Tíminn - 04.01.1990, Síða 8

Tíminn - 04.01.1990, Síða 8
8 Tíminn Fimmtudagur 4. janúar 1990 llllllllllllllllllllllllllll BÓKMENNTIR lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll Varnarrit og ævisaga Ævl mín og sagan sem ekki máttl segja Endurminningar Björns Sv. Björnssonar Björn Sv. Björnsson, sem segir frá í þessari bók, er sonur Sveins Bjömssonar forseta, fæddur 1909 í Reykjavík. Þar átti hann óslitið sín bemsku- og unglingsár. Hann lauk stúdentsprófi og hugðist stunda tón- listamám. Af því varð þó ekki. Hann var þá orðinn fjölskyldumaður og gerðist starfsmaður Eimskipafé- lags íslands 1930, tuttugu og eins árs gamall. Var hann fljótlega sendur til starfa í skrifstofu félagsins í Hamborg, enda ágætur tungumála- maður. Björn gerðist heimavanur í Hamborg og komst þar vel af, rak m.a. kaupsýslu á eigin reikning um tíma, en lenti í erfiðleikum í einka- málum og var eftir það stuttan tíma í Danmörku, þar til hann fluttist aftur til Hamborgar árið 1940, þegar honum bauðst þar vinna við sitt hæfi á slóðum þar sem hann var hagvan- ur. Á fyrstu Þýskalandsárum Björns Sveinssonar var mikil ólga í stjórn- málum sem alkunna er. Eftir að heimskreppan tók að segja til sín upp úr 1930 fór þýsk lýðræðispólitík úr böndunum, enda voru innviðir Weimarlýðveldisins alltaf veikir. Þjóðverjar gerðust móttækilegir fyr- ir öfgafullum patentlausnum á efna- hags- og stjórnmálavanda sínum sem endaði með sigri nasismans eins og allir þekkja. Þótt nasisminn væri einræðisstefna þar sem allt snerist um foringjadýrkun og alræði flokksins, eignaðist hann fjöldafylgi og ekki tóm illmenni sem gerðust áhangendur hans. Saga Björns Sveinssonar er skil- merkileg greinargerð um það hvern- ig maður af hans stétt og stöðu tók að aðhyllast nasismann á þessu hnignunarskeiði þingræðislegs stjórnarfars í Þýskalandi. Þar segir ekki síst frá þeirri örlagaríku ákvörðun hans að ganga sem sjálf- boðaliði í þýska herinn á þriðja styrjaldarárinu í stað þess að sinna borgaralegum störfum eins og eðli- legast hefði verið um íslenskan ríkis- borgara sem Björn var alla tíð. Þótt Björn gerðist hermaður bar hann aldrei önnur vopn en skamm- byssu og tók ekki þátt í bardögum, heldur var honum fengið það starf í fyrstu að vera fréttaritari á Rúss- landsvígstöðvunum og voru fréttir frá honum fluttar á íslensku í þýska útvarpinu. Á þeirri stöðu varð þó breyting sem reyndist honum af- drifarík skylda, sem hann kveðst síst hafa sóst eftir. Hann var gerður að blaðafulltrúa þýska hersins í Dan- mörku og gegndi því starfi til styrj- aldarloka. Þá fór að festast við hann sú skoðun margra að hann væri ekki aðeins nasisti og þýskur hermaður, heldur líka landráðamaður við Dani og Danakonung, sem einnig var konungur Islands, auk þess sem réttarsamband íslands og Danmerk- ur gat orðið honum viðsjárvert í strangri lagatúlkun um störf hans í þágu Þjóðverja. Það jók heldur ekki hróður hans í almenningsáliti að faðir hans var íslenskur ríkisstjóri á þessum tíma og síðar forseti íslands fyrstur manna. Flest varð því til þess að bíræfnisorð festist við Björn á þessum árum. Og fyrir það hlaut hann að gjalda eftir fall Þýskalands. Björn Sveinsson sat í dönsku fang- elsi u.þ.b. ár eftir stríðið, en þá var honum sleppt úr haldi og hann leystur undan ákæru. Hann fluttist til íslands rúmlega hálffertugur mað- ur með ærna lífsreynslu og óráðna framtíð. Þótt vafalaust hafi sitthvað NANNA ROGNVALDAR DOTTIR SAGAN SEM EKKI MflTTI SEGJA ENDURMINNINGAR BJÖRNS SV. BJÖRNSSONAR I ■' mfc. -Mq& verið hvíslað manna á milli um þátttöku Björns í stríðinu voru engar kærur lagðar fram gegn honum, enda ekki að sjá að á miklu hafi verið að byggja í því efni, síst af öllu um nein óhæfuverk. Hitt er jafnvíst að hann hafði ratað í ógæfu sem markaði feril hans upp frá því. Þótt