Tíminn - 03.01.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 03.01.1990, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 3. janúar 1990 Tíminn 7 Áramótaávarp forsætisráðherra Steingríms Hermannssonar 1989-1990 Tryggja ber ævarandi rétt til sjálfsákvörðun- ar og yfirráð auðlinda Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra. Góðir íslendingar, Við áramótin er að venju keppst við að spá fyrir nýju ári. Menn vilja vita hvað framtíðin ber í sínu skauti. Meðal annars er greint frá því að forspár maður telji sig sjá ljóma yfir íslandi seinni hluta næsta árs. Ekkert skal um það fullyrt, en hitt veit ég, að það mun fyrst og fremst ráðast af okkar eigin gerðum, því enn mun sannast að „hver er sinnar gæfu smiður." Pví verður þó ekki neitað að horfur eru stórum betri nú en þær hafa verið um nokkurt skeið. Vel má vera að aðstæður leyfi að umrædd spá megi rætast. íslensku þjóðinni er enn einu sinni að takast að vinna sig út úr erfiðleikum. Fáein dæmi vil ég nefna. Fyrir rúmu ári lá við stöðvun útflutnings- og samkeppnis- greinanna. Sem betur fer tókst að koma í veg fyrir slíkt. Jafnframt hefur rekstrarstaðan breyst mjög til batnaðar. Undanfarin ár höfum við íslendingar eytt umfram efni. Þetta hefur nú snúist við. Á því ári sem er að líða mun útflutn- ingurinn verða um 6-7 miilj- örðum króna meiri en innflutn- ingur. Það er mikil framför. Ef ekkert óvænt gerist, mun gengi íslensku krónunnar verða sæmilega stöðugt á næsta ári. Það er forsenda þess að verðlag hækki lítið og mjög dragi úr verðbólgu. Þótt margt mikilvægt hafi áunnist eru ekki allir erfiðleik- ar um garð gengnir. Áhrifa eyðslu, rangrar fjárfestingar og hárra vaxta mun enn gæta víða í þjóðfélaginu næstu mánuði. Þótt sjálfsagt sé að lina þær þrautir eins og frekast er unnt verður ekki hjá því komist að gera þá hluti upp. Aðeins herslumuninn vantar því til þess að vel fari og ný framfarasókn megi hefjast á nýju ári. í því sambandi eru kjarasamningarnir eflaust mikilvægastir. Undanfarnar vikur hafa staðið yfir viðræður á milli launþega og atvinnurekenda um kjaramál. í þeim hefur gætt meiri framsýni en oftast fyrr. Megin markmiðin eru at- vinnuöryggi, verndun kaup- máttar og íækkun verðbólgu og vaxta. Ríkisstjómin mun gera allt sem í hennar valdi stendur til þess að slíkir samningar megi takast. í því skyni hefur þegar veríð ákveðið að halda hækkun á verði opinberrar þjónustu í lágmarki og veita gjaldfrest í tolli á virðisaukaskatti. Pen- ingastofnunum ber einnig að leggja sitt lóð á vogarskálarnar með því að lækka vexti, og þeir sem verðlagi vöru og þjónustu ráða, m.a. sveitarstjórnir, hljóta að stilla kröfum sínum mjög í hóf. Mikið er í húfi. Ef það tekst, sem ég hef nú rakið, hygg ég að spáin muni rætast og ljómi verða yfir ís- landi seinni hluta næsta árs. Við litla verðbólgu, þolan- Iega vexti og án vísitölu, jöfnuð í viðskiptum við útlönd, jafn- vægi í atvinnumálum og viðun- andi stöðu atvinnuveganna, er betri grundvöllur en oftast hef- ur verið til þess að hefja sókn til framfara og bættra lífskjara. Sú sókn verður að byggjast á skynsamlegri nýtingu náttúm- auðæfa landsins, fiskimiðanna, orkulindanna og gróðursins, en einnig á fögm og hreinu umhverfi og náttúm þessa lands, sem mun revnast mikil auðlind, ef vel er með farið. Þessi sókn til bættra lífskjara mun jafnframt, og ekki síður, byggjast á þeim auði, sem í fólkinu sjálfu býr, á þekkingu þess og dugnaði. Við