Tíminn - 03.01.1990, Blaðsíða 18

Tíminn - 03.01.1990, Blaðsíða 18
18 Tíminn Miðvikudagur 3. janúar 1990 IJg | HEILBRIGÐISEFTIRLIT REYKJAVÍKUR Ur Hundaeigendur í Reykjavík Athygli ykkar er vakin á því að framvegis verður gjalddagi leyfisgjalds 1. janúar og eindagi 1. mars ár hvert. Við greiðslu gjaldsins, sem er kr. 7.200 fyrir hvern hund ber eigendum að framvísa hreinsunarvott- orði eigi eldra en frá 1. september s.l. Gjaldinu er veitt móttaka á skrifstofu eftirlitsins, Drápuhlíð 14, daglega frá kl. 8.20 til kl. 16.15. Bent skal á, að hafi gjaldið ekki verið greitt innan 2ja mánaða (fyrir 1. mars 1990) fellur leyfið til að halda hund í Reykjavík niður. Heilbrigðiseftirlitið væntir góðs samstarfs við hundaeigendur í framtíðinni og hvetur þá til að kynna sér vandlega og virða ákvæði nýrrar samþykktar um hundahald í Reykjavík. Innilegar þakkir til sveitunga minna, sem heiðruðu mig með samsæti í Félagsheimilinu að Flúðum á áttræðis afmæli mínu 23. desember '89. Einnig þakka ég öðrum sem glöddu mig með heimsóknum gjöfum og skeytum. Mínar innilegustu nýársóskir til ykkar allra. Þakka gömlu árin. Daníel Guðmundsson, Efra-Seli, Hrunamannahreppi. t Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, sonur og bróðir. Ólafur Ingi Jónsson Prentsmiðjustjóri Sefgörðum 22, Seltjarnarnesi sem andaðist 25. desember síðastliðinn, verður jarðsunginn frá Neskirkju fimmtudaginn 4. janúar kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afbökkuð en þeim sem vildu minnast hans er bent á Krabbameinsfélag íslands. Sigríður Sigurjónsdóttir Anna Sigurborg Ólafsdóttir Ingi Rafn Ólafsson Sigurjón Ólafsson Helga Guðjónsdóttir Málfríður Jónsdóttir t Gísli Guðmundsson leiðsögumaður og kennari frá Tröð lést 29. desember Anna M. Guðjónsdóttir Valgerður Guðmundsdóttir og börn hins látna t Hjartkær fósturbróðir minn, Andrés Guðmundsson frá Syðri Gróf, tll heimilis að Háaleitisbraut 93 lést í Borgarspítalanum aðfaranótt 30. desember Fyrir hönd vina og vandamanna, Guðfinna Jónsdóttir t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir Valgerður Halldórsdóttir frá Hvanneyri, Selvogsgrunn 8 iést að Seljahlíð 1. janúar. Þórhallur Runólfsson Þórunn Sveinbjörnsdóttir Sveinn Runólfsson Oddný Sæmundsdóttir Halldór Runólfsson Steinunn Einarsdóttir barnabörnln, Þórhallur Halldórsson IHIIHIlllll MINNING llllllllllllllllllllillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllliailtllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllilllílllllllM Narfi Þorsteinsson Fæddur 23. maí 1922 Dáinn 25. desember 1989 Okkur samstarfsmenn Narfa hjá Rafmagnsveitum ríkisins langar til að minnast hans nokkrum orðum. Narfi lauk rafvirkjanámi hjá Ei- ríki Ormssyni haustið 1945 og hélt þá utan til framhaldsnáms í raf- magnsfræði í Stokkhólmi. Á þeim árum höfðu fáir íslendingar farið þessa leið í námi og starfsheitið tæknifræðingur var ekki viðurkennt fyrr en 1960. Námi lauk hann í ársbyrjun 1948, kom þá heim og hóf störf hjá Rafmagnsveitu Reykjavík- ur. Hinn 1. júní 1956 kemur hann síðan til starfa hjá Rafmagnsveitum ríkisins, 34 ára gamall. Pá höfðu fslendingar gert stóran