Tíminn - 04.01.1990, Page 5

Tíminn - 04.01.1990, Page 5
Fimmtudagur 4. janúar 1990 Tíminn 5 Háskólakarlar nær allir í „hnappelduna“ upp úr tvítugu: Háskólakonur vilja helst háskólakarla Háskólamenntaðar konur virðast lítið gefnar fyrir að giftast „niður fyrir“ sig. Af þeim sem á annað borð hafa játast manni eru um fjórar af hverjum fimm (78%) giftar háskólaborgurum og vart nokkur gift manni með minna en sæmilega menntun úr framhaldsskóla, sem oftast er þá í hópi sjálfstæðra atvinnurekanda. Á hinn bóginn á um fímmti hver háskólakarl eiginkonu sem aðeins hefur lokið skyldunámi eða lítið umfram það, en innan við helmingur er kvæntur konum með háskólanám að baki. Aðeins um fímmti hver þessara karla á konu í fullu starfí utan heimUis, en fjórðungur á konu sem eingöngu sinnir heimilishaldi fyrir þá. Þessar upplýsingar er m.a. að fínna í viðamikilli jafnréttiskönnun sem gerð var á vegum Bandalags há- skólamanna meðal félagsmanna. Margar „ólofaðar“? t*á vekur athygli hve hlutfalls- lega miklu fleiri háskólamenntaðir karlar eru í hjúskap heldur en jafnaldrar þeirra í landinu almennt. Þegar milli tvítugs og þrítugs eru aðeins 14% enn ólofað- ir, þótt Hagtíðindi segi okkur að 66% allra 25-30 ára karla í landinu séu enn ógiftir. Af háskólakörlum yfir þrítugt eru aðeins 5% enn „á lausu“, en það eru hins vegar um 30% allra 30-40 ára karla í landinu í heild. Ólofaðar háskólakonur eru aftur á móti hlutfallslega 3 til 4 sinnum fleiri en karlar, sem er þver öfugt við þjóðfélagið í heild. Hagtíðindi segja ógiftar konur eru um þriðj- ungi til helmingi færri en karla í hverjum aldursflokki. Af háskóla- konum milli fertugs og fimmtugs eru t.d. 14% ógiftar, en aðeins tæplega 8% af öllum íslenskum konum á sama aldri. Fimmta hver bamlaus Mikill munur er sömuleiðis á bamafjölda háskólafólks eftir kynjum. Rúmlega fimmta hver háskólakona er barnlaus en fleiri eiga aðeins eitt barn, sem eru helmingi hærri hlutföll en meðal karlanna. Fjögur börn eða fleiri eru aftur á móti fjórfalt algengari á heimilum háskólakarla (19% á móti 5%). Enda kemur í ljós að nær fjórð- ungur háskólakvenna kveðst hafa takmarkað barneignir vegna at- vinnu eða möguleikum á starfs- frama. Slíkt játaði aðeins 10. hver karl. Þetta dugði þó ekki til, því hátt í helmingur kvennanna hafði afþakkað vinnu eða ekki sótt um af fjölskylduástæðum og þriðjungur kvaðst hafa hætt við lengra nám af sömu sökum. Öll hlutföll voru þarna miklu hærri en meðal há- skólakarla, en í þeirra hópi eru nær allir eiginmenn háskólakvenna sem áður segir. Yfir 60% háskóla- kvennanna hafði einhverntíma verið í hlutastarfi, þar af helming- urinn þegar könnunin var gerð. Fæstum mun koma á óvart að hlutastörf eru fremur fátíð hjá körlunum. Vilja konur ekki stjóma? Vel yfir helmingur háskóla- kvenna (55%) kvaðst ekki hafa áhuga á yfirmannsstörfum, en rúm- lega þriðjungur karlanna var sama sinnis. Þegar þessir hópar voru spurðir nánar sagðist mikill meiri- hluti hafa meiri áhuga á sérfræði- kunnáttu heldur en stjórnun og störfum yfirmanns. Meira en helm- ingur kváðust áhægðar/ir með nú- verandi störf og nær helmingur kvennanna taldi stjórnunarstörf of tímafrek á kostnað fjölskyldulífs- ins. Mikill meirihluti bæði kvenna og karla reyndust líka ánægð í núver- andi starfi, nema hvað kaupið mætti vera hærra. Lang flestir töldu þekkingu sína nýtast vel og að þeir njóti álits á vinnustað (en meiri- hlutinn taldi það ekki eiga við um þjóðfélagið í heild). Stórmeirihluti var líka ánægður með starfsframa sinn til þessa og lýsti ánægju með andrúmsloft og mannleg samskipti á vinnustað. Ríkið þá „gott“ eftir allt? Þessi góði vitnisburður háskóla- fólks um vinnuveita sinn hlýtur að eiga við um ríki og bæjarfélög, því yfirgnæfandi meirihluti allra þátt- takenda eru opinberir starfsmenn. Um 