Tíminn - 04.01.1990, Side 7

Tíminn - 04.01.1990, Side 7
Fimmtudagur 4. janúar 1990 Tíminn 7 lllllllllllllllll VETTVANGUR llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllfllllllllllllllllllllllllllllllllllll^ ívar Jónsson: Háskólinn á Akureyri í Ijósi raunsærrar byggðastefnu Stofnun Háskólans á Akureyri er vafalaust eitt framsæknasta skrefið sem stigið hefur verið á síðari árum í átt að raunsærri byggðastefnu. Þetta á ekki síst við um uppbyggingu sjávarútvegs- deildar Háskólans sem tók form- lega til starfa 4. janúar sl. Þessi mikilvæga deild tengir starfsemi hans náið staðbundinni þekkingu á landsbyggðinni. Háskólinn á Ak- ureyri hefur þó mætt nokkurri andstöðu, þar sem farið hafa sam- an skammsýn viðhorf ríkisstjórnar og fjárveitingavalds og sérhags- munir Háskólans í Reykjavík. Niðurskurður á framlögum til HA í fjárlögum fyrir 1990 er svo um- talsverður að framlag ríkisins hefði ekki nægt til að kennsla í sjávarút- vegsdeild skólans hæfist í janúar eins og fyrirhugað var. KEA, Kaupfélag Eyfirðinga Akureyri, bjargaði hins vegar málinu fyrir horn með því að lána Háskólanum á Akureyri húsnæði endurgjalds- laust í þrjú ár. Á síðustu dögum Alþingis var framlag til HA svo aukið um smáræði, 25 milljónir króna. Árás ríkisstjórnarinnar á háskóla landsbyggðarinnar hlýtur að kalla á mikla þverpólitíska and- úð landsbyggðarfólks. í þessari grein er fjallað um Háskólann á Akureyri (HA) og æskilega þróun hans í ljósi raunsærrar byggða- stefnu. Niðurskurður fjármálaráðherra I fjárveitingabeiðni sinni fyrir árið 1990 fór HA fram á rúmlega 210 milljón króna framlag, en sam- kvæmt fjárlagafrumvarpi voru honum ætlaðar rúmar 78 milljónir króna. Niðurskurðurinn var því um 63% og svo umtalsverður að honum var augljóslega markvisst ætlað að kæfa sjávarútvegsdeild HA í fæðingu. Þetta sést best á því að samkvæmt fjárveitingabeiðni HA var fyrirhugað að verja 68 milljónum króna í innréttingar og búnað en 50 milljónir voru áætlað- ar í húsnæði fyrir sjávarútvegs- deild. Nám í þessari deild er að stærstum hluta raungreinanám sem fram mun fara í vel útbúnum tilraunastofum. Eðli málsins sam- kvæmt er stofnkostnaður slíkrar deildar mun hærri en kostnaður vegna hugvísindadeilda. Þetta þekkir fjármálaráðherra sjálfur vel því hann hefur um árabil átt sæti í háskólaráði HÍ. Ríkisstjómin áætl- aði hins vegar aðeins 10 milljónir í fjárlagafrumvarpi sínu vegna hús- næðisuppbyggingar HA og 5 millj- ónir vegna innréttinga, búnaðar og viðhalds. Stefna ríkisstjórnarinnar er því meðvituð aðför að HA. Skammtímasjónarmið Niðurskurður ríkisstjómarinnar á framlögum til HA er hluti af almennri efnahagsstefnu stjórnar- innar. Hún sver sig í ætt við frjálshyggjuna sem ávallt boðar niðurskurð ríkisútgjalda á sam- dráttarskeiðum án tillits til eðlis starfsemi viðkomandi ríkisstofn- ana. í stað þess að auka ríkisút- gjöld í samdrætti og draga úr hagsveiflum um leið og fjárfesting- um er beint inn á svið sem auka framleiðni þjóðarbúsins og atvinnu í framtíðinni fylgir ríkisstjórnin þeirri skammsýnu efnahagsstefnu að draga úr útgjöldum í takt við minnkandi tekjurþráttfyriróvenju lágt hlutfall sköttunar á fyrirtæki og einstaklinga á íslandi og rýra samneyslu. Stefna af þessu tagi er gerólík þeirri samhæfðu langtíma- stefnu sem t.d. Japanir fylgja og hefur leitt til þess að þeir hafa á fáum áratugum orðið að öflugasta iðnveldi okkar tíma. HA í Ijósi byggðastefnu Háskólinn á Akureyri getur skipt sköpum fyrir atvinnu- og byggðaþróun þegar til lengri tíma er litið. Starfsemi hans myndi ekki aðeins stuðla að minnkandi fólks- flótta til Reykjavíkur og nágrennis, heldur einnig að öflugri nýsköpun í atvinnulífinu og auknum hag- vexti. Ástæðurnar eru þessar: 1) Verkaskipting í landinu er lands- byggðinni í óhag. Þróunarstarf- semi, markaðssetning og banka- starfsemi í landinu eru auk stjórn- sýslu að mestu samþjöppuð á suð- vesturhorninu. Þetta er sú atvinnu- starfsemi sem skiiar hlutfallslega hæstum launum og hagnaði fyrir hverjaunnavinnustund. Margföld- unaráhrifin eða m.