Tíminn - 03.01.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 03.01.1990, Blaðsíða 6
6 Tíminn Miðvikudagur 3. janúar 1990 Tíminn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU 0G FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og _____Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson EggertSkúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Frá og með 1. ágúst hækkar: Mánaðaráskrift í kr. 1000,-, verð í lausasölu í 90,- kr. og 110,- kr. um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Hornsteinarfrelsisins Stjórnmálaforingjar hafa að venju ritað áramótahug- leiðingar, þar sem þeir virða fyrir sér atburði liðins árs, og meta stöðu almennra þjóðmála í árslok og horfur um þróunina á nýbyrjuðu ári. Forseti íslands flutti þjóðinni einnig áramótaboðskap sinn á nýársdag og kom víða við í máli sínu. Ekki er við að búast að yfirlitsgreinar eða ræður af þessu tilefni verði samhljóða um efni og túlkun, því að hér eiga fulltrúar andstæðra skoðana hlut að máli og líta misjöfnum augum á einstaka stjórnmálaatburði og þjóðmálaástandið í heild. Samanburður á áramóta- greinum stjórnmálaforingjanna ber því að sjálfsögðu ekki vitni að allir tali einum munni, sem hvorki er heldur það sem gera má ráð fyrir né telja verður æskilegt. Þvert á móti ætti fjölbreytni skoðananna og hinar frjálslegu umræður að minna þjóðina á það frelsi til orða og athafna sem hún býr við. Hvað sem deilum um landsmál líður og þeirri valdabaráttu sem stjórn- málastarfsemi hlýtur að hafa í för með sér, þá er ekki ágreiningur um að fjölhyggja lýðræðisins og þingræðis- skipulagið eru hornsteinar frelsisins. Gegn verðbólgu í grein sinni „Við áramót“, sem birt var sl. laugardag hér í blaðinu, gerði Steingrímur Hermannsson forsætis- ráðherra glögga grein fyrir þeim efnahagserfiðleikum sem þjóðin hefur verið að ganga í gegnum að undanförnu og þeim ráðstöfunum í efnahagsmálum sem ríkisvaldið hefur beitt sér fyrir síðustu 14-15 mánuði. Forsætisráðherra bendir á að þessar aðgerðir hafi skilað miklum árangri að því er varðar útflutningsfram- leiðsluna sem býr nú við allt aðra rekstrarafkomu en var fyrir einu ári. Ráðherrann telur almennar horfur í efnahagsmálum benda til þess að afkoman fari batnandi á þessu ári. Mikilvægustu þættir í því sambandi eru: Hagstæður vöruskiptajöfnuður og viðunandi raungengi íslensku krónunnar. Pá nefnir forsætisráðherra hinn augljósa vilja aðila vinnumarkaðarins til þess að gera samning um kaup og kjör sem ekki spenni bogann um of, heldur hafi sem markmið minnkandi verðbólgu, lækkun vaxta, atvinnu- öryggi og verndun kaupmáttar. Steingrímur Hermannsson dró ekki dul á að sam- dráttur í landsframleiðslu héldi áfram á árinu, en úr því myndi hagvöxtur aukast. Ekki er efamál að staða efnahagskerfisins er á viðkvæmu stigi og að árið 1990 er mikilvægt í þessu sambandi eins og forsætisráðherra leggur mikla áherslu á, þegar hann segir m.a. að þá muni koma í ljós hvort tekst að draga svo úr verðbólgu að hún verði svipuð og í samstarfs- og samkeppnislönd- um okkar. Undir þau orð hljóta allir að taka að íslendingum sé nauðsynlegt að einbeita sér að stöðugu verðlagi, minnkandi verðbólgu, því að hún er það átumein sem dregur mátt úr eðlilegri framleiðslu og rýrir kaupmátt almennra launa. Hvað sem öllum stjórnmálaágreiningi líður ættu áhrifaöfl þjóðfélagsins að gera alvöru úr þeim viljayfirlýsingum að ganga sameiginlega á hólm við verðbólgudrauginn. Á þann hátt gæti árið 1990 orðið tímamótaár í íslenskri efnahagsþróun svo að þess sæi lengi stað. GARRI Stöðin lifir Tekist hefur að leysa einhverja mestu fjölmiðlakrísu sem á okkur hefur dunið, síðan fjölmiðlun varð eitt helsta viðfangsefni íslendinga. Stöð tvö er talin skulda 1,2 milljarð króna þegar allt er talið, en eignir eru flestar fengnar með kaupleigu. Stöðin hefur ekki starfað lengi, og látið hefur verið af því að hún hefði tugmilljóna tekjur á hverjum