Tíminn - 04.01.1990, Page 4

Tíminn - 04.01.1990, Page 4
4 Tíminn Fimmtudagur 4. janúar 1990 FRÉTTAYFIRLIT BÚKAREST - Talsmaöur rúmenska hersins sagöi aö ástandiö í Rúmeníu væri nú rólegt og fullkomlega undir stjórn, en hvatti hins vegar landsmenn til þess aö vera á verði gagnvart hugsanlegum árásum fyrrum öryggislög- reglumönnum Ceausescus sem ekki hafa gefist upp. I París sagöi Roland Dumas utanríkisráöherra Frakklands aö ríkisstjórn Þjóðfrelsunar- fylkingarinnar sem tók viö völd- um eftir aö Ceausescu hafði verið steypt af stóli og sendur á vit feðra sinna, hafi veriö mynduð fyrir sex mánuðum. HANOI - Nguyen Van Linh aðalritari víetnamska komm- únistaflokksins mun segja af sér embætti á miðstjórnarfundi flokksins sem haldinn verður innan tveggja mánaða. Linh er sagður segja af sér vegna heilsubrests. SOFIA - Nú tveimur mánuð- um eftir að Todor Zhikov fyrr- um leiðtogi Búlgaríu féll af stalli, hefur kommúnistaflokk- urinn sem enn er þó við völd í landinu ekki ákveðið hverörlög hans eigi að verða. Hins vegar sagði Andrei Lukanov einn helsti núverandi leiðtogi stjórn- arnefndar flokksins að ekki væri rétt að draga Zhikov fyrir rétt, hvað þá að hann yrði tekinn af lífreins og Ceaus- escu. MOSKVA - Óeirðir og mót- mæli þau sem verið hafa með- al Azera á landamærum Sov- étríkjanna og íran voru ekki vegna stjórnmála heldur deilna um ræktaland sem sovésk yfir- völd hafa tekið frá bændum og lagt undir landamæravörslu, sem efld hefur verið undanfar- ið. BÚDAPEST - Kanadísk herflugvél mun fara í könn- unarleiðangur yfir Ungverja- land í þessari viku og er það liður í bættum samskiptum austurs og vesturs. Frá þessu var skýrt í ungverska ríkisút- varpinu. BEIRÚT - Vopnaður maður sem reyndi að myrða háttsett- an herforingja, hollum Michel Aoun hershöfðingja, drap fimm manns en missti af skotmarki sínu. PEKING - Menntamálaráð- herra Kína varaði Bandaríkja- menn við því að Kínverjar myndu taka mjög harða af- stöðu gegn Bandaríkjunum ef Bandaríkjamenn leyfðu stúd- entum sem verið hafa við nám í Bandaríkjunum að setjast þar að. Kínverskir námsmenn í Bandaríkjunum óttast mjög að verða teknir í karphúsið oa að kínversk stjórnvöld reyni ao hrista vestrænar hugmyndir úr kollinum á þeim ef þeir hverfa heim til Kína að nýju. Háttsett áströlsk sendinefnd mun hitta Khieu Samphan leið- toga skæruliða Rauðra Khmera að máli I Bankok í dag og á morgun og mun reyna að fá hann til að samþykkja friðar- áætlun fyrir Kambódíu sem Ástralir hafa samið. Gerir áætl- unin ráð fyrir að Kambódía verði sett undir stjóm Samein- uðu þjóðanna til bráðabirgða þar til frjálsar kosningar hafa farið fram í landinu. Þá taki við lýðræðislega kjörin ríkisstjórn. Friðaráætlun þessi er unnin upp úr friðarhugmyndum sem áður hefur verið lögð fyrir hina stríðandi aðila í Kambódíu. Þar var gert ráð fyrir að skæruliðahreyfingarnar þrjár sem berjast við stjórnvöld í Pohn Pehn deili völdum með núverandi stjórn þar til kosningar hafi farið fram. Stjórnvöld í Pohn Pehn höfnuðu þeim hugmyndum á þeim forsendum að þeir gætu ekki hugsað sér að stjórna með Rauðum Khmerum sem höfðu tögl og