Fréttablaðið - 26.02.2009, Page 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI
DÓMSMÁL Tveir íslenskir karl-
menn um fimmtugt hafa verið
ákærðir af ríkissaksóknara fyrir
að hafa staðið saman að innflutn-
ingi á rúmlega 1,8 lítrum af kóka-
íni í vökvaformi frá Hondúras
hingað til lands. Efnin hafi þeir
ætlað til sölu.
Að beiðni annars mannsins
sendi ónafngreindur maður fíkni-
efnin með hraðsendingafyrirtæk-
inu FedEx til Íslands á heimilis-
fang hins mannsins.
Fíkniefnin fundust fyrst við leit
lögreglunnar á Miami í Banda-
ríkjunum hinn 18. september.
Þau voru send lögregluyfirvöld-
um á Íslandi þar sem þeim var
skipt út fyrir gerviefni. Sending-
in var síðan afhent manninum
sem hún var stíluð á undir eftir-
liti lögreglu 21. september. Hann
afhenti vitorðsmanni sínum efnin.
Sá síðarnefndi hugðist koma þeim
í duftform og afhenda til sölu-
dreifingar. Báðir mennirnir stóðu
í þeirri trú að sendingin innihéldi
fíkniefni.
Þá er annar mannanna einnig
ákærður fyrir að hafa verið tek-
inn í fjögur skipti með talsvert
magn af mismunandi fíkniefnum
í fórum sínum, einkum þó kókaín.
- jss
FIMMTUDAGUR
26. febrúar 2009 — 50. tölublað — 9. árgangur
VEÐRIÐ Í DAG
LILJA GUNNARSDÓTTIR
Á yfir fjörutíu pör af
flottum sokkabuxum
• tíska • heimili
Í MIÐJU BLAÐSINS
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447
SKÓR geta verið hin mesta heimilisprýði. Skódella virðist nokkuð algeng og fyrir fólk sem á samlit skópör í
stöflum getur verið ráð að raða þeim smekklega í tröppu
eða í forstofugang. Um leið skapast frekari not fyrir pörin
sem annars rykfalla inni í skáp.
„Ég er svo heppin að vinna í heild-sölu sem selur sokkabuxur þannig að ég get auðveldlega nálgast þær. Hins vegar er galli á gjöf Njarðar þar sem að nú á ég ekkert nema sokkabuxur,“ segir Lilja Gunnars-dóttir og brosir en hún segist lík-lega eiga yfir fjörutíu pör af sokka-buxum. „Ég freistast yfirleitt til að verða mér úti um þær ýja ð
að svörtum fötum en annars klæð-ist ég líka oft jarðlitum þar sem ég er rauðhærð. Fötin mín eru oftast einlit og einföld,“ útskýrir hún. Stígvélin fékk hún í Focus í Kringlunni fyrir tveimur árum og endast þau vel. „Í fyrsta lagi eru þau mjög þægileg en auk þhalda þ é
legt og er pilsið í miklu uppáhaldi, enda þörf á góðu pilsi þegar maður á svona stóran lager af sokkabux-um,“ segir Lilja kímin og nefnir að fötin sín þurfi að vera þægi-leg og kvenleg. „Jakkann fékk égsíðan í Zöru en h
Dökkt og dömulegtAuðvelt er að brydda upp á nýjungum í klæðaburði með mismunandi sokkabuxum og segist Lilja Gunn-
arsdóttir eiga ógrynnin öll af þeim, enda hæg heimatökin þar sem hún vinnur í heildverslun.
