Tíminn - 08.02.1990, Síða 7
Fimmtudagur 8. febrúar 1990
Tíminn 7
VETTVANGUR ........................................................................ ' ........................................III ;llllllllllllllll!: 'I ...................................................Tli ................................................................................................ .......................................
Guðmundur P. Valgeirsson:
„Og hélt hann mjög
fram konungsbréfunum"
Svo segir Sturlunga frá erindrekstri eins af höfðingjum Sturlunga sem
setið hafði við hirð Noregskonungs og gert honum handgenginn. Heim
kominn rak hann stíft erindi konungs og sýndi löndum sínum fram á að
þeir gætu ekki ráðið sér sjálfir heldur yrði þeir að gangast undir vald
Noregskonungs og afsala sér sjálfsforræði sínu. - Þetta tókst. Framhald
og afleiðingar þess erindreksturs þarf ekki aö rekja, Þá sögu þekkja allir
Islendingar eða ættu að gera það. íslendingar afsöluðu sér sjálfsstjórn
sinni, meðal annar fyrir fortölu höfðingja sinna sem sáu sjálfum sér búnar
vegtyllur í skjóli hins erlenda valds. Við tók aldalöng yfirdrottnun og
kúgun erlends valds. Samfelld hörmungarsaga sem gekk svo nærri
þjóðinni að við lá að hún liði undir lok og leifar hennar yrðu fluttar
fátækraflutningi af landi burt. Það er ekki fyrr en kemur fram á síðustu
öld að nokkuð fer að rofa til í þeim efnum. Fyrir þrautseiga baráttu bestu
sona þjóðarinnar fór þá að rakna úr ijötrunum. Hafa þeir menn til þessa
verið rómaðir sem merkisberat og frelsishetjur þjóðarinnar og það með
réttu. Þeirri frelsisbaráttu lauk með Sambandslagasáttmálanum 1.
desember 1918 og stofnun lýðveldisins 1944.
Engum dylst hver driffjöður og
aflvaki allra framfara í landinu
frelsið og sjálfstæði þjóðarinnar
hefur orðið landsmönnum á öllum
sviðum þjóðlífsins. Þeir sem börð-
ust fyrir því frelsi mundu snúa sér
í gröfum sínum ef því fjöreggi
þjóðarinnar, sem frelsið er, yrði á
glæ kastað af vanhyggju stjórn-
málamanna og hagsmunapoti fé-
gráðugra fésýslumanna.
Því er þetta rifjað upp að ýmis-
legt er að gerast í þessum málum
sem almenningur á erfitt með að
átta sig á og stendur næstum á
öndinni yfir því sem er að gerast í
makki við erlendar þjóðir og
þjóðasamsteypur og er sveipað
þeirri dulúð að enginn veit hvað er
að gerast.
Þeim mönnum virðist fara fjölg-
andi sem gerast talsmenn þess að
íslenska þjóðin gangi til takmarka-
lítils samstarfs við ríkjasamsteypu
EB landanna svonefndu og telja
málum lands og þjóðar best borgið
með því. Þessar raddir gerast líka
æ háværari og gefa lítið fyrir fengið
frelsi sem við höfum búið við. Það
sé orðið úrelt og svari ekki kröfum
tímans. Hér er gamla „Gylfaginn-
ingin“ að endurfæðast. Hún var
sett fram fyrir nokkrum árum af
nokkrum valdamiklum mönnum í
ríkisstjórn og utan og sett upp í
líkingunni um doríuna og móður-
skipið. Þá sluppum við með
skrekkinn. Hvað nú? Hér er um
það að ræða hvort þjóðin eigi að
afsala sér sinni dýrmætustu eign,
sjálfsákvörðunarréttinum, og
leggja sig undir yfirdrottnun er-
lendrar ríkjasamsteypu sem nú er
í uppsiglingu og með hverjum
hætti það eigi að gerast. Skýtur sú
hugsun nokkuð skökku við það
sem er að gerast á sama tíma,
þegar aðrar hliðstæðar ríkjasam-
steypur eru að hrynja í rúst og
enginn sér fyrir afleiðingar þess.
