Tíminn - 08.02.1990, Side 10

Tíminn - 08.02.1990, Side 10
Asgríms- son Samframboðið jarðað í fvrrakvöld 10 Tíminn Fimmtudagur 8. febrúar 1990 Fimmtudagur 8. febrúar 1990 Tíminn 11 Framboðsmálin í Reykjavík að skýrast. B, D, G og V listar boðnir fram. A óþekkt stærð: útförin fór ekki fram „Sjálfstæðisflokkurinn býður fram í Reykjavík í vor. Boðinn verður fram listi með þrjátíu frambjóðendum sem allir munu bjóða sig fram undir stefnu- skrá Sjálfstæðisflokksins í borgarmálum. Þetta eru þær upplýsingar sem nú á dögum þarf að ganga eftir í Reykjavík. Eg tel rétt að skýra frá þessu svo enginn þurfi að fara í grafgötur með fyrirætlanir Sjálfstæðisflokksins,“ sagði Kjartan Gunnarsson framkvæmdastjóri Sjálf- stæðisflokksins þegar hann var spurður um framboðsmál Sjálfstæðismanna fyrir borgarstjórnarkosningarnar. Það er því nokkuð á hreinu með Sjálfstæðisnlcnn og framboðsmál þcirra að öðru lcyti en því að nokkrar tilfærslur veröa í efstu sætunum vegna þess að foringi þeirra; Davíð Oddsson stefnir í „landsliðiö". Hann er varaformaöur flokksins og venju samkvæmt fer vara- formaðurinn fram í næstu Alþingiskosn- ingum í öruggu sæti vorið 1991. Þess er vart að vænta að Davíð Oddsson verði með einhverskonar sér- visku og neiti að taka sæti sitt á Alþingi að kosningum loknum. Ljóst þykir því að Davíð verði ekki borgarstjóri nema í rúmt ár eftir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Og þar stendur hnífurinn í kúnni hjá Sjálfstæðisflokknum. Forystukreppa 1991 Davíð á miklu fylgi að fagna sem borgarstjóri. Þetta hefur komið fram í könnunum og kom raunar glögglega í Ijós í síðustu kosningum þcgar allmargir yfirlýstir vinstrimenn, einkum orðaðir við Alþýðubandalagið, gáfu út stuön- ingsyfirlýsingu til handa Davíð. Vitund- arkreppa Allaballa nú er því ekkert nýnæmi. Ef nokkuð er hafa vinsældir Davíðs aukist síðan þetta var. Þetta undrar marga sem bent hafa á að í stjórn Davíðs á borginni mætti ýmislegt betur fara. Hvcrju Davíð megi þá þakka vinsældir sínar cru menn að sönnu ckki á citt sáttir. Oft er bent á aö hann sé orðhepp- inn og skemmtilegur - skemmtilega ósvífinn. Jafnframt hafi hann hann járn- aga á meirihluta sínum og hafi mjög treyst valdakerfi Sjálfstæðisflokksins í borginni. Engum líðist að vera með neitt múður. Persóna Davíðs er því fasttengd Sjálf- stæðisflokknum og án Davíðs getur flokkurinn ekki farið fram án verulegra skakkafalla. Slíkt myndi þýða hatramma baráttu innan hans, álitshnckki og fylg- istap. Bent hefur verið á að einmitt vegna þessa hafi það ekki þótt henta nú að halda prófkjör í Reykjavík. Einnig hljóti það að vera Davíð mjög til framdráttar að sigra glæsilega í borgarstjórnarkjöri sem yrði eins konar aðalæfing fyrir Alþingiskosningarnar 1991. Sjálfstæðismenn hafa áhyggjur af for- víkur í fyrrakvöld þarsem samframboðs- hugmyndin var endanlega jörðuð. Sam- þykkt var tillaga félagsstjórnar um að flokkurinn hæfi þegar í stað undirbúning að framboöi G-listans í Reykjavík. Áöur hafði Kristín Á. Ólafsdóttir borið upp tillögu um að Alþýöubanda- lagið í Reykjavík hæfi viðræður við Alþýöuflokkinn, Birtingu og óflokks- bundna um sameiginlegt framboð í Reykjavík. Stefanía Traustadóttir formáður fé- lagsins mælti fyrir stjórnartillögunni og lýsti yfir að sá málefnalisti sem Alþýöu- flokkurinn kynnti á mánudaginn var, væri frumhlaup og á honum gæti víðtæk samstaða andstæðinga Sjálfstæðisflokks- ins ckki byggt tilveru sína. Til harðra deilna kom milli Birtingar- sinna og flokkseigenda um tillögurnarog einn talsmaður Birtingarsinnanna; Reynir Ingibjartsson, sagði að fjöldi fólks sem eitt sinn hefði vcrið í Alþýðu- bandalaginu og fleiri flokkum vildi að myndað yrði sterkt afl gegn Sjálfstæðis- flokknum og undarlegt væri það kjark- leysi að þora ekki að láta á reyna hvort hægt væri að skapa það afl. Klofningsbrölt? Svavar Gestsson menntamálaráðherra og fyrrverandi formaður flokksins tók það djúpt í árinni um viðræöur Birting- armanna cða Birtingarsinna í flokknum að tilgangur þeirra væri einvörðungu sá að kljúfa Alþýöubandalagiö. Um þetta sagði liann: „Tilgangurinn er sá að skilja sauðina frá höfrunum. Tilgangurinn með þcssum viðræðum af þeirra hálfu (Alþýöuflokks- ins, innsk. bím.) er ekki sá að ná fram samfylkingu við alla Alþýðubandalags- menn, heldur bara suma. Og ég segi, góðir fundarmenn: Svona traktcringar gctum viö ekki látið bjóða okkur." Svavar spurði fundarmenn hvort