Lilja er forfallinn sokkabuxnaaðdáandi og klæðist hér köflóttum sokkabuxum. Annars lýsir hún fatastíl sínum sem svörtum og
kvenlegum.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
telpurS onuK r
Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • Bréfasími 581 3732jsb@jsb.is • www.jsb.is
E
F
L
IR
a
lm
a
n
n
a
te
n
g
s
l
/
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
ra
f í
s
k
h
ö
n
n
u
n
Komdu á rétta sporið í ræktinni!l Tveggja vikna námskeið í tækjasal með persónulegri leiðsögn og aðhaldi
l Tilvalið að mæta með vinkonunum – hámark 5 í hópl Leiðbeiningar um mataræðil Mæling og vigtun í byrjun og enda námskeiðsTímar alla virka daga nema föstudaga7:15-8:15, 12:00-13:00 og 17:00-18:00Laugardagar: 10:30 og 11:30
Innritun stendur yfir í síma 581 3730
Staðurinn - Ræktin
Velkomin í okkar hóp!
Stutt og strangt
S&S
stutt ogstrangt
FERMINGAR
Skreytingar, veisluföng
og föt á fermingarbörn
Sérblað um fermingar
FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG
fermingarFIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2009
Áttræð myndasöguhetja
Borgarbókasafn Reykjavíkur og
Myndlistaskólinn í
Reykjavík efna til
samkeppni í tilefni af
80 ára afmæli Tinna.
TÍMAMÓT 22
STEFÁN GUNNARSSON
Botnlanginn afhentur í
fyrsta sinn í kvöld
Verðlauna verstu auglýsingar ársins
FÓLK 30
Klífur Hvannadalshnjúk
Sveppi fer á hæsta
tind landsins ásamt
Haraldi Ólafssyni
pólfara.
FÓLK 38
FÓLK „Þetta verður rosa spenn-
andi verkefni af því að við ætlum
að skoða Banda-
ríkin eins og eng-
inn hefur séð þau
áður,“ segir Ingólf-
ur Júlíusson ljós-
myndari.
Hann verður
þátttakandi í nýjum
ferðaþætti sem
verður tekinn upp
í Bandaríkjunum á
næstunni. Um einn
prufuþátt verður
að ræða þar sem Ingólfur og tveir
þáttastjórnendur skoða landið frá
nýstárlegu sjónarhorni. Í þættin-
um mun Ingólfur tjá sig um það
sem fyrir augu ber ásamt stjórn-
endunum.
Einnig ætlar hann að festa
mannlífið á filmu. Ef þátturinn
fær mikla athygli verða fleiri slík-
ir gerðir og þeir sýndir um gjör-
völl Bandaríkin og hugsanlega
víðar. -fb/ sjá síðu 38
Ingólfur Júlíusson ljósmyndari:
Í bandarískum
ferðaþætti
INGÓLFUR
JÚLÍUSSON
ÚRKOMULOFT NÁLGAST Í dag
verður lengst af hæg austlæg átt,
en 8-15 m/s sunnan og vestan til í
kvöld. Stöku él með ströndum en
snjókoma eða slydda fyrir sunnan
og vestan síðdegis og í kvöld.
VEÐUR 4
-1
-5
-6
7
-2
FJÖR Á ÖSKUDEGI Miðborgin fylltist í gær af kátum börnum í grímubúningum sem héldu öskudaginn hátíðlegan. Öskudagur er
upphafsdagur lönguföstu og er hann alltaf haldinn á miðvikudegi í sjöundu viku fyrir páska. Dagurinn er sérlega mikilvægur í
kaþólskri trú þar sem hann er dagur iðrunar fyrir drýgðar syndir auk föstunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Rætur hrunsins
Danir hafa breytt stjórnar-
skrá sinni til að draga úr valdi
ráðherra og auka stjórnskipulegt
vald þingsins, segir Þorvaldur
Gylfason.
Í DAG 20
Tveir íslenskir karlmenn um fimmtugt ákærðir fyrir fíkniefnainnflutning:
Fljótandi kókaín frá Hondúras
KÓKAÍN Koma áttti kókaínvökvanum í
duftform og selja.
