Tíminn - 11.01.1990, Page 18

Tíminn - 11.01.1990, Page 18
18 Tíminn Fimmtudagur 11. janúar 1990 llllllllllllllllllllllllllll MINNING llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllli Valgerður Halldórsdóttir frá Hvanneyri 1 dag fer fram frá Dómkirkjunni útför Valgerðar Halldórsdóttur frá Hvanneyri. Hún lést að Seljahlíð 1. janúar sl. Valgerður var fædd að Hvanneyri í Borgarfirði 2. apríl 1912. Foreldrar hennar voru Halldór, skólastjóri á Hvanneyri, Vilhjálmsson, bónda á Rauðará í Reykjavík, og Svava Þórhallsdóttir biskups Bjarnasonar, systir Tryggva Þórhallssonar forsæt- isráðherra og frú Dóru Þórhalisdótt- ur forsetafrúar. Systkini Valgerðar voru fjögur, þrjú þeirra eru látin: Sigríður, Svava og Björn, hagfræðingur og fram- kvæmdastjóri hjá Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna, en eftirlifandi er Þór- hallur, mjólkurfræðingur og for- stöðumaður hjá Hollustuvernd ríkis- ins. Æskuheimili Valgerðar á Hvann- eyri var menningarmiðstöð í þágu landbúnaðarins. Ung bændaefni hvaðanæva af landinu dvöldu þar við nám, bóklegt og verklegt, undir stjóm skólastjórans sem var virtur og landskunnur. Þegar í æsku öðlað- ist Valgerður innsýn í líf og starf þeirra er landbúnað stunduðu, sem mótaði lífsviðhorf hennar. Á árunum 1934-1936 dvaldi Val- gerður við nám í Noregi við Statens Lærerinde Skole í Stabekk. Eftir heimkomuna varð Valgerður skóla- stjóri Húsmæðraskólans að Lauga- landi í Eyjafirði árin 1937-1940. Valgerður giftist 1940 Runólfi Sveinssyni, skólastjóra Bændaskól- ans á Hvanneyri frá 1936, en Halldór Vilhjálmsson skólastjóri lést á því ári. Runólfur var sonur hjónanna Sveins Sveinssonar að Norður-Fossi í Mýrdal og Jóhönnu Sigurðardótt- ur. Valgerður varð þá húsfreyja á Hvanneyri næstu sjö árin, 1940- 1947, þar til Runólfur tók við emb- ætti sandgræðslustjóra. Tímabil þeirra hjóna á Hvanneyri einkenndist m.a. af bjartsýni, ánægju nemenda, af framfarahug, bygginga- og ræktunarframkvæmd- um og vinsældum húsfreyju og skóla- stjóra, sem var lítið eldri en sumir nemendanna. Runólfur og Valgerður fluttu til höfuðstöðva Sandgræðslu ríkisins að Gunnarsholti 1947 með tvo syni sína, Þórhall og Sveiri, fæddir 1944 og 1946, en yngsti sonur þeirra Halldór er fæddur 1948 að Gunnars- holti. Þó rætur Valgerðar væru á Hvann- eyri þá kunni hún vel breytingunni á búsetu og fannst hin nýju verkefni heillandi. Strax á fyrstu árunum náði Sandgræðslan merkum áföngum. Það ríkti mikil bjartsýni um starf- semi Sandgræðslu ríkisins og gætti vaxandi skilnings þjóðarinnar á þýð- ingu starfsins og kom til ný trú á framtíðina. En hinn 4. febrúar 1954 dró skyndilega ský fyrir sólu með myrkva í Gunnarshoiti. Runólfur var staddur með tveimur ungum sonum sínum í rafstöðvarhúsi - skammt frá íbúðarhúsinu - að huga að rafmagnsvél þegar vélin, með miklum snúningshraða, náði tökum á yfirhöfn hans og lést Runólfur samstundis, 44 ára. Engin orð fengu lýst þeim harm- leik sem svo óvænt og skyndilega bar að. Valgerður var orðin ein með ungu drengina þrjá, 5, 7 og 9 ára. Á þessari harmastund kom í Ijós mikill styrkur Valgerðar og ásetningur að helga líf sitt í tvíefldum mæli framtíð hinna föðurlausu sona sinna. Valgerður flutti þá þegar með syni sína til Reykjavíkur og dvaldi um hríð hjá ættingjum. Síðar byggði hún hús í félagi við bróður sinn Þórhall, að Selvogsgrunni 8 í Reykjavík. Þar bjó hún sonum sín- um heimili sem einkenndist af um- hyggju