Fréttablaðið - 26.02.2009, Qupperneq 16
16 26. febrúar 2009 FIMMTUDAGUR
hagur heimilanna
■ Sendið
umboðsmanni
neytenda
ábendingar eða
sparnaðarráð
á neytendur@
frettabladid.is
DR. GUNNI
neytendur@
frettabladid.is
Kolaportið er á mikilli siglingu þessa dag-
ana. Sífellt fleiri tæma geymslurnar og
gamalreyndir gramsarar tala um algjört
góðæri og að úrvalið í Kolaportinu hafi
aldrei verið betra. En það eru fleiri stað-
ir þar sem glúrnir gramsarar geta kom-
ist í feitt. Sigurjón Gunnarsson mælir
með nytjamarkaði Kristniboðssambands-
ins: „Þar fékk ég þessi fínu púsluspil fyrir
barnabörnin og greiddi 50 kr. upp í 200
kr. fyrir stykkið,“ skrifar hann. „Í nytja-
markaðinum eru til sölu ýmsir munir úr
búi fólks, svo sem bækur, tónlistardiskar,
myndbönd- og mynddiskar, skrautmunir,
eldhúsáhöld, borðbúnaður og svo framveg-
is. Einnig eru þar minni húsgögn, raftæki
og vel með farinn fatnaður.“ Nytjamarkað-
ur Kristniboðssambandsins er að Grensás-
vegi 7. Þar er opið frá kl. 12-17 á virkum
dögum og fyrsta laugardag í hverjum mán-
uði frá kl. 11-14.
ABC barnahjálp er með nytjamarkað að
Faxafeni 8. Þar er opið á milli kl. 11 og 18
alla virka daga og á milli 11 og 16 á laug-
ardögum.
Nytjamarkaður Samhjálpar er að Stang-
arhyl 3. Þar er opið frá þriðjudegi til laug-
ardags á milli kl. 13 og 18.
Hjálpræðisherinn er með Hertex-nytja-
markað að Eyjaslóð 7. Þar er opið alla daga
nema sunnudaga á milli kl. 13 og 18.
Svo er það nytjamarkaður Sorpu, Góði
hirðirinn. Sá er mjög vinsæll og má dag-
lega sjá langa biðröð fyrir utan kl. 12
þegar opnað er. Opið er til kl. 18 alla virka
daga, en lokað um helgar. Allur ágóði renn-
ur til góðgerðarmála eins og hjá öðrum
nytjamörkuðum.
Útgjöldin
Meðaltalseyðsla hvers heimilis í ávexti á mánuði.
Heimild: Hagstofa Íslands
Aðeins 49 prósent af hársnyrtistofum á
höfuðborgarsvæðinu voru með verð-
merkingar sínar í lagi, samkvæmt könnun
Neytendastofu. Alls var farið á 128
hársnyrtistofur og kannað hvort verðlisti
yfir helstu þjónustuliði væri til staðar
og hvort sérvara væri merkt. Aðeins 63
stofur höfðu allar verðmerkingar í lagi. Á
þeim stofum var sérvara merkt með verði
og viðskiptavinir höfðu greiðan aðgang
að verðskrá yfir þá þjónustu í boði var.
Hjá 44 hársnyrtistofum var verðskrá ekki sýnileg og á fimm þeirra var engin
verðskrá til staðar á stofunni. Í 34 prósent tilvika vantaði því upplýsingar um
verð á þeirri þjónustu sem í boði er fyrir neytendur.
■ Verðmerkingar
Verðmerkingum á hárstofum ábótavant
Fyrirhugað er að halda bændamarkaði á fjórum stöðum á Suðurlandi næst-
komandi sumar, þ.e. á Gónhól Eyrarbakka, Gömlu Borg í Grímsnesi, Kletti í
Reykholti og Stöllum skammt frá Geysi. Undirbúningur hefur staðið í nokkurn
tíma og Inga Þyri Kjartansdóttir, verkefnisstjóri Matarklasa Suðurlands, unnið
með hópi kvenna úr uppsveitunum að þessu verkefni. Fyrirséð er að mikill
straumur erlendra sem innlendra ferðamanna mun liggja um þessi svæði á
komandi sumri og mikið í húfi að bjóða upp á sem fjölbreyttasta afþreyingu
fyrir ferðamenn. Boðið verður upp á grænmeti sem mikið úrval er af á svæð-
inu, handverk af ýmsu tagi og vörur beint frá býli sem bændur framleiða.
