Fréttablaðið - 26.02.2009, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 26.02.2009, Blaðsíða 50
26 26. febrúar 2009 FIMMTUDAGUR Líklega hafa höfundarnir sem settu saman brandarasafnið Fúlar á móti, þær Jenny og Judith, kallað saman í sjónvarpsþættina Grum- py Old Women áberandi konur af 68-kynslóðinni úr suðurhluta Eng- lands undir einhvers konar merki femínisma, öldruð andlit kvenna vantaði í sjónvarp þar í landi, sjón- armið þeirra heyrðust ekki. Joan Bakewell, ein virtasta sjónvarps- stjarna Breta til margra ára, sagði í viðtali við Telegraph fyrir hálf- um mánuði að konur yfir miðjum aldri ættu ekki sjens í sjónvarps- vinnu, þó svo þær væru stærsti hluti sjónvarpsneytenda. Sömu helgi birtust ritdómar í breskum blöðum um nýja bók Susie Orbach, Bodies, þar sem hún tekur upp þráðinn frá Fat is a feminist issue. Víða um lönd hafa konur af eldri kynslóð femínista lagt sig eftir rannsóknum um kvenlíkamann og hvernig hann er birtur í menning- unni á okkar tímum. Þetta var samhengi heimsókn- ar norður á Akureyri þar sem boðið var upp á skemmtikvöld, Fúlar á móti er brandarasafn um konur komnar yfir miðjan aldur. Þar var tæpt á ýmsum fyndnum hliðum, sumum afgömlum, til að mynda tengdamömmubröndurum og mömmubröndurum, aðeins á dætrabröndurum og barnabarna- , engin fyndi var viðhöfð um syst- ur, samstarfskonur á vinnustað, ekki spaugað með líkamsræktina, þvagleka, legsig, brjóstakrabba eða brjóstastækkanir. Þetta var semsagt lítil sneið af kökunni. Tabúin ekki snert heldur tiplað á gömlum slóðum. Sýningin er helst til langt árshátíðarprógram. Nú má ekki skilja orð mín svo að þetta hafi verið leiðinleg kvöld- stund. Margt var ári fyndið, sumt rosalega fyndið. En er verk af þessu tagi eitthvað sem rétt er að styrkja með almannafé ríkis og bæjar? Sýningin veitir manni tækifæri til að meta þessar þrjár leikkonur: kostir þeirra og gallar verða aug- ljósir í svona sýningu: allar hafa sterka tilfinningu fyrir tilsvari, kunna að láta línuna falla. Björk hefur fínan takt í hreyfingum sem Edda hefur ekki. Hér mátti sjá alla ósiði þeirra Eddu og Helgu Brögu í grettum og líkamsbeitingu, rétt eins og hæfileikar þeirra nutu sín vel í flutningi gamanefnis: Helga er sú þeirra þriggja sem ræður við mesta breidd. Björk er enn óskrifað blað, hefur aldrei feng- ið almennilegt næði til að sýna sig sem þjálfaða skapgerðarleik- konu sem mig grunar að hún sé. Edda gafst upp á því fyrir löngu að leika alvarleg hlutverk, læsti sig inn í gríninu og henti lyklinum út um gluggann. Synd en svona getur markaðurinn íslenski leikið talenterað fólk. Ég nenni ekki að fara í debattinn um að kómedía sé erfiðari en drama – hér voru ein- faldlega þrjár leikkonur sem eiga skilið að njóta sín í breidd sinni en ekki aðeins á öðrum vængnum. Sökum þess hvað efnið er ein- tóna og einnota frá hendi höfunda og þýðanda, hvað það stafar af því hugleysinu að takast á við kven- leg efni af ærlegheitum og æðru- leysi verður kvöldstundin löng. Skemmtunin dettur niður, brand- arar hætta að virka á löngum köfl- um, þótt allltaf sé einhver í salnum grenjandi af hlátri. Það er jú lausn í hlátrinum, þess vegna er hann hollur. En það sat ekkert eftir, eng- inn var styggður, engum ofboðið, engin mörk færð til. Þetta var aft- urhaldssamt leikhús í hugmynda- fræði, íhaldssamt í gamanefnum. Sviðsetning leikhússtjórans var harla lítið spennandi og má raunar enn ítreka það að listrænir stjórn- endur leikhúsa eiga að halda sig frá leikstjórn sem þeim hefur lengi gengið afar illa hér á landi. Ekki er að efa að þessi sýning gengur vel og verður transport- eruð til Reykjavíkur eða Hafnar- fjarðar þar sem leikkonurnar eiga heima. Hún skilar örugglega vel í kassann fyrir LA en félagið verð- ur að skoða til hvers það er. Styrk- ir til opinberrar leikstarfsemi eru hugsaðir til annars en þetta djóka- safn. Og konurnar sem að þessu standa ættu að spyrja sjálfar sig hvort þessi sýning sé það metn- aðarfyllsta sem þær geta gert í baráttu fyrir hag kvenna yfirleitt sem barist er fyrir um heim allan – líka með gamansemi. En líklega er þeim bara fjandans sama. Páll Baldvin Baldvinsson Þátttaka kvenna er djók LEIKLIST Fúlar á móti í ham: Björk, Edda og Helga Braga. MYND LA/GRÍMUR BJARNASON