og ástríki, jafnan opið fyrir vini, skólafélaga og ættmenni. Heimilið var þeim jarðvegur fyrir farsælan þroska á uppvaxtarárunum. Um skeið annaðist Valgerður á heimili sínu, móður sína, tengda- móður og Þorbjörgu Bjömsdóttur, fyrrverandi ráðskonu á Hvanneyri. Synir Valgerðar hafa eignast sínar eigin fjölskyldur. Þórhallur, íþrótta- kennari í Reykjavík og vinnur að ýmsum félagsmálum, er kvæntur Þórunni Sveinbjörnsdóttur, for- manni Starfsmannafélagsins Sóknar, og eiga þau þrjú börn. Sveinn land- græðslustjóri, kvæntur Oddnýju Sæmundsdóttur hjúkrunarfræðingi og eiga þau þrjá syni. Halldór dýra- læknir, kvæntur Steinunni Einars- dóttur meinatækni og eiga þau fjög- ur börn. Barnabörn Valgerðar eru tíu. Mikil fjölskyldugæfa ríkti á heim- ili Valgerðar og umvafði fjölskyldan hana umhyggju og kærleika síðustu árin. Það minnir á að fjölskyldugæfa er til grundvallar þjóðargæfu. Þó rætur Valgerðar væru á Hvann- eyri þá voru tengslin við Gunnars- holt órofin. Við fráfall Runólfs varð mágur hennar, Páll Sveinsson, sand- græðslustjóri - síðar landgræðslu- stjóri. Synir hennar voru á unglings- árum oft hjá honum á sumrin. Valgerður var gædd miklum mannkostum, góðum gáfum, hún var velviljuð, vinaföst og vel menntuð. Valgerður var virt og mikils metin af fjölskyldu Runólfs. Heimilishættir á Hvanneyri og í Gunnarsholti voru rómaðir eins og mætur maður skrifaði: „Allir, sem þau hjón sóttu heim, hafa góðar minningar frá heimili þeirra." Líf og starf Valgerðar tengdist með óvenjulegum hætti gróðurvernd og landgræðslu. Fædd og uppalin á Hvanneyri var Valgerði í blóð bor- inn skilningur á þörfum landbúnað- arins og skildi hún þvf betur en ella þýðingu lífsstarfs Runólfs. Með vaxandi skilningi á störfum og áhrifum kvenna til heilla fyrir samfélagið er mikið og farsælt lífs- starf Valgerðar á hennar sviði virt, metið og þakkað. Um leið og konan mín og ég þökkum Valgerði langa vináttu vott- um við sonum hennar og fjölskyld- um þeirra og öðrum aðstandendum hjartfólgna samúð okkar. Jóhannes G. Helgason Þuríður Guðmundsdóttir Fædd 4. janúar 1921 Dáin 4. janúar 1990 Þú spyrd mig um haustið. Það kemur og eignar sér engin sem ilma nú vel eftir sláttinn með sílgrænar■ lanir. . ...Enþú verður farin þá. Hannes Pótursson: Þú spyrð mlg um haustið, brot). Já, hún er farin hún Bubba, móð- ursystir mín og nafna, miklu fyrr en nokkurn varði. Hún var búin að undirbúa haustið sitt vel, og okkur fannst hún vel að því komin að njóta þess við góðar aðstæður. Hún var nýflutt í nýja íbúð, aðeins búin að búa þar í rúman mánuð. En sá sem öllu ræður hér á jörð hafði önnur áform. Hún lést að heimili sínu á afmælisdaginn sinn, 4. janúar sl. Bubba var sjöunda í röðinni af tólf börnum foreldra sinna, afa míns og ömmu. Má nærri geta að oft hefur það verið ærinn starfi fyrir ömmu að sinna þessum stóra hóp, auk annarra heimilisstarfa. Þó hef ég heyrt sagt um hana að hún hafi stjórnað sínu stóra heimili styrkri hendi, án þess að þurfa að hækka róminn nokkru sinni. Þetta skaplyndi ömmu erfði Bubba. Aldrei minnist ég þess að hafa heyrt hana brýna raustina né skamma nokkurn mann. Aldrei hall- mælti hún heldur nokkrum manni. Rósemi hennar og virðuleg fram- koma var svo einstök að ekki var hægt annað en taka eftir henni og reyna að taka hana sér til fyrirmynd- ar. Samband þeirra Bubbu og móður minnar, yngstu systurinnar, var alla tíð náið. Nægir þar til að nefna að ég fæddist að