■ Verslun
Bændamarkaðir blómstra á Suðurlandi
2003 2004 2005 2006 2007
1.978
2.218 2.183
2.603
2.666
„Bestu kaupin eru tvímælalaust bíllinn
minn. Þetta er fyrsta eignin mín og
mér finnst ég þvílíkt fullorðin að eiga
bílinn sjálf,“ segir Greta Mjöll Sam-
úelsdóttir sem er nýbúin að kaupa
sér fimm dyra Nissan Almera. „Einu
skilyrðin sem ég setti var að bíllinn
væri með rafdrifnum rúðum og ég
er alveg í skýjunum með hann. Áður
en ég keypti bílinn var dýrasta eignin
mín síminn þannig að þetta er stórt
skref.“
Hvað varðar verstu kaupin
útskýrir Greta hvernig hún
eignaðist hamsturinn Snata.
„Það voru tyllidagar í MK og
einhverjir strákar voru að
gefa hamstur í útvarpsþætti
sem ég fékk og skírði Snata.
Mér fannst voða sniðugt að fá hamstur og
dreif mig í dýrabúð og keypti búr og allar
græjur fyrir um 7.000 krónur sem var
mikið fyrir menntskæling.“ Greta segist
hafa uppgötvað fljótt að hana langaði
ekkert að eiga hamstur. „Snati hljóp
á ískrandi hlaupahjólinu allar nætur
og ég gat ekkert sofið. Mamma var
heldur ekki ánægð með þessa við-
bót á heimilið. Ég átti hamsturinn í
einn eða tvo mánuði áður en ég gaf
hann á gott heimili. Seinna komst
ég svo að því að ég hefði getað
fengið lánað hamstrabúr og spar-
að mér peninginn. Þetta voru
klárlega verstu kaupin mín.“
NEYTANDINN: GRETA MJÖLL SAMÚELSDÓTTIR, FÓTBOLTAKONA OG ÞÁTTASTJÓRNANDI
Í skýjunum yfir rafdrifnum rúðum
Neytendur: Góðæri gramsara
Nytjamarkaðir blómstra
NÓG AF DÓTI Frá Góða hirðinum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
■ Magnea Sverrisdóttir fasteignasali
mælir með afskornum blómum inn á
heimilið.
„Ég reyni að vera sem
oftast með afskorin
blóm inni á heimil-
inu,“ segir Magnea
Sverrisdóttir fasteigna-
sali. „Mér finnst það
létta lundina og gefa
lit í tilveruna. Blómin
gera heimilið fallegra og manni líður
betur inni á heimilinu. Orkideur og
túlípanar eru í miklu uppáhaldi. Túl-
ípanar kosta ekki nema 1.000 krónur
búntið og ég fékk einu sinni það ráð
að setja smá kartöflumjöl út í vatnið
til að halda þeim lifandi og fallegum
lengur. Þetta ráð virkar vel, þeir lifa
lengur og leka ekki niður.“
GÓÐ HÚSRÁÐ
KARTÖFLUMJÖL Í VATNIÐ
Fátt er sígildara en
kransakökur í íslenskum
fermingarveislum. Frétta-
blaðið kannaði verðið á
kransakökum í bakaríum
á höfuðborgarsvæðinu.
Reyndist muna um 32 pró-
sentum á hæsta og lægsta
verði.
Fermingarvertíðin er á næsta
leiti og því ekki seinna vænna
að fara að huga að kræsingunum
sem gleðja skulu bragðlauka vina
og vandamanna í veislum um land
allt. Kransakakan skandinavíska
hefur í gegnum tíðina tryggt
sér sess sem ómissandi þáttur
íslenskra fermingar-, stúdents- og
brúðkaupsveislna.
