Fréttablaðið - 26.02.2009, Side 28

Fréttablaðið - 26.02.2009, Side 28
 26. FEBRÚAR 2009 FIMMTUDAGUR4 ● fréttablaðið ● fermingar Davíð Þór Jónsson guðfræði- nemi valdi sér ekki ritningar- orð fyrir sína fermingu. Hann telur þau þó fallegan sið. „Þetta er hefð sem er tiltölulega nýkomin til sögunnar, hún var til dæmis ekki við lýði þegar ég fermdist,“ segir Davíð Þór Jóns- son, guðfræðinemi, um það að velja sér ritningarorð við ferm- ingu. Hann segir þetta hins vegar vera fallegan sið sem sjálfsagt sé að halda í heiðri. „Þetta er gert til að skapa per- sónulega tengingu við ritning- una. Þá getur fólk, þegar fram í sækir og það stendur í einhverjum stormum lífsins, haft persónulega tengingu við trúarlega speki sem þjónar annað hvort því að stappa stálinu í það eða hughreysta á ein- hvern hátt. Það getur verið mjög gott að eiga persónulegt samband við ritninguna; eiga sinn stað, sín orð, eitthvað sem þú hefur valið þér.“ Davíð Þór segir mikilvægt þegar ritningarorð eru valin að hafa það í huga að Biblían verð- ur til á um eitt þúsund ára tíma- bili og er ritsafn og þróunarsaga átrúnaðar. „Menn geta því fundið ýmsar setningar og slitið úr sam- hengi og margir hafa verið iðnir við það. Ég mundi til dæmis ekki leita í 5. Mósebók eftir ritningar- orðum, en þar er að finna lög frá bronsöld um hreinleika trúarinn- ar, þrælahald og blóðfórnir.“ Davíð segir ritningarorð lýsa persónuleika þess sem velur þau. „Þegar upp er staðið hafa ritningarorð í sjálfu sér enga aðra merkingu en þá sem hver maður kýs að leggja í þau. Sjálfur hefði ég valið Lúkas 6:37, sérstak- lega því ég hef sjálfur oft á tíðum þurft að minna mig á að þetta eru grundvallaratriði kristinnar trúar: „Dæmið ekki og þér munið eigi verða dæmd.“ Þetta mættu margir hafa hugfast.“ -kóp Merking ritningarorða er undir þér komin „Fyrst og fremst mæli ég með því að stelpur sem eru að fermast fari í æfingahárgreiðslu fyrir fermingu. Ég klikkaði á því og það liggur við að ég sjái enn þá eftir því,“ segir Anna Svava Knúts- dóttir leikkona, sem fermdist í Bústaðakirkju vorið 1991. Anna Svava fór í fermingarhárgreiðslu nokkrum klukkustund- um áður en stóra stundin rann upp. „Hárgreiðslukonan setti lítil og hvít plastblóm í hárið á mér og krullaði það upp, allt eftir tísku þess tíma. Þetta varð vægast sagt herfilega væmið og kerl- ingarlegt og alls ekki í mínum stíl, enda var ég mikill töffari. Þó ekki meiri töffari en svo að ég fór að háskæla og var enn að þurrka tárin úr augunum þegar í kirkjuna var komið,“ segir hún og skellihlær. „Svo bendi ég fermingarbörnum líka vinsamlega á að minna er meira í þessum efnum. Hið sígilda slagorð „less is more“ á mjög vel við á þessum viðkvæma aldri.“ Leikkonan lumar á öðru heilræði handa væntanlegum ferm- ingarbörnum. „Það er alveg óhæft að halda tvær fermingar- veislur, jafnvel þótt um skilnaðarbörn sé að ræða. Ég var í þeirri stöðu á sínum tíma og var orðin verulega þreytt í seinni veislunni. Það tekur nefnilega á að standa og brosa og segja takk,“ segir hún. „Svo er maður auðvitað líka æstur í að komast til að telja peningana og skoða gjafirnar.