Tíminn - 09.11.1989, Blaðsíða 7

Tíminn - 09.11.1989, Blaðsíða 7
Tíminn 7 Fimmtudagur 9. nóvember 1989 VETTVANGUR Guðmundur P. Va geirsson: n III var þín fyrsta ganga II Þessi tilvitnuðu orð komu mér í hug þegar ég hafði séð og heyrt nokkrar fréttaglefsur af þátttöku Davíðs Oddsson- ar borgarstjóra á fundi á Selfossi ásamt Þorsteini Pálssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins. Varla verður með sanni sagt að aðför Davíðs Oddssonar að Frið- riki Sóphussyni, fyrrverandi vara- formanni Sjálfstæðisflokksins, hafi verið alls kostar drengileg. - Ann- að verður ekki ráðið af því sem fram hefur komið við Friðrik og aðra um það mál og aðdragandann að kjöri Davíðs. - Margir hafa líkt þeirri aðför sem rýtingsstungu í bak Friðriks, á líkingamáli talað. Og einn af áberandi talsmönnum Sjálfstæðisflokksins hefur í blaða- grein nýlega nefnt þá atburði sem dæmi um vinnubrögð Sjálfstæðis- flokksins og þann klíkuskap sem foringjaval Sjálfstæðisflokksins hafi einkennst af og geri enn. Þannig klóast þeir við í Sjálfstæðis- flokknum og er það þeirra mál. - En kosning Davíðs fór fram með glæsibrag, var sagt á þeim bæ. Enda nálgaðist fylgi hans það sem berst gerðist í Austantjaldslöndun- um allt fram til síðustu tíma. Eftir að Davíð hafði tryggt sér sæti sem varaformaður Sjálfstæðis- flokksins lét hann það vera sitt fyrsta verk að fara austur á Selfoss í fylgd með Þorsteini Pálssyni, fyrsta þingmanni Suðurlandskjör- dæmis og formanni Sjálfstæðis- flokksins, sem ekki þótti annað hlýða en að kynna „goðið“ fyrir kjósendum sínum og launa með því það göfuglyndi sem Davíð hafði sýnt honum með því að fresta pólitískri „aftöku" Þorsteins um tvö ár, ef Þorsteinn yrði góða barnið svo lengi. - Um leið fékk þessi nýi sjálfumglaði forystumað- ur flokksins tækifæri til að láta ljós sitt skína og finna dýrðarljómann leika um sig í nýju hlutverki. Davíð er sagður góður leikari. í borgarstjóm Reykjavíkur hefur hann leikið einleik hins sjálfum- glaða forystumanns með fullar hendur fjár (að verulegu leyti söfn- uðu saman af landsbyggðinni) og þar með möguleika til að fram- kvæma það sem honum sýnist. 1 því hlutverki hefur hann fátt annað séð en sjálfan sig í sviðsljósinu og ekki taiið sig þurfa að hlusta á tal samstarfsmanna sinna, sem ráða má af orðum hans sjálfs, að ræðuna sem hann átti að flytja við opnun Borgarleikhússins nýja ætlaði hann að semja meðan borgarfulitrúamir væm að tala á borgarstjórnarfundi. Það hefur nú sýnt sig að Davíð nægir ekki lengur að leika „þann stóra“ á því leiksviði, heldur ætlar hann sér stærra hlutverk á leikferli sínum. Það hlutverk hefur hann hafið sem einhvers konar „Shékspír“ leikpersóna þar sem hin goðboma persóna mikilleikans vílar fátt fyrir sér til að skapa sér frama, en gætir þess ekki sem skyldi hve ísinn getur verið háll. Á þessum Selfossfundi lét borg- arstjórinn ljós sitt skína svo sem efni stóðu til. Þar reyndist hann trúr því hlutverki, sem nú er efst á blaði í umfjöllun vissra blaða og annarra fjölmiðla alls konar, og talið er að runnið sé undan rótum Sjálfstæðisflokksins. Það er að koma af stað og halda uppi per- sónuníði um Steingrím Hermanns- son forsætisráðherra í þeim tilgangi að rakka niður það álit sem hann hefur notið í augum almennings. Þeim hefur sviðið að sjá það um lengri tíma að Steingrímur væri vinsælasti stjómmálamaður þjóð- arinnar og honum best treystandi til að leiða þjóðina og atvinnulíf landsmanna út úr þeim ógöngum sem ráðleysi