Rögnvaldur Þorkelsson, bakari
og eigandi Kornsins, segir krans-
akökuna alltaf jafn klassíska. Það
tekur hann rúman klukkutíma að
gera eina kransaköku en þær eru
handgerðar og því liggur mikil
handavinna í hverri köku. Helstu
breytingarnar í kransakökum eru
að kransakökuhornin eru dottin
niður í sölu, en það tók allt að heil-
an dag að klára eitt horn. Einnig
er skrautið orðið látlausara og bak-
ararnir skreyta ekki lengur með
Machintosh-molum. „Enda stend-
ur kakan alveg fyrir sínu og þarf
ekki súkkulaðimola til að koma
bragðlaukunum af stað,“ segir
Rögnvaldur.
Hann segist hafa gaman af því
þegar fermingarbörn koma og
hafa ákveðnar skoðanir og sér-
óskir, en það séu helst stelpurn-
ar sem vilji hafa eitthvað að segja
um fermingarveisluna sína. Auk
kransakökunnar er marsípanstert-
an alltaf vinsæl og kemur fyrir að
hann sé beðinn um þematertu svo
sem fótbolta- eða ballerínutertu.
Rögnvaldur segir þokkalega mikið
komið inn af pöntunum fyrir ferm-
ingarnar í ár.
Sigurbjörg Sigfúsdóttir hjá Bak-
arameistaranum segir Íslendinga
almennt íhaldssama þegar kemur
að fermingarveislum. „Það eina
sem kemur til greina hjá flest-
um er annaðhvort kransakaka eða
marsipankaka í laginu eins og bók,
svokölluð sálmabók. „Þessa dag-
ana er fólk mikið að hringja og spá
og spekúlera. Kannski tekur fólk
sér meiri tíma til að ákveða sig vel
eftir að kreppan skall á. Ég skal
ekki segja,“ segir Sigurbjörg.
Fréttablaðið kannaði verðið á
kransakökum fyrir þrjátíu manns,
sem eru venjulega um fjórtán til
sextán hringir, hjá átta bakarí-
um á höfuðborgarsvæðinu. Verðið
reyndist lægst í bakaríinu Korninu
þar sem kakan kostar 14.000 krón-
ur. Hæst var verðið í Bakarameist-
aranum, 18.500 krónur, sem getur
þó lækkað niður í 14.800 krónur ef
framvísað er afrifu úr bæklingi
sem sendur er heim til allra ferm-
ingarbarna. Kakan í Björnsbak-
aríi kostar 17.500 krónur. Munur
á hæsta og lægsta verði er því ríf-
lega 32 prósent. - rlf, kg
Yfir 30 prósenta verð-
munur á kransakökum
HANDGERÐ LISTASMÍÐ Rögnvaldur Þorkelsson bakari segir mikla handavinnu liggja í
hverri kransaköku. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
VERÐ Á KRANSAKÖKUM
fyrir þrjátíu manns
Kornið 14.000 krónur
Sandholt 14.700 krónur
Mosfellsbakarí 15.000 krónur
Reynir bakari 15.200 krónur
Bernhöftsbakarí 17.500 krónur
Bæjarbakarí Hafnarfirði 16.000 krónur
Björnsbakarí 17.500 krónur
Bakarameistarinn 18.500 krónur*
*(14.800 krónur með 20 prósenta
fermingarafslætti sem fæst ef klipptur er
út afsláttarmiði úr bæklingi sem sendur
er heim til allra fermingarbarna.)
Morgunverðar fundur
Félag kvenna í atvinnurekstri
ER EKKERT GOTT AÐ FRÉTTA?
Impra frumkvöðlar og sprotar
Eiga jákvæðar fréttir erfiðara með að komast að í
fréttum? Hvers vegna er það?
Hver er samfélagsleg ábyrgð fjölmiðla? Eiga þeir
stóran þátt í geðheilsu landsmanna?
Agnes Bragadóttir, Morgunblaðið
Óðinn Jónsson, RÚV
Óskar Hrafn Þorvaldsson, Stöð 2
Reynir Traustason, DV
Steinunn Stefánsdóttir, Fréttablaðið
Fundarstjóri: Lára Ómarsdóttir, blaðamaður
Fundurinn fer fram í Víkingasal á Hótel Loftleiðum
föstudaginn 27. febrúar 2009 milli kl. 8.00-9.45
Aðgangseyrir kr. 3.000 - morgunverður innifalinn.
Skráning á fka@fka.is