“ Þriðja fermingarheilræði Önnu Svövu er að hugsa sig vel og vandlega um hvort maður vilji yfir höfuð láta ferma sig. „Í rauninni finnst mér að skynsam- legt væri að hækka fermingaraldur- inn upp í átján ár. Þrettán og fjór- tán ára krakkar vita ekki endi- lega hvað þeir vilja og trúa á. Ég er ekki viss um að ég hefði látið ferma mig átján ára gömul. Finnst það eiginlega heldur ólík- legt,“ segir hún. -kg Skælandi töffari með plastblóm í hárinu Anna Svava Knútsdóttir klikkaði á æfingagreiðslu fyrir fermingu og sér eftir því. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM „Ég fermdist í Ytri – Njarðvíkur- kirkju 30. Mars 1980. Presturinn sem fermdi mig var séra Þorvald- ur Karl Helgason, núverandi bisk- upsritari, en við spjöllum enn í dag þegar við hittumst. Segir mikið um þennan sómamann og hvaða áhrif hann hafði á okkur ferming- arsystkinin,“ segir útvarpsmaður- inn Rúnar Róbertsson um ferming- una sína. „Fermingarveislan var haldin heima og ættingjum og vinafólki boðið, eins og venja er. Ég man nú eftir nokkrum þeirra gjafa sem ég fékk þá, til að mynda stereó-græj- ur frá foreldrum og líka Íslenska Orðabók sem ég fékk frá vinafólki, þeim Kristínu Kjartansdóttur og Sigurði Þór Sigurðssyni. Þau höfðu fengið nunnurnar í Hafnarfirði til að skrautskrifa nafn mitt í bókina ásamt fallegum texta. Ég man að á þeim tíma var þetta bara ein af gjöfunum, en hún hefur fylgt mér síðan og maður kann betur að meta svona gjafir í dag. Ég tímdi til að mynda aldrei að nota hana í námi og það er gaman að eiga eitthvað svona sem fylgir manni í gegnum lífið,“ útskýrir Rúnar. „Ég notaði peningana sem ég fékk í fermingargjöf í ferð til Bandaríkjanna en þar bjó föður- systir mín og maðurinn hennar sem var við nám. Sú ferð gleymist seint og sérstaklega það sem ekki var gert eins og til að mynda að fara á tónleika með Queen í New York, en ég var og er mikill Queen aðdáandi. Ég frétti af þeim dag- inn eftir að þeim lauk enda ekkert internet til að fá fréttir þá,“ segir Rúnar og brosir. -ag Heldur upp á áritaða íslenska orðabók Rúnar á enn íslenska orðabók sem nunnurnar í Karmel klaustrinu í Hafna- firði árituðu fyrir hann. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Davíð Þór segist mundi leita í Lúkasarguðspjall eftir ritningarorðunum: Dæmið ekki og þér munið eigi verða dæmd. TIL FERMINGAGJAFA FERÐATÖSKUR - ÍÞRÓTTATÖSKUR BEAUTYBOX - BAKPOKAR SEÐLAVESKI - TÖLVUTÖSKUR TÖLVUBAKPOKAR Ferðataska 7.800.- kr Beautybox 4.600.-kr Ferðataska 7.200.- kr Handtaska 2.600.-kr Tölvubakpoki 4.800.- kr ● STAÐFESTING Á SKÍRNINNI Ferming þýðir staðfesting. Þá staðfestir barnið skuldbindingu foreldra og guðfeðgina í skírnarathöfninni; fer með trúarjátningu, vinnur fermingarheit og þiggur fyrir- bæn og blessun. Fermt er við messu. Til þess að öðl- ast rétt til að mega fermast stundar fermingarbarn- ið fermingarfræðslu. Barn má vera til altaris með for- eldrum sínum frá unga aldri, en reglan er sú að við fermingu eða -fræðslu neyti barn fyrst kvöldmáltíðar- sakramentisins. FRÉTTA BLA Ð IÐ /A N TO N

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.