Fréttablaðið - 26.02.2009, Síða 2

Fréttablaðið - 26.02.2009, Síða 2
2 26. febrúar 2009 FIMMTUDAGUR Össur, fær ekki fólkið hland fyrir hjartað? „Nei, því nú getur það létt á sér með góðri samvisku.“ Myndum af íslenskum útrásarvíkingum verður komið fyrir í hlandskálum karlaklósettsins á tónleika- og skemmti- staðnum Sódómu Reykjavík, sem verður opnaður í miðbænum 6. mars næstkomandi. Össur Hafþórsson er einn af eigendum staðarins. FÓLK „Þegar ég fann flöskuskeyt- ið kom yfir mig þessi eftirminni- lega barnslega tilfinning. Mér leið hreinlega eins og ég yngdist um fjörutíu ár,“ segir Guðríður Þorvaldsdóttir, sem gekk fram á flöskuskeyti frá Grænlandi í fjör- unni á Garðskaga, milli vitans og Ásgarðalands, síðasta sunnudag. Guðríður segist hafa fundið á sér að hún ætti að fara niður að sjó í göngu um leið og hún opnaði augun um morguninn. „Sólin skein í um það bil hálftíma eða klukku- tíma, einmitt meðan við vorum að labba í fjörunni. Það er líka skemmtilegt að segja frá því að stuttu eftir að skeytið fannst hitti ég ungan dreng, Gunnar, sem var á göngu með móður sinni. Móðir Gunnars hljóðaði upp þegar hún sá flöskuskeytið og sagði að Gunnar hefði rétt í því verið að tala um hve gaman væri nú ef þau fyndu flöskuskeyti. Ég sagði honum þá að það væri hægt að óska sér svo heitt að skeytið kæmi til manns. Hann var mjög undrandi og ánægður með það,“ segir Guðríður. Skeytið er langt, dagsett í ágúst á síðasta ári og merkt símanúmeri og veffangi. „Ég hef ekki hringt enn, en ég sendi tölvupóst án þess að fá svar. Við skiljum auðvitað ekki grænlensku og vitum því ekki hvað stendur í bréfinu, en gaman væri ef einhver gæti hjálpað við að ráða í bréfið,“ segir Guðríður Þor- valdsdóttir. - kg Guðríði Þorvaldsdóttur leið eins og barni þegar hún fann skeyti við Garðskaga: Fann flöskuskeyti frá Grænlandi SKEYTI Í FLÖSKU Guðríður skilur ekki grænlensku og veit því ekki hvert umfjöllunarefni skeytisins er. EFNAHAGSMÁL Indriði H. Þorláks- son, fyrrverandi ríkisskattstjóri, vildi skrifa kafla um erlend eigna- tengsl og skattaskjól í skýrslu sem gerð var fyrir fjármálaráðuneytið um íslenska skattkerfið og afhent var ráðuneytinu í september í fyrra. Aðrir nefndarmenn lögðust hins vegar gegn því að slíkur kafli yrði í skýrslunni og höfðu betur. Skýrslan, sem ber heitið Íslenska skattkerfið: Samkeppnishæfni og skilvirkni, er afrakstur nefndar sem skipuð var í febrúar 2006 af fjármálaráðherra til að fara yfir skattkerfið „til að varpa ljósi á hvaða þættir það væru sem gera það sam- keppnishæft og skilvirkt“, eins og segir í skýrsl- unni sjálfri. „Já já, ég get ekki neitað því að ég lagði til að það yrði kafli í skýrslunni um þessi mál, það er að segja þessi erlendu eignatengsl sem hefðu vaxið svona mikið hér- lendis og aðkomu þessara skatta- paradísa að þessum málum,“ segir Indriði. Hann var búinn að vinna kaflann, sem byggðist á lengri úttekt hans á málinu á grundvelli upplýsinga frá Seðlabankanum og Kauphöll Íslands. „En eins og gengur þá er svona skýrsla niðurstaða samkomulags um hvað þar á að vera og hvað ekki og ég hygg að einhverjir hafi talið að þetta væri efni sem félli kannski ekki beint undir erindis- bréf nefndarinnar. Það var komið fram mikið efni og menn þurftu að velja og hafna hvað færi inn í skýrsluna og í hvaða formi og það náttúrlega réðst af ýmsum sjónar- miðum,“ segir Indriði. Ólafur Darri Andrason, hag- fræðingur ASÍ og einn nefndar- manna, segist hafa tekið undir tillögu Indriða í nefndinni. „Ég hefði gjarnan viljað sjá þetta inni og hefði talið það afskaplega gagn- legt,“ segir hann. „En við Indriði vorum því miður í minnihluta í nefndinni.