mán- uði fyrir áskriftir. Hún hefur þvi eytt gott betur en 1,2 milljarði á stuttum lífstíma sínum við að skemmta áhorfendum, því erindi hennar er fyrst og fremst að flytja fólki skemmtiefni. Gamanið hefur því orðið dýrt. Að vísu kostar ágæt fréttastofa mikið fé og svo Jón Óttar sjónvarpsstjóri, sem flytur rabbþætti við karla og kerlingar svona eftir því sem kaupin gerast á eyrinni. Sérkennilegt var t.d. að fara að róta í fjölskyldualbúmi Jóns Sigurðssonar, ráðherra, dag- ana sem verið var að ræða ósk um ríkisábyrgð í ríkisstjórninni. Fjórar útgáfur af áramótaávörpum Dæmið um Stöð tvö gefur nokk- uð til kynna þá erfiðleika sem Ríkisútvarpið hefur löngum átt við að stríða og hafa þó ekki verið haldnir sérstakir fundir í ríkis- stjóminni til að ræða lánamál þeirrar stofnunar. Það er kannski vegna þess að ríkið á Ríkisútvarpið og hafði einkarétt á að svelta það áratugum saman með þeirrí skot- heldu röksemd að hækkun á af- notagjaldi þýddi hækkun á vísitölu. Nú hefur hagur Ríkisútvarpsins batnað nokkuð, en þá bregður svo við, eins og núna um jólin, að dagskráin var með versta móti. Einhver ballettþáttur var sýndur kvöld eftir kvöld og margt annað efni var svo grútleiðinlegt að áhorf- endur svitnuðu undir því. Besti þátturínn var um Thor Vilhjálms- son og hefðu margir ekki trúað því að óreyndu. Það liggur grunur á að Stöð tvö, sem var að fara á hausinn um áramótin hafi haft vinninginn hvað dagskrána snertir yfir hátíð- arnar, með Jóni Óttari og öllu saman, en hann var sagður hafa Jón Óttar Ragnarsson. samið fjögur áramótaávörp til að geta talað við hæfi eftir því sem úrslit réðust. Nú hefur Eignarhaldsfélag Verslunarbankans tekið við meirí- hluta í hlutfélaginu sem á Stöð tvö, og ráðinn hefur verið nýr fram- kvæmdastjórí. Jón Óttar, sá eyðslusami, heldur áfram að vera sjónvarpsstjórí um sinn, eða þang- að til fúndinn hefur verið annar af hinum nýjum eigendum. Þannig getum við haldið áfram að skemmta okkur fyrír milljarð eða svo á meðan Jón Óttar er á himni. Milljarðar til skemmtunar Það hefur ekki gerst áður að banki yrði svo menningarlega sinn- aður að tæki á sína eik þrjú til fjögur hundruð miUjónir gjald- fallnar hjá fyrírtæki sem á hvorki saltfisk eða verslun. Eignir Stöðvar tvö hljóta að vera stórlega ýktar, en ótrúlega há tala flaug fyrir í fréttum án þess dvalið væri við hana eða reynt að skýra í hverju eignirnar væru fólgnar. Eignir Stöðvar tvö eru fyrst og fremst tæki sem fengin hafa veríð með kaupleigusamningum og geta því ekki taUst í eigu stöðvarínnar. Húsnæði á hún ekkert, og varla nokkuð annað bitastætt nema leyfi til útsendingar. Jón Óttar sjálfur verður varla metinn til eignar, en bréfín hans hafa nú veríð lögð inn í Eignarhaldsfélagið, og eru kaup- endur sagðir VífilfeU, Hagkaup og Hekla. Þessi fyrírtæki koma því til með að axla ríflegan bróðurpart af 1,2 miUjarði, sem sóað hefur veríð til skemmtunar íslendingum. Mik- ið er nú gefið fyrir snúðinn. En hafa ber í huga að beiðni um ríkisábyrgð hafði jafnvel verið rædd í ríkisstjórn; þeirrí stofnun sem á liðnum tíma hefur ekki getað séð til þess að Ríkisútvarpið gengi sæmilega. Vinur bankavaldsins Vonandi hafa nýir eigendur vit á því að halda Jóni Óttari áfram sem sjónvarpsstjóra. Hann hefur þann ótvíræða kost að geta rekið sjón- varpsstöð sem skemmtir fólki en er ekki sífellt að benda á margvíslega fötlun 0,05% þjóðarínnar, sem þarfnast sífellt meiri hluta af dagskrá Ríkissjónvarpsins, eða þess hluta sem fer ekki í ballettsýn- ingar. Á þeim bæ starfar dag- skrárgerðarfólk, sem oft vinnur eins og það hafí ekki fengið starf við hæfi á Kópavogshælinu. Öðru máli gegnir um Stöð tvö. Það er aðeins Jón Óttar sem stöku sinnum hefur komið með einskonar fötlun- ardagskrá, og má það ekki minna vera, enda staðreynd að ekki má gleyma þeim þætti þjóðlífsins. Að öðru leyti er Stöð tvö hin hressasta. Og nú þegar bankavaldið hefur bjargað stöðinni fyrír hom og býst tU