála að hér tekst höfundi á ýmsum stöðum vel og jafnvel ágætlega til. Ég nefni sem dæmi ljóð sem þarna er og heitir Þrymur, þar er töluvert haglega dregin upp líkingamynd af því hvernig hugarfóstur eða ímyndun geta grafið um sig innra með fólki, með almennri skírskotun: Hugarfóstur ég næri þig og gef þér líf. Þú skapar veröld mína í breiðunnar litróf, leggur orð á tungu og liti í myndir. Við dveljum saman í húsi líkama og vegum salt á öfgum heimsins. Hér er vel farið með skáldlega mynd; eini veiki punkturinn má þó kannski teljast vegasaltið í lokin sem tæplega fellur nógu markvisst að myndinni sem á undan er komin í Ijóðinu. Og sömuleiðis kemur hér einnig fram að höfundur kann vel að fara með fleiri afbrigði líkingamáls; ég nefni til dæmis ljóð sem þarna er og heitir Fiskur, þar sem einmanaleika og stefnuleysi í lífi nútímamanns er skilmerkilega til skila haldið með því að líkja þessu við fisk í hafdjúpi. Svipað má einnig segja um ljóð sem heitir Gljáandi heimar; þar eru haf- djúpin sömuleiðis notuð sem ljóð- ræn tákn fyrir mannlega þjáningu. En á hinn bóginn er á það að líta að í þessari bók fer í rauninni mun minna fyrir þessari sömu mannlegu þjáningu heldur en vænta mætti eftir baksíðukynningunni að dæma. Ljóst er hún er meginstefið, sem bókin er kveðin í kringum, en í heildina verður þó tæpast talið að úr því stefi takist höfundi að skapa verulega markvissa hljómkviðu. I öllum þorra ljóðanna er einungis verið að kveða um mannlegan dapurleika og sorgir; og eiginlega allt heldur óljóst og sker sig í rauninni í litlu frá því sem hér er búið að yrkja um í ómældu magni allt frá því að nýrómantísku skáldin hófu upp raddir sínar hér um og upp úr síðustu aldamótum. Þetta er eiginlega hálfgerð synd, því að það fer ekki á milli mála að hér yrkir höfundur sem á flestan hátt kann vel að fara með Ijóðformið. Það er ljóst að hún býr yfir næmri ljóðrænni tilfinningu og kann vel að fara með líkingamál. Hins vegar skortir hana enn nokkuð upp á að hafa náð nægilega góðum tökum á vali og meðhöndlun yrkisefna, til þess að úr verði Ijóð með þeim persónulega tóni og styrk sem alltaf er aðall þeirra skálda sem gerast brautryðjendur nýjunga og framfara í ljóðagerð. Þess vegna verða ljóð hennar ekki það nýstárleg að þau geti talist til meiri háttar tíðinda. En hún hefur þó vissulega tímann fyrir sér, og flest bendir til þess að hún geti átt eftir að ná ágætum árangri. Um það lofa ljóðin hér góðu. Eysteinn Sigurðsson. Af súrrealískum toga að eitt sinn bærðist þar litríkt og viðkvæmt líf. Birgitta Jónsdóttir: Frostdinglar, Ijóð, Almenna bókafélagið, Rv. 1989. Þetta er að ýmsu leyti forvitnileg Ijóðabók. Höfundur er á bókarkápu kynntur jöfnum höndum sem ljóð- skáld og myndlistarmaður, og í þessa bók sína hefur hún sjálf gert mynd- irnar. Hún nýtur þessara vinnu- bragða því að í þessu tvennu, ljóðum og svartlistarmyndum, er hér býsna gott samræmi, svo að úr verður bók sem engin leið er að telja annað en tiltölulega trausta listræna heild. Það er sömuleiðis greinilegt ein- kenni á jafnt ljóðum sem myndverk- um hér að þau verður að telja að stórum hluta til vera af súrrealískum toga. Þetta eru verk sem fyrst og fremst er ætlað að höfða til innra tilfinningalífs þess sem les og skoðar. Þeim er bersýnilega ætlað að vekja ákveðin viðbrögð með fólki, og þá hugsanlega til samþykkis eða and- stöðu eftir atvikum. Dæmi um þetta getur verið fjöldamargt, til dæmis lítið ljóð sem þarna e.r og heitir Tréfuglinn: Ég horfi á tré og fugla finnst ég vera lík þeim í eðli mínu. Þó er ég tré án róta og fugl án vængja. Og í þessu