ö.o. atvinnu- sköpunin er því hlutfallslega meiri í þessum landshluta. Þessi verka- skipting er orsök þess að ójöfn efnahagsþróun verður milli lands- hluta; 2) Með því að efla rannsókn- ir og þróunarstarfsemi á lands- byggðinni og um leið nýsköpun í atvinnulífinu er grafið undan verkaskiptingunni í landinu því slík starfsemi byggir á hálaunuðum störfum. Um leið er dregið úr ójöfnum margföldunaráhrifum milli landshluta. 3) Forsenda slíkr- ar nýsköpunarstarfsemi er rétt ytri skilyrði fyrir rekstri fyrirtækja, þ.e. nægt framboð af vel menntuðu rannsóknafólki, góð rannsókna- aðstaða og frjótt félagslegt um- hverfi. Háskóli og tæknigarðar í tengslum við hann leika augljós- lega lykilhlutverk í sköpun já- kvæðra nýsköpunarskilyrða. Skoð- um málið nánar. Þjóðleg nýsköpunarskilyrði Rannsóknir hafa leitt í ljós að framlög til rannsókna- og þróunar- starfsemi (r&þ) eru mikilvægari fyrir hagvöxt en launaþróun. Lönd með há framlög til r&þ eru há- launalönd. En áherslur í nýsköp- unarstarfsemi eru mismunandi eft- ir löndum og mótast af sérstökum aðstæðum og staðbundinni verk- þekkingu í hverju landi. Þess vegna er gjarnan talað um þjóðleg ný- sköpunarkerfi í fræðilegri umræðu um nýsköpun í atvinnulífinu. Á Norðurlöndum hefur mestur árangur náðst í nýsköpunarstarf- semi á sviðum þar sem farið hefur saman 1) mikil og útbreidd stað- bundin þekking tengd frumfram- leiðslugreinum, 2) náin tengsl milli þeirra sem framleiða vélar fyrir frumframleiðslugreinarnar og fyrirtækja í frumframleiðslu og loks 3) öflug starfsemi háskóla og tæknistofnana ríkisvaldsins sem hafa það hlutverk að flytja inn og þróa hátækni og staðfæra og dreifa út í atvinnulífið. Þetta hefur leitt til þess að t.d. Finnar eru fremstir í heiminum á mörgum sviðum í framleiðslu á tækjum fyrir náma- gröft og trjávöruframleiðslu, Svíar á sviði trjávöru og málmfram- leiðslu og bílaframleiðslu henni tengd, á meðan Danir eru framar- lega í þróun og framleiðslu tækja og véla fyrir úrvinnslugreinar land- búnaðar. HA og nýskópun í atvinnulífinu Þegar þetta er haft í huga er ljóst hvers vegna það er mikilvægt að efla Háskólann á Akureyri og tæknigarða honum tengda, því á Akureyri eru allar grundvallarfor- sendur öflugrar nýsköpunarstarf- semi. í fyrsta lagi er á Akureyri og nágrannabyggðunum á Norður- landi mikil staðbundin þekking í sjávarútvegi og iðnaði, óvirkjuð að mestu. í öðru lagi er fólksfjölda og byggð á þessu svæði þannig háttað að auðvelt er að koma á nánu samstarfi þeirra aðila sem myndu þróa framleiðslutæki fyrir iðnað og sjávarútveg og aðila í sjávarútvegi og iðnaði sem nota tækin í rekstrin- um. Fyrirtæki á Akureyri og í Dalvík hafa þegar lagt grunninn að framsækinni nýsköpunarstarfsemi en HA og tæknigarðar gætu eflt starfsemina til muna með því að flytja markvisst inn hátækni og staðfæra og dreifa út í atvinnulífið. í þriðja lagi eru á Akureyri stórfyr- irtæki á íslenskan mælikvarða þótt þau séu aðeins meðalstór á alþjóð- legan mælikvarða. Þessi fyrirtæki eru nægilega öflug til að geta fjármagnað og leitt langtíma ný- sköpunarstarfsemi í samstarfi við smá þróunarfyrirtæki. Rannsóknir á nýsköpun í atvinnulífinu á Vest- urlöndum sýna einmitt að samstarf smárra fyrirtækja og stórfyrirtækja skiptir sköpum gagnvart árangri í nýsköpunarstarfi. Fj ármagnsskort- ur er jú helsta vandamál