Öll eru þessi veður válynd og
enginn veit hvar hann hittir annan
fyrir í fleti og enginn veit hverjum
má treysta í því sefiunarkasti sem
nú ríður yfir.
Jón Baldvin Hannibalsson utan-
ríkisráðherra hefur mikinn hluta
sl. árs setið við hirðir erlendra
þjóðhöfðingja, líkt og höfðingjar
Sturlungaaldarinnar gerðu á sinni
tíð. Líkt og þeir hefur hann hlustað
á rök þeirra höfðingja um hver
flónska það sé jafnfámennri þjóð
og íslendingar eru að ætla sér að
ráða sínum málum sjálf og halda
uppi atvinnulífi byggði á gæðum
landsins. Heimkominn eftir setu
sína í hinum erlendu hirðsölum
hefur hann hafið fundaferð um
landið til að kynna landsmönnum
þær viðræður sem hann hefur tekið
þátt í og hlustað á. Með áberandi
auglýsingu í blöðum og öðrum
fjölmiðlum hefur verið vakin sér-
stök athygli á þeim boðskap sem
utanríkisráðherrann hefði að flytja
þjóðinni um á kosti sem hún ætti
völ á í samskiptum sínum við
þessar þjóðir og framtíðargrund-
völl. Og menn biðu með eftirvænt-
ingu. En hvað gerðist? Fyrsti fund-
ur hans þessa eðlis var haldinn í
Vestmannaeyjum. En annað varð
ofan á. í þess stað hafði málflutn-
ingur ráðherrans snúist upp í að
gera áheyrendum ljóst hverjir
ómagar bændur væru á „þjóðinni".
Ríkið greiddi ráðherralaun í styrki
og útflutningsbætur á hvern bónda
o.fl. Og ekki stóð á fjölmiðlum
þjóðarinnar að kynna þjóðinni
hvern boðskap hann hafði að
flytja. Nær samstundis og orðin
flugu af vörum hans var þeim
sjónvarpað beint svo ekkert færi
milli mála. Og hver var boðskapur-
inn? Hann var skýr og afdráttar-
laus. Erlendar landbúnaðarvörur
yrði skilyrðislaust að flytja inn og
hætta að styrkja bændur með út-
flutningsbótum og á annan hátt.
Með því einu gæti þjóðin sparað
sér tugi milljarða og orðið rík á
skömmum tíma. Bændur væru þeir
ómagar sem þyrfti að losna við sem
fyrst.
Minna mátti nú heyra! Það var
eins og allt ætlaði um koll að keyra.
Slíkur var ofsinn og ákafinn í
málflutningi þessa manns. Og hann
hélt hnefa hátt á lofti, reiðubúinn
að refsa þeim ölmusulýð sem
bændu væru. í raun og veru var
hann engum líkari en „karlinum á
kassanum" sem boðar áheyrendum
sínum um eilífa kvöl og fordæminu
ef ekki væri farið að orðum hans.
Allt var þetta borið fram af þeim
fítonskrafti að lítið vantaði á að
Og hver var boö-
skapurinn? Hann var
skýr og afdráttarlaus.
Erlendar landbúnaðar-
vöruryröi skilyröislaust
aö flytja inn og hætta
aö styrkja bændur meö
útflutningsbótum og á
annan hátt. Meö því
einu gæti þjóöin spar-
að sér tugi milljarða og
oröiö rík á skömmum
tíma. Bændur væru
þeirómagarsem þyrfti
aö losna viö sem fyrst.
eldur stæði frant úr munni hans og
nösum. Ogóneitanlega kom manni
í hug samlíkingin við höfðingja
Sturlunga þegar þeir gengu skarp-
ast fram í því að telja landsmenn á
að þjóna hagsmunum erlendra
ráðamanna. Allir vita að það sem
hann boðaði getur ekki gerst án
þess að landbúnaður sé um leið
lagður í rúst á íslandi.