ljóði, líkt og víðast endranær þarna, er svo beitt líkingu: ég ljóðsins finnur sig einangraðan frá því umhverfi sínu sem á að veita safa og næringu, ogjafnframtófæran um að komast á braut. Súrrealísku áhrifin í verkunum felast svo öðru fremur í því að þarna er gjarnan höfðað með vísunum út fyrir hinn fasta hlutveruleika allt umhverfis okkur. Þá er leitað inn á þau sálarlífsmið sem öðru fremur er að kenna við hluti eins og drauma, martraðir og það hugmyndaflug til- finningalífsins sem máski liggur á stundum á mörkum þess að geta kallast heilbrigt. Hér er þó að því að gæta að af slíkum innhverfum tilfinningaljóð- um á mörkum súrreaiisma hefur mikið verið ort hér undanfarið. Af þeim sökum er óhjákvæmilega erfitt að koma fram með nýja bók, sem hvað efni og innihald varðar sé tiltakanlega nýstárleg eða frábrugð- in því sem þegar er búið að yrkja hér á landi. í sjálfu sér fæ ég ekki heldur séð að hér sé í umtalsverðum þáttum brotið upp á nýjungum að því er yrkisefni varðar. En gildi bókarinnar felst kannski fyrst og fremst í því að hún er vel og einlæglega unnin, í henni er gott samræmi á milli mynd- skreytinga og ljóða, og í einu og öllu er þar unnið opinskátt og af hjartans einlægni. Líka má segja að hér séu á ferðinni nýstárleg efnistök í nokkr- um verkum af tegund ættjarðarljóða sem hér eru aftarlega í bókinni. Þar á meðal er lítið „ættjarðarljóð" héð- an úr Reykjavík sem heitir Lauga- vegurinn: Sölnuð blóm liggja við kanta þína. Fætur troða á. Bílar troða á. Svo fáir sjá Þótt ekki sé þetta stórt í sniðum þá er hér eigi að síður tekið á nýstárleg- an hátt á ættjarðarástinni, sem vissu- lega er síður en svo nýtt yrkisefni í íslenskri ljóðagerð. Og fleira er hér vel og einlæglega gert, svo sem opinská ljóð höfundar til föður síns sem, að því er hér segir, féll á sínum tíma fyrir eigin hendi. í stuttu máli sagt má því telja að hér sé á ferðinni vel unnin ljóðabók. Þetta mun vera fyrsta bók höfundar síns, og ekki verður annað sagt en að hún lofi góðu, ekki síst ef hún á eftir að færa út kvíarnar og takast á við fjölbreyttari yrkisefni síðar, og þá máski heldur meira en hér er í takt við hinn daglega raunveruleika allt umhverfis okkur hin sem verkin eru ætluð. Eysteinn Sigurðsson. Flóttinn úr sveitinni iöunn Steínsdóttir Búi Krístjánsson DREKASAGA Erlendur Jónsson: Borgarmúr, Bókaútgáfan Smáragil, Rv. 1989. Sannast sagna mun að þessi nýja ljóðabók Erlendar Jónssonar vekur kannski öðru fremur upp í huga lesanda hugrenningar um aðstöðu þess mikla fjölda fólks sem flutti hér á árunum í kringum seinna stríð úr sveitinni á mölina. Þetta á einkum við um fyrsta þriðjung bókarinnar, þar sem beinlínis má segja að tekist sé á við að lýsa viðhorfum aðkom- inna malbiksmanna til landsins og sveitarinnar, þar sem þeir finna sig eiga allar rætur. Þar eru á ferðinni lýsingar á lands- lagi í sveitum, en áberandi er að því er lýst frá sjónarhóli aðkomins ferða- manns, sem á þar aðeins tilfallandi leið um. Viðhorf innfædds íslensks sveitamanns er þar ekki um að ræða. Þessu landslagi er lýst því sem næst eingöngu frá þjóðveginum, og gott ef ekki út um glugga á einhverjum bílnum sem á þar leið um. Og líkt og kryddi er svo bætt inn í þetta viðeigandi sögulegum upplýsingum og skírskotunum til genginna tíma, til dæmis í upphafskvæðinu þar sem okkur er sagt að horfa „á bændabýlin þekku/ þar sem heimasætur með húfu/ og rauðan skúf, í peysu/ sitja þokkafullar/ á sallafínum dráttarvél- um.