ætl- unin væri að hcngslast yfir þessum mál- um öllu lengur cða að taka ákvörðun um framboð fyrir Alþýðubandalagið í Rcykjavík. Ek.kert þýddi að vera að mylja þetta með sér öllu lengur. Það þjónaði ekki öðrum tilgangi en þeim að skemmta skrattanum, - öðru nafni Davíð Oddssyni. Tillaga Birtingar var felld með 125 atkvæðum gegn 96. Að þessari atkvæðagreiðslu lokinni gengu margir af fundi og þegar tillaga stjórnar Alþýðubandalagsfélagsins var borin upp var hún samþykkt með 133 atkvæðum gegn 35. Það sem eftir er nú af hugmyndinni um sameiginlegt framboð stjórnarand- stöðunnar í borgarstjórn er því aðeins hugsanlegt framboð Birtingarmanna, óflokksbundinna og Alþýðuflokksins. Hversu líklegt til stórræðanna er það? -sá ystukreppu í borgarstjórn þegar Davíð iærist upp í „landsliðið" og þeirra vandi virðist því vera sá einn að finna einhvern arftaka Davíðs sem sest í borgarstjóra- stólinn haustið 1991. Sá maður er nú fundinn; Ólafur B. Thors. Undanfarna daga hefur veriö lagt hart að honum að taka annað sætið á listanum en eftir því sem næst var komist í gær hafði Ólafur ckki gefið endanlegt svar enn. Alþýðubandalag í einum graut Meðan framboðsvandi Sjálfstæðis- manna er í raun aðeins sá að finna veröugan arftaka Davíðs og raða saman lista samkvæmt því er annað uppi á teningnum hjá vinstri mönnum. Þar er vandi stærsta stjórnarandstöðuflokksins í borgarstjórn; Alþýðubandalagsins alvarlegastur og crfiðastur. Minnihlutaflokkarnir í borgarstjórn; Alþýðubandalag, Alþýðuflokkur, Kvennalisti og Framsóknarflokkur hafa átt gott og alltraust samstarf á yfirstand- andi kjörtímabili og því hafa um nokk- urra mánaða skeið veriö uppi raddir um sameiginlegt framboð þessara flokka við næstu borgarstjórnarkosningar. Þau áform virðast nú endanlega komin í vaskinn. Síðustu leifar þeirra geispuðu golunni í fyrrakvöld á fundi Alþýðu- bandalágsfélags Rcykjavíkur og verður ekki annað séð cftir þann fund en að Alþýðubandalagið hafi klofnað endan- lega um leið. Hugmyndin um að stjórnarandstöðu- flokkarnir byðu fram í borgarstjórn samciginlega beið sinn fyrsta hnekki þegar Svavar Gestsson menntamálaráð- herra ákvað að auglýsa skólastjórastöð- una við Ölduselsskóla lausa til umsóknar en Sjöfn Sigurbjörnsdóttir fyrrverandi borgarfulltrúi Alþýðuflokksins var þá settur skólastjóri. Fyrrv. menntamála- ráðherra; Birgir ísleifur Gunnarsson hafði sett Sjöfn í stöðuna gegn háværum mótmælum kennara og foreldra og þær deilur vöknuðu enn og höfðu jafnframt þau áhrif að borgarfulltrúi Alþýðu- flokks; Bjarni P. Magnússon lýsti því ylir að samstarf við flokk Svavars í borgarstjórn væri óhugsandi. Gengið úr skaftinu Þegar svo var komið töldu Framsókn- armenn og Kvennalistinn að forsendur sameiginlegs tramboðs væru brostnar og. hófu að undirbúa framboð á eigin vegum. Síðan hefur ítrekað verið reynt að koma saman cinhvers konarsamstarfi og hafa meðal annars formenn Alþýðu- flokks og Alþýðubandalagsins, þeir Jón Baldvin og Ólafur Ragnar beitt sér f málinu. Þeir ráðherrarnir höfðu á vissan hátt fulltingi Birtingar sem reynt hefur stöð- ugt að koma á einhvers konar samstarfi um framboð, einkum við Alþýðuflokk- inn. Fyrirætlanir þessar biðu verulegan skaða þegar Alþýðuflokksmenn undir torystu Birgis Dýrfjörð og Bjarna P. Magnússonar borgarfulltrúa tóku sig til og þjófstörtuðu s.l. mánudag og kynntu hugmynd Málefnaiista. Við það stukku Alþýðubandalagsmenn upp á nef sér og ekki var heldur laust við að einstaka Birtingarmenn teldu frumkvæðið vera ótímabært og óviðeigandi. Frumkvæði Birgis og Bjarna P. varð þó til þess að gefa svokölluðum flokks- eigendum í Alþýðubandalagsfélagi Reykjavíkur (kærkomið?) tilefni til að láta til skarar skríða gegn Birtingarm- önnum og -sinnum í félaginu og jarða endanlega hugmyndir þeirra um sam- framboð með krötum. Línur hafa nú tekið að skýrast í framboðsmálum fyrir næstu borgarstjórnarkosningar, en þá verður kosið um hverjir sitja í þessum stólum. Út með þá Maður í forystusveit Alþýðubanda- lagsins, oftnefndum flokkseigendaarmi, sagði í gær um undanfarnar þreifingar Birtingarmanna og Alþýðuflokksins að hann liti á þær sem tilraunir til klofnings og að hann teldi að Birtingarfólk ætti hið fyrsta að stíga skrefið til fulls og andskot- ast yfir til kratanna þar sem þeir ættu heima. Þetta sjónarmiö varð raunar ofan á á fundi Alþýðubandalagsfélags Reykja-

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.