getum ekki aukið sókn- ina á fiskimiðin, en við getum aukið þau verðmæti, sem úr aflanum eru unnin. Við skulum auka gæði framleiðslunnar á öllum sviðum og bjóða hana þannig á erlendum mörkuðum frá hreinu og lítt menguðu umhverfi. Með meiri þekkingu munum við sækja fram á sviði hátækni- nnar og þekkingin mun skapa hinum hefðbundna iðnaði grundvöll til þess að keppa við erlenda framleiðslu. Hreint loft og vatn, útivist í fögru umhverfi og jarðvarmj, mun laða að vaxandi fjölda ferða- manna. Þegar til framtíðar er litið er mikilvægast að við íslendingar lærum af margendurtekinni reynslu. Þeim sveiflum sem munu enn verða í fábreyttum þjóðarbúskap okkar ber að mæta með því að geyma frá góðu árunum til þeirra mögru. Því sem aflast ber að skipta af réttlæti. Þá mun engin þurfa að þola skort. Ýmsum kann að virðast þessi framtíðarsýn einkennast af mikilli bjartsýni. Það er að sumu leyti rétt. Þó veit ég að allt það sem ég hér hef rakið getur orðið, ef vilji er til þess. í íslandsljóði sínu frá því um aldamótin hvetur Einar Bene- diktsson landa sína til dáða, m.a. með þessum orðum „reistu í verki viljans merki - vilji er allt sem þarf. Trúðu á sjálfs þíns hönd en undur eigi. Síðan hafa íslendingar lyft stærra Grettistaki en flestar þjóðir. Það hefur íslenska þjóðin gert með sjálfs síns hendi og einbeittum vilja til þess að tryggja sér og afkom- endum sínum betri lífskjör. Því miður hefur of oft gætt meira kapps en forsjár. Ef slík slys hefðu ekki orðið tíð, er ég sannfærður um að við íslend- ingar nytum lífskjara, sem fáar þjóðir gætu keppt við. Mistökin hafa einkum orðið á velgengnistímum. Þáhleypur dugmiklum mönnum kapp í kinn. Þá er oft eytt og fjárfest umfram efni. Síðan fylgir sam- dráttarskeið eins og nótt fylgir degi. Þá aukast erlendar skuldir, því ekkert er geymt frá góðu árunum. Skuldir er- lendis eru orðnar það miklar að meiri mega þær ekki verða. Á eyðslu og offjárfestingu höf- um við því ekki lengur ráð. Fleira veldur að heilbrigt efnahagslíf verður okkur Is- lendingum stöðugt mikilvæg- afa. Utanríkisverslun er orðin veigamikill þáttur í lífskjörum þjóðarinnar. í því sambandi höfum við tengst mjög ríkjum Vestur-Evrópu. Þar ryður frjáls samkeppni sér stöðugt meir til rúms á öllum sviðum efnahagslífsins, og hefur nú verið ákveðið að ganga til samninga um evrópskt efna- hagssvæði, þar sem hömlur verði sem minnstar. Við íslendingar erum þátt- takendur í þessum samning- um. Jafnvel þótt við fáum alla okkar fyrirvara samþykkta, mun framtíð íslensku þjóðar- innar i þessu samstarfi ráðast af samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja og eigin þreki og dugnaði. Forsendan erstöðug- leiki í efnahagslífinu. Þannig mun íslenska þjóðin standast samkeppnina, en að öðrum kosti ekki. Ekki er ofsagt að samning- arnir við Evrópubandalagið, sem hefjast á næsta ári, eru þeir mikilvægustu, sem íslend- ingar hafa gengið til við erlend- ar þjóðir. Full aðild að evrópskri ríkja- samstæðu, eins konar banda- ríkjum Evrópu, kemur ekki til greina. Um það virðist þjóðin nokkuð sammála. Aðild að efnahagssamstarfi Evrópu er okkur hins vegar mikil nauð- syn. Vegna smæðar þjóðarinn- ar og sérstöðu verður þó að gera þá skilyrðislausu kröfu, að sjálfsákvörðunarréttur þjóðarinnar verði ætíð virtur og yfirráð yfir auðlindum til lands og sjávar. Fleiri skilyrði þarf að vísu að setja, en segja

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.