Tíminn - 09.11.1989, Blaðsíða 18

Tíminn - 09.11.1989, Blaðsíða 18
18 Tíminn Fimmtudagur 9. nóvember 1989 minning llllllllllllllilli^'l'ili':U;!:;i';ll'i::HTIl!|:l|l!l||l|l|llll|!l!lil:l;l:l!.I:IJMI':l 1 !l|TI!l!|!|l||l'|l!lil;l:lí11:::: 1!I|,||:l!llllllll;l;IJIii1 i1 iNiT^íii'llill^í.l.;11.!; M11ii1'|;|i|N'|;|!|H!!ITÍ1!i!!i11!!I!í■:;;.V:;|.||:|,l;l|!j!N!|il;l-|Iji!1M................................................................... Óskar Ólafsson bóndi, Álftarhól Fæddur 19. júní 1911 Dáinn 28. september 1989 Ég var staddur í Landsbankaúti- búinu á Hvolsveili fimmtudaginn 28. september síðastliðinn, stóð við af- greiðsluborðið og stúlkan innan við var að sinna kvabbi mínu. Maður gekk fyrir aftan mig, á útleið, klapp- aði á öxlina á mér og sagði glaðlega: „Komdu sæll.“ Ég tók undir kveðj- una, við skiptumst á nokkrum orðum, ég lauk erindi mínu, bjóst við að hitta manninn aftur utan dyra eða inni í kaupfélaginu, svo varð ekki, hann var á hraðri ferð. Þetta var hann Óskar í Álftarhóli. En skjótt skipast veður í lofti. Heim kominn og strax í búverkin fellur hann niður sem liðið lík, bráðkvadd- ur á túninu heima síðdegis sama dag. Dáinn, horfinn af sjónarsviðinu með svo snöggum hætti, hvernig mátti það vera? Með Óskari er fallinn frá sá félagi minn frá uppvaxtarárunum í Land- eyjunum sem alla tíð hefur haldið við kunningsskapnum með því að gefa sér tíma til að staldra við hjá mér þegar hann hefur átt leið um Hvolsvöll, síðast nú á miðju sumri sátum við góða stund inni í stofu og spjölluðum saman, ekki vantaði um- ræðuefnið, enda margt að segja frá ferðalögum erlendis og þegar við kvöddumst í þetta sinn minnti hann mig á að láta það ekki dragast mjög lengi að heimsækja sig. Fyrir þetta vil ég þakka af heilum hug og fyrir allt og allt. Óskar var fæddur í Miðmörk, V-Eyjafjöllum, 19. júní 1911, sonur hjónanna Sigurbjargar Árnadóttur frá Miðmörk og Ólafs Halldórssonar frá Raufarfelli. Á næsta ári, eða á fardögum 1912, flytur hann með foreldrum sínum að Álftarhóli í Austur-Landeyjum og þar ólst hann upp með stórum systkinahópi, en þau urðu tólf, fjórir bræður og átta systur. Tvær systranna fóru í fóstur og ólust upp annars staðar. Einhvern tíma var haft á orði við Sigurbjörgu að erfitt hlyti að vera að ráða við svo stóran barnahóp, hún lét ekki mikið yfir því en sagði sem svo að þegar elsta barnið reynist eins gott barn og hann Óskar er, þá fara hin þar eftir, hann er þeirra fyrirmynd. Ekki var um mikla skólagöngu að ræða á þessum árum, aðeins stopul farkennsla fyrir bömin hálfan vetur- inn, en Óskar var næmur og nýtti sér vel hvert það lesefni sem hann gat komist yfir. Eins og að líkum lætur varð hann ungur að taka til hendinni við bústörfm, þótt búið væri ekki stórt var það handaflið og hesturinn sem var orkugjafinn við hvað sem gera þurfti og húsbóndinn leitaði að heiman til að afla bjargar í bú, fór til sjóróðra við Landeyjasand eða Vest- mannaeyja á vetrarvertíð. Það veitti eftirtekt hvað snyrtimennska var mikil á þessu barnmarga heimili, sandþvegin timburgólfin og vel sóp- að í fénaðarhúsum og heygarði. Strax eftir fermingu mun Óskar hafa farið að heiman til vertíðarstarfa hluta úr vetri, fyrst að Lágafelli til Sæmundar Ólafssonar oddvita og síðar að Bergþórshvoli til séra Jóns Skagan. Á báðum þessum stöðum var nokkur bókakostur sem Óskari var kærkomið að líta á og notaði þær stundir vel sem til þess gáfust. Svo lá leiðin til Vestmannaeyja, eins og margra ungra manna á þessum árum til að leita sér fjár og frama, þar réð hann sig hjá góðum sjósóknurum og aflamönnum sem kunnu vel að meta handbragð hans og