Tíminn - 11.01.1990, Síða 9
Tíminn 9
Fimmtudagur 11. janúar 1990
AÐ UTAN
Nýbygging Kínabanka í Hong
Kong átti að vera eitt helsta stolt
Peis. Eftir atburðina á Torgi hins
himneska friðar er hann ekki leng-
ur stoltur.
gott orð, en Jackie valdi engan
þeirra. Þess í stað valdi hún hinn
þá óþekkta Ieoh Ming Pei, e.t.v.
vegna þess að hann er nákvæmlega
jafngamall John F. og henni virtust
þeir hafa líkar hugsjónir.
Val Jackies vakti feiknaathygli.
En verkefnið dróst á langinn. Há-
skólamir vildu ekki fá bygginguna
á lóðir sínar, þeir óttuðust tmflandi
ferðamannastraum. Auk þess urðu
Bandaríkin að jafna sig, fyrst eftir
Víetnamstríðið og síðan einnig
Watergate-hneykslið, áður en þau v
gátu aftur farið að snúa sér að
menningarstöðum^
Þegar loks var kominn tími til að
vígja minnismerkið á Columbia
Point við Boston 1979, skúlptúr-
listaverk úr hvítum steinsteypu- og
svörtum glerflötum í einföldum
geómetriskum formum - tóku
stjómmálamenn til við að leita að
brjóstmynd af John F. Kennedy,
án árangurs. Pei hafði vottað myrta
forsetanum virðingu sína á sinn
hátt.
Með víðáttu hafsins í baksýn og
óendanlegan himininn yfir hafði
hann skapað tómt rými - 35 metra
háan tening úr dökklituðu gleri,
með aðeins tveim minjagripum.
Úr loftinu hangir, eins og stirðnað-
ur, risastór stjömuborði. í vegginn
er greyptur útdráttur úr innsetning-
arræðu Kennedys í forsetaembætt-
ið:
„Öllu þessu verður ekki komið í
verk fyrstu 100 dagana, ekki heldur
meðan þessi ríkisstjórn situr, jafn-
vel kannski ekki meðan við dvelj-
umst á þessari plánetu. En - við
skulum hefjast handa.“
Draumar rættust -
)x og martraðir líka
Meðan Pei hafði þetta tilfinn-
ingaþrungna verkefni á borðinu
hjá sér, í meira en 15 ár, upplifði
hann og félagar hans allar hæðir og
lægðir sem einn arkitekt getur séð
fyrir hugskotssjónum sínum. Hvað
Pei varðar rættist draumur, hann
byggði meistaraverk sitt, National
Sérstætt minnismerki um John F.
Kennedy á Columbia Point við
Boston.
Gallery í Washington. Martröð
rættist hins vegar hjá félaga hans,
Henry Cobb. A einhvern dularfull-
an hátt missti skýjakljúfurinn sem
var helsta stolt hans allá glerglugg-
ana. Cobb hafði teiknað 240 metra
háan glerturn fyrir John Hancock
Life Insurance sem reistur var við
sögufrægt Copley torg í Boston.
Hann átti að vera einn af bauta-
steinum módernismans, en varð
því miður að minnismerki ósigurs
og aðhlátursefni þjóðarinnar árum
saman.
Hancock turninn var klæddur
bláleitum endurkastandi rúðum
allt um kring. Hann átti að endur-
spegla samspil við nærliggjandi
byggingar og skýin á himninum og
renna saman við umhverfið - „af-
efnast“.
Og það var einmitt það sem
turninn gerði eftir hvöss haustveð-
ur, án aðstoðar. Hundruðum sam-
an brustu rúðurnar, 1,37 m x 3,35
metra stórar og brotin hrundu
niður á götuna. Við og við varð að
negla sperrur við allt að 3000
glugga. Turninn leit út eins og
risastór mynd eftir Piet Mondrian
og hlaut uppnefnið „Krossviðar-
turninn".
Aldrei fékkst eindregin niður-
staða um hver væri ábyrgur fyrir
þessum ósköpum. Glerið sem not-
að hafði verið hvarf af markaðn-
um, Hancock turninn var klædur
að nýju, 50.000 ferkílómetra yfir-
borðsflötur úr 10.348 einingum.
Síðan þær endurbætur fóru fram,
fyrir 14 árum, stenst hann veður og
vinda og stendur eins og sverð upp
í loftið. Nú horfa allir borgarbúar
til hans með stolti.