von sé að menn staldri við hermennskuár Bjöms Sveinssonar, þá gefur bókin ekki tilefni til þess að láta þar staðar numið. Hið rétta er að hann rekur æviferil sinn frá bernsku til elli í skýrri frásögn og kemur víða við. Skrásetjarinn, Nanna Rögnvaldardóttir, kann vel til verka að vinna úThinni munnlegu frásögn sögumanns, svo að úr verður ágætt lestrarefni og trúverðug bók. Björn Sveinsson greinir svo frá að foreldrar hans hafi lagt á hann þagnarkvöð um ævi sína, vafalaust í þeirri trú að með því fennti í víxlspor hans og ekki tæki því að „bera af sér sakir“, enda sæi gíeymskan um það. En eftir að mál hans var gert að umræðuefni í víðlesinni bók, svo að honum fannst á sig hallað, réðst hann í það áttræður að aldri að segja ævisögu sína með eigin orðum. Ekki verður honum láð það. Ef þetta er varnarrit þá sýnist það vel heppnað. Nasisminn á sér ekki málsbætur og þær er ekki að finna í bók Björns Sveinssonar. Hins vegar má finna afsakanir fyrir einstaklinga, sem ganga vondum stjórnmálastefnum á hönd, ef sökin er ekki meiri en trúgirnin ein, sem algengast er þegar múgur og milljónir fara að trúa á pólitískar allsherjarlausnir og láta berast með straumnum. Pólitísk trúgirni hefur ekki sannast á nasist- um einum. Hún hefur mætt á fleirum í seinni tíð, svo að menn hafa ekki undan að játa á sig villur þess háttar átrúnaðar. En bók Björns Sv. Björnssonar er ekki aðeins varnar- rit, hún er fróðleg saga manns, sem mörgu hefur kynnst og víða hefur ratað. Ingvar Gíslason. Saga Fróðárhrepps, fyrra bindi eftir Eirík Guðmundsson, Jón Árna Friðjónsson og Ólaf Ásgeirsson Undanfarin ár hafa birst nokkrar bækur og tímaritsgreinar um byggðasögu. Misjafnareru ritsmíðar þessar að efnisvali, efnistökum, um- fangi og gæðum en eiga flestar sammerkt að ritunar- og prentkostn- að greiða sveitarfélög eða fjölmenn samtök sem geta með áskriftargjöld- um ráðið við fjárhagsvanda. Undan- tekning er ofanskráð bók sem út kom 1988. Að henni stendur Átt- hagafélag Fróðhreppinga sem í HUNAÞING III Ritnefnd: Sigurður J. Líndal og Stefán Á. Jónsson Útg: Búnaðarsambönd Húnvetninga, Kaupf. Húnvetninga, Kaupf. V-Hún- vetninga, Sögufélagið Húnvetningur. Kort: Landmælingar fslands Fyrir um það bil áratug komu út bækurnar Húnaþing I og Húnaþing II með um eins árs millibili og nú er loksins lokið þeirri heildarútgáfu sem stefnt var að í upphafi, með Húnaþingi III. Húnaþingsbækurnar hafa verið, og verða lengi enn, uppsláttarbækur og ómissandi hand- bækur á hverju húnvetnsku heimili síðan þær birtust í fyrsta sinn. í fyrsta bindi er að finna gagnlegt yfirlit yfir ýmsar stofnanir, félög og atvinnusögu í Húnavatnssýslum fyrr og síðar. Er þar margt að sjá og lesa um menningar og félagsstarf í Húna- þingi og hafa þá sem nú verið valdir hinir vænstu menn til að rita um hvern þátt. 1 öðru bindi er að finna afar ítarlegt hreppatal og lýsingu á hverju sveitarfélagi fyrir sig. Hafa formál- arnir ennþá gildi og mikill fróðleikur er fólginn í þeirri miklu söfnun upplýsinga um hvern sveitarbæ sýslnanna, þótt talsvert af því sé orðið frábrugðið því sem nú er með skipan ábúenda, einum áratug síðar. Tel ég næsta víst að næsta verkefni ritnefndar Húnaþings verði að standa að endurskoðaðri útgáfu af Húnaþingi II. Heiðarlendur hafa ekki fyrr en nú verið teknar fyrir í Húnaþingsbók- unum að neinu marki. I bókinni Húnaþing III er gert gott betur en að bæta úr þeirri þörf, þar sem úttektin er hin aðgengilegasta. Bókin er 344 blaðsíður að stærð og er prýdd fjölda mynda úr fjárleitum og stóð- réttum og fallegum myndum af heið- um uppi. Einnig er að finna við upphaf ritgerðar um hvern afréttinn, litprentað kort af svæðinu sem feng- ið hefur verið að láni hjá Landmæl- ingum íslands. Ljósmyndir eru reynd mun vera nokkrir brottfluttir Fróðhreppingar með Ólaf