verklagni, því þar starfaði hann bæði til sjós og lands í um það bil sextán vertíðir, en heima hjá foreldr- um sínum annan tíma ársins og tekjurnar lét hann að miklum hluta ganga í þeirra heimili, enda hófst þá uppbygging og stækkun túna í Álft- arhóli. Árið 1936 var byggt íbúðar- hús sem Óskar stóð að og vann við ásamt bræðrum sínum sem allir voru mjög vel lagtækir. Nokkrum árum síðar var komið upp geymsluskúr við húsið. Að ráði Óskars var byggt fjárhús og þurrheyshlaða á árinu 1946 úr steinsteypuveggjum og báru- járnsþaki, mun það vera fyrsta fjár- húsið þannig byggt í Austur-Land- eyjum, svona mætti áfram telja um húsabæturnar. Það var svo hrein bylting í ræktunarmálum þegar farið var að ræsa mýrarnar með stórvirk- um skurðgröfum og það var í Álftar- hóli sem fyrsti skurðspottinn var grafinn hjá einstökum bónda í þeirri sveit árið 1947. Þáttaskil urðu í lífi Óskars Ólafs- sonar þegar hann kynntist ungu stúlkunni Ölmu Ernu frá Heiligen- hafen í Þýskalandi. Hún kom til íslands í júlímánuði 1951, ef ég man rétt, en réðst sem kaupakona að Álftarhóli um það bil ári síðar, var fliót að aðlagast breyttum staðhátt- um og hafði yndi af störfum í sveitinni. Er ekki að orðlengja það að þau Alma Ema og Óskar felldu brátt hugi saman, gengu í hjónaband og tóku við búsforráðum í Álftarhóli á árinu 1953. Foreldrar Óskars voru þó hjá þeim fyrst um sinn. Það mætti ætla að þessari ungu stúlku frá fjarlægu landi hafi verið mikill vandi á höndum að gerast húsfreyja á íslensku sveitaheimili. En hún reyndist þeim vanda vaxin, það er áreiðanlegt. Þau Alma og Óskar voru mjög samhent, tóku fullt tillit hvort til annars, það leyndi sér ekki þegar kona þess sem þetta skrifar var hjá þeim að taka á móti bömun- um, sem urðu níu, en þau em Erna Sigurbjörg, Ólafur, Árdís Dóra, Óskar Frans, Páll Eiríkur, Björn Jón, Atli Engilbert, Halldór Áki og Ari Gísli, allt mannvænlegt efnis- fólk. Þrír yngstu synimir em enn í foreldrahúsum en hin flest flutt í burtu, höfðu fest sér maka, stofnað heimili og eignast böm, svo barna- bömin vom orðin fimmtán og það sextánda væntanlegt innan skamms tíma. Það væri ástæða til að húsmóð- urinni í Álftarhóli verði veitt vegleg verðlaun fyrir að koma og gerast íslendingur og gefa slíkar stórgjafir. Nýtt íbúðarhús var byggt sem flutt var inn í í aprílmánuði 1969. Þar var Óskar sjálfur aðalsmiðurinn þótt hann væri ekki iðnskólagenginn var hann góður smiður og rétti mörgum sveitungum sínum hjálparhönd í þeim efnum og allt var vandað og vel gert sem hann lagði hönd að. Hann átti ágætt bú, afurðamiklar kýr sem sjá má í skýrslum Búnaðarfélags íslands, reglusemi og góð umgengni vakti athygli sem fyrr. Ég minnist þess þegar faðir minn var í skatta- nefnd A-Landeyjahrepps og fór um þann hluta sem honum var ætlað að gera skýrslumar að það vom einkum tveir bæir þar sem allar nótur og reikningar sem til þurfti vom til staðar og dagbækur færðar, annar þeirra var Álftarhóll. Óskar fór vel með íslenskt mál, orðskrípi og am- bögur vom honum ekki að skapi, hann átti það til að stinga niður penna og senda orðabókarmönnum Háskólans línu. Hann lærði í ein- hvers konar bréfaskóla alheimsmál- ið esperanto og gat tjáð sig á því bæði munnlega og skriflega. Fyrir um tveimur ámm var Álftar- hólsbúinu breytt í félagsbú, einn af sonum hjónanna og fjölskylda hans tóku formlega við nokkmm hluta þess og fór það vel af stað. Á seinni ámm gafst Óskari og konu hans tími til að ferðast nokkuð um önnur lönd og sjá sig um, kynn- ast þar landslagi, búskaparháttum og menningu o.fl. Þar rættist lang- þráður draumur sem hann nýtti sér vel og naut. í eðli