Tíminn - 09.11.1989, Blaðsíða 20
| AUGLÝSINGASÍMAR: 680001 -686300
RÍKISsJóP NUTIMA FLUTNINGAR Holnarhúsinu v/Tryggvogötu, 3 28822 SAMVINNUBANKINN í BYGGÐUM LANDSINS iðá Leigjum út sali fyrir fundi og einkasamkvæmi og aðra mannfagnaði ÞRttSTUR 68 50 60 VANIR MENN
Tímiiin
FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1989
Raddir innan þingflokks krata segja of lítinn tíma til stefnu
viö upptöku virðisaukans:
Hugmyndir uppi um að
fresta gildistöku vsk.
Sú hugmynd hefur veriö reifuð innan þingflokks Alþýðu-
flokksins og raunar af einstaka þingmönnum Framsóknar-
flokksins að fresta beri upptöku virðisaukaskattsins sem
samkvæmt lögum á að taka gildi eftir u.þ.b. sjö vikur.
Rökin fyrir frestun eru þau að of mikil vinna sé eftir til þess
að unnt sé að Ijúka henni svo vel sé á þeim stutta tíma sem
er til stefnu. Bent hefur verið á ekki sé enn búið að taka
endanlega ákvörðun um hvort skattþrep virðisaukans
verði eitt, eða tvö og eftir sé að setja tólf reglugerðir sem
nauðsynlegt er að gangi í gildi um leið og skattkerfisbreyt-
ingin á sér stað.
Ólafur Ragnar Grímsson fjár-
málaráðherra sagðist í samtali við
Tímann í gær ekki hafa heyrt það
frá neinum ábyrgum aðilum innan
stjórnarflokkanna að fresta bæri
gildistökunni.
- En fer ekki að koma að því að
taka þurfi ákvarðanir um ýmis
atriði sem fylgja í kjölfar skattkerf-
isbreytingarinnar?
„Það er verið að vinna að því að
fullum krafti," sagði fjármálaráð-
herra. „Þau mál eru í eðlilegum
gangi. Éghef sent öllum þingflokk-
um greinargerð um þetta sem þeir
hafa haft tækifæri til þess að fjalla
um. Undirbúningur reglugerða og
annað tilheyrandi þessari skatt-
kerfisbreytingu gengur fullkom-
lega samkvæmt áætlun. Að feng-
inni reynslu skattkerfisbreytinga
fyrri ára var talið skynsamlegra að
gera þetta í snarpri lotu, sem hæfist
í septembermánuði að loknu
sumri, frekar en að teygja þetta
yfir marga mánuði. Það gafst vel
þegar staðgreiðslunni var komið á
og við fylgjum sömu vinnuaðferð
nú.“
Framkvæmd virðisaukaskattsins
hefur verið til umfjöllunar innan
þingflokka ríkisstjórnarinnar og
enn eru ýmis atriði sem eftir er að
taka ákvörðun um. Þar vegur
þyngst hvort einungis skuli vera
eitt 26% skattstig í virðisaukanum
og lækkun á verði matvæla fram-
kvæmd með endurgreiðslu, eða
hvort skattstigin skuli vera tvö,
annað 26%, en hitt 13% er leggist
á matvæli. Meirihluti þingmanna
Framsóknarflokks og Borgara-
flokksins aðhyllast tvö þrep, en
innan Alþýðuflokksins er mjög
eindregin andstaða við þær hug-
myndir.
Þá hafa flestir þingmenn Borg-
araflokks, Framsóknarflokks og
Alþýðubandalags lagt þunga
áherslu á að innlent grænmeti og
gróft brauð bæri lægri skatt, eins
og samstaða virðist um að kjöt,
fiskur og mjólk geri. Komið hefur
í ljós að ákveðin vandkvæði eru á
endurgreiðslu skatts af grænmeti
og fiski, og að nánast er útilokað
að tryggja það að endurgreiðsla
virðisaukans af grófu brauði skili
sér til neytenda. Almennt má segja
að því fjær smásölustiginu sem
endurgreiðslan fer fram, því minni
líkur eru á að hún skili sér til
neytenda í lægra vöruverði. Þetta
á sérstaklega við um vörur sem eru
með frjálsri álagningu og ekki
háðar verðlagseftirliti, og undir
það flokkast grænmeti, fiskur og
brauð.
Áætlað er að verja uin einum
milljarði til endurgreiðslu skatta af
matvörum á næsta ári. Deilist sú
upphæð á kjöt, mjólk, fisk, innlent
grænmeti og brauð, lækkar verð
þeirra um 10% (miðað við óbreytt-
ar niðurgreiðslur). Bent hefur ver-
ið á þá leið af fjármálaráðherra að
endurgreiðslur nái einungis til
mjólkurafurða og kjöts. Gróft
reiknað nema endurgreiðslur á
grænmeti, brauði og fiski á bilinu
mBmaam
300-400 milljónir króna, en á mjólk
og kjöti eru þær áætlaðar verða
tæpar 700 milljónir. Þannig mætti
lækka verð á mjólkurvörum og
kjöti um 14-15% í stað 10% fyrir
sömu heildarfjárhæð.
Þetta hefur mætt harðri and-
stöðu, m.a. frá hendi Júlíusar Sól-
nes Hagstofuráðherra. í kjölfar
efasemda um að eitt skattþrep og
endurgreiðsla skatta af matvælum
gangi ekki upp, hafa kröfurnar um
tvö þrep orðið háværari. Um það
atriði þarf að taka ákvörðun á allra
næstu dögum.