hagldir í Kambódíu Skæruliðar Shianouks prins í hernaðarleiðangri í Kambódíu þar sem þeir berjast gegn stjórninni í Pohn Pehn ásamt Þjóðfrelsisfylkingu Khmera og Rauðum Khmerum. Nú reyna Ástralir að koma á friði í Kambódíu. Khmeraþjóðin þar hefur þurft að lifa við endalaust stríð og hörmungar frá því Bandaríkjamenn réðust inn í Kambódíu árið 1968 til að verjast árásum skæruliða Víetcong sem notuðu landið sem bækistöðvar sínar. fjögur ár þar til Víetnamar gerðu innrás og komu núverandi stjórn til valda. Er talið að ein milljón Kam- bódíubúa hafi látist undir ógnar- stjórn Rauðra Khmera. Víetnamar yfirgáfu Kambódíu í septembermánuði síðastliðinn og hafa skæruliðar verið að færa sig upp á skaftið síðan, þó stjórnarherinn í Pohn Pehn haldi enn velli. Ástralir telja sig hafa fullvissu fyrir því að ríkisstjórn Kambódíu munu sætta sig við það fyrirkomulag sem friðaráætlun þeirra gerir ráð fyrir. Það mun Shianouk prins einnig gera, en hann er leiðtogi annarrar skæruliðahreyfingarinnar sem ekki aðhyllist sósíalisma. Hin hreyfingin er Þjóðfrelsisfylking Khmera sem er undir stjórn Son Sann, en ástralska sendinefndin mun halda á fund hans í París í næstu viku. Þá hafa Ástralir fengið jákvæðar undirtektir frá Víetnömum sem styðja stjórnarherinn í Kambódíu, Kínverjum sem styðja Rauða Khmera og ríkjum Samtaka ríkja í Suðaustur-Asíu. Rúmenía: Gamla stjórnin í fangelsi Hin nýja ríkisstjórn Rúmeníu lét á þriðjudag hneppa stjórnarnefnd rúmenska kommúnistaflokksins í stofufangelsi og munu þcssir fyrrum háttsettu menn verða dregnir fyrir rétt. Ekki er ljóst hverjar ákærur verða nákvæmlega, en í stjórnar- nefndinni voru um það bil fjörtíu meðlimir, með og án atkvæðisréttar. Háttsettur efnahagsráðgjafi kommúnistaflokksins, Andrei Vela að nafni, sagði við vestræna frétta- menn að kommúnistaflokkurinn hafi í raun verið leystur upp, þó hann hafi ekki opinberlega verið lagður niður. Vela sagðist vera einn af um það bil sextíu fyrrum félögum kommún- istaflokksins sem nú séu að reyna að stofna vinstri sinnaðan stjórnmála- flokk úr rústum gamla kommúnista- flokksins. Rúmenski kommúnista- flokkurinn var á pappírunum sterk- asti kommúnistaflokkur Austur- Evrópu með 3,8 milljón meðlimi, en alls eru Rúmenar um 23 milljónir. Hins vegar á flokkurinn ekki upp á pallborðið eftir að Ceausescu var komið fyrir kattarnef. - Okkur mistókst að bregðast við í tíma til að binda sjálf endi á einræðið svo Ceausescu hélt öllum völdum en flokkurinn var valdalaus, sagði Vela. Kontraliðar myrða banda* ríska nunnu Skæruliðar Kontra sem njóta stuðnings Bandaríkjamanna myrtu tvær nunnur í norðurauðsturhluta Níkaragva á þriðjudaginn. Önnur nunnan var bandarísk en hin var frá Níkaragva. Að auki særðist banda- rískur biskup og önnur nunna frá Níkaragva í árás Kontraliðanna. Guðsfólkið var á ferð í bifreið á milli bæjanna Cabezaz og Mina Rosita þar sem þau hafa haldið uppi líknarstarfi undanfarin ár. Kontra- liðarnir gerðu árás á bifreiðina þó að um Guðsfólk hafi verið að ræða, en hluti Kontra hefur heitið að halda uppi árásum innan Níkaragva fram að kosningum sem fram fara í land- inu