EFNAHAGSMÁL Breska fjármála-
eftirlitið vill ekki tjá sig um orð
Davíðs Oddssonar seðlabanka-
stjóra, um að miklir fjármagns-
flutningar úr dótturfélagi Kaup-
þings hefðu valdið því að bresk
stjórnvöld settu hryðjuverkalög á
Landsbankann í Bretlandi.
Það eina sem fjölmiðlafull-
trúi eftirlitsins staðfestir er að
ástæða þess að gripið hafi verið
til aðgerða gegn Singer & Fried-
lander, dótturfélagi Kaupþings,
hafi verið sú að félagið hafi ekki
átt nægilegt fé til að halda áfram
rekstri.
Fyrrum forstjóri Kaupthing
Singer & Friedlander, Ármann
Þorvaldsson, neitar því að óeðli-
legir fjármagnsflutningar hafi
verið úr félaginu á þessum tíma
og tiltekur sérstaklega upphæðir
þær sem Davíð Oddsson hafði á
hraðbergi. - kóþ
Breska fjármálaeftirlitið:
Segir bankann
hafa skort fé
Ensku liðin unnu
Liverpool og Chelsea
unnu bæði góða sigra í
16-liða úrslitum
Meistaradeild-
arinnar í gær.
ÍÞRÓTTIR 34
STJÓRNMÁL Frumvarp um stjórn-
skipulagsbreytingar á Seðlabanka
Íslands var afgreitt úr viðskipta-
nefnd í gær. Það verður því tekið
til þriðju umræðu í dag og líklega
afgreitt sem lög síðdegis.
Seðlabankastjóri verður settur
til bráðabirgða um leið og lögin
taka gildi. Heimildir Fréttablaðs-
ins herma að búið sé að ganga frá
bráðabirgðaráðningunni. „Það
segir í bráðabirgðaákvæðinu
eftir breytingu að tvær grein-
ar í starfsmannalögunum gildi
ekki um þessa bráðabirgðaskip-
un,“ sagði Álfheiður Ingadóttir,
formaður viðskiptanefndar eftir
nefndarfundinn í gær. „Annars
vegar að það þarf ekki að aug-
lýsa og þar sem verið er að setja
mann í þetta starf, en ekki skipa,
þá er ekkert sem mælir gegn því
að hann sé útlendingur.“ Heimild-
ir Fréttablaðsins herma að sú leið
hafi verið valin að leita út fyrir
landsteinana eftir manni til að
gegna starfinu tímabundið en það
hefur ekki fengist staðfest.
Samþykkt var breytingartil-
laga sem felur það í sér að pen-
ingastefnunefnd fær það verkefni
að gefa út viðvörun meti hún það
svo að hætta steðji að efnahags-
kerfinu.
„Ef markmiðið með frumvarp-
inu hefur verið að koma seðla-
bankastjórum frá þá hefur verið
farin mikil fjallabaksleið,“ segir
Birgir Ármannsson, fulltrúi Sjálf-
stæðisflokksins í viðskiptanefnd.
Hann segir ennfremur að vinnu-
brögð fulltrúa stjórnarflokkanna
hafi einkennst af taugaveiklun
og líklega hafi það stafað af því
að sendinefnd Alþjóðagjaldeyris-
sjóðsins sé að koma í dag og allt
kapp sé lagt á að koma núver-
andi bankastjórum frá af þeim
sökum.
„Síðan hefur verið sagt að þetta
sé gert til að eyða óvissu en það
er ekki rétt,“ bætir hann við. „Því
nú verður bráðabirgðabankastjóri
settur í stafið en það geta liðið
vikur og mánuðir uns nýir seðla-
bankastjórar taka við til að sinna
starfinu til famtíðar.“ - jse
Nýr Seðlabankastjóri
tekur til starfa í dag
Nýtt Seðlabankafrumvarp var afgreitt úr viðskiptanefnd í gærkvöldi. Gengið
hefur verið frá því hver tekur við stjórninni til bráðabirgða. Hann verður settur
í starfið þegar lögin taka gildi. Heimildir blaðsins herma að hann sé útlenskur.