85% kvennanna eru í þeim hópi og en um 2 af hverjum þrem körlum. Athygli vekur hve fáar háskóla- konur ráðast í störf hjá einkafyrir- tækjum, eða aðeins um 8% þeirra sem könnunin náði til, en hins vegar nær fjórðung karlanna. Varðandi rekstur eigin fyrirtækja var munurinn miklu minni þegar kom að rekstri eigin fyrirtækja (8% og 5%). Ekki kemur hins vegar fram hvort fyrirtækin ráða síður háskólakonur en karla, eða hvort þær sækja bara síður um störf á almenna vinnumarkaðnum. Kannski er þetta fyrst og fremst af þvf að konurnar mennta sig miklu fremur til starfa sem varla bjóðast nema hjá hinu opinbera. En samkvæmt aðild þeirra að BHM-félögum eru um 60% há- skólakvenna; í bókasöfnum, við kennslu eða lækningar, hjúkrun og aðra umönnun sjúkra. - HEI Ólafía Hrönn Jónsdóttir leikkona: Hlaut styrk úr minningarsjóði Styrkur úr Minningarsjóði Gunn- ars Thoroddsen var veittur í fjórða sinn 29. desember sl. Að þessu sinni var hlaut styrkinn Ólafía Hrönn Jónsdóttir, leikkona. Tilgangur sjóðsins er að veita styrki til einstaklinga eða hópa, stofnana eða félaga, eða veita verð- laun eða lán í sambandi við rann- sóknir, tilraunir eða skylda starfsemi á sviði mannúðarmála, heilbrigðis- mála eða menningarmála. Sjóðurinn var stofnaður af hjón- unum Bentu og Valgarði Briem, en er í vörslu borgarstjórans í Reykja- vík. Frú Vala Thoroddsen afhenti styrkinn, sem að þessu sinni var að fjárhæð 200 þúsund krónur. Nítján kindur finnast í V-Barðastrandar- sýslu, þar af nokkrar ómarkaðar: Uti um árabil Skömmu fyrir jól fundust nítján kindur í svokölluðum Kópahlíðum fyrir utan Krossárdal í V-Barða- strandarsýslu sem bersýnilega hafa gengið úti nokkur umliðin ár. Hluti af ánum var ómarkaður en þar var m.a. um að ræða eina tveggja vetra kind. Magnús Guðmundsson bóndi á Kvígindisfelli í Vestur- Barðastrandarsýslu segir að það sé ekki óalgengt að ær gangi úti í nokkur ár samfellt á þessum slóðum. Magnús sagði að féð hefði fund- ist fyrir hreina tilviljun, en Magnús fór við annan mann að leita að hrútum. Tíu kindur voru reknar að Kvígindisfelli en níu fóru niður í Selárdal. Fjórar af þeim tíu sem voru reknar að Kvígindisfelli voru ómarkaðar, tvö lömb, ein vetur- gömul og ein tvævetla. Magnús sagði að ærnar hefðu verið feitar eftir sumarið. Þeim var lógað eftir að þær komu í hús og kjötið var grafið. Magnús sagði að það væri mjög erfitt að smala á þessum slóðum. Hann sagði að féð hefði það ekki svo slæmt þarna og að dæmi væri um að ær kæmu af fjalli eftir fjögur ár með ómörkuð lömb. í Kópahlíð- um, þar sem æmar fundust, er alltaf snjólaust, en hins vegar er oft mikill klagi þarna og því er mikil hætta á að ærnar hrapi. Magnús taldi að þessi fundur núna væri ekki svo ýkja fréttnæmur þar eð nokkuð algengt væri að þarna lægju kindur úti í þrjú eða fjögur ár. Fyrir fáum árum heimti Magnús ellefu kindur af fjalli sem höfðu gengið úti í fjóra vetur. Hreppur- inn sá um að lóga þeim. - EÓ Að lokinni afhendingu styrksins. Talið frá vinstri eru Valgarð Briem, Vala Thoroddsen, Benta Briem, Ólafía Hrönn Jónsdóttir ásamt syni sínum og Davíð Oddson borgarstjóri. Kjartani þakkað Tímanum hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá Sambandi ís- lenskra samvinnufélaga, undirrituð af Guðjóni B. Ólafssyni, forstjóra. „Framkvæmdastjóri Fjárhags- deildar Sambandsins, Kjartan P. Kjartansson, hefur sagt starfi sínu lausu frá og með ármótum og hefur þegar hætt störfum. Ekki hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri Fjár- hagsdeildar og mun Björn Ingimars- son, forstöðumaður og staðgengill framkvæmdastjóra, gegna störfum hans þar til annað verður ákveðið. Kjartan hefur starfað hjá Sam- bandinu í rösklega 36 ár. Hann hóf störf hjá Skipadeild 1. apríl 1953 og tók við skirfstofu Sambandsins í London í maí 1969. Hann