LEIKLIST Fúlar á móti efir Jenny Eclair og Judith Holder. Leikfélag Akureyrar Þýðing: Gísli Rúnar Jónsson. Leikmynd: Þórarinn Blöndal. Búningar: Rannveig Eva Karlsdóttir. Dansar: Sigyn Blöndal. Leikstjóri: María Sigurðardóttir. ★★★ Græskulaust gaman en langdregið á köflum. Minningarsjóður Astrid Lind- gren sem stofnaður var fyrir fáum árum er stærsti verðlauna- sjóður sem veitir höfundum barnabóka viðurkenningar með gildum verðlaunum. Verðlaunin nema fimm milljónum sænskra króna, eða nær 65 milljónir íslenskra króna. Verðlaunin geta fallið einum eða fleiri höfund- um í vil, bæði sagnaskáldum og myndlistarmönnum, sagnameist- urum og öðrum þeim sem stuðla að auknum lestri barna. Minning- arsjóðurinn er í höndum sænska Listaráðsins. Nú eru birtir listar yfir þá listamenn sem tilnefnd- ir eru vegna verðlaunaveiting- ar hinn 24. mars næstkomandi. Guðrún Helgadóttir rithöfundur er tilnefnd fyrir Íslands hönd en alls eru tilnefningar 153 aðilar frá 60 löndum. Meðal fyrri verð- launahafa eru Maurice Sendak (2003), teiknari frá Bandaríkjun- um, Christine Nöstlinger (2003), austurrískur barnabókahöfundur, og Philip Pullman (2005), breski sagnameistarinn. Tilkynnt verð- ur um verðlaunahafann í Vimm- erby, fæðingarbæ Lindgren, en tilkynningunni verður lýst á barnabókastefnunni í Bolognia þar sem yfir átta hundruð útgef- endur, höfundar og blaðamenn verða saman komnir. - pbb Guðrún tilnefnd BÓKMENNTIR Guðrún Helgadóttir er tilnefnd til verðlauna Astrid Lindgren sem veitt verða í mars. Á föstudag hefst vestur í Grundarfirði öðru sinni alþjóðleg stuttmyndahátíð. „The Northern Wave Int- ernational Film Festival“ stendur yfir frá föstudeg- inum 27. febrúar til sunnu- dagsins 1. mars. Að baki hátíðahaldinu og nafn- giftinni er vilji aðstandenda að endurheimta viðurkenningu á kvikmyndagerðinni sem list- grein og kvikmyndagerðarmönn- um sem listamönnum. Einnig að koma á tengslum milli íslenskra og erlendra kvikmyndagerðar- manna, þeirra sem eru að byrja að koma sér áfram og hinna sem meiri reynslu hafa. Hátíðinni er skipt í tvo flokka stuttmynda og tónlistarmynd- banda en engin alþjóðleg kvik- myndahátíð á Íslandi hefur hleypt að tónlistarmyndbönd- um í dagskrá sína til þessa. Eru hljómsveitir hvattar til að koma og styðja sitt band með tónleikum meðan á hátíðinni stendur. Þetta er gert til þess að tónlistarfólk komist í tengsl við kvikmynda- gerðarmenn og öfugt, upp á fram- tíðarsamstarf. Þá er tilgangur hátíðahaldsins að skapa atvinnu, auka ferðamannastrauminn og lýsa upp sólarleysið á veturna. Hátíðin var haldin í fyrsta skiptið í fyrra, 2008, og var stór- kostlega vel tekið bæði af Grund- firðingum og nágrönnum sem og útlendingum sem sóttu hátíð- ina heim. Frítt er inn á alla við- burði nema tónleikana og gleð- skap á laugardag. Hátíðin hefst kl. 17 á föstudag en kl. 18 er dag- skrá alþjóðlegra stuttmynda. Um kvöldið er sýnd mynd Ásdís- ar Sifjar Gunnarsdóttur og Ingi- bjargar Magnadóttur, Háveru- leiki. Um kvöldið eru tónleikar. Á laugardegi eru teiknimynd- ir, hreyfimyndir, gamanmynd- ir og sérviskumyndir á dagskrá kl. 13, en kl. 17 er fyrirlestur Bertrand Mandico leikstjóra og kl. 18 tónlistarmyndbönd og til- raunakenndar myndir og kl. 23 er aftur gleðskapur. Á sunnu- dag eru íslenskar stuttmyndir sýndar kl. 14 en kl. 16 er verð- launaafhending og endursýn- ing á verðlaunamyndum. Sýn- ingar og fyrirlestrar verða í Samkomuhúsi Grundar- fjarðar nema annað sé tekið fram. Northern Wave- hátíðin er sköpunarverk Daggar Mósesdóttur kvikmyndagerðar- manns en hátíð- in er skipulögð í samvinnu við Grundarfjarðar- bæ. Hátíðin nýtur einnig starfs- krafta, hugsjónar og stuðnings spænska kvikmyndagerðar- mannsins Pedro Vila Taboas og spænska framleiðandans Judith Hernandez Cortes. Vefur hennar með öllum upp- lýsingum er www. northernwave- festival.com. pbb@frettablaðið.is Alþjóðahátíð í Grundarfirði KVIKMYNDIR Dögg Mósesdótt- ir, kvikmynda- gerðarkona og forstöðukona kvikmyndahátíð- ar í Grundarfirði. Hart í bak Þrettándakvöld Skoppa og Skrítla í söng-leik Heiður Kardemommubærinn ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Sími 551 1200 / midasala@leikhusid.is / www.leikhusid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.