heimili þeirra Bubbu og Björns Péturssonar, manns hennar, eina óveðursnótt í janúar, þegar þau bjuggu í Keflavík. Síðar, þegar ég, þá skólastelpa utan af landi, þurfti á húsnæði að halda hér í Reykjavík, varð það úr að mér gafst kostur á að búa hjá Bubbu og Birni í fjóra vetur. Fyrir þau ár er ég ævinlega þakklát. Ekki var það aðeins að ég ætti þar húsaskjól, heldur varð heimili þeirra hjóna mitt heimili þennan tíma. Við frænkurnar kynntumst vel á þessum árum og áttum góðar stundir saman, yfir uppþvottinum, „ævistarfinu" hennar Bubbu, eins og hún orðaði það og miklu oftar. Kannski eru mér sérlega minnisstæðar móttökurnar hjá henni, þegar ég kom með elsta son minn heim af fæðingardeildinni og staldraði við hjá Bubbu eins og svo oft. Ég var ung og fákunnandi og hún kenndi mér að baða barnið og ýmsa umönnun þess. Fátt held ég að tengi konur traustari böndum en svona samvinna og hjálpsemi. Hún Bubba var ekki kona sem hrópaði um ágæti sitt eða tilfinningar á torgum. Eigi að síður er minningin um hana dýrgripur okkur sem eigum hana. Veri hún kært kvödd. Gréta Þuríður. „Fjærst í eilífðar útsæ, vakir eylendan þín. Nóttlaus voraldar veröld þar sem víðsýnið skín. “ Þessar ljóðlínur Stefáns G. flugu mér í hug þegar ég frétti andlát mágkonu minnar, Þuríðar Guð- mundsdóttur. Þuríður var fædd á Syðra-Lóni í Norður-Þingeyjarsýslu 4. janúar 1921, dóttir þeirra merku hjóna Herborgar Friðriksdóttur frá Syðri- Bakka í Kelduhverfi og Guðmundar r i.v/i\ivvJ«j ■ «nr Guömundur G. Þórarinsson Nefnd um friðlýsingu Norður-Atlantshafsins Nefnd fulltrúaráðs framsóknarfélaganna um frið- lýsingu Norður-Atlantshafsins er boðuð til fundar í Nóatúni 21 laugardaginn 13. janúar kl. 10.30. Guðmundur G. Þórarinsson formaður Vilhjálmssonar, bónda og kaupfé- lagsstjóra á Syðra-Lóni. Syðra-Lónsheimilið var orðlagt fyrir gestrisni og myndarskap, enda vel efnað menningarheimili í þjóð- braut. Þuríður átti því glaða og góða æsku í hópi yngri systkina sinna. Þuríður var viðkvæm og unni mjög fegurð vorsins og björtu vor- nóttanna þar sem sólin gengur aldrei til viðar. Heillaði æðurin og umönn- un æðarvarpsins hug hennar. Þuríður gekk venjulega leið gegn- um barna- og unglingaskóla. Einnig hafði faðir hennar heimiliskennara til að kenna orgelleik og tungumál. Var því á þessu stóra heimili mikið leikið á orgel og sungið. Þuríður stundaði nám við héraðs- skólann á Laugarvatni einn vetur og lauk báðum bekkjardeildum skólans um vorið. Hugur hennar mun hafa staðið til frekara náms en af því varð ekki. Ung að aldri trúlofaðist hún og giftist miklum myndarmanni, Bimi Péturssyni frá Höfnum við Bakka- fjörð, síðar eiganda ásamt öðrum verslunarinnar Karnabæjar hér í borg. Eignuðust þau hjónin fimm böm, fjóra syni og eina dóttur. Þau em: Haukur viðskiptafræðingur, Pétur viðskiptafræðingur, Sigurður efna- verkfræðingur og yngstur Steingrím- ur læknir. Sú sorg hvíldi þó yfir fjölskyldunni að einkadóttirin Herborg var vanheil frá fæðingu og lést á sjöunda ári 1953. Voru þessi veikindi Herborgar litlu og andlát hennar mjög þungbær fyrir þau hjónin. Þuríður helgaði húsmóðurstörf- unum og uppeldi bamanna krafta sína. Var heimili þeirra Bjöms ann- álað fyrir gestrisni og glæsibrag. Þuríður var fíngerð og ljúf kona. Þrátt fyrir að kynni okkar Þuríðar hafi staðið yfir meira en fjömtíu ár, þá er samverustund á Heilsuhæli NLFÍ síðastliðið haust mér sérstak- lega minnisstæð og er ég nú