og dáðleysi Þorsteins Pálssonar hafði leitt hana út í, svo hvarvetna blasti við hmn og gjaldþrot. Sú staðreynd var hverj- um manni augljós. Og margir af ráðamönnum Sjálfstæðisflokksins áttu ekki nógu sterk orð til að lýsa afleiðingunum af ráðleysi Þorsteins Pálssonar. í þeim skoðanakönnunum urðu sjálfstæðismenn að sætta sig við að sjá grilla í formann sinn aftarlega á halarófu þess vinsældalista. - Hér voru góð ráð dýr og við svo búið mátti ekki standa. -Mannjöfnuður hefur oft leitt til vandræðaverka og svo fór hér. - Gripið var til per- sónuníðsins með nýjum sið og nýjum hætti og ýmsir lögðu þar lið sitt til. Sú alda hefur gengið yfir nú um skeið og fátt eða ekkert til sparað ef takast mætti að rægja mannorð af Steingrími og öðmm þeim sem em þeim óþægir ljáir í þúfu. - Hendir þar margur steini úr glerhúsi. Eðlilega þurftu þessir höfðingjar að kynna kjósendum Þorsteins nýja stefnu flokksins að afstöðnum landsfundi sem nú væri allt önnur en hún var fyrir tveimur ámm, þar sem „mottóið" var stöðugt og óbreytt gengi íslensku krónunnar og óheftir vextir á lánsfé til at- vinnulífsins í eigu og umsjá fjár- sterkra einstaklinga og fjármagns- braskara í Ávöxtun hf. og „gráa markaðarins" svokallaða. -Hvem- ig sú fræðsla hefur tekist skal ósagt látið, enda ekki áhersla lögð á það. En líklega hefur áheyrendum orðið hugsað til sögunnar um nýju fötin keisarans, þar sem landsfundurinn hafði hreinlega gefist upp við að marka nokkra stefnu í höfuðat- vinnuvegum þjóðarinnar, svo sem best má sjá af greinargerð þriggja frammámanna flokksins á Vest- fjörðum í Vestfirska fréttablaðinu nú eftir landsfund. - Því meiri áhersla var lögð á annað. Af þeim fréttum, sem borist hafa af þessum Selfossfundi gegn- um fréttastofur og blöð, er það augljóst að megináherslan hefur verið lögð á persónuníðið um Steingrím Hermannsson í fram- haldi af því sem áður var búið að koma í munn fjölmiðla, alþingis- manna flokksins og annarra hjálp- arkokka og á hefur verið þrástagast að undanfömu. Og á landsfundi Sjálfstæðisflokksins þótti tilhlýði- legt að hengja upp líkön af Stein- grími og öðrum ráðherrum ríkis- stjómarinnar, sem í eldlínunni hafa staðið, til varnaðar óbreyttum flokksmönnum í siðgæðislegu til- liti. - Þar með lagðist þessi ný- kjörni formaður svo lágt að ein- sdæmi mun vera. Það þótti verð- andi foringja flokksins tilhlýðileg- ast. Sá málflutningur, sem eftir Davíð og Þorsteini er hafður í þeim fréttaglefsum sem almenningi hafa verið birtar, ber vott um óvenjulegt virðingarleysi fyrir fundargestum og áhengendum og þaðan af minni sjálfsvirðingu. En hafi sá málflutningur fallið í góðan jarðveg hjá fundarmönnum er meira en lítið bogið við dómgreind og siðgæðisvitund almennings. Hann var á svo lágu plani að hann getur varla leitt til annars en álits- hnekkis fyrir þá menn sem beittu honum og þá jafnframt fyrir þann flokk sem velur sér slíka menn til forystu. Þetta sýnir betur en nokk- uð annað málefnafátækt flokksfor- ystunnar að grípa þurfi til slíkra úrræða sér til framdráttar og flokki sínum. Og það er varla til annars gert en að dylja stefnu, eða öllu heldur stefnuleysi, flokksins í öll- um helstu málaflokkum atvinnu- og efnahagslífs þjóðarinnar, en reyna þó að bera sig borginmann- lega. Þátttaka Davíðs Oddssonar í þessum fundi var fyrsta skref hans á landsmálabrautinni. Ekki tókst betur til með það skref en svo að mörgum munu hafa komið í hug hin fomkveðnu orð sem gerð eru að yfirskrift þessa