Tíminn - 03.01.1990, Blaðsíða 5

Tíminn - 03.01.1990, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 3. janúar 1990 Tíminn 5 Storbruni i Krossanesverksmiðjunni a Akureyri. Geir Zöega framkvæmdastjori segir: Reykjavíkurborg hefurgert tilboð í jörðina Vatnsenda: Geir Zöega framkvæmda- stjóri Krossanesverksmiðj- unnar segir að bruninn sem varð í verksmiðjunni aðfara- nótt gamlársdags, sé ekki dauðadómur yfir verksmiðj- unni. Hann sagði að farið yrði í gang aftur og ekki sé búið að útiloka þann mögu- leika að ná í skottið á þessari vertíð með bráðabirgðarvið- gerð. Geir sagði að nú væri unnið að því að koma á Ijósum í húsinu til að átta sig betur á skemmdum og hita til að varna frostskemmdum. Þegar búið verður að meta tjón og Ijúka rannsóknar- störfum verður ráðist í bráða- birgðarviðgerðir. Tjónið á Krossanesverksmiðjunni er mikið. Verksmiðjuhúsið er stór- skemmt og öll klæðning ónýt. Mikið af tækjum er ónýt m.a. eyðilagðist tölvustýrikerfi verksmiðjunnar. Eitthvað af tækjum mun þó hafa sloppið, en mat á tjóninu liggur enn ekki fyrir. Ljóst er að það nemur tugum ef ekki hundruðum milljóna króna. Eignir verksmiðjunnar voru vel tryggðar og auk þess hafði verk- smiðjan rekstrartryggingu og sagði Geir Zöega að nú væri verið að skoða að hve miklu leyti hún gæti komið til hjálpar. Að sögn Daníels Snorrasonar rannsóknarlögreglumanns á Akur- eyri var eldsins vart um hálf fimm leytið aðfaranótt gamlársdags og var slökkvistarf að mestu lokið um níu um morguninn. Rannsókn á elds- upptökum stendur enn yfir og ekkert hægt að fullyrða, en athyglin beinist öðru fremur að olíubrennara í miðju verksmiðjuhúsinu. Olíubrennarinn gekk allan sólarhringinn hvort sem verið var að vinna í húsinu eða ekki. Daníel sagði að áfram yrði unnið að rannsókn málsins m.a. yrði olíu- brennarinn sendur til framleiðanda til frekari skoðunar. Miklar endurbætur hafa verið gerðar á verksmiðjunni á síðustu þremur árum og var hún nánast orðin eins og ný þegar þetta reiðar- slag gekk yfir. Krossanesverksmiðj- an átti formlega að verða að hlutafé- lagi nú um áramótin. Hún átti að stærstum hluta að vera áfram í eigu Akureyrarbæjar en að auki ætluðu fjórir einstaklingar að kaupa hlut í verksmiðjunni. Hvort bruninn breytir einhverju um hlutafélags- stofnunina kemur í Ijós á stjórnar- fundi næst komandi föstudag. -HIÁ Vatnsendi góð viðbót Jörðin Vatnsendi kom við sögu þegar lífi Stöðvar 2 var bjargað á gamlársdag, en hún var sett að veði fyrir 150 milljón krónum sem fyrri aðaleigendum stöðvarinnar, þeim Jóni Óttari Ragnarssyni, HansKrist- jáni Ámasyni og Ólafi H. Jónssyni ber samkvæmt samkomulagi þeirra og Verslunarbankans að útvega sem hlutafé í Stöð 2. Það er mágur Ólafs H. Jónssonar, Magnús Hjaltested sem er eigandi og ábúandi Vatnsenda. Reykjavíkurborg hefur gert form- legt tilboð í jörðina að Vatnsenda að upphæð 150-200 milljónir króna. Reykjavíkurborg hefur um all- langt skeið haft augastað á Vatns- endalandi bæði með tilliti til hugsan- legrar byggðar þar en einnig í tengsl- um við fyrirhugaðan ofanbyggðar- veg og hafa farið fram viðræður milli borgaryfirvalda og Magnúsar Hjaltested um þessi mál um árabil. Hjörleifur Kvaran forstöðumaður laga- og stjórnsýlsudeildar borgar- innar hefur einkum annast viðræður við ábúanda Vatnsenda. Hann sagði í gær í viðtali við Rás 2 að Vatnsendi væri mjög heppilegt byggingarland og gæti orðið góð viðbót við Fella- og Seljahverfi og hluti væntanlegrar byggðar þar gæti tengst því ræsakerfi sem þegar er fyrir hendi. Gallinn er bara sá að Vatnsendi er í lögsagnarumdæmi Kópavogs og því hefur Kópavogur forkaupsrétt að jörðinni og getur gengið inn í tilboð Reykjavíkurborgar. Tilboð borgarinnar stendur til 5. þ.m. og í því er gert ráð fyrir lágri útborgun og að landið greiðist upp á löngum tíma. -sá Krossanesverksmiðjan er mikið skemmd eftir eldinn. Tímamynd: HIÁ Hjörtur verðlaunaður Hirti Pálssyni rithöfundi var á gamlaársdag veitt verðlaun úr Rit- höfundasjóði ríkisútvarpsins. Verðlaunaupphæðin nam 350 þús- undum króna. Þetta er í 35. skiptið sem fé var veitt úr sjóðnum og fyrsta skipti um nokkurra ára skeið sem ljóðskáld fékk þessi verðlaun. Hjörtur Pálsson er fæddur 1941. Foreldrar hans voru Páll Ólafsson og Hulda Guðnadóttir frá Akur- eyri. Hjörtur lauk kandídatsprófi í íslenskum fræðum frá Háskóla Is- lands árið 1972. Hann var blaða- maður um nokkurra ára skeið, en 1964 hóf hann störf hjá ríkisútvarp- inu og gegndi þar ýmsum störfum, var m.a. dagskrárstjóri um tíma. Síðustu ár hefur Hjörtur einkum fengist við ritstörf og þá einkum ljóðagerð. Eftir Hjört liggja ljóð, smásögur og þýðingar. Það var Jónas Kristjánsson for- maður Rithöfundasjóðs útvarpsins sem afhenti Hirti verðlaunaféð. -EÓ/Tímamynd: Pjetur Tilboö Landsbanka í hlutabréf Sambandsins í Samvinnubanka: Stjórnarfundur á föstudag Stjórn Sambands íslenskra sam- vinnufélaga mun koma saman næst- komandi föstudag. Á fundinum verður væntanlega tekin afstaða til tilboðs sem bankaráð Landsbankans gerði í 52% af hlutafé Samvinnu- bankans 29. desember síðast liðinn. Ekkert hefur verið látið opinbert um innihald kauptilboðsins en heyrst hefur að í því felist að Landsbankinn kaupi Samvinnubankann fyrir eitthvað lægra upphæð en áður var talað um. -EÓ 40% hækkun á laxi á árinu? Nú er gert ráð fyrir að á þessu ári hækki verð á laxi um 30-40%, en það þýðir um hundrað krónum hærra skilaverð á hvert kíló af útfluttum laxi héðan. Skýringar á þessari verð- hækkun er minni framleiðsla en gert hafði verið ráð fyrir, auk samræmdra aðgerða framleiðenda til að draga úr framboði á ferskum laxi. Laust fyrir jól var haldinn síma- fundur helstu framleiðenda á Atl- antshafslaxi, þ.e. Norðmanna, Skota, Hjaltlandseyinga, íra og ís- lendinga. Þar kynntu Norðmenn að- gerðir sínar til þess að koma á jafnvægi milli framboðs og eftir- spurnar á laxi. Þeir munu á næsta ári framleiða 120 þúsund tonn, í stað 160 þúsund tonna, eins og áætlað var, og munu norsku sölusamtökin FOS kaupa 40 tonn af framleiðend- um á lágmarksverði. Gert er ráð fyrir að þessi aðgerð kosti 1-1,5 milljarða norskra króna. Þá verða norskir útfytjendur að greiða sölu- samtökunum verð sem er fimm krónum hærra en gildandi lágmarks- verð, fyrir þann lax sem þeir óska eftir að flytja út. Þetta þýðir að verð á laxi hækkar strax um fimm krónur norskar, eða 15%. Um mitt síðasta ár gerðu Norð- menn ráð fyrir að framleiða um 150 þúsund tonn af laxi, en reyndin varð önnur og var framleiðsla síðasta árs einungis um 110 þúsund tonn. Skýringar þessa eru minni meðal- þyngd, meiri afföll og lélegri seiði. Sömu sögu er að segja af laxeldi í Kanada, vegna mikilla rekstrarerfið- leika í greininni þar mun áætlun þeirra um framleiðslu á 25-30 þús- und tonnum af laxi vera fallin niður í fimm til sex þúsund tonn árið 1990. Verð á ferskum laxi hefur farið stígandi að undanförnu. Á markaði í New York fengust í byrjun desem- ber 5,5 dollarar fyrir hvert kíló, en í lok mánaðarins hafði það stigið upp í 7,1 dollar á kílóið og er spáð að það fari enn hækkandi. -ÁG Arnarflug: Breytingar á yfirstjórn Skipulagsbreytingar hafa verið gerðar á yfirstjórn Arnarflugs. Kristinn Sigtryggsson, sem hing- að til hefur verið framkvæmda- stjóri Arnarflugs, mun á næstu þremur mánuðum sinna sérstök- um verkefnum í tengslum við fjárhagsvanda félagsins, endur- fjármögnun þess og framtíðar- skipulag. Á meðan verður fram- kvæmdastjórn í höndum þriggja manna, Gunnars Þorvaldssonar flugstjóra og fyrrum fram- kvæmdastjóra Arnarflugs, Magn- úsar Bjamasonar aðstoðarfram- kvæmdastjóra og Magnúsar Oddssonar svæðisstjóra. Gunnar er formaður stjómarinnar og dag- legur rekstur verður í höndum hans. -EÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.