Tíminn - 03.01.1990, Blaðsíða 9

Tíminn - 03.01.1990, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 3. janúar 1990 Tíminn 9 Við íslendingar teljum okk- ur enga óvini eiga. Við höfum lengi átt góð samskipti við þjóðir Austur-Evrópu. Við bjóðum þær velkomnar til sam- starfs um það mikla verk að bæta heiminn og mannlífið. Eftir áratuga einangrun og einræði eiga þjóðir Austur- Evrópu langa og erfiða leið fyrir höndum efnahagslega. Við íslendingar munum rétta hjálparhönd, þótt í smáum stíl verði. Til mikils er að vinna. Aðeins á jafnræðisgrundvelli verður samstarfið traust. í þeim efnahagserfiðleikum sem við íslendingar höfum átt við að stríða undanfarin tvö ár, hefur svartsýni náð nokkrum tökum á mönnum. Þegar á heildina er litið eru þessar þrautir nú þó smámunir hjá því sem íslenska þjóðin hefur oft orðið að þola. Ég nefni sem dæmi kreppuna fyrir heims- styrjöldina síðustu. Sá er og munur á að nú eru erfiðleikarn- ir heimatilbúnir, en þá var kreppan af annarra völdum. Margt annað er ólíkt með þess- um tveimur tímabilum. Þá var þjóðin fátæk. Þá var hjá fjöldanum lífsbaráttan sú að eiga í sig og á. Nú er þjóðin rík. Nú þyrfti enginn að þola skort. Ef svo er, er það reyndar ríkri þjóð til skammar. Nú er svonefnt lífs- kjarakapphlaup komið í stað lífsbaráttunnar. Mikið vill meira í veraldlegum efnum. Eins og oft vill verða, þegar sótt er meira af kappi en forsjá, gleymist það sem nær okkur stendur, mannlífið sjálft. Hin svonefndu bættu lífskjör mæla ekki aðstoðina við þá sem undir högg eiga að sækja í lífsbaráttunni, eða uppeldi barna og unglinga, sem eiga að erfa landið, eða aðbúnað aidr- aðra, sem hafa skapað það, sem við í dag byggjum á. Allt er slíkt þó stór hluti af góðu mannlífi. Lífskjörin þessi mæla heldur ekki fjölmargt, sem við eigum umfram aðrar þjóðir. Til dæm- is mælast ekki þau lífsgæði sem í því felast að geta skotist á fáum mínútum út í fagra nátt- úruna með fjölskyldu og vinum, eða einn, og notið kyrrðarinnar, eða í faðm fjall- anna, eða í heitar laugarnar. Og slíkt er öllum frjálst. Hér eru þetta ekki sérréttindi þeirra sem ríkir eru. Við eigum landið öll. Fáar þjóðir geta af slíkum auði státað. Þegar landamærin opnast og þjóðirnar nálgast, munu marg- ir leita lífsbjargar erlendis. Við því er ekkert að segja. Við fögnum með hverjum þeim sem vel farnast og teljum ís- land eiga þar Hauk í Horni. Á okkur, sem heima verðum, hvílir hins vegar sú ábyrgð að byggja landið vel. I öðru íslandsljóði, sem Guðmundur Ingi Kristjánsson orti og flutti á Hrafnseyri 17. júní 1944, segir skáldið: „/ hillingum bíður ísland enn með ögur og núp og sand. Það leggur með draum og sögn í senn á sál þína tryggðaband. -Ognúerþað vort að vera menn og verðskulda þetta land. “ Ég þakka ísiendingum öllum það ár sem er að líða. Ég óska öllum góðs gengis á því nýja. Ég bið Guð að blessa ís- lenska þjóð. Megi hann veita okkur styrk til þess að „verð- skulda þetta land.“ RÆDA STEINGRÍMS má að þau sameinist í þessu tvennu. Mér hefur virst sem sumir telji að samningar við Evrópu- bandalagið leysi allan vanda. Það er mikill misskilningur. Þá mun sem aldrei fyrr reynast rétt að „hver er sinnar gæfu smiður“. Þá geta mistökin orð- ið örlagarík. Minnumst þess sem skáldið segir „Trúðu á sjálfs þíns hönd, en undur eigi“- Ég treysti íslensku þjóðinni til að standast það próf, en legg á það áherslu að til þess verður sérhver íslendingur að gera sér grein fyrir því sem framundan er og vera ætíð vel á verði. í þeim opna heimi sem virð- ist á næsta leyti verða hætturn- ar margar á vegi smáþjóðar. Hún getur sem hægast horfið í mannhafið. Mér hefur orðið tíðrætt um heilbrigt efnahagslíf, fyrst og fremst vegna þess, að á því sviði eru erfiðleikar okkar þessa stundina og án þess mun annað duga skammt. En stað- reyndin er að fleira þarf ef duga skal. Styrkur smáþjóðar felst í hennar arfi, sögunni og tung- unni, í þeirri sterku ímynd sem kynslóðirnar hafa skapað. Þjóðin þarf að hafa þann metn- að til að bera, sem gerir henni kleift að standast strauminn harðan. Því mætti eins snúa dæminu við og segja: Án þess styrks sem sjálfstæðið krefst mun heilbrigt efnahagslíf duga skammt. Nýlega sá ég í erlendu tíma- riti varpað fram þeirri spurn- ingu, hvort dagar smáríkjanna væru liðnir. Höfundur greinar- innar komst að þeirri niður- stöðu, að svo væri ekki. Ég er honum sammála. Á fyrri öldum og jafnvel fyrir fáum áratugum voru smáríkin fótum troðin. Rödd þeirra heyrðist ekki. Þetta er gjörbreytt. Þátttaka í ýmsum alþjóðieg- um stofnunum, þar sem at- kvæði vega jafnt, og á smáríkin er