Tíminn - 09.11.1989, Blaðsíða 4

Tíminn - 09.11.1989, Blaðsíða 4
4 Tíminn Fimmtudagur 9. nóvember 1989 ÚTLÖND HÖFÐABORG - Nelson Mandela leiðtogi Afrlska þjóð- arráðsins hefur boðið fyrrum fangelsisklefafélaga slnum, en pólitísks andstæoings Japtha Masemola til stofufangelsis síns, en Japtha er nýlega laus úr fanqelsi. Er talið að þetta sé fyrirboði samkomulags milli tveggja fjölmennustu baráttu- samtaka blökkumanna í Suð- ur-Afríku. FRÉTTAYFIRLIT 0 AUSTUR-BERLÍ Austur-Þjóðverjar munu taka skref ( átt til frjálsra kosninga ef marka má orð Guenters Schabowski nýkjörins stjórn- arnefndarmanns kommúnista- flokksins, en hann sér nú um málefni fjölmiðla. Hann sagði að miðstjórn kommúnista- flokksins væri nú með í undir- búningi frumvarp að nýjum kosninqalögum sem gera ráð fyrir að allir stjórnmáTaflokkar sem uppfylla ákveðnum skilyrðum fái að bjóða sig fram. Þetta þýðir (raun að kommún- istaflokkurinn mun gefa frá sér algert forræði sitt. BONN - Helmut Kohl kansl- ari Vestur-Þýskalands hefur heitið Austur-Þjóðverjum dyggri efnahagsaðstoð ef þeir taki skrefið til lýðræðis til fulls. Reszo Nyers formaður sósíal- istaflokksins í Ungverjalandi sagði að forráðamenn komm- únistaflokksins hefðu breytt of litlu of lítið og of seint. Því sjái þeir fram á hræðilega erfiðleika í efnahagslífi landsins. Fidel Castro forseti Kúbu sagði að breytingarnar í Austur-Evrópu væru sorglegar. AMMAN -Jórdanirfá nú að bragða á málfrelsi (fyrsta sinn (tvo áratugi, en fyrstu kosning- arnar í Jórdaníu fóru þar fram í aær. Hussein konungur saqði ao kosningarnar mörkuðu þáttaskil í sögu landsins. WASHINGTON - George Bush forseti Bandaríkjanna undirritaði lög sem hækka skuldaþak Bandaríkjastjórnar I 3120 milljarða Bandaríkja- dala. Með þessu getur fjár- málaráðuneýtið tekið 40 millj- aröadollaraíán (þessari viku. Áfram halda hræringarnar í A-Þýskalandi og hefur gömlu harðlínumönnunum verið sparkað úr stjórnarnefnd kommúnistaflokksins: Þekktur umbótasinni til- nefndur forsætisráðherra Hans Modrov borgarstjóri í Dresden og einn helsti umbótasinni innan austurþýska kommúnistaflokksina var tilnefndur sem forsætisráðherraefni flokksins eftir sögulegar hræringar í stjórnarnefnd flokksins á fundi miðstjórnar í gær. Umbótasinninn Hans Modrow hefur verið tilnefnur sem nýr forsætisráðherra Austur-Þýskalands eftir söguiegar hræringar í stjórnmálanefnd kommúnista- flokksins. Egon Krenz hinn nýi leiðtogi kommúnistaflokksins hafði kallað saman miðstjórn flokksins til að ræða þá hröðu stjórnmálaþróun sem orðið hefur í Austur-Þýskalandi að undanförnu. Hann hóf fund mið- stjómar með því að tilkynna að öll átján manna stjórnarnefnd komm- únistaflokksins segði af sér og að miðstjómin yrði að kjósa nýja stjómmálanefnd. Var þetta önnur óvænta afsögnin í Austur-Þýska- landi á einum sólarhring, því í fyrradag sagði ríkisstjórn landsins af sér. Fækkað var í stjórnamefndinni og fengu þeir gömlu harðlínumenn sem þar vom enn innanborðs að taka pokann sinn. Fjórir nýir menn tóku sæti í stjórnarnefndinni, þar á meðal Hans Modrov. Er nú svo komið að flestir stjórnarnefndarmennimir teljast til umbótasinna auk þess sem meðalaldur hennar lækkaði til mik- illa