Tíminn - 04.01.1990, Page 2

Tíminn - 04.01.1990, Page 2
2 Tíminn Fimmtudagur 4..janúant990 Spádómum völvu Vikunnar slegið upp í helsta morgunblaði Suður-Svíþjóðar: Sænskir vitna í völvuna um fall Gorbatsjofs 1990 Orðstýr völvu Vikunnar hefur borist út fyrir landstein- ana. „íslenska völvan hefur frá því að sögur hófust fallið í trans einu sinni á ári og þá sagt fyrir um helstu atburði á nýju ári og í næstu framtíð. Hver völvan er, er best varðveitta leyndarmál á íslandi. Spádómar hennar eru birtust nú í blaðinu Vikunni“, sagði í einni aðalfrétt morgunblaðsins Syd Svenskan um áramótin. Tíðindamaður Tímans í Lundi segir völvuspár Vikunnar einu spádómana sem hann hefur orðið var við í sænsku pressunni og raunar um leið einu fréttirnar frá íslandi sem hann hefur séð þar lengi. Þótt ekki þurfi að kynna spána fyrir íslendingum sýnist engu að síður fróðlegt hvaða spádómar hafi þótt athygliverðastir í sænsku pressunni. Uppslátturinn, í fjögurra dálka fyrirsögn á fréttasíðu, hljóðaði svo: „Völvan spáir að Gorbatsjof fari frá“. Næst er vitnað í völvuna um að blikur séu á lofti í efnahagslífinú á Norðurlöndunum á árinu, í einu þeirra þó sérstaklega. Þá er hermt að „kalda stríðinu" sé ótvírætt lokið. Útlitið sé hins vegar síður en svo bjart fyrir leiðtoga stórveldanna. Því Gorbatsjof muni annað tveggja; fara frá völdum eða andast á árinu 1990. Hvort það verði sjái völvan ekki nákvæmlega, bara að yfir honum hvíli dimmur skuggi. Jafnframt er haft eftir völvunni að valdamikill stjórnmálamaður á Vesturlöndum muni deyja snögg- lega - hugsanlega Bush Banda- ríkjaforseti. Þá er hermt að banda- rískur blökkumaður, stjórnmála- maður í forsvari fyrir réttindabar- áttu minnihlutahópa, muni hljóta mikinn og almennan stuðning. Um Bandaríkin er einnig er haft eftir völvunni að eitthvað muni þar koma fyrir sem geri Bandaríkja- menn að athlægi um heim allann. Um Þýskalandsmálin er m.a. haft eftir Völvunni, að margir þeirra Austur-Þjóðverja sem flúðu vestur komi til með að snúa heim á ný í ár. „En til að sjá það fyrir þarf maður nú ekki að vera völva“, segir Syd Svenskan. Hins vegar þykir sænskum athyglivert að völv- an trúi ekki á sameiningu þýsku ríkjanna - þvert á móti megi búast við óróleika innan þeirra beggja. Hvað ísland varðar er vitnað til spádóma völvunnar um heitt sumar og mildan vetur. „En fá hafa menn þar önnur tilhlökkunarefni", segir Syd Svenskan. Því völvan spái auknu atvinnuleysi, löngum verk- föllum, vaxandi verðbólgu, fjölgun sjóslysa og miklu eldgosi. Þá segir að völvan hafi jafnframt gert langtímaspá fyrir áratuginn. Hún sjái fyrir að austur og vestur komi til að nálgast enn meira. En miðjan áratuginn muni stórir skar- ar manna, gulir eða dökkir á húð, koma til með að ógna heimsfriðn- um. Ofstæki þessa skara megi helst líkja við japönsku sjálfsmorðs- sveitirnar í síðari heimstyrjöldinni. Margra ára hatur og kúgun komi til með að verða afleiðing af yfir- gangi þessara hópa. Minniháttar fréttir á sömu síðu Syd Svenskan voru m.a. um miklar verðhækkanir á þjónustusköttum sænskra sveitarfélaga nú frá ára- mótum, verulega hækkun á húsa- leigu og um 75% hækkun sem verður á bensínverði í Svíþjóð, þar sem bensínlítrinn á að fara í sem svarar um 80 kr. íslenskum fyrir mitt þetta ár. En íslenska völvu- spáin yfirskyggði þessa „smámuni" alla saman. - HEI Skattkerfisbreytingarnar tóku gildi um áramótin: BREYTT VERD VEGNA VSK Virðisaukaskatturinn leysti söluskattinn af hólmi um áramótin. Kindakjöt í heilum og hálfum skrokkum, mjólk, innlent grænmeti og fiskur eiga að að vera ódýrari nú en fyrir áramót því þessar vörur bera 14% virðisaukaskatt í stað 25% söluskatts áður. Verð á öðrum matvörum á ekki að breytast í kjölfar skattkerfisbrcytinganna. Framkvæmdum við Arnarneshæð mun í september Nokkuð hefur borið á tilkynning- um um verðhækkanir sem ekki tengjast virðisaukaskattinum og í fyrradag hækkaði til dæmis brauð um 8% hjá nokkrum brauðgerðum sem ekki höfðu hækkað verðið síðan í ágúst. í fyrradag lækkaði blýlaust bensín um 70 aura hver lítri og 98 oktana bensín lækkaði um 50 aura hver lítri. Lækkunin er til komin vegna þess að virðisaukaskattur leggst nú á bensín í stað söluskatts. Virðisaukaskatturinn leggst á allar olíuvörur, einnig þær sem ekki hafa borið söluskatt. Því hefur gasolía og svartolía hækkað um 30%. Gasolía á bifreiðar hækkaði um rúmar fimm krónur