Tíminn - 03.01.1990, Blaðsíða 14

Tíminn - 03.01.1990, Blaðsíða 14
14 Tíminn Miðvikudagur 3. janúar 1990 lllllllllllllllllllllllllllí DAGBÓK llllIlllBllllllllllllllllllllllllllilllllllllllllllllilllllllllllllllllllllllllll Guðbjörg Svavarsdótlir verður fimm- tug í dag, miðvikud. 3. jan. Hún mun taka á móti vinum og vandamönnum laugardaginn 6. janúar að heimili sínu Réttarholti 5, Borgarnesi frá kl. 20:00. Tónleikar í Listasafni Sigurjóns Fimmtudaginn 4. janúar verða tónleik- ar í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar, Laugarnestanga 70,. Par leikur Christian Giger á selló og David Tutt á píanó sónötur eftir Debussy og Rachmaninoff. Tékkneskir unglingar óska eftir bréfavinum á íslandi í sambandi við ferð íslenska landsliðs- ins til Tékkóslóvakíu nýlega komu tékk- neskir íþróttafréttamenn að tali við Jón Hjaltalín Magnússon, formann HSf, og sögðust hafa mikinn áhuga á að tékknesk- ir unglingar eignuðust bréfavini á íslandi. Tékknesku unglingarnir skrifa bæði á ensku og þýsku. Handknattleikssamband íslands vill styðja þetta málefni og biður alla ungl- inga, sem hafa áhuga á að cignast pcnn- avini f Tékkóslóvakíu að skrifa til HSÍ og gefa upp nafn sitt, heimilisfang, aldur og helstu áhugamál. HSÍ mun sfðan koma nöfnum þeirra á framfæri við samtök íþróttafréttamanna í Tékkóslóvakíu. KVENNAATHVARF Húsaskjól er opið allan sólarhringinn og aðstoð fyrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi í heimahúsum eða orðið fyrir nauðgun. Síminn er 21205 - opinn allan sólar- hringinn. Myndlistarsýning í MJÓDD Halla Haraldsdóttir, myndlistarkona frá Keflavík, heldur sýningu á verkum sínum í verslun Hjartar Nielsen, Mjódd- inni, í desember og janúar. Halla er fædd og uppalin á Siglufirði. Hún var við nám í Myndlistar- og hand- íðaskóla fslands í tvo vetur og seinna í kennaradeild skólans í einn vetur. Aðal- kennari hennar þar var Erró. Síðan hélt hún til Danmerkur og stundaði nám hjá dönskum listmálara, Sören Esbjerg í tvo vetur. Frá árinu 1978 hefur Halla verið í tengslum við gler- og listiðnaðarverkstæði D.H. Oidtmann í Þýskalandi, fyrst við nám og seinna við störf hjá fyrirtækinu. Hún hefur haldið fjölda einka- og samsýn- inga heima og erlendisög hlotið margvís- legar viðurkenningar fyrir list sína. Myndir Höllu á þessari sýningu eru vatnslitamyndir unnar með blandaðri tækni, auk glerlistaverka. Öll verkin eru unnin á þessu ári. Sýningin, sem er sölusýning, er opin á verslunartíma, alla virka daga kl. 10:00-18:30 og kl. 10:00- 16:00 á laugardögum. Listkynning á Akureyri Menningarsamtök Norðlendinga og Alþýðuhankinn hf kynna að þessu sinni listakonuna Ruth Hansen. Hún er fædd á Akureyri 1944. Á árunum 1974-’81 sótti Ruth nám- skeið í Myndlistarskólanum á Akureyri. Ruth er ein þeirra sem staðið hafa að Myndhópnum og hefur tekið þátt í sam- sýningum hópsins allt frá 1979. Ruth hefur haldið 2 einkasýningar í Gamla Lundi á Akureyri 1985 og á Selfossi sama ár. Þá hefur hún tekið þátt í fjölda samsýninga víðar á Norðurlandi. Á listkynningunni eru 9 málverk unnin með olíu á striga og eru 2 verkanna frá 1985 en önnur frá árinu 1989. Kynningin er í útibúi