Kristjáns- son í Ólafsvík í fylkingarbrjósti. Fróðárhreppur er mjög fámennur og telja má víst að hann hverfi innan skamms úr tölu sjálfstæðra sveitar- félaga. Aðstandendur bókarinnar margar og litmyndir all nokkrar og til sóma fyrir útgáfuna. Er ég ekki í nokkrum vafa um að hér hefur tekist vel til að bæta úr brýnni þörf til fróðleiks fyrir sanna Húnvetninga og alla áhugamenn um heiðarlönd, upprekstur, nytjar og veiðar á heið- um uppi. Er þess einnig gætt að hafa sérstaka kafla um greni og veiði- staði, ekki síður en greinagóðar lýsingar á fjárleitar- og stóðréttar- háttum fyrr og síðar. Sérstakur kafli er og um öll eyðibýli Húnaþings og er þar að finna stuttar og gagnorðar lýsingar á þessum býlum sem mörg hver eru við það að hverfa eða horfin með öllu. Þáttur ritnefndarinnar verður seint þakkaður af Húnvetningum, en fyrir verkinu hafa þeir Sigurður J. Líndal og Stefán Á. Jónsson staðið frá upphafi. Hafa þeir náð að virkja margan merkismanninn til að skila af sér greinagóðum skrifum um sveitir sínar og heiðarlönd, nytjar allar og búskaparhætti. Með Húna- þingi III er enn á ný sýnt fram á blómlegt menningarstarf sem lagt er að mörkum án atvinnumetings eða sýndarmennsku og ekki sjálfum sér til framdráttar. Sem betur fer er enn engin framleiðslustýring komin á bóklega menningu og er vegur henn- ar enn mikill til sveita. Til gamans má geta þess að annar ritnefndarmannanna, Sigurður J. Líndal, bóndi á Lækjarmóti í Víði- dal, er einn af afkomendum Snorra á Húsafelli og er bókin um Snorra til komin vegna stöðugrar hvatningar hans og fleiri góðra manna. Er verðlaunabókin um Snorra tileinkuð þessum sama Sigurði, sem lands- kunnur er fyrir framlag sitt á mörg- um sviðum öðrum en bókaútgáfu. Þætti mörgum yngri manninum þó ærinn starfi einn og sér að standa að útgáfu tveggja merkisbóka í sama mánuði. Kristján Björnsson töldu æskilegt að skrá sögu byggðar- félagsins áður en sú stund rennur upp af átthagatryggð og sökum þess að fyrr á öldum var Fróðárhreppur þéttbýll og söguríkur. Umsvif í út- gerð voru mikil og gustur lék um héraðshöfðingja sem þar voru bú- settir. Margt gerir Sjávarbyggð undir Jökli að sérstæðu byggðasöguriti. Fyrst skal nefnt að bókarhöfundar eru þrír. Þeir skipulögðu ritverkið sameiginlega og höfðu samvinnu um rannsókn heimilda - í sjálfboða- vinnu að heita má. Við bókarsamn- ingu skiptu þeir með sér verkum en lásu yfir hver hjá öðrum og sam- ræmdu áður en lokahönd var á lögð. Slík vinnubrögð hafa ekki tíðkast til þessa í sagnfræðaritum hérlendis. Bókin er fyrsta úttekt á sjávarbyggð á fslandi sem felur í sér félags- og hagsögulega lýsingu og greiningu á sama byggðarlagi í þúsund ár, þótt hún sé staðbundin rannsókn hefur hún víðtækt gildi á landsvísu og leiðir margt nýtt í Ijós. Hér er ekki ætlun að ritdæma en vakin skal athygli á að bókin hefur hlotið góðar viðtökur lesenda og KJÖLFAR KRlUNNAR Á skútu um heimsins höf Texti og Ijósmyndir: Unnur Jökulsdóttir og Þorbjörn Magnússon Útg.: Mál og menning, 1989 Það eru blendnar tilfinningar sem læðist um kroppinn þegar bókinni um kjölfar Kríunnar er flett. Afar fallegar myndir eru áberandi og óafvitandi er lesanda kippt með í siglingu um öll heimsins höf. Ljós- myndirnar eru engar venjulegar ferðamannamyndir, heldur afar skýrar og vel teknar. Hrein unun er því að blaða í bókinni fram og aftur. Frágangur Kríubókarinnar er hreint út sagt afar góður og er þetta með því allra stílfegursta sem ég hef séð af desemberbókum í ár. Þegar að því kemur hins vegar að lesandi ætlar að setjast niður til lestrar kemur babb í bátinn. Textinn er afar langt frá því að geta kallast listrænn. Lesturinn er hrátt bland af fordæmingu þjóðlífsins á íslandi og neyðarlegu nöldri um kaldranaleik viðtökur sem birst hafa eru afar jákvæðar. Þórarinn Þórarinsson, fyrrverandi ritstjóri, ber Sjávarbyggð undir Jökli saman við Eyrbyggju sem að nokkru fjallar um forna merkisatburði í Fróðárhreppi og segir: „Fyrra bindi Fróðárhrepps sögu, sem kom út á þessu ári, er frábært rit vegna vandaðrar sagnfræðilegrar vinnu og alþýðlegs og viðfelldins frásagnarstíls. Þar er því ekki ofmælt að hún lofar meistara sína eins og Eyrbyggja. Hún sýnir og sannar að íslendingar eiga enn góða sagna- menn.