Tíminn - 09.02.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 09.02.1990, Blaðsíða 2
2 Tíminn Föstudagur 9. febrúar 1990 Ólafur Ragnar lét kanna sérstaklega skuldbindingar ríkisins vegna Útvegsbanka íslands. Niöurstaöan ekki gerö opinber: Er staðan mun verri í raun? í gær var greint frá því hér í Tímanum að skuldbindingar ríkisins vegna tapaðra útlána Utvegsbanka íslands og lífeyrisskuldbindinga bankans nemi um 1,8 milljörðum króna. Þessar upplýsingar komu fram í svari Jóns Sigurðssonar viðskiptaráðherra vegna fyrirspurnar Guðna Ágústssonar á Alþingi fyrir nokkru. Vafi leikur hins vegar á hvort þar séu öll kurl komin til grafar og verið getur að mun hærri upphæð muni faUa á ríkissjóð. Skuldbindingar þessar eru á sér- stökum biðreikningi sem samkvæmt lögum frá 1987 um sölu Útvegs- banka íslands og stofnun Útvegs- bankans h.f.. Sérstök skilanefnd átti að gera biðreikninginn cndanlega upp í árslok 1988. Það lokauppgjör tókst ekki þá og var frestað um eitt ár, eða til síðustu áramóta. Það tókst heldur ekki að Ijúka því þá. Auk þess að skilanefndin hafi rýnt í fjárreiður og lánamál Útvegs- banka íslands lét Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra kanna þessi mál sérstaklega og samkvæmt upplýsingum Tímans hefur sú könn- un leitt til annarrar niðurstöðu og verri fyrir ríkissjóð. Skuldbindingar sem ekki fylgdu með bankanum við sölu hans og falla munu á ríkissjóð séu ekki „aðeins“ 1,8 milljarðar heldur verulega hærri, jafnvel helm- ingi hærri. Sigurður Þórðarson vararíkisend- urskoðandi staðfesti í gær að varð- andi uppgjör á biðreikningnum hefðu verið teknir saman minnisp- unktar að beiðni fjármálaráðherra og hefðu þeir einnig verið sendir viðskiptaráðherra til skoðunar. Hann vildi ekki nefna neinar tölur sem þar kæmu fram en vísaði til ráðuneyta fjármála og viðskipta. Ekki tókst þó í gær að fá þessar upplýsingar þaðan. -sá Lottópotturinn er þrefaldur Um helgina verður þrefaldur pott- ur í lottóinu. Sala hefur verið lífleg það sem af er vikunni. Vilhjálmur Vilhjálmsson framkvæmdastjóri Is- lenskrar getspár sagðist í gær búast við að fyrsti vinningur færi upp í 13 milljónir. Hæsti fyrsti vinningur til þessa er 14,7 milljónir króna. Sala á lottómiðum hefur verið nokkuð stöðug síðan lottóinu var hleypt af stokkunum. Yfir sumar- mánuðina dregur þó allt eitthvað úr sölu. -EÓ Framsóknarmenn á Akureyri vegna bæjarstjórnar- kosninga 26. maí nk.: LISTINN ÁKVEÐINN Starfsmenn Stclpna h.f. eru Margrét Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fyrir miðju. Til vinstri á myndinni er Ásdís Sigurðardóttir og til hægri Þórhildur Sigurðardóttir. Tímamynd; Ami Bjama. Auglýsingablaöiö Notað og nýtt. Nýr sproti í blaöaflóru íslands: Almenningur borgar ekki Á ijölmennum fundi Fulltrúa- ráðs framsóknarfélaganna á Ak- ureyri í fyrrakvöld var tillaga uppstillingarnefndar aö fram- boðslista Framsóknarflokksins vegna bæjarstjórnarkosninga á Akureyrí á komandi vori sam- þykkt samhljóða með öllum greiddum atkvæðum. Fram- sóknarmenn á Akureyrí eru þar með fyrstir allra st jórnmálasam- Sæmilegt atvinnu- ástand á Húsavík Bátaútgerðin á Húsavík á í miklum erfiðleikum um þessar mundir. í síðasta mánuði sendu útgerðarmenn bæjarstjórn Húsa- víkur skýrslu um ástand útgerðar- innar. Bæjarstjórnin hefurskipað þriggja manna nefnd sem á að safna upplýsingum um umfang vandans. Þetta kemur fram í Víkurblaðinu á Húsavík. I nefndinni sitja Bjarni Þór Einarsson bæjarstjóri og útgerð- armennirnir Ingvar Hólmgeirs- son og Bjarni Aðalgeirsson. Bjarni Þór Einarsson sagði í sam- tali við Tímann að búið væri safna upplýsingum um stöðu mála en vildi að öðru leyti ekki ræða um málið að sinni. Hann sagði að upplýsingar um slæma stöðu bátaútgerðarinnar kæmu ekki á óvart. Þessi atvinnugrein hefði búið við slæma stöðu í langan tíma. Aðspurður um atvinnuástand- ið á Húsavík sagði Bjarni að það væri svipað og í