sínu var Óskar fremur hlédrægur maður en þó mannblendinn og skemmtilegur á að hitta og heim að sækja, hann sóttist ekki eftir vegtyllum eða virðingar- stöðum, hann unni söng og góðri tónlist, gat tekið lagið þegar svo bar undir. Góður drengur er genginn, megi landið okkar ísland eignast sem flesta hans líka. Jón í Götu Halldóra Halldórsdóttir Fædd 14. júlí 1906 Dáin 28. október 1989 Háa skilur hnetti himingeimur blað skilur bakka og egg en anda sem unnast fær aldregi eilífð að skilið. Jónu.s Hallgrímsson Með þessum línum langar mig að minnast tengdamóður minnar Dóru Halldórsdóttur sem lést laugardag- inn 28. október 1989. Frá því ég fyrst kynntist henni vissi ég að hún hrædd- ist ekki dauðann. Hún var mjög trúuð kona og var fullviss um endur- fundi við látna ástvini sína. Dóra- amma, eins og við kölluðum hana alltaf, var fædd í Langadal í Húna- vatnssýslu. Hún ólst upp hjá foreldr- um sínum ásamt tvíburasystur sinni Valgerði og bræðrum sínum Jakobi og Skarphéðni. Sem telpur og ungar stúlkur voru tvíburasysturnar svo líkar að ómögulegt var fyrir ókunn- uga að þekkja þær í sundur. Heimil- ið var fátækt að veraldlegum gæðum en í vöggugjöf fengu systkinin óþrjótandi áhuga á sögum og ljóðum. í Æsustaðaskriðunum í Langadal, þar sem þrílita fjólan angar, hét hún Einari Þorsteinssyni tryggð sinni og ást. Var það, eins og hún sagði sjálf, ást við fyrstu sýn sem lifði alla þeirra ævi. Hún flutti til Reykjavíkur 1929 og þar giftu þau sig 7. febrúar 1930. Einar byggði hús við Þjórsárgötu nr. 4 í Skerjafirði. Á Þjórsárgötunni sköpuðu þau fallegt heimili sem bar smekkvísi húsráðenda glöggt vitni. Þau eignuðust tvær dætur, Margréti Sigríði, f. 11.08.1930, og Valgerði Guðrúnu, f. 17.09.1935. Sonurinn Þorsteinn fæddist 25.11.1952. Á heimilinu bjó einnig móðir Dóru, Guðrún Bjarnadóttir, gáfuð kona sem miðlaði barnabörnum sínum trú sinni og reynslu. í mínum huga var Dóraamma ímynd húsmóðurinnar. Þaðvarhlut- verk hennar alla tíð. Hlutverk sem hún rækti af alúð. Hún gerði alla hluti vel. Hún bjó til frábæran mat og þegar veislur voru haldnar unnu hjónin samhent að undirbúningi. Að taka vel á móti gestum var þeirra aðall. Hinn stóri vinahópur Dóru- ömmu bar vitni um mannkosti hennar. Vinir hennar voru tryggirog einlægir eins og hún sjálf. Á ævi- kvöldi sínu í Sunnuhlíð naut hún vináttu og hlýju fjölmargra er sýndu henni ræktarsemi allt til hinstu stundar. Hannyrðir Dóruömmu bera vitni um einstaka smekkvísi og dugnað. í dag þykjast fáir hafa tíma til að sitja yfir hannyrðum. Ég man að eitt sinn spurði ég tengdamömmu hvenær hún hefði haft tíma til að sauma svo mikið út. Og svarið var einfalt: „Ég flýtti mér bara með verkin." Ég er viss um að ef Dóraamma væri ung kona í dag gæti hún orðið vinsæll innanhússarkitekt, svo smekkleg var hún með alla hluti. Heimili hennar og Einars var alla tíð fallegt og fékk ég að njóta þess að búa hjá henni í 4 ár að Einimel 2. Það var stórglæsi- legt hús og einstaklega vel hannað innanhúss, enda teiknað utan um þeirra fagra innbú. Blómarækt var hennar yndi. Þrílitu fjóluna, sem óx í hlíðinni fyrir ofan bæinn hennar í Langadal, flutti hún með sér til Reykjavíkur, fyrst á Þjórsárgötuna og síðan gróðursetti hún hana í garðinum á Einimel. Þegar Þorsteinn var rétt að hefja lögfræðinámið og ég enn í mennta- skóla fæddist okkur dóttir og tók Dóra okkur opnum örmum og létti Nindir með okkur á allan hátt. Þá var hún orðin ekkja og hún sjálf sjúk- lingur með parkinsonsveiki. En hún naut þess að leika við Kristínu Soffíu, kenna henni vísur og segja henni sögur. Dóraamma hafði góða kímnigáfu og hafði gaman af