smárra fyrirtækja þegar að markaðssetn- ingu kemur og frekara framhaldi rannsókna- og þróunarstarfsem- innar. Þjóðhagsleg rök Af ofansögðu leiðir að ekki að- eins byggðasjónarmið í hefð- bundnum skilningi, heldur almenn þjóðhagsleg rök krefjast þess að háskóli með öfluga nýsköpunar- starfsemi sé efldur á landsbyggð- inni fremur en í Reykjavík. Rök- semdafærslan leiðir einnig til þess að eðlilegt hlýtur að teljast að færa stærstan hluta starfsemi ýmissa stofnana út á landsbyggðina og til Akureyrar, þ.e. starfsemi stofnana eins og Iðntæknistofnunar, Rann- sóknastofnunar fiskiðnaðarins, Hafrannsóknastofnunar o.fl. Frá sjónarmiði nýsköpunar nýtist starf- semi Háskóla fslands og rann- sóknastofnana atvinnuveganna í Reykjavík ekki sem skyldi því bæði skortir markvissa, samhæfða rannsókna- og þróunarstefnu fyrir þessar stofnanir og þær hafa hneigst til að afla sér sértekna með skammtímaþjónustuverkefnum fyrir fyrirtæki. Við þetta bætist að HÍ hefur brugðist sem sjálfstæð akademísk rannsóknastofnun sem gæti stuðlað að langtímastefnu- mörkun fyrir íslenskt atvinnulíf og þjóðfélag. Framtíð Háskólans á Akureyri Háskólinn á Akureyri var stofn- aður 1987 og fer nú fram kennsla á hjúkrunarbraut og rekstrardeild. Eftir áramót er síðan gert ráð fyrir að kennsla hefjist við sjávarútvegs- deild. Styrkur HA á nýsköpunar- sviðinu er þverfagleg uppbygging sjávarútvegsdeildar og möguleikar á nánu samhæfðu starfi hennar og rekstrardeildarinnar. En betur má ef duga skal. Forsenda nýsköpun- arstarfs í atvinnulífi framtíðarinnar er hagnýting líftækni og upplýs- inga- og sjálfvirknitækni. Þetta á jafnt við um nýsköpun í sjávarút- vegi og iðnaði almennt. Kennsla og rannsóknir á sviði líftækni munu fara fram í líf- og matvælafræðum í sjávarútvegsdeild og einnig í hjúkrunardeild. Rannsóknir á sviði örtölvu- og sjálfvirknitækni vantar alfarið við HA og því ætti næsta skrefið að vera stofnun rafmagns- verkfræðideildar við skólann. Hér á landi eins og annars staðar á Vesturlöndum er vaxandi skilning- ur á mikilvægi vísinda- og tækni- þróunar fyrir efnahagslífið. Kennslu- og rannsóknastofnunum á sviði vísinda- og tæknistefnu og nýsköpunar í atvinnulífinu hefur því fjölgað hratt á undanförnum árum. Hlutverk slíkra stofnana er að stuðla að langtímastefnumörk- un í nýsköpun því sú hætta er ávallt fyrir hendi að nýsköpun fyrirtækja mótist um of af skammtímasjónar- miðum. Hlutverk þessara stofnana er einnig að greina samfélagsleg markmið vísindastarfseminnar og leita valkosta í stefnumörkun stjórnvalda á sviði atvinnu- og tækniþróunar. Slík stofnun er afar mikilvæg fyrir þróun raunsærrar byggðastefnu og því ætti rann- sóknastofnun á sviði vísinda- og tæknistefnu að vera einn af horn- steinum Háskólans á Akureyri ■ framtíðinni. Alþjóðleg sérstaða Það skiptir miklu fyrir framtíð HA að skólinn skapi sér sérstöðu því óneitanlega keppir hann við HÍ og erlenda háskóla um stúdenta. Sérstaða HA yrði skýr með þeirri starfsemi sem lýst var hér að ofan. Alþjóðlega séð yrði sérstaða hans enn meiri ef við hann yrði stofnuð rannsóknastofnun á sviði eyríkja og örsmárra ríkja. Eyríkjarann- sóknir eru ört vaxandi rannsókna- svið en á því gætu Islendingar orðið leiðandi í framtíðinni. Hér að ofan hefur verið lögð áhersla á hlutverk skólans í ný- sköpun í atvinnulífinu, en mark- miðið með stofnun skólans er einn- ig að þróa sjálfstæða, akademíska rannsóknastofnun. Hlutverk há- skóla er að skoða fyrirbæri í víðara samhengi en skammtímasjónarmið stjómmála og fyrirtækja leyfa. Framþróun vísinda byggir á gagn- rýninni hugsun og stöðugri leit að nýjum lausnum og valkostum. Góður háskóli er í raun samfélag hug- og raunvísindafólks sem stöðugt