“ Vissulega væri létt verk að saka höfundinn hér um að leita um of inn í gamlan tíma og fást við úr sér gengin og þvæld yrkisefni. En ekki þó með réttu, því að hér er hann tvímælalaust að taka á og lýsa viðhorfum sem enn eru lifandi á meðal þess hluta þjóðarinnar sem kominn er á og um miðjan aldur, og man þannig enn lífið í sveitinni eins og því var lifað hér allt fram um seinna stríð. í öðrum þriðjungi bókar sinnar Erlendur Jónsson. má svo segja að höfundur haldi aftur til þéttbýlisins og þess daglega amst- urs sem fylgir lífinu þar. Þar tekst honum enn að ýmsu leyti vel til við myndasmíði sína af þeim slóðum, og nokkuð markvissri hnyttni bregður einnig fyrir, svo sem í litlu ljóði sem þarna er, heitir Félagsfræði og er svona: Illt er að heita strákur og vera það ekki. Illt er þegar illur fengur forgengur ekki. Og illt er að heita Blöndal, Briem eða Hafstein og vera það ekki. í síðasta þriðjungi bókar sinnar ná svo segja að hann haldi inn á aokkru heimspekilegri mið en í hinum tveim. Þar leggst hann dýpra, yrkir torræðar en fyrr og virðist vera kominn út í spurningar um ýmis hinstu rök tilverunnar. Að því er líkingasmíði varðar er þó ýmislegt þarna vel gert, svo sem í Ijóðinu On the rocks: Gul eins og vökvinn er öfund mín. Köld eins og ísinn er von mín. Brothætt éins og glasið er gleði mín. Ég held að það fari ekki á milli mála að lýsingar á viðhorfum burt- flutts fólks til heimasveitar sinnar geri sterkustu hliðina á ljóðasmíði Erlendar Jónssonar í þessari bók. Allir þeir, sem muna enn gamla íslenska sveitalífið, hljóta að geyma þær minningar innra með sér, og hætt er við að af þeim sökum vakni með ýmsum af og til upp efasemdir um það hvort borgarlíf nútímans, fyrst og fremst í Reykjavík, sé í rauninni nokkru betra eða farsælla en gamla og góða sveitalífið. Máski ber slíkt dálftinn keim af rómantík eða rósrauðum bjarma um æsku- minningar, en slíkt þarf þó ekki að vera lastandi. ÖU hljótum við að hafa leyfi til að ala með okkur drauma, og þá sömuleiðis til þess að sækja þá drauma í minningar okkar um tíma sem nú orðið heyra sögunni til. Eysteinn Sigurðsson. eftir Iðunni Steinsdóttur. Búi Kristjánsson myndskreytti. Útgefandi: Almenna bókafélagið. Eins og nafnið bendir til er þetta hugarflugsævintýri, sem blandar saman mannfólki og kynjaverum af ýmsum gerðum. Sögustaðurinn er þorpið Blikabær við rætur Furðu- fjalls. f fjallinu búa kynjaverurnar, svo sem drekinn ljúflyndi, sem er með þeim ósköpum ger, að eldslogar standa úr gini hans þegar hann talar, Heiðríkur, Vomsan og Glæsir hinn goðumlíki. Söguþráður er spunninn um þorpsbúana, einkum börnin og þess- ar kynjaverur, aðallega drekinn, sem þráir það eitt að gerast vinur barnanna og leikfélagi. Glæsir býr á tindi Furðufjalls og sölsar undir sig þá, sem búnir eru ágætum eiginleik- um. Hann rænir meira að segja Heiðríki, sem sér um að himinblám- inn sé á sínum stað og sumarsólin njóti sín. En drekinn og börnin sigra hann, svo að heiðbláminn kemst aftur á himinhvolfið yfir Blikabæ. í þeirri viðureign er lestrarkunnátta mikilvægt vopn. Málið á sögunni er lipurt og ég hnaut aðeins um eina setningu, sem ég felldi mig ekki við:...einu sinni fyrir allt... þar sem ég hefði skrifað:... í eitt skipti fyrir öll. Myndirnar eru mjög skemmtileg- ar og fyrir krakka, sem eru að byrja að lesa verða þær áreiðanlega hvatn- ing til þess að komast að efni textans. Ekki verða þær síður lokkandi fyrir þau ólæsu og mætti segja mér að þessi bók yrði oft dregin á vettvang þegar beðið er um sögulestur. Frágangur á bókinni er vandaður og er sannarlega ánægjulegt að börn fá nú svona fallegar bækur til að handfjalla og æfa sig á að lesa: Sigríður Thorlacius.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.