“ Ólafur Darri segir það hafa verið samkomulag frá upphafi að skýrslan væri samantekt og inni- héldi ekki beinar tillögur. Málin skyldi vinna í sem mestri sátt og það sem væri ágreiningur um yrði einfaldlega látið kyrrt liggja. „Í því ljósi gerði ég ekki ágreining um það að þetta væri ekki inni,“ segir hann. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins voru það einkum nefndar- mennirnir Tryggvi Þór Herberts- son, fyrrverandi efnahagsráðgjafi forsætisráðherra, og Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Sam- taka atvinnulífsins, sem voru and- vígir því að fjallað yrði um þessi mál í skýrslunni. stigur@frettabladid.is Kafla Indriða um skattaskjól hafnað Ósk fyrrverandi ríkisskattstjóra um að fá að fjalla um eignir Íslendinga í skatta- paradísum við úttekt á íslenska skattkerfinu fékk ekki hljómgrunn annarra í nefndinni. „Hefði verið afskaplega gagnlegt,“ segir fulltrúi ASÍ í nefndinni. ÓLAFUR DARRI ANDRASON NEFNDARMENN ■ Formaður: Friðrik Már Baldursson - þá prófessor við HÍ, nú við HR. ■ Indriði H. Þorláksson - þá ríkisskattstjóri, nú settur ráðuneytisstjóri í fjármálaráðu- neytinu. ■ Tanya Zharov - þá lögfræðingur hjá Íslenskri erfðagreiningu. ■ Maríanna Jónasdóttir - skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu ■ Vilhjálmur Egilsson - þá ráðuneytisstjóri í sjávarútvegsráðuneytinu, nú fram- kvæmdastjóri SA. ■ Ragnar Ingimundarson - hagfræðingur BSRB ■ Ólafur Darri Andrason - hagfræðingur ASÍ. ■ Tryggvi Þór Herbertsson - þá prófessor við HÍ, síðar bankastjóri og efnahagsráð- gjafi forsætisráðherra. ■ Þorlákur Björnsson - deildarstjóri hag- deildar Orkuveitu Reykjavíkur (starfaði ekki með nefndinni). INDRIÐI H. ÞORLÁKSSON STJÓRNMÁL Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir, formaður Samfylkingar, hyggst kynna framtíðaráform sín í stjórnmálum síðar í vikunni, að því er segir í tilkynningu frá Samfylking- unni. Hún hefur nú snúið heim úr þriggja vikna leyfi sínu á Spáni, þar sem hún var að jafna sig eftir veikindi og skurðaðgerðir á heila. Hún er sögð geta náð sér að fullu, eftir einhvern tíma. Ingibjörg mun þessa dagana ræða við Jóhönnu Sigurðardótt- ur forsætisráðherra og fara yfir stjórnmálastöðuna. Hún hyggst ekki ræða við fjölmiðla. - kóþ Formaður Samfylkingar: Kynnir áform sín í vikunni INGIBJÖRG SÓL- RÚN GÍSLADÓTTIR EFNAHAGSMÁL Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, segist ekki taka málflutning Davíðs Oddsson- ar persónulega en hann sagðist í Kastljósviðtali í fyrradag hafa ítrekað varað ríkisstjórn- ina við. „Þetta mál er ekki á persónulegum nótum,“ sagði hann í samtali við blaðamenn í gær. Sagði Geir enn fremur að rann- sóknarnefnd mundi leiða sann- leikann í ljós í þessu máli og réttast væri að bíða eftir þeim úrskurði. Hann sagði einnig að bankarnir bæru höfuðábyrgð á því hvernig komið væri. Þeir nutu góðs af því ástandi sem var þegar nóg var af fjármagni á lágu verði en voru svo ekki í stakk búnir þegar ástandið versnaði. - jse Geir H. Haarde: Nefndin sker úr um sektina GEIR H. HAARDE STJÓRNMÁL „Engin breyting hefur orðið á fyrirhug- uðum