En hvað segir Ólafur Ragnar
Grímsson fjármálaráðherra? Mun
ríkisstjórnin halda sig við eitt
skattþrep?
„Eins og ég segi er verið að
vinna að þessu í samræmi við þær
hugmyndir og greinargerðir sem
hafa komið fram, en ég vil ekkert
tjá mig meira um það á þessu
stigi,“ sagði Ólafur Ragnar.
-ÁG
Guðjón A. Kristjánsson forseti FFSÍ segir komandi kjarasamninga við útvegsmenn kostafómir:
Telur líklegast að
til verkfalls komi
Guðjón A. Kristjánsson forseti
Farmanna og fiskimannasambands-
ins sagði á þingi sambandsins í gær
að ýmislegt náist ekki fram í næstu
kjarasamningum án þess að verk-
fallsvopninu sé beitt.
Vírrúlla og bíll
í hörðum árekstri
Þrefaldur árekstur varð á
Reykjanesbraut laust fyrir kl. 19
í gærkvöldi. Slysið varð með
þeim hætti að stór vírrúlla féll af
vörubíl á veginn og bíll sem á
eftir kom ók á rúlluna. Ökumað-
ur bílsins meiddist á hendi í
árekstrinum og bíllinn er talinn
gerónýtur.
Þá varð vírrúllan þess valdandi
að tveir aðrir bílar rákust saman
og stórskemmdust báðir en
hvorki ökumenn eða farþega sak-
aði. -sá
Hann sagðist vera á þeirri skoðun,
ef til verkfalls þyrfti að koma, sem
líklegast væri, yrði að stöðva öll skip
á sama tíma, t.d. í mars, þegar allt
ætti að vera á fullu. Ella næðist ekki
sá þrýstingur sem til þyrfti. Hann
sagði að sú kjarabót sem sækja ætti
í komandi samningum við útvegs-
menn kosti fórnir af hálfu fiski-
manna.
í framsögu sinni um kjaramál
sagði Guðjón að í komandi kjara-
samningaviðræðum yrðu þær kröfur
sem settar voru fram við síðustu
samningagerð í vor teknar upp að
nýju, þegar samningaviðræður hefj-
ast eftir áramót.
Guðjón sagðist sakna þess í öllu
því kreppu- og erfiðleikatali sem
gengið hafi yfir sjávarútveginn, að
útgerðarmenn skuli ekki hafa séð
ástæðu til að spara meira í olíukostn-
aði en gert hafi verið. „Eða er það
ef til vill vegna þess að kjarasamn-
ingur fiskimanna taki mið af olíu-
kostnaði, sem útgerðin leitar ekki
sparnaðar með brennslu á ódýrari
brennsluolíum á fiskiskipum," sagði
Guðjón. Hann tók sem dæmi skut-
togara, en nokkrir þeirra hafa brennt
svartolíu í stað gasolíu, sagði hann
þá hafa komið út með góðum árangri
og ekki yrði séð að viðhaldskostnað-
ur eða bilanatíðni hafi hrjáð útgerðir
þeirra frekar en hinna sem brenna
gasolíu. Sparnaðurinn á ári, sé mið-
að við 250 daga á sjó, er um 6
milljónir króna að sögn Guðjóns,
eða á bilinu 200 til 300 milljónir
króna sé dæmið stílfært á megnið af
skuttogaraflotanum. „Það er nauð-
synlegt að fyrir atvinnurekendur að
horfa á fleira en launakostnaðinn í
sínum rekstri þegar talað er um
sparnað og aðhald," sagði Guðjón.
Ljósið í myrkrinu á komandi ári,
þrátt fyrir aflasamdrátt og aðra óár-
an sagði Guðjón vera að staðan í
fiskveiðum nágrannaþjóða okkar
við norðanvert Atlantshaf væri væg-
ast sagt hörmuleg. Þar væri minnk-
andi þorskveiði, þrátt fyrir stífa
fiskveiðistjórnun með kvótakerfum
í mörg ár, án nokkurs sýnilegs
árangurs.
„í þessu sem öðru sannast hið
Guðjón A. Kristjánsson forseti Farmanna- og fískimannasambands Islands
í ræðustól. Tímamynd Árni Bjarna
sígilda máltæki, sem oft er rétt þó
Grænfriðungar geti illa viðurkennt
það þegar nýting sjávarspendýra er
annars vegar, að eins dauði er annars
brauð. Þegar skortur verður á þorski
ætti verð erlendis að hækka. Ef sú
spá gengur eftir ætti það að vega
örlítið á móti þeim aflasamdrætti
sem verður í þorskveiðinni á næsta
ári,“ sagði Guðjón. -ABÓ
Joe fékk ekki skilorð
íslendingurinn Jósafat Am- Fjórir félagar Jósafats sem einnig
grímsson, öðru nafni JoeGrimson, eru ákærðir í fjársvikamálinu við
kom fyrir rétt í London í gærmorg- National Westminster Bank í
un. Þar var því hafnað að hann yrði London, fengust hins vegar látnir
leystur úr haldi gegn tryggingu, lausir gegn tryggingu til 12. des.
vegna þess að þeir tveir ábyrgðar- n.k.. Joe Grimson mun aftur mæta
menn sem Jósafat fékk fyrir 90 fyrir rétti í dag og er búist við að
þús. sterlingspunda lausnartrygg- hann og lögmaður hans munu
ingu sinni uppfylltu ekki þau skil- reyna á næstu dögum að finna sér
yrði að hafa hreint skakavottorð. nýja skilorðsmenn. -ÁG