í febrúarmánuði. Nunnan sem lést hét Maureen Courtney og var 45 ára. Biskupinn sem, særðist mun vera Paul nokkur Scmitz. Ekki er vitað hvort hann og nunnan frá Níkaragva eru í lífs- hættu, en þau voru flutt á sjúkrahús í Mina Rosita. Óvænt heimsókn: Botha í Ungverjalandi Pik Botha utanríkisráðherra Suður-Afríku kom í opinbera heimsókn til (Jngverjalands í gær og er það fyrsta hcimsókn hans til ríkis innan Varsjárbandalagsins. Heimsókn Bothas kom mjög á óvart, en hann hyggst ræða við Gyula Ilorn utanríkisráðherra Ungverjalands og einnig við leiðtoga stjórnarandstöðunnar. Mun Botha ræða þróunina í suðurhluta Afríku þar sem stjórnvöld í Suöur-Afríku hafa undanfarið byrjað að ræða við blökkumannaríkin norðan landamæranna, en Ungverjar og önnur ríki Austur-Evrópu hafa haft mikil samskipti við stjórnvöld þar. Suöur-Afríka og Ungverjaland hafa ekki stjórnmálasamband, en litið er á þessa för Botha sem fyrsta skrefið í þá átt. Suður-Afríkustjórn hefur á undanförnum mánuöum veríð að brjótast út úr þeirri einangrun sem Suður-Afríka hefur veríð í á alþjóðavettvangi vegna aðskilnaðarstefnunnar. Munar þar mest um hin miklu umskipti er De Klerk forseti hefur gert á stefnu Suður-Áfríku eftir að hann tók við forsetaembættinu á síðasta ári. Panama: Forseti Mexíkó hnýtir í innrás Bandaríkjamanna Carlos Salinas forseti Mexíkó fordæmdi, óbeint þó, innrás Banda- ríkjamanna í Panama í ræðu sinni er hann tók á móti háttsettum foringj- um mexíkanska hersins í Þjóðarhöll- inni í Mexíkó á nýársdag. - Við höfum varið og munum halda áfram að verja rétt allra þjóða til að ákveða framtíð sína, án utan- aðkomandi afskipta. í okkar heims- álfu munum við halda áfram að feta samningaleiðina til að finna friðsam- legar lausnir á átökum og virða grundvallaratriði sjálfsákvörðunar- réttar og fordæma erlenda íhlutun. Það er eina leiðina til að halda uppi siðferðilegri sambúð þjóða, sagði Salinas í ræðu sinni. Salinas var greinilega að hnýta í innrás Bandaríkjamanna í Panama, en Mexíkanar sem eiga landamæri að Bandaríkjunum, hafa oft orðið að þola hernaðaríhlutun Banda- ríkjamanna og orðið að láta lands- svæði sín af hendi til þeirra, hafa verið einna fremstir í að gagnrýna hernám Bandaríkjahers í Panama. Þess má geta að Jesse Jackson hinn blakki demókrati sem stefnt hefur á forsetastólinn í Bandaríkjun- um gagnrýndi í gær harðlega innrás Bandaríkjamanna í Panama. Jack- son sagði að innrásin hefði verið siðferðisleg, stjórnmálaleg og laga- leg mistök, sem skaði málstað Bandaríkjanna í baráttunni gegn eiturlyfjasmyglurum í Rómönsku Ameríku. Jackson sakaði Bandaríkjaher um að hafa gert sprengiárásir á þéttbýl svæði í Panamaborg og að um sex- hundruð óbreyttir borgarar hefðu fallið. Ekkert gæti réttlætt slíkar aðfarir Bandaríkjahers. Þá sagði Jackson að Bandaríkja- menn hefðu auðmýkt sig með því að ráðast inn á friðhelgt heimili sendi- herra Níkaragva í Panama og gert þar húsleit. Þar er George Bush forseti Bandaríkjanna sammála andstæðingi sínum, en hann sagði í fyrradag að sú aðgerð hefði verið heimskuleg mistök.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.