Það er að vísu ekki í fyrsta skipti
sem Jón Baldvin boðar þess hag-
speki sína og flokks síns. En vafa-
samt er að hann hafi nokkru sinni
fylgt henni eftir af jafnmiklum
eldmóði og að þessu sinni. Því
læðist sá grunur að manni að seta
Jóns Baldvins við hinar erlendu
hirðir hafi skerpt báráttu hans fyrir
því að bændur landsins skyldu nú
að velli lagði og það sem þeir til
þessa hafa lagt á matborð þjóðar-
innar skyldi þurrkast út í eitt skipti
fyrir öll og í stað þess fluttar inn
afgangs og úrgangs landbúnaðar-
vörur frá þeim þjóðum sem Jón
Baldvin hafði setið að samningum
við. Að vísu var ekki sérstaklega
nefnt af hvað gæðaflokki þær inn-
fluttu vörur yrðu, en því meiri
áhersla lögð á ódýr innkaup sem
gætu lækkað fæðiskostnað þjóðar-
innar sem mest. Með því gæti
þjóðin auðveldlega komist út úr
því ráðleysisfári sem hún væri flækt
í sem sumpart er sprottið af ráð-
leysisaðgerðum stjórnvalda, harð-
svíraðra kaupsýslumanna og
fjármálaspekúlanta. Það fyrirbæri
hefur Jón Baldvin kallað „fjárfest-
ingarfyllirí" og hefur margt vit-
lausara sagt.
Enginn þarf að efast um að
gistivinum Jóns Baldvins komi ekki
vel ef hægt verður að koma þessum
málum í kring með þeim hætti scm
hann boðar. Þótt hér sé ekki um
ýkja stóran markað að ræða munar
samt um liann til að losna við hluta
af þeim offramleiðsluvanda sem
þessar þjóðir búa. Þegar þeim
áfanga væri náð gæti annar komið
á eftir, því fleira er dýrt á íslandi
en landbúnaðarvörur, þótt minna
sé um það rætt.
Menn tala með vandlætingu unt
að landbúnaðarvörur séu dýrar hér
á landi og víst er það satt. Þar eiga
þjóðfélagslegar aðstæður og
stjórnvöld sinn þátt í þótt sökinni
sé í heild skellt á bændur þótt
sannað sé með óyggjandi rökum
að hlutur bænda í verði búvara hafi
hækkað minnst í verðlagsþróun
þeirra á síðustu árum. En í þeint
verðhækkunum síðustu ára á eng-
inn einn maður stærri þátt en Jón
Baldvin Hannibalsson með matar-
skattinum illræmda sem honum
tókst að koma á. Það situr því síst
á honum að skammast út í hátt
verð þeirra neysluvara á matborði
almennings. En kannski var það
einn liður í stærra áformi þeirra
Alþýðuflokksmanna, að því er
bændur varðar. Mætti fleiri dæmi
nefna því til staðfestingar þótt það
verði ekki gert hér.
Við þá umræðu og herferð sem
Jón Baldvin hefur nú hleypt af stað
með offorsi og rakalausum fullyrð-
ingum gegn bændum og frant-
leiðslu íslenskra landbúnaðarvara
hlýtur sú spurning að vakna hvort
sá maður sé því vaxinn að gegna
jafnábyrgðarmiklu hlutverki í
stjórnun lands og þjóðar og hann
gerir nú. Hann hefur áður orðið að
játa opinberlega á sig skort á
dómgreind og skynsemi og beðist
opinberlega afsökunar á afleiðing-
um þess. Ef til vill gæti hann nú
beðist afsökunar á þessu frurn-
hlaupi sínu og bjargað með því
eigin skinni. Það ætti hann að gera
og láta af ofsóknarlátum sínum
gegn bændum.
