Tíminn - 03.01.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 03.01.1990, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 3. janúar 1990 Tíminn 3 Reglugerð um stjórn botnfiskveiða fela í sér umtalsverðan aflasamdrátt: Framleiðsla sjávarafurða dregst saman um 3% 1990 Sjávarútvegsráðuneytíð hefur gefíð út þrjár reglugerðir um stjórn fískveiða á þessu ári. Reglugerðir þessar eru um stjórn botnfískveiða, um veiðar á úthafsrækju og um veiðar smábáta. Reglur þessar eru í öllum megin atriðum þær sömu og giltu á árinu 1989, nema hvað dregið verður úr heildarbotn- fískaflanum. Gert er ráð fyrir að heildarþorskaflinn á árinu 1990 geti orðið um það bil 300 þúsund lestir, en til samanburðar má geta þess yfir árið 1989 er líklegt að heildarþorskaflinn hafí verið um 330 til 340 þúsund tonn. Þjóðhagsstofnun telur að vegna fyrirsjáanlegs minni afla á þessu ári þá muni framleiðsla sjávar- afurða dragast saman um 3%. Þær viðmiðunartölur sem gengið er út frá við úthlutun aflaheimilda til botnfiskveiða á árinu 1990 eru þær helstar að veiddar verði 260 þúsund lestir af þorski, 65 þúsund lestir af ýsu, 90 þúsund lestir af ufsa, 80 þúsund lestir af karfa og 30 þúsund lestir af grálúðu. Afli samkvæmt ofangreindu miðast við óslægðan fisk með haus. Vegna ákvæða í reglugerðinni um veiðiheimildir sóknarmarksskipa, reglna um til- færslu milli fisktegunda, flutning milli ára og ákvæða um afla smábáta, gæti heildarþorskafli á árinu 1990 orðið um það bil 300 þúsund lestir og heildargrálúðuaflinn um það bil 45 þúsund lestir. Eins og árið 1988 hefur verið veitt nokkuð af aflaheim- ildum ársins 1990, en reglurnar gefa heimild til að nota 5% fyrirfram af aflaheimildum næsta árs á eftir og geyma 10% milli ára. í samræmi við minnkandi veiði- heimildir þessa árs fækkar sóknar- marksdögum sóknarmarksskipa. Sem dæmi má nefna að sóknar- marksdögum togara fækkar um 15, úr 245 dögum eins og var 1989, í 230 daga 1990. Sóknarmarksdögum báta fækkar um 15 hjá þeim sem flesta sóknarmarksdaga höfðu, en um færri daga hjá öðrum. í sjávarútvegsráðuneytinu er nú unnið að því að senda út valbréf til útgerðaraðila hvort valið er sóknar- eða aflamark. Mönnum er gefinn 10 til 15 daga frestur til að velja um hvora leiðina þeir vilja fara. Afla- skýrslur allra eiga að vera komnar inn fyrir 12. janúar nk. til að hægt verði að gefa út veiðileyfisbréf fyrir árið 1990 um mánaðamótin janúar- febrúar. Samkvæmt reglugerð um veiðar á úthafsrækju fyrir 1990 er heimilt að veiða 23 þúsund lestir, sem er sami kvóti og í fyrra, svo og 90 þúsund lestir af þorski. Þjóðhagsstofnun hefur reiknað áhrif þessa minnkandi afla á þjóðar- búið, en vegna minni afla er fyrirsjá- anlegt að framleiðsla sjávarafurða muni minnka á þessu ári og er miðað við að framleiðslan dragist saman um 3%. Hins vegar vekur Þjóðhags- stofnun athygli á þeirri óvissu sem ríkir um fiskaflann vegna tregrar loðnuveiði á fyrri hluta vertíðarinn- ar. Til samanburðar má geta þess að á árinu 1989 var við úthlutun afla- heimilda miðað við að þorskaflinn yrði 285 þúsund lestir, ýsuafli 65 þúsund lestir, þ.e. sama og fyrir árið 1990, að heimilt yrði að veiða 80 þúsund lestir af ufsa, í stað 90 árið 1990, að heimilt yrði að veiða 77 þúsund lestir af karfa, en 80 þúsund lestir 1990 og 30 þúsund lestir af grálúðu, þ.e. sama og á þessu ári. Grálúðuaflinn á nýliðnu ári fór hins vegar upp í um 60 þúsund lestir vegna heimilda til tilfærslu milli tegunda. Verð á grálúðu var hag- stætt og menn breyttu þorskinum mikið yfir í grálúðu. Með breyting- um nú voru grálúðumörk sóknar- skipa lækkuð nokkuð og leiðrétt hefur verið verðmætaviðmiðun milli þorsks og grálúðu. Það verður til þess að hvert tonn af grálúðu verður dýrara í þorskígildum reiknað árið 1990 en það var 1989, þannig að gert er ráð fyrir því að grálúðuaflinn sem fór upp í 60 þúsund lestir 1989 ætti að fara niður undir 45 þúsund lestir. Hvað ýsu, ufsa og karfa varðar, þá stefnir í að heildarafli þeirra tegunda verði nokkru undir því sem heimilt var að veiða árið 1989, að karfa undanskildum. -ABÓ STAÐGREÐSLA 1990 SKATTHLUTMLL OG PERSÓNUAFSLÁTTUR ÁRÐ1990 Breyting á almennu skatthlutfalli og persónuafslætti hefur ekki í för með sér að ný skattkort verði gefin út til þeirra sem þegar hafa fengið skattkort. Launagreiðanda ber hins vegar að nota ofangreint skatthlutfall og upphæð persónuafsláttar ? við útreikning staðgreiðslu. I Veita skal launamanni persónuafslátt í samræmi við það hlutfall persónuafsláttar sem fram kemur á skattkorti hans. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.