að segja skemmtilegar sögur af fólki og atburðum. Þegar fjölskyldan fór að stækka fluttum við í eigin íbúð. Þá komst sú hefð á að Dóraamma kom alltaf í heimsókn til okkar á sunnudögum. Það var alltaf hátíð þegar von var á ömmu og þótt hún væri sjúklingur var hún ávallt mjög dugleg og kvart- aði aldrei þótt hún ætti erfitt um gang. Börnin kepptust um að fá að bera tösku eða staf og leiða hana. Síðan biðu þau í ofvæni eftir að sjá hvað kæmi upp úr töskunni hennar. Ævinlega hafði hún eitthvað með- ferðis til að gleðja þau. Annaðhvort vettlinga, trefil, hosur eða sælgætis- poka, að ógleymdum prjónuðu bolt- unum hennar sem mátti leika sér að inni. Þessum boltum voru krakkarn- ir mjög hrifnir af og vinir þeirra líka. Dóra var fagurkeri. Hún var mjög söngelsk kona og las mikið af ljóðum. Hún kunni ógrynni af ljóð- um og vísum utanbókar. Að læra ljóð var henni eiginlegt og áreynslu- laust. Hún var kona sem vildi lifa lífinu lifandi, vildi njóta augnabliks- ins og upplifa hið góða og fagra. Svo ótal margt fleira væri hægt að minn- ast á til að lýsa Dóruömmu. Mig langar til að minnast jólanna á Einimelnum. Það voru heilög jól, hátíð gleði sem börn, tengdabörn og barnabörn héldu með henni. Þegar Dóraamma flutti í hjúkrun- arheimilið Sunnuhlíð var hún hjá okkur á jólunum. Það var ekki hægt að hugsa sér aðfangadagskvöld án Dóruömmu. Návist hennar gerði stundina hátíðlega. Ég veit að á komandi jólum verður tómlegt í húsinu okkar. En ég er þess fullviss að hún verður hjá okkur samt sem áður. Þó að Dóraamma sé horfin héðan úr þessari veröld eigum við þó minninguna um yndislega og skemmtilega móður, tengdamóður og ömmu og hún mun ætíð lifa með okkur. Ég vil þakka hjúkrunarfólki og forsvarsmönnum Sunnuhlíðar fyrir mjög góða umönnun. Að lokum vil ég kveðja Dóru Halldórsdóttur með kvæði eftir Jó- hann Jónsson en hann var föðu- rbróðir Einars manns hennar. Þei, þei og ró. Þögn breiðist yfir allt. Hnigin er sól í sjó. Sofþú í blíðri ró. Við höfum vakað nóg. Værðar þú njóta skalt. Þei, þei og ró. Þögn breiðist yfir allt. Soffia Ingibjörg Guðmundsdóttir Amma mín, Dóra Halldórsdóttir, lést 28. október sl. Hún fæddist að Hvammi í Langadal í Húnavatns- sýslu 14. júlí 1906. Ung flutti hún til Reykjavíkur og giftist afa mínum, Einari Þorsteinssyni, hann lést 1971. í æskuminningum hefur heimili afa og ömmu yfir sér ævintýraljóma. Það var einstaklega fallegt og bar listrænum hæfileikum ömmu glöggt vitni. Amma var einstök kona. Falleg var hún og glæsileg svo af bar. Hún var listelsk mjög og hafði yndi af tónlist og ljóðum. Hún var víðlesin og hafsjór af fróðleik, einkum er varðar ljóðlist sem hún unni svo mjög. Alltaf var hægt að leita til ömmu, fá lánaða bók, hlusta á hana fara með hin ýmsu ljóð eða segja frá ljóðskáldunum sem mörg voru henn- ar samtímamenn. Þannig opnaði hún okkur af yngri kynslóðinni dyr inn í áður óþekkt ævintýralönd ljóð- listarinnar. Amma var ákaflega lífsglöð kona. Hún fylgdist grannt með okkur barnabörnunum og því sem við tók- um okkur fyrir hendur. Hún var góður félagi og hafði alltaf tíma til að hlusta og gefa góð ráð. Nú þegar ævi ömmu er á enda, er mér efst í hug þakklæti fyrir það sem hún kenndi okkur, fyrir að miðla okkur af fróðleik sínum og visku og síðast en ekki síst fyrir alla ástúðina og hlýjuna. Síðustu árin dvaldi amma á hjúkr- unarheimili fyrir aldraða í Sunnuhlíð í Kópavogi þar sem hún naut frá- bærrar umönnunar. Lífi ömmu hér á þessari jörð er lokið en minningin um þessa ein- stöku konu mun lifa um ókomin ár. Hvíl þú í friði. Dóra Lúðvíksdóttir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.