fyrra, heldur betra ef eitthvað væri. Hann sagði að desember og janúar væru erfiðustu mánuðir ársins hvað atvinnu snerti og menn reiknuðu því með auknu atvinnu- leysi á þessum árstíma. -EÓ taka í landinu til að birta fram- boðslista vegna sveitarstjórnar- kosninganna sem fram fara 26. maí nk. Svo sem kunnugt er var efnt til skoðanakönnunar í janúar meðal flokksbundinna framsóknarmanna á Akureyri, þar sem þeir voru beðnir um að nefna sex nöfn sem þeir vildu sjá í efstu sætum listans í vor. Niðurstöður könnunarinnar voru ekki bindandi fyrir uppstillingar- nefndina en hafðar til hliðsjónar við röðun á listann. Tillaga nefndarinnar var síðan sem fyrr segir einróma samþykkt á fulltrúaráðsfundinum. Framboðslisti Framsóknarflokks- ins til bæjarstjórnarkosninganna á Akureyri 26. maí nk. er þannig skipaður: 1. Úlfhildur Rögnvaldsdóttir bæjar- fulltrúi. 2. Þórarinn E. Sveinsson mjólkur- samlagsstjóri. 3. Jakob Björnsson fjármálastjóri. 4. Kolbrún Þormóðsdóttir leiðbein- andi. 5. Sigfríður Þorsteinsdóttir tækni- teiknari. 6. Þorsteinn Sigurðsson vélaverk- fræðingur. 7. Þóra Hjaltadóttir, formaður Al- þýðusambands Norðurlands. 8. Ársæll Magnússon, umdæmis- stjóri Pósts og síma. 9. Stefán Vilhjálmsson matvæla- fræðingur. 10. Gunnhildur Þórhallsdóttir hús- móðir. 11. Páll H. Jónsson skrifstofumaður 12. Björn Snæbjörnsson, varaform. Verkalýðsfél. Einingar. 13. Sólveig Gunnarsdóttir skrifstofu- stjóri. 14. Siguróli Kristjánsson verkamað- ur. 15. Bragi V. Bergmann ritstjóri. 16. Sigurlaug Þ. Gunnarsdóttir póst- maður. 17. Stefán Jónsson málarameistari 18. Guðmundur Stefánsson fram- kvæmdastjóri. 19. Ásgeir Arngrímsson útgerðar- tæknir. 20. Gísli Konráðsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri. 21. Stefán Reykjalín byggingameist- ari. 22. Sigurður Jóhannesson bæjarfull- trúi. í gær kom í fyrsta sinn út auglýs- ingablað þar sem fólki gefst kostur á að auglýsa ókeypis eftir hverju þvf sem það vanhagar um eða þarf að losna við. Auglýsingablaðið Notað og nýtt mun koma út vikulega framvegis og verður það selt á öllum helstu blað- sölustöðum og kostar eintakið 90 krónur. Fyrirtækjum og stofnunum gefst kostur á að auglýsa í blaðinu gegn vægu gjaldi sem á ásamt sölu- verði blaðsins að standa undir kostn- aði við útgáfu þess. Allar auglýsingar í blaðinu Notað og nýtt, bæði frá einstaklingum og fyrirtækjum eru flokkaðar í efnis- flokka, svo sem fyrir heimilistæki, húsgögn, fatnað, farartæki o.s.frv. Útgáfa blaðsins er í alþjóðasam- bandi blaða af þessu tagi en í sambandinu eru nokkur hundruð blöð sem gefin eru út í um 40 löndum. Einstaklingum gefst kostur á að auglýsa frítt í öllum blöðum sambandsins. Notað og nýtt er gefið út af Stelpum h.f. en framkvæmdastjóri er Margrét Sigurðardóttir prentari. Auk þess að gefa út Notað og nýtt rekur fyrirtækið alhliða prentþjón- ustu, -setningu og umbrot bóka, blaða og bæklinga. Margrét Sigurðardóttir fram- kvæmdastjóri nam prentiðn við Iðn- skólann í Reykjavík en hefur síðan lært frekar og starfað erlendis. Hún var um árabil aðal útlitshönnuður vesturþýska dagblaðsins Die Tagesz- eitung en ritstjórn þess og útlits- hönnun er í V-Berlín en blaðið síðan prentað á þrem stöðum í landinu samtímis. -sá Akureyri: Ungfrú Norður- land kjörin Sjö stúlkur keppa um sæmdarheitið Ungfrú Norðurland 1900. Keppni um titilinn fer fram í Sjallanum í kvöld, föstudag. Sigurvegarinn öðlast þátttökurétt í Fegurðarsamkeppni íslands sem haidin verður á Hótel íslandi 16. apríl. Einnig verður valin besta Ijósmyndafyrirsætan og stúlkurnar sjálfar útnefna vinsælustu stúlkuna. Þá munu allir þátttakendur fá glæsilegar viðurkenningar. Auk hefðbundinna liða fegurðarsamkeppninnar munu verða sýnd atriði úr nýrri sýningu sem sýna á í Sjallanum næstu laugardaga. Kvartettinn „Undir rós“ mun skemmta og boðið verður uppá tískusýningu. HIÁ-Akureyri

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.