rauna. Egon Krenz heldur enn um stjóm- artaumanna í kommúnistaflokkn- um. Hann var endurkjörinn leiðtogi flokksins í annað sinn á þremur viðburðríkum vikum. Hans Modrov sem mun nokkuð ömgglega verða kjörinn forsætisráð- herra á næsta þingfundi Volkskam- mer, þjóðþingi Austur-Þýskalands, er mjög vinsæll meðal almennings. Hefur honum að verið líkt við Mikhaíl Gorbatsjof forseta Sovét- ríkjanna og vitað er að Modrov hefur tekið hann að mörgu leyti til fyrirmyndar. Modrov hefur ekki verið í innsta hring kommúnistaflokksins heldur einbeitt sér að borgarstjóraembætt- inu í Dresden. Má segja að hann hafi leikið lykilhlutverk í þeirri stefnu- breytingu austurþýskra stjómvalda að taka mildilegar á mótmælagöng- um almennings, því hann lét við fyrsta tækifæri sleppa því fólki úr haldi sem lögreglan hafði handtekið vegna ólöglegra mótmælaaðgerða í Dresden. Modrov bætti um betur með því að skipa sér í forystusveit þeirra er kröfðust aukinna lýðrétt- inda og frelsis í Austur-Þýskalandi og tók þáttí kröfugöngu Dresdenbúa á mánudaginn. Með hinum róttæku breytingum er Egon Krenz greinilega að freista þess að ná tökum á þjóðlífinu í Austur-Þýskalandi, en flóttamanna- straumurinn þaðan hefur verið gegndarlaus undanfama daga auk þess sem fjölmennar mótmælagöng- ur almennings em daglegt brauð. Hvort það tekst verður tíminn að leiða í ljós. Helmut Kohl kanslari Vestur- Þýskalands fagnaði mjög afsögn ríkisstjómar Austur-Þýskalands, og ekki minnkaði fögnuðurinn þegar stjómamefndin sagði af sérembætti. Hann hefur heitið Austur-Þjóðverj- um dyggilegri efnahagsaðstoð ef leyfðar verða frjálsar kosningar á vestræna vísu í landinu. Bandaríkin: Tímamótakosningar fyrir blökkumenn Það fór eins og spáð var hér á síðunni fyrr í þessari viku. Það varð „svartur“ kosningadagur í Banda- ríkjunum ■ fyrradag. Blökkumenn unnu mikinn stjórnmálasigur þar sem tvö stjómmálavígi hvíta manns- ins féllu. í Virginíuríki þar sem blökku- menn hafa átt mjög erfitt uppdráttar í stjómmálum var Douglas Wilder kjörinn ríkisstjóri. Er Douglas fyrsti blökkumaðurinn sem nær kjöri í embætti ríkisstjóra í sögu Bandaríkj- anna. Afi Wilders var þræll. í New York sigraði demókratinn David Dinkins örugglega í borgar- stjómarkosningunum og er hann fyrsti blökkumaðurinn sem gegnir embætti borgarstjóra í New York. Sigur blökkumannanna er einnig sigur demókrataflokksins og and- stæðinga þeirra er vilja banna fóstur- eyðingar í Bandaríkjunum. James FÍorio frambjóðandi demókrata var kjörinn borgarstjóri í New Jersey þrátt fyrir það að George Bush forseti Bandaríkjanna hafi lagt mik- ið á sig í kosningabaráttu James Courter, frambjóðanda demókrata. Það sama var reyndar upp á tengnum í New York. Þar hafði George Bush stutt dyggilega við bak hins vinsæla fyrmm ríkissaksóknara Rudolph Giuliani. Það sem einkenndi kosningabar- áttuna á þessum stöðum var annars vegar baráttan um fóstureyðingar, þar sem demókratar leggjast gegn því að fóstureyðingar verði algerlega bannaðar, en repúblikanar eru harð- ir á móti fóstureyðingum. Hins vegar var ótrúlega sóðaleg kosningabar- átta einkennandi og fannst mönnum nóg um þó Bandaríkjamenn séu ýmsu vanir í slíkum málum. Sandínistar