varð framkvæmdastjóri Skipulags- og fræðsludeildar 1977 og fram- kvæmdastjóri Fjárhagsdeildar í árs- lok 1986. Kjartan hefur reynst Sambandinu einstaklega ötull og traustur starfs- maður og hefur aldrei sparað tíma eða erfiði í störfum sínum, sem hann hefur sinnt af stakri trúmennsku. Við starfslok eru honum þökkuð mikil og óeigingjörn störf í þágu Sambandsins." Kjartan P. Kjartansson: Athugasemd Tímanum hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Kjartani P. Kjart- anssyni: í tilefni umfjöllunar fjölmiðla um starfslok mín hjá Sambandinu um þessi áramót skal upplýst að ég hef gert forstjóra ítarlega grein fyrir ástæðum þess að ég hef kosið að víkja úr framkvæmdastjórninni. Ein ástæðan er mat mitt á margra mánaða samningagerð Sambandsins við Landsbankann, þar sem undirrit- aður taldi - öðru hverju - að nær fullsamið væri, aðeins til að upp- götva þegar á átti að herða, að ókleift reyndist að ná samkomulag- inu í höfn. Vegna brýnna sameiginlegra framtíðarhagsmuna Landsbankans og Sambandsins, taldi ég rétt að víkja þessum samskipta-kapítula til hliðar með því að þoka úr starfi. Verð þjón- ustu hækkar Ýmis opinber þjónusta hefur hækkað verulega. Þinglýsingargjald hækkaði úr 280 krónum í 600 krónur, eða um 114%. Veðbókar- vottorð kostaði 200 krónur fyrir áramót en kostar nú 500 krónur. Fyrir skráningu kaupmála þarf að greiðá 2500 krónur í stað 900 króna áður og nemur hækkunin 150%. SSH Skrifstofustjóri Alþingis um bankaráðsmann Kvennalista: Telur kjörið óeðlilegt Samkvæmt mati skrifstofustjóra Alþingis, er það talið óeðlilegt að Kristín Sigurðardóttir, fulltrúi Kvennalistans í bankaráði Lands- bankans, sitji í bankaráði jafnframt því að gegna starfi deildarstjóra hjá Kaupþingi hf. I áliti þessu felst ekki neinn dómur um hæfni Kristínar eða trúnað, heldur er einungis bent á að sú aðstaða að hafa möguleika á að miðla upplýsingum, milli fyrirtækja í samkeppni, sé varhugarverð. Það var þingflokkur Kvennalist- ans, sem bað um álit sérfræðinga á kjöri deildarstjórans hjá Kaupþingi í bankaráðið. Forsetar Alþingis héldu fund um málið í gær, þegar fyrir lá álitsgerð Friðriks Olafssonar, skirfstofustjóra þingsins. Sigurður Líndal, lagaprófessor, hefur einnig verið beðinn um lögfræðilegt álit á setu Kristínar í bankaráði, jafnhliða því sem hún gegni starfi deildar- stjóra hjá Kaupþingi hf. Hann mun væntanlega skila því af sér í dag eða á morgun. Úttekt skrifstofustjóra Alþingis endar á áliti, þar sem dregin er í efa að eðlilegt sé að fulltrúi Kvennalistans sitji bæði í bankaráði Landsbankans og starfi sem deildarstjóri hjá Kaupþingi. Orðrétt segir í áliti Friðriks: „Með skírskotun til þess sem að framan er rakið verður svar undirrit- aðs við erindi Kvennalistans þetta: Seta Kristínar Sigurðardóttur í bankaráði Landsbankans getur að mínu mati ekki talist andstæð lögum nr. 86 frá 1985, um viðskiptabanka, enda skortir þar bein lagaákvæði um almennt hæfi til setu í bankaráðum, svo sem áður er lýst. Það verður hins vegar að teljast óeðlilegt Þegar virt eru almenn laga rök og þær reglur sem taldar eru gilda um þessi efni hér á landi, að starf Kristínar hjá Kaupþingi geti samrýmst setu henn- ar í bankaráði Landsbankans. Ein- ungis sú staðreynd að vera í aðstöðu til að miðla upplýsingum, enda þótt ekki séu bomar brigður á trúnaðinn, hlýtur að vega þyngst í þessum efnum.“ Þingflokkur Kvennalistans fund- aði í gær, þar sem þetta mál var meðal annarra tekið fyrir. Engin ákvörðun var þó tekin á fundinum, en kvennalistakonur vonast til þess að álitsgerð Sigurðar Líndal verði tilbúin á morgun; þá mun haldinn almennur fundur flokksins vegna bankaráðsmálsins og tekin ákvörðun um hvort Kristín muni sitja, eða standa upp fyrir varamanni sínum. -ÁG

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.