þakklát- ur fyrir þann tíma. Ég vil fyrir hönd fjölskyldu minnar votta aðstandendum Þuríðar dýpstu samúð. Guð blessi minningu hennar. Dauði, ég óttast eigi afl þitt né valdið gilt í Kristf krafti ég segi kom þú sæll, þá þú vilt. H.P. Reynir Ármannsson Grímur M. Helqason Fæddur 2. september 1927 Dáinn 26. desember 1989 Grímur Margeir Helgason var í heiminn borinn á Leifsstöðum í Selárdal í Vopnafirði, þar sem þá bjuggu foreldrar hans, þau Vigdís Magnea Grímsdóttir og Helgi Krist- inn Einarsson, bóndi og síðar síma- eftirlitsmaður á Seyðisfirði og í Reykjavík. Grímur hóf skólagöngu á Seyðisfirði og síðan lá leiðin í Menntaskólann á Akureyri, þar sem hann lauk stúdentsprófi 1948. Hann starfaði sem kennari við Barna- og miðskólann á Seyðisfirði veturinn 1948-49, en hóf að því loknu nám í íslenskum fræðum við Háskóla ís- lands og lauk þar cand. mag. prófi 1955. Sama ár og hann lauk háskólaprófi hóf hann störf sem kennari við Verslunarskóla íslands, fyrst sem stundakennari og síðan fastráðinn til 1962. Hann starfaði einnig í ígripum á Landsbókasafninu frá 1957 til 1962, er hann gerðist fastur starfsmaður í handritadeild þess. Forstöðumaður þeirrar deildar varð hann svo 1966 og starfaði þar síðan óslitið til æviloka. Naut hann jafnan vinsælda og virðingar í starfi, enda fróður í besta lagi og gott til hans að leita. Grímur var mikill og ötull fræði- maður í sinni grein. Eftir hann liggja fjölþætt ritstörf, greinar um margvís- leg efni og útgáfur fjölda verka, svo sem íslendingasögur, fornsögur, þjóðsögur og margt fleira. Ævistarf- ið var því orðið mikið og gott, þótt ekki yrði honum lengri lífdaga auð- ið. Leiðir okkar Gríms lágu fyrst saman í Menntaskólanum á Akur- eyri, þar sem við vorum bekkjar- bræður í máladeild og lásum stund- um saman latínu og fleira. Tókst þá þegar með okkur góður kunnings- skapur og vinátta sem entist meðan báðir lifðu, þótt samfundir væru strjálir á seinni árum sakir óltkra starfa og búsetu. En sú vinátta sem þá var til við leik og störf í góðum skóla norðan heiða fyrntist aldrei, svo að alltaf voru það gleðilegir samfundirerviðhittumst. fmennta- skóla var Grímur áhugasamur um nám sitt, enda góðum gáfum gæddur og duglegur í besta lagi. Einkum kvað snemma að hæfileikum hans í öllu sem snerti ísienskt mál og bókmenntir að fornu og nýju. Hann ritaði á þeim árum í skólablað okkar og var ritstjóri þess um skeið. Skáld- lega sinnaður var hann nokkuð á yngri árum, þótt ekki ræktaði hann þá eiginleika sína að marki. En nú er þessi góði drengur horf- inn sjónum og mjög um aldur fram. Við bekkjarsystkin hans höfum misst úr hópnum góðan vin og vitran og hugljúfan félaga, sem við söknum sárlega. En minningin um hann lifir áfram með okkur, fögur og fölskva- laus, og auðgar líf okkar. Sú minning snertir strengi líkt og ómur af fögru tónverki. Grímur M. Helgason var mikill gæfumaður í einkalífi sínu. Hann kvæntist 1953 Hólmfríði Sigurðar- dóttur kennara frá Raufarhöfn, sem lifir mann sinn. Þau eignuðust átta börn og hafa sjö þeirra komist til fullorðinsára, mikið myndar- og efn- isfólk í hvívetna. Megi góður guð leggja líkn með þraut við fráfall heimilisföðurins og styrkja hans nán- ustu á sorgarstund. Ég sendi eigin- konu, móður, börnum og öðrum vandamönnum einlægar samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning Gríms M. Helgasonar. Jón R. Hjálmarsson

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.