FRÍMERKI llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll
Gjafamappa
Út er komin hjá Póstmálastofnun
þriðja gjafamappan með frímerkj-
um sem stofnunin gefur út. Þetta er
mappa með fuglamerkjunum
fjórum, sem voru í útgáfum 267 og
271, árið 1988. Eru það frímerki
með mynd iaðrakan, 5 krónur að
verðgildi. Oðinshani er á næsta
merki sem hefir verðgildið 19
krónur. Þá eru hávellur á 30 króna
frímerki og loks sólskríkjan á 100
króna frímerki. Sólskríkjan í vetrar-
ham nefnist snjótittlingur.
Hönnun frímerkjanna annaðist
Þröstur Magnússon, en þau eru
prentuð hjá Courvoisier SA, í Sviss.
Þetta er mjög snoturlega gerð
mappa í sama stíl og gjafamappa
númer tvö, en hún var einnig með
fuglafrímerkjum, sem komu út árið
1987. Er skemmtilegt til þess að vita
að svona útgáfum er haldið áfram og
frímerkin gerð skemmtileg söluvara,
sem nota má til tækifærisgjafa til
kunningja erlendis og verðinu er
stillt í hóf. Kostar þessi seinni fugla-
frímerkjamappa aðeins 200 krónur,
en sú fyrri 250 krónur.
Fyrsta gjafamappan er hinsvegar
löngu uppseld, en hún var með
frímerkjunum sem gefin voru út
1986 af tilefni 200 ára afmælis
Reykjavíkur. Þarna er rólega farið
af stað, með eina gjafamöppu á ári.
Er það vel ef sérstaklega er tekið
tillit til þess að þessi söluvara nýtist
bæði ferðalöngum og heimamönn-
um til minjagjafa.
AFA frímerkjaverðlistinn
Fyrsti nýi frímerkjaverðlistinn
sem mér hefir borist fyrir 1989-1990
er danski frfmerkjaverðlistinn AFA
fyrir Norðurlöndin. Þótt hann beri
ennþá heitið „Skandinavien Fri-
mærkekatalog" nær hann yfir ísland,
Færeyjar, Grænland, Dönsku Vest-
urindíur og Sameinuðu þjóðirnar,
svo nokkuð sé nefnt.
Það fyrsta sem gleður bæði auga
og hönd er brot listans, sem er 12,
5x20 cm, en það er mjög handhægt
vasabrot. Prentun og frágangur er
eins og áður einstaklega vandað og
öll fyrri tölvuvandkvæði úrsögunni.
Lars Boes hjá Aarhus Frimærke-
handel, sem gefur út listann, segir í
formála að hinn norræni markaður
hafi ekki enn orðið fyrir neinni
sterkri aukningu á eftirspurn, en það
megi lýsa honum sem stöðugum
með greinilegum merkjum í átt til
hækkunar.
Eftir að hafa fengið í hendur þessa
frímerkjaskrá, Ameríska Scott-
listann, þ.e. Ijósrit af handriti,
Michel, verðskrá eins frímerkja-
kaupmanns hér heima og eigið verð
fyrir íslensk frímerki 1990, sem nú
er í prentun, gerði ég úrtak úr þessu
öllu og þá kom ýmislegt skemmtilegt
í ljós. Sé tekið saman Iverð hæstu
listanna (Scott og Michel) og því
gefið gildið 1000, þá er verð AFA
840 stig af því, verð íslensk frímerki
456 stig af því og verð kaupmannsins
368 stig. Tekið skal frani að hér er
um póstverslun að ræða.
Gangverð frímerkja, sé miðað við
1000 stig dýrustu listanna, hefir á
undanförnum árutn verið 400 til 600
stig af þessu verði, allt eftir því
hversu góð og sjaldgæf viðkomandi
frímerki eru.
Þessi nýja útgáfa AFA listans er
sjálfri sérmjögsamkvæm í vesAtUp-
ingu, og eins og áður segrr ‘víöfflúð
og hentug í frágangi. JH
Sigurður H. ÞrtwR|nilslfti'