Þetta stórslys varð til þess að
eftirspurn eftir vinnu stofu Peis féll
niður úr öllu valdi. En orðstír Peis
fleytti fyrirtækinu yfir þessa hættu-
tíma. Þar að auki gat hann skömmu
síðar sýnt umheiminum hið stór-
kostlega meistarastykki sitt og tek-
ið á móti fagnaðarhyllingu fyrir.
Milljarðamæringurinn Paul
Mellon hafði gefið Pei algerlega
frjálsar hendur um viðbyggingu
við National Gallery í Washington.
Engin takmörk voru sett á kostnað-
inn og aðeins sett tvö skilyrði:
Notkun bleiks Tennessee-marm-
ara og „mestu gæði“.
Pei deildi trapisu-löguðu svæð-
inu í grennd við þingbygginguna í
tvo eins þríhyrninga og nýtti ósam-
hverfuna til yfirþyrmandi afls.
Hann slípaði minnstu smáatriði og
hélt þó kostnaðinum, tæpum 100
milljónum dollara, innan gefinna
marka. Þar sem hann notaði stein-
steypu lét hann hræra bleikum
marmara saman við og meðhöndla
byggingarhlutana eins og hag-
leikssmiðir væru að verki. .
„Það á að vera skemmtilegt
að skoða listaveik“
Pei er þeirrar skoðunar að það
eigi að vera skemmtilegt að skoða
listaverk, gestirnir eigi að vilja
koma aftur. Þetta gekk eftir,
Miklu lofsorði er lokið á hvernig
Pei stóð að gerð pýramídans.
„Hann stillti hann eins og píanó“
segir ævisöguritari Peis. Pýramíd-
inn er gerður úr burðarverki úr
sérstöku stáli, Austenit, og sér-
þróuðu gleri sem hæfði í postulín,
Pei vildi að „þessir demantar væru
slípaðir á fíngerðasta hátt“.
Hefur hlotið allar hugsanlegar
heiðursviðurkenningar
Hvers gæti þessi maður enn
óskað sér? Hann hefur fengið allt
sem einn arkitekt getur þráð, þétt-
skipaðan verkefnalista, eftirsótt-
ustu gullmedalíur og heiðursnafn-
bætur um allan heim, Frelsisheið-
ursmerkið fékk hann frá Reagan
og í Frakklandi hefur hann hlotið
riddaraorðu heiðursfylkingarinn-
ar, auk Pritzker verðlaunanna.
Þetta samsvarar öllum Óskars- og
nóbelsverðlaunum sem arkitekt
gæti fengið.
„Þegar maður er kominn á minn
aldur verður maður að velja verk-
efnin vandlega," segir Pei. Hann
hefur nú valið sér næsta stórverk-
efni, næst á skránni er bygging
salarkynna til heiðurs rokk og
ról-tónlistinni í Cleveland.
Ieoh Ming Pei er fæddur Kínverji
en hefur verið bandarískur ríkis-
borgarí síðustu 35 árin.
bandarískar fjölskyldur hafa gert
áhlaup á safnið og á fyrstu 50
dögunum sem það var opið kom
ein milljón gesta.
Byggingin, sem kalla má lista-
verk, hlaut líka óvenjulegan sóma.
Félagsskapur bandarískra arki-
tekta stillti henni upp á úrvalslist-
ann „One of America’s Ten Best
Buildings".
National Gallery er nútímaarki-
tektúr á hæsta stigi. Samt sem áður
lítur Pei svo á að umbyggingin á
Louvre-safninu sé mikilvægasta
verkefnið á 40 ára ferli hans og
kallar pýramídann sitt mikilvæg-
asta verk.
Við byggingu pýramídans kom
vel í ljós þrjóska þessa síbrosandi
mannsvið að koma áformum sínum
í framkvæmd. Ef rætt er um efnivið
svarar hann einfaldlega: „Stein?
Kemur ekki til mála.“ Sé rætt um
stíl: „Napóleon III.? Módemismi?
Hvort tveggja hlægilegt.“ Um
form: „Innfellt ljós? Neðanjarðar-
járnbrautarstöð ...“ Þannig komst
hann að niðurstöðunni „stílhreint,
sígilt náttúrulegt form alheimsins
okkar, form eins og kristall“ -
pýramídi.