að mæta hálfum miUjarði í vaxtabyrði á árí, ætti því ekki að muna um að bjarga Jóni Óttari líka, mesta vaxtagreiðanda landsins. Það hafa ekki aðrír ein- staklingar stutt betur að vexti og viðgangi bankavaldsins en hann. Eignarhaldsfélag Verslunarbank- ans gerir vel í því að muna eftir sínum vini. Garri VÍTTOG BREITT Húsmóðir í Vesturbænum Húsmóðir í Vesturbænum hefur um langt skeið skrifað í Velvak- anda Moggans og fátt annað en sannleikskorn um kommúnista. Þegar Vesturbæjarhúsfreyjan læt- ur ljós sitt skína hefur til þessa ekki brugðist að Þjóðviljinn rýkur upp til handa og fóta og ræðst með óbótaskömmum á frúna fyrir að egna upp Rússagrýlu og að bera sjúklegt kommúnistahatur á borð fyrir blásaklausa lesendur Velvak- anda. En Vesturbæjarfrúin hefur ekki látið sér segjast og hefur í gegnum tíðina skrifað hug sinn til kommanna í lesendadálkinn og ekki alltaf verið orðvör. Stundum hefur Þjóðviljinn verið að bera þessi skrif upp á nafn- kennda áhugamenn um vestræna samvinnu, handbendi Pentagon og þar með föðurlandssvikara og stríðsæsingamenn hina mestu. En nú ber svo við að húsmóðirin í Vesturbænum er farin að skrifa í Þjóðviljann og kallar sig Ólaf Ragnar Grímsson og er titlaður formaður Alþýðubandalagsins í málgagninu. Gamalkunn efnistök Fyrirsögnin á áramótagreininni sver sig í ætt hugrenningar hús- móðurinnar í Vesturbænum þegar hún fer á kostum í Velvakanda: „Hrun kommúnismans - Sigur lýð- ræðisins." Og eldmóðurinn, efnistökin og hugðarefnin eru hin sömu hvort skrifað er í Velvakanda eða mál- gagn þjóðfrelsis: „Saga mannkyns- ins geymir fjölmargar frásagnir af kenningum sem reyndust ekki ann- að en villuljós og blekkingarvefur. Þeirra blómaskeið var stutt því veruleikinn sjálfur er miskunnar- laus gagnrýnandi. Hrun kommún- ismans í löndum Austur-Evrópu - frelsishreyfing fólksins sjálfs - hef- ur dæmt kenningar Leníns í úreld- ingardeild mannkynssögunnar og sett þær á hauginn með falshug- myndum fyrri alda.“ Við sama heygarðshom: „Kommúnisminn, framlag Leníns og Sovétríkjanna til hugmynda- sögu veraldarinnar, hefur beðið endanlegan ósigur.“ Síðan eru áratuga skrif Vestur- bæjarfrúarinnar í Velvakanda dregin saman í meitlaða málsgrein: „Kommúnistaflokkarnir sóttu til- verurétt sinn í kenninguna um úrvalssveit verkalýðsstéttarinnar. Alræði öreiganna var fest í sessi með einokun Flokksins á öllu valdi. Lýðræðislegar kosningar voru úr sögunni. Sjálfstæðum fjöl- dahreyfingum var útrýmt. Gagn- rýnendur voru ýmist hnepptir í fangelsi, settir í þrælabúðir eða teknir af iífi. Kommúnistaflokk- arnir breyttust á skömmum tíma í spillta yfirstétt. Flokksmennimir vom sviptir frjálsum vilja. Foringj- arnir urðu valdhafar flokksvilj- Þeir sem vita vildu Þar kemur að í hinum langa pistli húsmóður úr Vesturbænum, sem farið hefur blaðavillt, að bryddir á hugsun sem betur á heima í höfði Svarthöfða en Gló- kolli þeim sem allt bendir til að skrifað hafí undir títtnefndu dul- nefni eins duglegasta liðsmanns Velvakanda: „Gúlagið er löngu kunnugt þeim sem vildu vita.“ Vesturbæjarhúsfreyja er engu lakarí þegar skrifað er í Þjóðvilj- ann en Morgunblaðið og segir að Grýlan í austri sé ekki lengur gjaldgeng á umræðuvettvangi. Svona hörmulega hélt maður að ekki væri komið fyrir málgagni sósíalisma, eða hverju á svo sem að svara húsmóður úr Vesturbæn- um með öðru en að nudda henni upp úr ósannsögli um Rússagrýlu með tilheyrandi glósum um drott- insvik. Verst er ef Velvakandi hefur misst af góðum liðsmanni sem kann að segja kommunum til synd- anna því ekki er um of marga fína drætti að ræða þar. Hins vegar er óhætt að óska Þjóðviljanum til hamingju með að hafa fengið húsmóður úr Vestur- bænum til liðs við sig og að hún skuli ekki síður vera státin á síðum þess málgagns en Mogga og reka þar sams konar málflutning og gert hefur Velvakanda að stórveldi í fjölmiðlafárinu gegnum árin. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.