“ Síðar í ritdómi Þórarins segir að höfundar eigi þakkir skildar „fyrir vandað verkseitt er sómir sér vel við hlið bestu rita um íslandssögu í hvaða bókaskápi sem er. Frágangur bókarinnar er vandaður." Ólafur Elímundarson segir í ítar- legum ritdómi í tímaritinu Sögu 1989: „Ekki er að efa að höfundum hafi tekist það sem þeir hugðust gera að „rannsaka vandlega ... byggð og mannlíf í Fróðársveit frá landnámi ... “ og að gera „nokkurs konar þversnið af sögu íslands" sem stuðli eyjunnar okkar í norður Atlantshafi. Islendingum er úthúðað í mörgum kaflum með stuttum eða löngum innskotum, en fyrstu kaflarnir eru á mörkunum að kallast hrein og klár landráðaskrif. Það er einnig greinilegt að höfund- ar textans hafa verið fjarri íslands ströndum um langt árabil. Fákunn- átta þeirra um eigið land og þjóðlíf kemur þar upp á yfirborðið svo um munar. Það eru orðin allmörg ár síðan sú vinnuregla var rétt að best væri að steypa sér í skuldir og fjárfesta í steinsteypu þótt ekki væri aur til fyrir fjárfestingunni. Afgerandi dæmi um menningar- lost það sem lesandi kemst í við yfirlestur bókarinnar er að finna í einni fagurlega umbrotinni opnunni. Þar er falleg litmynd af junkum á Kweilín fljóti í Kína á blaðsíðunni vinstra megin, en hægra megin er upphaf að kaflanum Til Kína: „Strax og við sáum til botns í víxlasúpunni að því að varpa „nýju ljósi á þjóðar- söguna". Meira mun að vísu þurfa en þessi bók er áreiðanlega drjúgt lóð á þá vogaskál." Útgáfukostnaður þessa stórvirkis hefur reynst útgefendum þungur baggi. Bækur sem þessi seljast yfir- leitt hægt. Með góðri söluskorpu um síðustu áramót náðist um helmingu kostnaðar við ritun og útgáfu verksins. Síðan hefur sala verið umtalsverð en þó ekki nægt til þess að greiða vexti af eftirstöðvum. Haldi fram sem horfir mun takast að hindra að skuldin vaxi en hún verður jöfn og nú þegar upplag þrýtur. Snæfellingar, ættaðir undan Jökli, eru fjölmennir og dreifðir um land allt. Sýni þeir upprunaslóðum sínum þá ræktarsemi að kaupa bókina vinnst margt. Þeir eiga í vændum marga ánægju- og fróðleiksstund við lestur merkisrits og hindra jafnframt þá hneisu að umtalsvert fjártjón verði einu verkalaun manna sem með lofsverðum stórhug hafa bjarg- að sögu sveitar sinnar frá gleymsku. Seljist bókin nú fyrir kostnaði tryggja kaupendur einnig útgáfu síðara bindis sem vel er á veg komið en vart mun dagsljós sjá að öðrum kosti. Jón Böðvarsson ritstjóri Iðnsögu íslendinga tók ferðalöngunin yfirhöndina og frekar en að skjóta rótum á þessum fáeinu fermetrum vildum við bara komast sem lengst í burtu frá öllu heila helvítis klabbinu." Það er einkennilegt að sjá á bókar- kápu yfirskriftina: Undir íslensku flaggi um heimsins höf, þegar í ljós kemur við lesturinn að á áberandi hátt er verið að hnýta í siglingarmáta íslensku þjóðarskútunnar eins og ástandið var fyrir tíu árum. Niðurstaðan er sú að bókin er fallega unnin og vel til þess fallin að blaða í henni fram og aftur og njóta myndanna. Hún fer einnig vel uppí stofuhillu íslendinganna sem ekki hafa flúið úr steinsteypuskuldum sínum til margra ára siglinga. Mynd- anna vegna og einnig sökum líflegra mannlífslýsinga á köflum, er bókin þrátt fyrir allt eiguleg og útgáfa hennar réttlætanleg. Kristján Björnsson Heiðar Húnaþings Fagrar kríumyndir - blendinn texti

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.