hver lítri, í 22,50 krónur. Verð á olíu til fiskiskipa hækkaði einnig um 30% og kostar hver lítri nú 19,50 krónur. Hækkunin var þetta mikil vegna þess að við bættust hækkanir á mörkuðum erlendis. Hækkanir á olíunni koma af full- um þunga niður á aðilum í fólks- flutningum þar sem þeir eru undan- þegnir virðisaukaskatti og geta því ekki dregið skattinn sem þeir þurfa að greiða vegna olíunnar frá út- skattinum. Verðlagsráð mun að öll- um líkindum koma saman í þessari viku til að fjalla um beiðni stofnana og fyrirtækja um hækkanir og er þar fyrst og fremst um að ræða beiðnir frá flutningafyrirtækjum, til dæmis Flugleiðum, sendi- og leigubílstjór- Virðisaukaskatturinn leggst á farmgjöld en það gerði söluskattur- inn ekki áður. Sem dæmi má nefna að beiðni Flugleiða hljóðar upp á um 23% hækkun á farmgjöldum. Sá einstæði atburður gerðist í sögu ÁTVR í gær að áfengi og tóbak lækkaði í verði vegna upptöku virð- isaukaskattsins. Verðlækkunin er að vísu einungis 0,4%. Sem dæmi má nefna að þriggja pela flaska af ís- lensku brennivíni lækkaði úr 1500 krónum í 1490 krónur. Algeng teg- und af bandarískum sígarettum lækkaði úr 199 krónum f 198 krónur. Eftirlit Verðlagsstofnun hefur það verk- efni að koma í veg fyrir að skattkerf- isbreytingarnar verði notaðar til að hækka vöruverð. Fyrir áramótin vann stofnunin að því að taka saman upplýsingar um verð í verslunum og verður gerður samanburður á vöru- verði fyrir og eftir skattkerfisbreyt- inguna. Verðlagsstofnun treystir þó að miklu leyti á árvekni hins almenna neytanda, eins og kemur glöggt fram í auglýsingum stofnunarinnar í dag- blöðum. Þetta er sérstaklega mikil- vægt varðandi vöruflokka þar sem álagningin er frjáls eins og á græn- meti, fiski og unninni kjötvöru, en kindakjöt í heilum og hálfum skrokkum lækkar í verði frá af- urðastöðvunum. SSH Ijúka í fyrradag var Arnarnesvegur rofinn á Arnameshæð í Garð- abæ. Þetta hefur í för með sér verulega röskun á umferð um Arnarnes. Vegfarendur eru hvattír til að sýna varkámi með- an á framkvæmdum stendur. Áætlað er að framkvæmdum muni Ijúka í september á þessu ári. Hafnarfjarðarvegur er fjölfarnasti þjóðvegur landsins og vegamót Am- amesvegar við hann em með einhver hæstu slysatíðni hér á landi. Áætlað er að á hverjum degi fari um 25-35 þúsund bílar um Hafnarfjarðarveg. Á ámnum 1986-87 urðu 87 umferð- aróhöpp á vegakaflanum frá Arn- arneslæk og norður fyrir Kópavogs- læk. Með endurbyggingunni á að ráða bót á þessum vanda, auka öryggi vegfarandans og skapa hon- um greiðari ökuleið. Þær framkvæmdir sem verður ráð- ist í eru: Lögð verður ný eystri akbraut úr Kópavogi og suður yfir Arnarneshæð. Einnig verður Iögð vesturakbraut um Arnarneshæð. Byggð verður brú á Arnarneshæð fyrir umferð um Arnarnesveg. Hafn- arfjarðarvegur verður lagður undir brúna. Ný gatnamót verða til. Kópa- vogslækur verður brúaður á eystri akbraut. Undirgöng verða gerð við Fífuhvammsveg á eystri akbraut. Eftir að Arnarnesvegur var rofinn er ekki lengur hægt að beygja úr Arnarnesi á Hafnarfjarðarveg til norðurs, beygja af Hafnarfjarðar- vegi úr suðri inn í Arnarnes og beygja af Hafnarfjarðarvegi úr norðri inn á Arnarnesveg til austurs. Til þess að bregðast við þessu verður gerð U-beygja norðan við Arnarnes- læk og önnur nálægt bæjarmörkum við Kópavog. Fyrirtækið Hagvirki sér um fram- kvæmdir á Hafnarfjarðarvegi. Heildarkostnaður er áætlaður 255 milljónir á verðlagi í september 1989. - EÓ um. Alver á Suðurland! Héraðsnefnd Árnesinga hefur gert þá kröfu til stjórnvalda að næsta stórfyrirtæki í orkufrekum iðnaði verði staðsett á Suðurlandi og í því bent á Árborgarland. Tillanga þessa efnis var samþykkt samhljóða á aðalfundi Héraðs- nefndar Árnesinga og hefur verið send iðnaðarráðherra. í tillögu héraðsnefndarinnar er bent á að á svæðinu búi 10 þúsund manns og sé um að ræða eitt atvinnusvæði, sem brýnt er að fjölga atvinnutækifærum á. Svæðið býður upp á greiðar samgöngur, hafnaraðstöðu og hagstæðar orku- flutningsleiðir. Héraðsnefndin álítur að Suður- land hafi að undanförnu goldið nálægðarinnar við Stór-Reykja- víkursvæðið í atvinnulegu tilliti. „Á sama tíma er mest öll raforka landsmanna framleidd í þessum landshluta og notuð til þess að standa undir atvinnulífi í öðrum landshlutum. Viðþetta verðurekki unað,“ segir í tilkynningunni. - ABÓ

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.