bjóða vopnahlé Sandínistastjórnin í Níkaragva hefur boðist til þess að endumýja vopnahlé í landinu ef Kontraliðar fallast á að undirrita friðarsamkomu- lag sem fimm forsetar Mið-Amer- íkuríkja gerðu í ágústmánuði og tryggir meðal annars frjálsar kosn- ingar í Níkaragva í febrúarmánuði. Daniel Ortega forseti Níkaragva skýrði frá þessari ákvörðun Sandín- istastjómarinnar og sagði að tilboðið verði lagt fyrir fulltrúa Kontraliða í dag, en Kontrar og of fulltrúar Níkaragvastjórnar munu ræða málin hjá Sameinuðu þjóðunum í dag og á morgun. Um mánaðarmótin síðustu hóf stjómarherinn í Níkaragva herför gegn skæmliðum Kontra eftir að sandínistar ákváðu að framlengja ekki vopnahlé sem ríkt hafði í nítján mánuði. Ástæðan var sögð síauknar árásir Kontra á saklausa bændur í Níkaragva. Kontrar féllust hins veg- ar á friðarviðræður þær sem hefjast hjá Sameinuðu þjóðunum í dag þegar þeir sáu hvert stefndi, en herstyrkur Sandínista er margfaldur á við Kontraliða eftir að Bandaríkja- menn hættu hernaðaraðstoð við Kontra. Kitty Dukakis á spítala Ósigur Michael Dukakis, ríkis- stjóra Massachusetts og fyrmrn frambjóðanda Demókrataflokks- ins í síðustu forsetakosningum, hefur gert eiginkonu hans, Kitty að áfengissjúklingi. Hún var færð á sjúkrahús aðfaramótt þriðjudags. Útvarpsfréttir kváðu hana meðvit- undarlausa við komuna. Frú Duk- akis sem er 52 ára gömul sagði í ræðu sinni á heimsþingi geðlækna í Aþenu í síðasta mánuði: „Ég er áfengissjúklingur og fíkniefnaneyt- andi“. Hún hélt því fram að megr- unarlyf sem hún tók sem unglingur haft leitt til 27 ára amfetamínneyslu og afturhvarfs í áfengi er eiginmað- ur hennar tapaði fyrir George Bush í forsetakosningunum í nóvember síðastliðnum. VDS/MHÞ - starfskynning Öflug sprenging í Beirút Öflug sprengja sprakk í hverfi múslíma í austurhluta Beirút þar sem Sýrlendingar ráða lögum og lofum. Tveir féllu og sjö manns særðust í sprengingunni sem er sú fyrsta frá því að Rene Muawad var kjörinn forseti Líbanon á sunnudaginn var. Staða Rene Muawad styrktist mjög í gær þegar leiðtogi SLA, hersveita kristinna manna í suðurhluta Líbanon, lýsti stuðn- ingi sínum við forsetann. Staða Michel Aouns yfirmanns her- sveita kristinna manna í líbanska hemum veiktist að sama skapi og hefur hann nú mjög einangrast þar sem flestir aðrir leiðtoga kristinna manna hafa lýst stuðn- ingi við kjör hins nýja forseta. Antoine Lahd yfirmaður SLA sagði í útvarpsávarpi sínu að þar sem Muawad væri kjörinn af réttkjörnum þingmönnum Líb- ana, þá myndu hersveitir krist- inna manna í suðurhluta Líbanon standa að baki honum. Jafnframt hvatti Lahd Aoun til að segja af sér sem yfirmaður hersveita krist- inna manna í tíbanska hemum. Stuðningur kristinna manna í suðurhluta Líbanon er Muawad mjög dýrmætur, en hersveitir þeirra vinna náið með ísraelum sem hafa herlið sitt í Suður-Líb- anon undir því yfirskini að verja landamæri ísrael fyrir árásum skæruliða Palestínumanna og öfgafullra múslíma. Reyndar harmaði Lahd að forsetinn skyldi setja brotthvarf fsraela frá Líban- on á oddinn og sagði nærtækara að koma 33 þúsund manna herliði Sýrlendinga úr landi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.