skiptist á skoðunum og skapar þannig frjóan vettvang kenningalegrar þróunar. í þessu skilur á milli háskóla og iðnskóla. Það er e.t.v. helsti veikleiki HA í þessu samhengi að enn sem komið er skortir forsendur öflugs félags- og hugvísindastarfs við skólann. Slíkt starf er afar mikilvægt, því háskólinn getur aðeins orðið mikil- vægur í samfélagsþróun á íslandi að hann dafni sem alhliða vísinda- stofnun. Þetta er ekki síst mikil- vægt í ljósi þess að auka áhrif raunsærrar byggðastefnu í póli- tískri umræðu í landinu. OPIÐ BRÉF Kristín Jóhannesdóttir Þorsteinn Jónsson Hrafn Gunnlaugsson f opnu bréfi til Páls Skúlasonar, formanns stjórnar Menningarsjóðs útvarpsstöðva, kemur fram eftirfar- andi: „Jafnframt hafði menntamálaráð- herra lofað á fundi með stjórn Kvik- myndasjóðs að ef aðeins þyrfti reglu- gerðarbreytingu skyldi hann sjá til þess að sjóðurinn nýttist sjálfstæðum íslenskum kvikmyndagerðarmönn- um. Eftir að ráðuneytisstjóri menntamálaráðuneytisins hafði kynnt sér málið kom í ljós að hægt var að breyta reglugerðinni þannig að sjóðurinn nýttist sjálfstæðri kvik- myndagerð. Um leið og þetta upp- lýstist, gleymdi menntamálaráð- herra loforði sínu.“ Ekki veit ég hvað þessi athuga- semd á að þýða en mér er greinilega ætlaður boðskapurinn og því svara ég fyrir mig með opnu bréfi. 1. Strax og það lá fyrir að breyta mætti sjóðsreglunum að þessu leyti með reglugerð ræddi ég það við formann stjórnar Menningarsjóðs- ins. Hann mæltist undan reglugerð- arbreytingu á þeirri forsendu að unnið væri að uppgjöri á sjóðnum aftur í tímann meðal annars vanskil- um útvarpsstöðva. Taldi hann rangt að breyta reglugerð fyrr en uppgjör lægi fyrir. Ég féllst á þetta sjónarmið enda virtist þá skammt í að unnt yrði að knýja stöðvarnar til uppgjörs. Því miður var þessi bjartsýni ekki á rökum reist eins og ykkur er kunnugt. 2. Kvikmyndagerðarmenn hafa komið ítrekað á minn fund í ráðu- neytinu til þess að fjalla um kvik- myndagerðina í landinu. Höfum við meðal annars rætt um aðgang ís- lenskra kvikmyndagerðarmanna að erlendum sjóðum sem kvikmynda- gerðarmenn hafa fagnað. Við höfum rætt um nauðsyn þess að virðisauka- skattur verði ekki lagður á íslenskar kvikmyndir, en samkvæmt gildandi lögum er söluskattur lagður á ís- lenskar kvikmyndir þótt enginn hafi rukkað enn fyrir þær og verður vonandi aldrei gert. Kvikmynda- gerðarmenn hafa fagnað niðurstöð- um sem fyrir liggja í þessu efni. í þriðja lagi höfum við rætt um kvik- myndasjóð og stöðu hans á árinu 1990. Við erum sammála um að framlagið í sjóðinn er mörg ljósár frá þeim veruleika sem verður að takast á við. Kvikmyndirnar eru svo mikilvægur þáttur íslenskrar menn- ingarsköpunar að það er með öllu fráleitt að búa við kvikmyndasjóðinn í þessu formi áfram. Þess vegna verður að hefna þess á öðrum vett- vangi sem hallaðist á kvikmynda- sjóðinn við afgreiðslu fjárlaga og við ætlum að gera það. 1 fjórða lagi höfum við rætt um framtíðarskipan kvikmyndasjóðsins og það augljósa ranglæti sem felst í því að kvik- myndamenn hafa orðið að hætta öllum eigum sínum - og hafa oft misst þær - meðan aðrir fram- leiðendur hér á landi búa við þær aðstæður að geta jafnvel leitað ríkis- ábyrgðar fyrir framleiðslulánum sínum. Allt þetta höfum við rætt. Hafi ráðherrann verið gleyminn, sem hann er ekki þótt hann segi sjálfur frá, þá hefðu fundarmenn haft ótal tækifæri til þess að hrista upp í undirrituðum. Það að höfundar hins opna bréfs kjósa heldur að senda frá sér athugasemdir í bréfi til Páls Skúlasonar er lítt skiljanlegt. Og þessi svargrein er ekki til þess skrifuð að biðja um skýringar. Én hún er svar. Svavar Gestsson

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.