því hlustað, hefur gjörbreytt stöðu þeirra. Nútíma fjöl- miðlatækni hefur ekki gert það síður. Nú berast fréttir á svip- stundu um heim allan af öllu sem gerist. Við íslendingar hefðum ekki unnið þorskastríðin, svo- nefndu, nema vegna þess að kall okkar heyrðist og málstað- ur okkar hlaut skilning þjóða heims. Þessum gjörbreyttu aðstæð- um smáríkjanna fylgja einnig skyldur. Nú geta þau beitt áhrifum sínum til þess að koma góðu til leiðar, og þeim ber skylda til að gera það. Sá tími er liðinn, að okkur varði lítið um það sem gerist erlendis. Við lifum í minnkandi heimi. Flest sem gerist á einum stað hefur áhrif á heildina. Við íslendingar höfum á stundum virst hikandi við að beita okkur af krafti á alþjóð- legum vettvangi. Þó eru ánægjulegar undantekningar. Við gengum ötullega fram í því að fá gerðan alþjóðasátt- mála um hafið og það tókst. Á síðustu árum höfum við hvatt til afvopnunar og betri sambúðar í heiminum. Sér- staklega höfum við lagt áherslu á afvopnun á höfunum. Sú krafa nýtur vaxandi stuðnings. Ég er sannfærður um að vopna- Aldrei kemur til mála að íslendingar afsali sér sjálfsákvörðunarrétti sínum til að ráða eigin auðlindum til lands og sjávar. búnaður á höfunum verður fljótlega á dagskrá leiðtoga stórveldanna. Það er mikill misskilningur að við íslendingar séum með kröfu um takmörkun kjarn- orkuflotans að bregðast sam- starfslöndum okkar. Við erum ekki einir um þá skoðun að nauðsynlegt sé að draga úr kjarnorkuvopnabúnaði skipa og kafbáta, bæði til þess að forða hafinu frá kjarnorku- mengun og draga úr hættu á ófriði. Ýmsir sérfróðir menn hafa lýst sömu skoðun. En segja má að hafið sé okkar heimur og því beri okkur skylda til að standa um það vörð. Að sjálfsögðu fögnum við þeirri þýðu, sem nú er orðin á milli Áusturs og Vesturs og stöðugt eykst. En hún verður að ná til hafsins. Við höfum einnig lagt til að gerður verði alþjóðlegur sátt- máli um verndun umhverfisins. Við íslendingar búum við hreinna umhverfi en flestar aðrar þjóðir. Þvi veldur fjar- lægðin frá hinum þéttbyggðu og mjög iðnvæddu svæðum heimsins. Við eigum þó einnig við umhverfisvandamál að stríða. Ef svo heldur fram sem horfir um eyðingu andrúms- loftsins, förum við ekki var- hluta af því. Mengun hafsins berst hingað fyrr eða síðar og gæti lagt íslenskt efnahagsiíf í rúst. Ekki þýðir heldur að loka augunum fyrir því að mengun fer vaxandi hér á landi. Því veldur m.a. mikill fjöldi bif- reiða og ýmis konar iðnaður. Gróðureyðingin er þó tvímæla- laust alvarlegasta umhverf- isvandamál okkar íslendinga. Þeirri þróun verður að snúa við. Umhverfismálin hafa verið til umræðu á Alþingi ímeira en áratug. Gera verður ráð fyrir að skipulag þeirra mála ráðist þar nú í vetur. Um það sýnist sitt hverjum, sem von er, þegar um svo viðamikið mál er að ræða. Það er einlæg von mín að um umhverfismálin megi nást þjóðarsátt. Þá getum við beitt okkur á alþjóðavettvangi af fullum krafti gegn þessu sjálfskaparvíti mannsins, eyð- ingu umhverfisins, í raun eigin tortímingu. Færa má rök fyrir því að smáþjóðirnar eigi mikilvægu hlutverki að gegna. Þær ala ekki með sér drauma um land- vinninga eða heimsyfirráð. Þær eiga sína framtíð undir því að friður haldist. Smáþjóðirnar geta verið eins konar samviska heimsins. Til þess þarf þó í þeim að heyrast. Við íslendingar höfum sýnt að þrátt fyrir smæð getum við komið ýmsu góðu til leiðar. Við skulum halda því áfram og við skulum hiklaust gagnrýna það sem rangt er gert, jafnvel þótt stórveldi eigi í hlut. Á því ári sem er að líða hafa miklar og róttækar breytingar orðið í Evrópu. Sú þjóðskipan sem varð eftir heimsstyrjöldina hefur hrunið á örfáum vikum; múrinn hefur verið rofinn og girðingarfjarlægðar. Einræðis- herrum og spilltum valds- mönnum hefur verið vikið úr sæti en lýðræði innleitt. Þegar hið átakanlega blóð- bað í Rúmeníu er undanskilið, hefur þessi bylting orðið með friðsamlegum hætti og án er- lendra afskipta. Það er afar mikilvægt og boðar í raun að kalda stríðinu er lokið. Vænt- anlega verður það staðfest í Vín í sumar með samkomulagi um takmörkun á hefðbundn- um herafla og vopnabúnaði í Evrópu. Það erfiða ástand, sem ríkti og ríkir enn víða um heim, á fyrst og fremst rætur að rekja til tortryggni manna í millum. Stöðugt öflugri vopn eru fram- leidd til varnar og árása á ímyndaðan óvin. Svarið við tortryggninni er að skapa traust á milli þjóða. Það verður best gert með auknum kynnum. Að því verður stuðl- að með frelsi til ferða og já- kvæðri umfjöllun fjölmiðla sem flesta múra klífa.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.