Alþýðubankans hf á Akureyri, Skipagötu 13 og er pin á afgreiðslutíma. Henni lýkur 2. febrúar 1990. Listasafn Einars Jónssonar Listasafn Einars Jónssonar er opið alla laugardaga og sunnudaga kl. 13:30-16:00. Höggmyndagarðurinn er opinn alla daga kl. 11:00-17:00. Breyttur opnunartími á Þjóðminjasafni íslands Frá og með 16. sept. til 14. maí verður safnið opið þriðjudaga, fimmtudaga, laugardaga og sunnudaga kl. 11:00-16:00. Aðgangur er ókeypis. Strætisvagnar sem stansa við Þjóðminjasaafnið:5,6,7,13,14,16,100. Byggðastofnun auglýsir til sölu eftirtaldar eignir. 1) Hraðfrystihús í Höfnum 2) Sunnubraut 21 Vík í Mýrdal 3) Fiskverkunarhús í landi Þinghóls Tálknafirði 4) (sborg Garði 5) Glerárgötu 34 A, Akureyri 6) Hótel Akureyri Nánari upplýsingar veitir Páll Jónsson á skrifstofu Byggðastofnunar Rauðarárstíg 25, Reykjavíksími 91 -25133 og Valtýr Sigurbjarnarson, Byggðastofn- un Geislagötu 5 Akureyri sími 96-21210 varðandi eignirnar á Akureyri. Heilsugæslustöðin Borgarnesi Starf sjúkrabifreiðastjóra er laust til umsóknar. Starfinu fylgir eftirlit með fasteign. Laun samkvæmt launakjörum opinberra starfsmanna. Umsóknum skal skila til framkvæmdastjóra stöðv- arinnar fyrir 20. janúar n.k. Stjórnin 1 t J Dæla og forhitari il sölu. Selst ódýrt. 5ími 91-36702 „Mynd“ eftir Gunnar Örn Gunnarsson Mynd mánaðarins í Listasafni íslands Mynd janúarmánaðar í Listasafni ís- lands er eftir Gunnar Örn Gunnarsson myndlistarmann. Verkið, sem ber heitið „Mynd“, er unnið með olíulitum árið 1976. Stærð þess er 145X130.5 og var það keypt til safnsins árið 1976. Leiðsögnin „Mynd mánaðaríns" fer fram í fylgd sérfræðings, fimmtudag kl. 13:30-13:45 og er safnast saman í anddyri. Listasafn Islands er opið alla daga, nema mánudaga, kl. 12:00-18:00. Veit- ingastofa safnsins er opin á sama tíma. Aðgangur er ókeypis, svo og auglýstar leiðsagnir. BFÖ-blaðid í clíU<Nri* tlÍM<llM<it*íclití$Ár iíitntuiHtHít * íííSí* Friðarhátið Bilar, mongun og mengunarvarnir Æf ingahalllr heilaskurölækna BFÓ-blaðið-4/1989 Félagsrít Bindindisfélags ökumanna Þetta var síðasta BFÖ-blað ársins. Sr. Bragi Skúlason skrifaði hugleiðinguna: Friðarhátíð, en Jón Baldur Þorbjörnsson greinina „Bílar, mengun og mengunar- vamir". Jón Baldur bifreiðaverkfræðing- ur er deildarstjóri hjá Bifreiðaskoðun Íslands hf. Æfingahallir heilaskurðlækna, nefnist þýdd grein um vélhjólaslys í Bandaríkjunum. Þá er grein sem nefnist Lífsstíll fólks á öllum aldri, en hún er 3. hluti greina- flokksins Heilbrigt líf - án áfengis. Þar er rætt við marga um þetta málefni. Fréttir eru af félagsstarfinu og margar jóla- og nýársóskir. Tímamótaverk á íslenskum bókamarkaði: íslenskur söguatlas Hjá Almenna bókafélaginu er komið út verkið íslenskur söguatlas. Bókin markar tímamót í ritun íslandssögunnar því í henni er sagan sett fram með samspili hnitmiðaðs texta, glæsilegra htmynda og frumteiknaðra korta. Þetta bindi er hið fyrsta af þremur og spannar sögu landsins frá öndverðu og til átjándu aldar. Miðlun sögulegra staðreynda á þann hátt sem gert er í Islenskum söguatlas gerir efnið ekki einungis aðgengilegra en áður > hefur verið heldur einnig heillandi og hlýtur að