Tíminn - 03.01.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 03.01.1990, Blaðsíða 4
4 Tíminn Miðvikudagur 3. janúar 1990 FRÉTTAYFIRLIT MOSKVA - Einn maöur var drepinn og þrír særðir þegar Armenar réöust á Azera á langferðabfl í Nagorno-Kar- abakh. Lögreglumenn fylgdu langferöabílnum sem var á leið frá bænm Agdam til Susha, þar sem Azerar eru í miklum meirihluta. Bílinn þurfti að aka gegnum landssvæði byggt Armenum og gerðu her- skair Armenar Azerunum fyrir- sát. Hatur ríkir milli þessara kynþátta. Armenar vilja að Nagorno-Karabakh verði sam- einað Armeníu að nýju, en héraðið sem aðallega er byggt Armenum var sett undir stjorn Azerbaijan fyrir tæpum sjötíu árum. JERÚSALEM - Komið var í veg fyrir alvarlega stjórnar- kreppu í ísrael þegar Yitzhak Shamír forsætisráðherra sætt- ist á að reka ekki Ezer Weiz- mann vísindamálaráðherra landsins úr embætti vegna samkipta hans við leiðtoga PLO, gegn því að völd Weiz- manns yrðu takmörkuð. Weizmann hefur, með vitund flestra ráðherra ríkisstjórnar- innar, rætt við leiðtoga PLO, en slíkt er bannað með ísra- elskum lögum. Shamír rak hann úr rfkisstjórn hins hægri sinnaða Likudbandalags og Verkamannaflokksins á sunnudaginn vegna þessa. Weizmann er úr Verkamanna- flokknum en Shamír er leiðtogi Likudbandalagsins. VATÍKANIÐ - Vatíkanið hefur sent sérfræðing sinn í málefnum Rómönsku Ameríku til Panama til að reyna að finna lausn á þeirri stjórnmálakreppu sem dvöl Antonios Noriegas, fyrrum leiðtoga Panama, í sendiráði Vatikansins veldur. Endara forseti hefur farið fram á að Noriega verði framseldur. Vatíkanið hefur neitað að fram- selja Noriega til Bandaríkja- manna, en þeir hafa kallað hluta innrásarliðs síns heim. RABAT - Mengunarsér- fræðingar berjast nu af alefli gegn olíubrákinni úr íranska olísskipinu Khara 5, en olíubrákin stefnir að ströndum Marokkó og stefnir öllu lífríki þar í voða. Iranar segja að komið hafi verið í veg fyrir olíulekann. AUSTUR-BERLÍN Vaclav Havel hinn nýi forseti Tékkóslóvakíu sem er í heim- sókn í Austur-Þýskalandi sagði að nágrannaríkin þyrftu ekki að óttast sameinað Þýskaland, ef tryggt væri að lýðræði ríkti þar. Hann bauð aðstoð Tékka við að rífa niður Berlínarmúr- inn. lllillllllli ÚTLÖND IllllllllllllllllllllJllflllllll BLÓÐUGIR BARDAGAR SHÍTA í S-LÍBANON Blódþorsti Shíta múslíma í Líbanon rénar lítt. Að minnsta kosti tíu manns féllu í átökum Hizbollahsamtakanna og Amalliða í harðvítugum bardögum þessa tveggja andstæðu fylkinga Shíta í gær og í fyrrinótt. Rúmlega þrjátíu manns lágu særðir eftir átökin sem urðu kringum bæina Iqlim al-Tufah og Kfar Hata í suður Líbanon. Ekkert benti til að lát yrði á bardögunum. Á meðal hinna föllnu eru að minnsta kosti fjórir Hizbollahmenn, einn klerkur og þrít stríðsmenn. Þrír Amalliðar voru fallnir. Hizbollahsamtökin eru öfgasam- tök Shíta og njóta stuðnings frana. Hins vegar eru Amalliðar taldir eitthvað hófsamari, en þeir njóta stuðnings Sýrlendinga. í Beirút skiptust kristnir hermenn undir stjórn Michel Aoun hershöfð- ingja og hersveitir múslíma sem njóta stuðnings Sýrlendinga á skot- um yfir Grænu lfnuna svokölluðu sem skilja að hverfi kristinna manna og múslíma. Eitt barn lést. - Hinir særðu liggja á götunum og það er enginn til að bjarga þeim, sagði Ali Ahjj fimmtugur íbúi Kfar Hata sem flúði bæinn sem lá undir eldflaugaskothríð hinna stríðandi fylkinga. -Við grátbáðum þá að hætt þess- um geðveiku bardögum í fáeinar klukkustundir svo að fjölskyldur okkar sem eru innlyksa í þorpunum gætu flúið bardagana, sagði Áli. Amalliðar segja að Hizboll- ahsamtökin hafa gert harða árás á