viðskipta- samning við Tékka þar sem keypt var efni í fimm virkjanir og þrjátíu og tvær aðveitustöðvar. Narfi tók þátt í þeirri kröftugu uppbyggingu í raforkumálum sem fylgdi í kjölfarið og var stórt framfaraspor. Hann byggði upp teiknistofu Rafmagns- veitnanna frá grunni og stjórnaði henni í mörg ár. Upp úr 1970 kom hann til starfa á áætlanadeild Rafmagnsveitnanna og sfðar á rafmagnsdeild en þá fór í hönd tími mikilla framkvæmda. f hans hlut kom að vinna að áætlunum og undirbúningi aðveitustöðva á tæknifræðingur byggðalínum og á árunum 1979-1984 stjórnaði hann uppsetningu á raf- búnaði í flestar þær stöðvar sem yfirmaður rafmagnsdeildar. Nú síð- ustu árin vann hann að undirbúningi að endurskráningu og tölvuvæðingu á ölium tæknilegum upplýsingum um rafbúnað Rafmagnsveitnanna, auk þess að stjórna teiknistofunni. f starfi hafði hann glögga yfirsýn yfir það sem gera þurfti og var hafsjór af fróðleik og upplýsingum um raforkukerfið. Til hans leituðu margir um upplýsingar seinni árin þegar fjöldi nýrra tæknimanna kom til starfa við hina hröðu uppbygg- ingu, margir reynslulitlir beint af skólabekk. Þaö var einstaklega gott að leita til hans og menn fengu yfirleitt góða úrlausn sinna mála. Narfi starfaði óslitið hjá Rafmagns- veitum ríkisins í rúm 33 ár. Auk starfa sinna hjá Rafmagns- veitunum fékkst hann við kennslu í tækniteiknun, bæði við Iðnskólann og Tækniskólann. Þá má nefna að hann teiknaði kortin í Vegahand- bókina sem Örn og Örlygur gáfu út fyrir nokkrum árum. Narfi var ekki margmáll maður og flíkaði ekki tilfinningum sínum. Um einkahagi sína ræddi hann ekki og aldrei kvartaði hann um lfðan sína. Fyrir fáeinum vikum veiktist hann alvarlega og andaðist að heimili sínu að morgni jóladags. Hann var hæg- látur og tryggur starfsfélagi og með þessum fátæklegu orðum viljum við þakka honum samferðina. Við sendum Gyðu, börnunum og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúðarkveðjur. Samstarfsmenn hjá Rafmagnsveitum ríkisins Oddný Einarsdóttir Fædd 22. apríl 1921 Dáin 23. desember 1989 Systir mín, Oddný Einarsdóttir, lést á sjúkrahúsinu á Vífilsstöðum á Þorláksdag, 68 ára að aldri. Oddný fæddist á Norðfirði og þar ólst hún upp á sama heimili og ég. Móðir okkar var tvígift. Síðari mað- ur hennar var Einar Brynjólfsson, sjómaður á Norðfirði. Þau Einar og móðir mín eignuðust tvö börn, Rafn og Oddnýju. Þau eru nú bæði fallin frá. Ég var nokkuð eldri en þessi systkini mín og af þeim ástæðum varð það mitt hlutskipti að hafa mikið af þeim að segja á meðan þau voru ung. Fóstri minn Einar og móðir mín unnu mikið utan heimilis. Hann fylgdi fiskibátum en móðir mín vann við ýmis störf, þó mest við fiskverk- un. Ég varð því oft að gæta heimilis og passa yngsta barnið sem var Oddný. Þegar fram liðu stundir komu dugnaður og samviskusemi Oddnýj- ar í ljós. Hún fór snemma að vinna og síðar tók hún við forsjá móður okkar sem þá var farin að kröftum. Hugulsemi og hlýja Oddnýjar við móður mína síðustu árin líða mér ekki úr minni. Á heimaslóð okkar á Norðfirði, eða í Neskaupstað eins staðurinn heitir nú, eignaðist Oddný marga vini og kunningja. í þeim hópi var kona