Tíminn - 03.01.1990, Blaðsíða 20

Tíminn - 03.01.1990, Blaðsíða 20
| AUGLY rsiN GASÍMAR: 680001 —686300 { RÍKiSSKiP NÚTÍMA FLUTNINGAR Halnarhúsinu v/Tryggvagötu, S 28822 SAMVINNUBANKINN 1 I BYGGDUM LANDSINS | PÓSTFAX TÍMANS 687691 Áskriftarsíminn 686300 Tíminn Lynghálsi 9 Tíminn MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1990 Kjartan Kjartanssun framkvæmdastjóri fjármála Sambandsins sagði upp störfum á gamlársdag. Kjartan hættur! Kjartan P, Kjartansson, fram- kvæmdastjóri fjármála Sambands- ins, sem stjórnaði af hálfu SlS við- ræðum við Landsbankann um sölu á hlut SíS í Samvinnubankanum, sagði upp störfum hjá Sambandinu á gaml- ársdag. Ástæðurnar fyrir uppsögn- inni munu vera afstaða bankaráðs Landsbankans sem birtist í endan- legu boð Landsbankans í hlut SÍS í Samvinnubankanum, og er um 200 milljónum krónum lægra en kveðið var á um í bráðabirgðasamkomulagi bankastjóra Landsbanka og for- stjóra SíS frá því í haust. Mun Kjartan hafa talið að eftir mánaðalangar viðræður í góðri trú, að allt þetta streð hafi verið til lítils og hafi hann því ákveðið að hætta störfum. Heimildir Tímans herma að eitt af þeim atriðum sem fylltu mælinn þannig, að Kjartan taldi sig ekki getað unað við niðurstöðu málsins, var sú framkoma Landsbankans að kveðja forstjóra og framkvæmda- stjóra fjármála á fund þar sem þeir áttu að skýra mál sitt en af þeim fundi varð ekki, enda var þá búið að ganga frá samþykktum og bankaráð- ið farið úr húsinu. Þessir samningar um kaupin á Samvinnubankanum hafa gengið það brösulega fyrir sig, síðustu daga, að auðséð er að Kjartan P. hefur verið búinn að fá sig fullsaddan. Með brottför Kjartans P. úr Sam- bandinu er horfinn af vettvangi góð- ur og dugmikill starfsmaður sem sýnilega hefur ekki viljað una því að Samvinnubankinn færi sömu leið og Útvegsbankinn, á gjafverði. Frestar för til ísraels Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra hefur frestað fyrirhugaðri för sinni til ísrael, en til stóð að hann legði af stað í dag ásamt konu sinni Bryndísi Schram, í opinbera heimsókn er standa átti í viku tíma. Til stóð í gær að utanríkisráð- herrann skýrði opinberlega frá frestun heimsóknarinnar og ástæðum hennar, en svo varð ekki og er búist við að hann geri það í dag. Ástæða frestunarinnar mun vera sú stjórnarkreppa er nú ríkir í Israel. - ÁG Samið um orlofs- ferðir verkalýðs- félaga: 4500 sæti Undirritaður hefur verið samning- ur milli Samvinnuferða-Landsýnar, ASÍ, BSRB, VR, KÍ, BHMR, FFSÍ, BÍ og Flugleiða hf., um 4500 flugsæti til allra helstu áfangastaða Flugleiða, sumarið 1990. Orlofsferðir verka- lýðsfélaganna til útlanda verða því á mjög hagstæðum kjörum á komandi sumri. Sala þessara ferða hefst snemma á nýju ári og verður hún á vegum félaganna og Samvinnuferða- Landsýnar og í tengslum við þessar ferðir býður Samvinnuferðir-Land- sýn sumarhús og bílaleigubíla víða í Evrópu á sérstökum vildarkjörum. -EÓ Bankaeftirlitið með efasemdir um lögmæti björgunar- aðgerða Verslunarbankans gagnvart Stöð 2: Má Verslunar- bankinn h.f. eiga Stöð 2? Verslunarhankinn h.f. sem nú er ekki lengur banki heldur eitt eignarhaldsfélaga íslandsbanka eignaðist á gamlársdag vænan hlut í Stöð 2. Á fundi Sjónvarpsfélagsins þann dag var ákveðið að auka hlutafé Stöðvar 2 úr 5,555 milljónum króna í 405.555.000,- krónur. Eignarhaldsfélagið Verslunarbankinn h.f. hefur tekið á sig að ábyrgjast sölu á hlutafé í Stöð 2 fyrir 250 milljónir en þessar krónur eru í raun skuldir Stöðvarinnar við Verslunarbankann sem breytt hefur verið í hlutafé. Þá hafa fyrrverandi aðaleigend- sem ekki raskaði neinum skuld- ur Stöðvarinnar, Jón Óttar Ragn- arsson, Hans Kristján Árnason o.fl. gengist inn á að útvega 150 milljónir í aukið hlutafé. Fram hefur hins vegar komið í fréttum að þeir hafi ekki enn reitt af hendi nema hluta gamla hlutafjárins sem nam eins og fyrr segir aðeins 5,555 milljónum kr. Björgun Stöðvar 2 vekur þó upp spurningar um tilgang eignarhalds- félaga Islandsbanka: Má eignar- haldsfélag Verslunarbankans eiga stóran hlut og vera áhrifaaðili í fyrirtæki óskyldu bankastarfsemi? Hvaða fjármunum hefur eignar- haldsfélagið yfir að ráða öðrum en hlutafé sínu í íslandsbanka? Hefur félagið tekið lán til þessara kaupa á hlutum í Stöð 2? Kannski hjá íslandsbanka? Ef svo er, hvaða tryggingar hefur {slandsbanki fyrir því eignarhalds- félag Verslunarbankans geti staðið við skuldbindingar sínar gagnvart honum ef eignarhaldið er bara hlutafé í Stöð 2? Þessar spumingar voru lagðar fyrir Höskuld Ólafsson banka- stjóra Verslunarbankans. Hann sagði að bankinn hefði ekki skuld- bundið sig umfram eignir í þessu máli og engin ákvæði væru um í hverju eignir eignarhaldsfélagsins skuli vera að öðru leyti en tæki til íslandsbanka. Slíkt væri aðeins háð ákvörðunum stjórnar félags- ins. Hann sagði að engin þörf hefði verið á að taka lán fyrir þessum 250 milljónum. Rekstur Verslunar- bankans hefði gengið vel á síðasta ári og skilað góðum tekjuafgangi. Hann sagði síðan: „Við þurfum fyrst og fremst að uppfylla skilyrði gagnvart kaupun- um á eignarhlut í íslandsbanka. Það gerum við og þrátt fyrir þessa aðgerð er Ijóst að við eigum enn eignir umfram þær skuldbinding- Höskuldur sagði að ekki væri ætlunin að félagið ætti eignarhlut í Stöð 2 til langframa heldur væri um skammtímafjárfestingu að ræða bindingum eða fyrirætlunum í tengslum við eignaraðildina að fs- landsbanka. Hann sagðist ekki geta sagt um hversu langan tíma tæki að selja þessi 250 milljón króna hlutabréf en ætlunin væri að ganga rösklega fram í því. Hann sagðist telja þau vel seljanleg enda yrði Stöð 2 mjög álitlegt fyrirtæki eftir að starfsemi hennar hefur verið endurskipu- lögð. Bráðabirgðasamkomulag um framtíð Stöðvar 2 sem gert var á gamlársdag felur í sér að eignar- haldsfélag Verslunarbankans breytir 250 milljón króna skuldum stöðvarinnar í hlutabréf sem félag- ið ábyrgist sölu á. Þá var skipað í nýja stjórn Stöðv- ar 2. Hana skipa Jónas Aðalsteins- son lögfræðingur sem er formaður. Varaformaður er nú Þorvarður Elíasson skólastjóri Verslunar- skóians. Aðrir stjórnarmenn eru Þorvaldur Guðmundsson, kenndur við Síld og fisk, Orri Vigfússon og Hans Kristján Árnason en hann er eini fulltrúi fyrri aðaleigenda í stjórninni. Hinir eru allir fulltrúar eignarhaldsfélags Verslunarbank- ans sem nú á 62% í Stöð 2. Jón Óttar Ragnarsson verður áfram sjónvarpsstjóri en ekki einráður því að hann situr í sérstöku fram- kvæmdaráði ásamt Jóni Sigurðs- syni framkvæmdastjóra og Jónasi Áðalsteinssyni stjórnarformanni. En hvað segir forstöðumaður Bankaeftirlitsins um þetta mál? „Ég geri mér ekki ljóst hvað eignarhaldsfélög samkvæmt lögun- um um sölu Útvegsbankans og stofnun íslandsbanka mega eiga annað en hlutafé í hinum sameigin- lega banka. Ég tel að þetta sé atriði sem vert sé að skoða nánar, meðal annars vegna þess að Bankaeftirlitið sem á að hafa eftirlit með framkvæmd laga um viðskiptabanka, var ekki haft með í ráðum þegar frumvarpið var samið. Þess skal þó getið að slíkt er út af fyrir sig engin skylda. En vegna þessa höfðum við á Þórður Ólafsson, forstöðumaður Bankaeftirlits. sínum tíma ekkert tækifæri til að koma að okkar athugasemdum gagnvart þingnefndum, enda sýnist mér að sumt í þessum lögum gangi þvert á þá almennu stefnu sem mörkuð var með setningu við- skiptabankalaganna árið 1985 og auk þess þvert á ýmis atriði sem menn hafa verið sammála um inn- an innan Evrópubandalagsins til dæmis. Ennfremur hefði mátt skoða sum ákvæði þessara laga með hlið- sjón af þeirri vinnu sem nú fer fram innan Evrópubandalagsins og EFTA um samræmd lög og reglur á sviði fjár- og bankamála og í ljósi fyrirhugaðra viðræðna bandalag- anna um sameiginlegt efnahags- svæði Evrópu," sagði Þórður Ólafsson forstöðumaður Bankaeft- irlitsins. í eldri lögum um viðskiptabanka var kveðið á um að atkvæðisréttur í hlutafélagsbanka væri takmark- aður við 20%. Þannig gat ekki neinn einn aðili ráðið meiru en 20% atkvæða þótt eignarhluti hans væri mun stærri. í nýju lögunum, sem sett voru vegna stofnunar íslandsbanka eru þessi ákvæði afnumin ef um er að ræða ríkið og viðskiptabankana. Þannig eru allir aðrir, svo sem einstaklingar, háðir fyrri tak- mörkunum en ríkið ekki. Þannig geta nú ríkisbankarnir eignast aðra banka. Landsbankinn getur í krafti þessara laga ekki aðeins eignast 52% hlut í Samvinnubankanum heldur einnig rekið hann áfram undir sama nafni og ráðið stjóm hans. Ef einstaklingur eða hlutafé- lag keyptu 52% hlutabréfanna fengju slíkir aðilar hins vegar aldrei stjóm yfir meir en 20% atkvæða í stjóm Samvinnubankans.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.