Kfar Hata en að vopnaðar sveitir Amalliða hafa hrakið þá til baka eftir harða bardaga. Nýársgleðin í Narsaq á Grænlandi breyttist í martröð: Ungur maður myrti fimm félaga sína Átján ára Grænlendingur skaut fimm manns til bana og særði þrjá eftir að hafa lent í rifrildi við fólkið í ölteiti í bænum Narsaq á nýársnótt. Maðurinn rauk heim eftir að hafa lent í hastarlegu rifrildi við átt- menningana, sótti sér hálfsjálfvirkan riffil til að skjóta félaga sína. Einn þeirra er komst lífs af gat tjáð lögreglunni hver morðinginn var. Eftir nokkra leit fannst hann sofandi á heimili móður sinnar. Hann játaði verknaðinn er lögreglan handtók hann og er nú í varðhaldi. Það voru þrír karlmenn og tvær konur sem féllu fyrir kúlum hins byssuglaða Grænlendings, en einn maður og tvær konur særðust. Önn- ur konan liggur þungt haldin á sjúkrahúsi og er enn í lífshættu. Mannfall í Rúmeníu minna en talið var Mannfallið í Rúmeníu þegar stjórn Ceausescus var steypt í síð- asta mánuði var mun minna en talið var. Þegar átök hersins og öryggissveita Ceausescus stóðu sem hæst var talið að allt að sextíuþúsund manns hefðu fallið, en rétt tala mun vera nærri tíu þúsundum. Það var Finninn Par Stenback yfirmaður alþjóðadeilda Rauða krossins sem starfað hafa að hjálp- arstarfi í Rúmeníu undanfarnar vikur sem skýrði frá þessu er hann kom í heimsókn til heimalands síns um helgina. -Milli fimm og tíu þúsund manns fallnir er nærri lagi. Þá niðurstöðu dreg ég af þeim heimildum sem starfsfólk Rauða krossins hefur safnað vítt og breytt um Rúmeníu, sagði Par Stenback. Stenback sagði að um það bil sautjánhundruð manns lægju særð- ir á sjúkrahúsum í Búkarest og um það bil þrjúþúsund í landinu öllu. Vigreifir Shíta múslimar berjast nú af mikilli hörku í S-Líbanon. Amnesty International: Israelar hvetja her til drápa á Palestínumönnum ísraelar hvetja hermenn sína til að drepa Palestínumenn. Þetta er niðurstaða hinna alþjóðlegu mann- réttindasamtaka Amnesty Internat- ional og kemur hún fram í sérstakri skýrslu samtakanna um ástandið á hernumdu svæðunum sem birt var í morgun. f skýrslunni segir hermenn og öryggislögreglumenn séu hvattir til að beita skotvopn gegn uppreisn- armönnum Palestínumanna og það leiði óhjákvæmilega til fleiri órétt- lætanlegra dauðsfalla en ella. Samtökin lýsa verulegum áhyggj- um sínum yfir því að sífellt fleiri óvopnaðir Palestínumenn falli fyrir kúlum ísraela. Benda samtökin á að undanfarið hafi fjöldi Palestínu- manna sem ekki hafi tekið þátt í mótmælaaðgerðum hafi verið felldir. Argentínskir lögreglumenn uppteknir við að skála fyrir nýju ári: Bæjarbúar réðust á lögreglustöðina Tuttugu og fimm manns siösuðust í átökum lögreglu og bæjarbúa í bænum Tres Arroyos í Argentínu á nýársdag. Múgur og margmenni réðst að lögreglustöðinni í bænum eftir að lögreglan, sem var að fagna nýju ári, neitaði að hefja leit að stúlku sem hafði týnst. Stúlkan fannst látin og hafði henni verið nauðgað. Það vakti ómælda reiði bæjarbúa sem réðust á lögregluna. Lögreglumennirnir svöruðu með skothríð á mannfjöldann, sem greip þá til þess ráðs að rústa sautján bílum. Lögreglan kallaði eftir liðsauka og voru herlögreglumenn sendir á staðinn til að kæfa mótmælin, sem stóðu í tvo daga. Stúlkan, Nair mustafa að nafni var aðeins níu ára gömul og fundu bæjarbúar hana á nýársdagsmorgun. hafði henni verið nauðgað og hún kyrkt. Foreldrar stúlkunnar sögðu að lögreglan hafi neitað að hefja leit að henni að kvöldi gamlársdags, þar sem lögreglumennirnir voru upp- teknir við að skála fyrir nýju ári.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.