mín, Fjóla Steinsdótt- ir. Þær urðu góðar vinkonur og unnu reyndar saman um nokkurn tíma. Allt varð þetta til þess að Oddný varð mér nákomnari en önnur syst- kini mín. En svo kom að miklum umskipt- um. Oddný giftist Benedikt Val- geirssyni í Árneshreppi í Stranda- sýslu. Þar norður í Árneshreppi settu þau niður bú sitt og systir mín var alflutt frá heimabyggð sinni. Langt var orðið á milli gamalla vina og fjölskyldutengsl breyttust. En við sem þekktum Oddnýju best vorum þó gíöð. Við vissum að hún hafði eignast góðan og traustan mann. Síðar kynntist ég Benedikt nokk- uð og sannfærðist um að hann var heilsteyptur sómamaður. Ég vissi að systir mín var vel gift, þó að heimili hennar yrði langt frá mínu. Börn þeirra Benedikts og Oddnýj- ar eru 7. Á heimili þeirra í Árnesi hefur því eflaust oft verið mikið að gera. Hjónin voru dugleg og sam- hent og á hinum nýja stað eignaðist Oddný marga nýja vini, eins og á heimastaðnum fyrir austan. Börn þeirra eru myndarbörn og traustleg. Umskiptin frá Neskaupstað í Árn- es á Ströndum hafa eflaust verið mikil. Aðstaða og umhverfi annað. Oddný var alin upp í útgerðarbæ en varð bóndakona í afskekktri sveit. Þeir sem hæfileika hafa til að aðlag- ast nýjum aðstæðum, eignast síðan nýtt samfélag. Ég veit að hugur Oddnýjar stóð oft austur á gamlar slóðir til vina og vandamanna. Samband mitt við Oddnýju systur mína breyttist auð- vitað eftir að hún flutti norður í Árneshrepp. Ég fann þó þegar ég hitti hana að hún var ánægð með sitt hlutskipti. Mér varð ljóst að hún hafði eignast marga vini á nýjum stað og ég vissi að eiginmaður hennar var fyrir- myndarmaður, traustur og reglu- samur. Og hún var svo heppin að hún hafði eignast hraust og myndar- leg börn. Oddný átti við heilsuleysi að stríða síðustu árin. Þá reyndi oft mikið á rósemi hennar og andlegt jafnvægi. Hlýhugur hennar til okkar systkinanna var alltaf samur og jafn. Það var fallega gert af henni, þrátt fyrir margvíslega persónulega erfið- leika, að sýna bróður mínum, Guð- jóni, sem átti við mikla erfiðleika að etja, þá velvild og þann vinarhug að leyfa honum sumar eftir sumar að dvelja nokkurn tíma í Ámesi. Ég er sérstaklega þakklátur Benedikt fyrir skilning hans og velvild í þeim efnum. Nú þegar komið er að leiðarlok- um, kveð ég Oddnýju systur mína, sem stóð mér nær en önnur systkini mín, með vinarhug og þakklæti. Ég votta Benedikt og öllum bömum þeirra hjóna samúð mína og þakka þeim öllum fyrir hugulsemi og hlý- hug við systur mína í veikindaerfið- leikum hennar. Ég og kona mín vottum öllum aðstandendum Oddnýjar samúð okkar. t Ástkaer eiginkona mín Guðmunda Guðmundsdóttir frá Huröarbaki, Sólvöllum 8, Selfossi lést aðfaranótt nýársdags á Sjúkrahúsi Suðurlands, Selfossi. Útförin auglýst síðar. Fyrir hönd ættingja Kristján Guðmundsson t Maðurinn minn, Grímur M. Helgason cand. mag., Kambsvegi 23, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 5. janúar kl. 13.30. Blóm vinsamlega afþökkuð en þeir sem vildu minnast hans eru beðnir að láta líknarstofnanir njóta þess. Hólmfríður Sigurðardóttir. Lúðvík Jósepsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.