greinarkoms. Sú lágkúra er kom fram í málflutningi hans er honum ekki sæmandi. Og hún bendir ekki til þess að hann verði heillaþúfa f stjórn Sjálf- stæðisflokksins eða í lands- málapólitíkinni. Túlkun hans á hinu nýja leikhlutverki, sem hann hefur nú valið sér, bendir til að hann verði að gæta meiri varúðar framvegis ef framhald þeirrar spá- sagnar, sem vitnað er til, á ekki að rætast á honum. - Vonandi ber hann gæfu til að gæta sín betur. - Þau vamaðarorð mættu hann og fleiri festa sér vel í minni, jafnt innan Sjálfstæðisflokksins sem utan, og hafa það víti til vamaðar. Guðmundur P. Valgeirsson Eftirmáli: Nokkru eftir að ég hafði fest ofanritað á þessi blöð, óráðinn í hvað ég gerði við það, settist ég fyrir framan sjónvarpið á sunnu- dagskvöldi til að horfa á fréttir og Kastljós um menn og málefni. I Kastljósi var brugðið upp myndum af fundinum á Selfossi þar sem þeir Þorsteinn og Davíð stóðu í ræðu- stóli og brugðið var upp köflum úr ræðura þeirra og tilburðum. Og mér brá. - Ljót var sú mynd sem ég og aðrir höfðum áður fengið af þessu í fréttum. En það sem þama kom fram gaf enn verri mynd af orðum þessara manna en ég hafði áður gert mér fulla grein fyrir. - Sú sýn og heyrn leiddi fram í huga mér aðra mynd, þá frá Alþingi þegar aðförin eftirminnilega var gerð að Ólafi Jóhannessyni, þáverandi forsætisráðherra, og ætlunin var að ryðja honum úr vegi, rúnum mannorði. Baksviðið er að vísu nokkuð annað. En Ijóst er að í báðum tilfellum er tilgangurinn sá sami, að ryðja pólitískum and- stæðingi úr vegi með viðurstyggi- legum iUmælum og tyUisökum í þeirri von að það gæti tryggt frama- braut þeirra sem þessum vopnum beittu. Sú mynd, sem þama var brugðið upp, réð úrsUtum um að ég læt þetta greinarkorn frá mér fara í þeirri von að það mætti opna augu þessara manna og annarra fyrir út í hvaða ógöngur er verið að ana verði haldið áfram á sömu braut. G.P.V. LESENDUR SKRIFA „VOND STJÓRN" Nú um stundir hefur það kveðið við úr ýmsum áttum, að ríkisstjóm íslands eigi að segja af sér tafarlaust. Burt, burt, burt, með stjómina og ekki getið um hvað muni takka við eða hvað eigi að taka við. Ég minnist ekki að hafa heyrt slík ramakvein margendurtekin síðan á dögum Jón- asar frá Hriflu. Mér skilst á umræðu í blöðum að ef stjómin færi yrði það líkt og þegar Guð frelsaði ísraels- menn úr ánauðinni í Egyptalandi. Stjómarandstaðan er nauðsynleg og réttmæt. Ef hún lætur ekki frá sér heyra er hún „núll og nix“. Það er ekki nót að stjómarandstaðan máli djöfulinn á vegginn. Það verður að vera hægt að taka trúanlegt það sem hún heldur fram. Eða hver trúir því að sú ríkisstjóm sem nú er við völd sé verri en allar aðrar ríkisstjómir um marga áratugi. Ég held að núverandi ríkisstjórn sé hvorki betri eða verri en aðrar ríkisstjórnir á undan henni. Hún hefur verk að vinna og þær hafa haft það allar. Ég er sannfærður um að þeir menn sem nú sitja á Alþingi em góðviljaðir upp til hópa og vilja vinna þjóð sinni gagn, en oft em fleiri en ein leið að sama marki og um það er deilt. Að flytja mál er íþrótt sem alltaf hefur þótt góð á landi vom. Að berjast með orðsins brandi er svo góð íþrótt að málafylgjumaðurgetur talið sjálfum sér og öðmm trú um að hálfur sannleikur sé allur sannleikur- inn. Mér finnst að persónulegar skammir um alþingismenn séu minni en fyrir 50 til 60 ámm, en þó kvartar Stefán Valgeirsson. Auðvitað em alþingismenn misjafnlega af guði gerðir eins og annað fólk. Það er ekkert yfirþyrmandi þótt