vekja áhuga allra sem kynna sér bókina. íslenskur söguatlas kemur að góðum notum bæði sem yfirhtsrit og sem uppflettirit um einstök atriði sögunnar. Aðalhöfundar verksins eru Árni Daníel Júlíusson og Jón Ólafur ísberg sem báðir hafa lokið BA Í>rófi í sagnfræði við Háskóla slands og stunda nú framhaldsnám i greininni. Ritstjóri íslensks söguatlas er Helgi SkúU Kjartansson lektor, enn af okkar kunnustu sagnfræðingum. Aðrir textahöfundar eru þau Hulda Sigurborg Sigtryggsdóttir sagnfræðingur, Viðar Hreinsson bókmenntafræðingur, dr. Haukur Jóhannesson jarðfræðingur, Ingvi Þorsteinsson náttúrufræðingur og Guðmundur Guðjónsson landfræðingur. Myndaval i bólrina var i höndum hðfunda og Bjöms Rúrikasonar ljóamyndara. Gerð landabréfa önnuðust Landkostir hf. á Selfossi eftir fyrirsögn höfunda. Umbrot og útlit verksins var í höndum Búa Kristjánssonar myndhstarmanns. Eftir hann eru einnig allmargar teikningar sem prýða verkið. Meginhluta ljósmynda tóku Björn Rúriksson, Myndverk hf. og Jóhanna Ólafsdóttir, ljósmyndari hjá Stofnun Árna Magnússonar. Verkstjóm og skipulag vinnu við íslenskan söguatlas var í höndum Harðar Sigurðarsonar, framleiðslustjóra hjá Almenna bókafélaginu. Filmuvinnu annaðist Korpus og Oddi. Prentun og bókband var í höndum Prentsmiðjunnar Odda hf. Speki Konfúsíusar Komin er út hjá Iðurtni íslensk þýðing á Speki Konfúsíusar. Ragnar Baldursson þýddi bókina beint úr fmmmáhnu og ritar einnig inngan, skýrir orð meistarans og lýkur upp leyndardómum þeim sem spakmæli hans geyma. í kynningu útgefandans á bókinni segir m.a.: 1 orðum hins foma vitrings Konfúsíusar er að finna frábæra djúpskyggni og mikið mannvit og eiga þau enn fyllsta erindi við nútímamanninn. Vísdómsorð hins mikla kínverska meistara hafa mótað og eflt hugsun og menningu Kinverja og annarra þjóðe að fornu og nýju. Bakkabræður Komin er út hjá Iðunni bókin um Bakkabræður Allir þekkja sögumar um bræðurna heimsku á Bakka, þá Gísla, Eirík og Helga sem þekktu ekki einu sinni í sundur fæturna á sjálfum sér. Brian Pilkington myndskreytti bókina ríkulega og myndir hans gæða sögumar nýju lífi og draga fram skopleg og skemmtileg smáatriði í ævintýmm bræðranna og kostulegum uppátækjum þeirra. Textinn er unninn upp úr Þjóðsögum Jóns Ámasonar og er hér meðal annars að finna sögumar af Brúnku, kettinum og keraldinu, gluggalausa húsinu o.fl. Enn mælir Finnbogi Bókaútgáfan Skuggsjá hefur sent frá sér bókina Og enn mælti hann — 20 ræður og greinar eftir Finnboga Guðmundsson landsbókavörð. Eftir Finnboga hafa áður komið út tvö söfn með ræðum og greinum eftir hann, Að vestan og heiman 1967 og Orð og dæmi 1983. 1 þessari nýju bók hans em svo tuttugu ræður og greinar sem flestar em frá seinustu ámm. í bókinni er fjallað um hin margvíslegustu efni, allt frá nýárshugleiðingu í Hafnarfjarðariárkju til handknattleiks á fimmta tugnum og frásagnar af ferð til Albaníu. Þá er brúðhjónaminni, minni kvenna, erindi um Þingvelh, Þjóðarbókhlöðu, Jón Eiríksson, Passiusálmahandrit Hallgríms Péturssonar og sitthvað fleira. Og enn malti hann-20 naBor og greinar er 144 bls. að ststrð.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.