stuðningi ríkisstjórnarinnar við hugsanlega málshöfðun skilanefnda Landsbankans og Kaup- þings á hendur breska ríkinu. Íslenska ríkið yrði hins vegar ekki beinn aðili að slíkum málum,“ segir í yfirlýsingu frá Viðskiptaráðuneytinu frá í gær. Var yfirlýsingin send vegna fréttar Financial Times, þar sem Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra sagði í viðtali við blaðamann að íslenska ríkisstjórn- in hefði engar áætlanir uppi um að fara í mál vegna frystingar eigna í Bretlandi við bankahrunið. Í yfirlýsingunni kemur jafnframt fram að enn sé verið að kanna möguleika á að vísa málum til Mann- réttindadómstóls Evrópu. Þórunn Sveinbjarnardóttir sagði á Alþingi í gær, við fyrirspurn Sigurðar Kára Kristjánssonar, að ákvörðun fyrri ríkisstjórnar varðandi málshöfð- un og stuðning vegna málshöfðunar stæði. „Þar á meðal var að leita allra leiða til þess að sækja málið fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu. En það er ekki búið að leiða það til lykta eða kanna til þrautar. Eftir því sem ég best veit er sú vinna enn í gangi og ekk- ert útilokað í þeim málum,“ sagði Þórunn. - ss Möguleikar á að draga Breta fyrir Mannréttindadómstól Evrópu: Ekki ákveðið að hætta við GYLFI MAGNÚSSON Blaðamaður FT virðist hafa misskilið viðskiptaráðherra þegar Gylfi sagði íslensku ríkisstjórnina ekki hafa plön um málaferli gegn breska ríkinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON VIÐSKIPTI Álverð er nú um sextán prósentum lægra en Landsvirkj- un miðaði við í arðsemisútreikn- ingum sínum vegna byggingu Kárahnjúkavirkjunar. Í útreikningunum var miðað við meðalverðið 1.550 Banda- ríkjadali fyrir hvert tonn af áli. Það hefur lækkað verulega frá síðasta sumri, stóð í 1.264 dölum í fyrradag og hafði þá ekki verið lægra í sjö ár. Verð á raforku til stóriðju er tengt álverði og hefur þróun álverðs lægri tekjur í för með sér fyrir orkufyrirtæki. Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, segir fyrirtæk- ið hafa gert framvirka samninga þegar álverð stóð í hæstu hæðum og varið sig gegn lækkandi raf- orkuverði. - jab/ Sjá síðu 18 Landsvirkjun setur upp varnir: Álverð ekki lægra í sjö ár ÍRAN, AP Íranar og Rússar skýrðu frá því í gær að fyrsta kjarn- orkuverið í Íran hafi verið sett í gang í tilraunaskyni. Jafnframt segjast Íranar hafa tekið í notkun þúsund skilvind- ur í viðbót til auðgunar úrans og eru skilvindurnar þar með orðn- ar sex þúsund talsins. Íranar halda því statt og stöðugt fram að þeir hafi einung- is í huga að nota kjarnorku í frið- samlegum tilgangi, en stjórnvöld á Vesturlöndum, einkum banda- rísk stjórnvöld, hafa ítrekað talið hættu á að Íranar muni nota kjarnorkuna til að koma sér upp kjarnavopnum. - gb Samstarf Írana og Rússa: Íranar ræsa kjarnorkuver FÓLK Hönnuðurinn Sruli Recht sem býr og starfar á Íslandi vann nýlega til IDA-verðlauna eða International Design Awards 2008 fyrir hönnun á regnhlíf og belti. Hann sigraði í flokknum auka- hlutir í ferðalög með regnhlíf sem ber heitið The Umbuster en handfang hennar er í líki hnúa- járns. Hann varð einnig í öðru sæti í sama flokki með sylgjulausa beltið ~Elt. Beltið er að öllu leyti framleitt á Íslandi og skorið með nýstárlegri tækni þar sem notuð er mjó vatnsbuna. -sg/Sjá ALLT Hönnuðurinn Sruli Recht: Fékk verðlaun fyrir regnhlíf SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.