einn og einn alþingismaður sé hallur undir mammon. Það er bara mannlegt eðli, sem er óbreytt frá því á dögum Móse. Skemmtilegustu ræðumenn á Al- þingi nú em fyrir minn smekk þeir Ólafur Ragnar Grímsson og Þor- steinn Pálsson. Þeir em báðir stutt- orðir og gagnorðir, hafa góðan mál- róm og flytja vel. Sumir flokksbræð- ur Þorsteins segja að hann vandi reynslu, en veri þeir bara rólegir, reynslan kemur. Ólafur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra þótti ekki lamb að leika sér við þegar hann var í stjómarandstöðu en nú er sagt að hann geti ekki lagt saman tvo og tvo. Steingrímur Hermannsson er sagður allt of málgefinn. Mér finnst það ekki ljóður á hans ráði, því sjálfur er ég málgefinn. Á líðandi stund er það stundum betra að hafa leynd um það sem er að gerast, en „þjóð veit þá þrír vita“ er gamalt orðtak og þess vegna geta engin leyndarmál verið hjá ríkisstjóminni svo fjölmenn sem hún er. Þorleifur Kolbeinsson á Háeyri var einhver ríkasti maður Ámes- sýslu á 19. öld. Þegar hann var orðinn gamall var hann spurður að því á hverju hann hefði grætt. Á því Kæm landar. Ég er með kveðju og þökk frá Child Care International og sérstaklega til þeirra sem bmgð- ust vel við fyrri kveðju samtakanna. Það bætast alltaf fleiri börn við sem þarf að hjálpa og er hætt við að þessi börn verði götulýður. Þess vegna er best að þau komist sem fyrst inn á barnaheimili þar sem þeim er sýndur kærleikur og þau læra trú og siðgæði, sem er uppistaða þess að þau verði að nýtum mönnum og að þegar þau verða eldri geti þau hjálpað löndum sínum sjálf. Ég ætla að segja ykkur frá litlu dæmi um það, sem Child Care er að reyna að bjarga börnunum frá. Ung- ur maður frá Kaupmannahöfn réði að leysa hnútana, svaraði hann. Tilefnið var það að sjómenn Þorleifs vildu skera á hnútana þegar veiðar- færi voru flækt, í hnút var það kallað. sig í hjálparsveit mannvinarins Móð- ur Teresu. Hann átti að vinna í borginni Kalkútta á Indlandi. Þegar þangað kom ætlaði hann ekki að komast út úr flugstöðinni fyrir betl- andi höndum. Hann sá að ef hann gæfi einni hönd, þó ekki væri nema smáaura, yrði hann að gefa þeim öllum. En svo mikil auraráð hafði hann ekki. Hann komst nú áfalla- laust til hjálparstöðvarinnar. Næsta morgun er hann vakinn kl. 05 og honum fengið hjól til að fara á milli sjúkraskýlanna. Þar vinnur hann langt fram á kvöld við að þvo fólkinu, binda um sár þess, og gefa sjúklingum mat og meðul. Það finnst honum allt í lagi. En gráturinn og Sú ríkisstjóm, sem nú er við völd, vill græða á því að leysa hnúta eins og Þorleifur á Háeyri. Ef henni tekst það er það gott. En hins vegar gerir það ekkert til þótt hún skilji eftir einn eða tvo hnúta handa næstu ríkisstjórn að glíma við. Erfiðismaður öðlast lífsfyllingu í starfi sínu, jafnvel þótt sjáanlegur árangur sé lítill eða enginn. Björn Einarsson frá Sveinsstöðum óhljóðin í börnunum og að sjá önnur stara tómt út í loftið fannst honum hræðilegt. Næsta morgun átti hann að hirða upp svangt og veikt fólk á götum úti og bera það inn í sjúkra- • skýlin. Þá ætlaði hann alveg að falla saman af hryggð. Hann hafði ætlað sér að vera þarna í eitt ár, en fór heim til sín eftir sjö mánuði. Hann ætlar að hvíla sig heima í mánuð og fara svo aftur. Það er frá svona götulífi, sem Child Care er að reyna að forða börnunum. Með kveðju og þökk, Elsa Kristjánsdóttir s. 82194 Forðum fátækum börnum frá hræðilegu götulífi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.