Tíminn - 09.02.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 09.02.1990, Blaðsíða 6
6 Tíminn Föstudagur 9. febrúar 1990 Tímiim MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU 0G FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Aðstoöarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson EggertSkúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Frá og með 1. ágúst hækkar: Mánaðaráskrift í kr. 1000,-, verð í lausasölu í 90,- kr. og 110,- kr. um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Leninismi aflagður Umbótastefna núverandi valdhafa í Sovétríkjun- um, sem venjulega er kennd við Gorbatsjov, hefur tekið á sig enn nýja mynd með samþykkt miðstjórnar Kommúnistaflokks Sovétríkjanna um að tímabært sé að afnema það ákvæði stjórnarskrárinnar sem veitir Kommúnistaflokknum forystuhlutverk í sovésku stjórnkerfi og stjórnarfari. Samþykkt miðstjórnarinnar felur í sér áskorun á fulltrúaþingið í Sovétríkjunum að samþykkja stjórn- arskrárbreytingu sem færi í þessa átt. Nú virðist liggja næst fyrir að kalla saman fulltrúaþingið, leggja tillögu fyrir það um afnám 6. gr. stjórnarskrárinnar og fá hana samþykkta. Ef fulltrúaþingið gerir það, fer ekki milli mála að alræði Kommúnistaflokks Sovétríkjanna er úr sögunni. Par með er formlega opnuð leið til myndunar nýrra stjórnmálaflokka. Ef af því yrði, sem varla þarf að draga í efa, þá verður Kommúnistaflokkur Sovétríkjanna eins og hver annar hluti fjölflokkakerfis, en ekki stjórnarskrár- verndaður alræðisflokkur í einsflokkskerfi. Ekki er ofsögum sagt, að stjórnarskrárbreyting af þessu tagi myndi valda algerum aldahvörfum í stjórnmálasögu Sovétríkjanna. Hvað stjórnskipulag varðar má með réttu segja að kjarni þess hefur falist í ákvæðum 6. gr. stjórnarskrárinnar um „forystuhlut- verk“ Kommúnistaflokksins. Grundvöllur sovét- skipulagsins var einsflókkskerfi og bann við því að stofna aðra stjórnmálaflokka. Um þennan grundvall- arþátt stjórnskipulagsins voru hreinar línur, enda byggðar á fræðikenningum Lenins sjálfs um að tryggja yrði „menntuðum11 byltingamönnum forystu í „alræði öreiganna“ sem var það stig þjóðfélagsþró- unar sem fræðilega tók við af byltingunni. Andstaða gegn fjölflokkkerfi og þingræði var einkenni á leninismanum. Væntanlegt afnám einflokkskerfisins í Sovétríkj- unum er því augljóst fráhvarf frá leninisma ofan á þær breytingar sem þegar hafa verið gerðar á stjórnkerfinu í átt til lýðræðis ásamt mannúðlegri og umburðarlyndari framkvæmd einræðisvalds en tíðk- aðist fyrir daga Gorbatsjovs. Ekki er því annað að sjá en að sovéskir valdhafar séu á góðri leið með að afneita leninisma að fullu og öllu til viðbótar fordæmingu á stalinisma, ef einhver munur er á fræðum þessara kenningasmiða. Þrátt fyrir allar umbreytingarnar í kommúnista- heiminum á örstuttum tíma, hefur tillaga Gorba- tsjovs um afnám einsflokkskerfis í Sovétríkjunum komið ýmsum á óvart. Ekki er langt um liðið síðan hann gaf í skyn að svo róttækar breytingar stæðu ekki til. Við nánari athugun þarf þessi ákvörðun mið- stjórnar ekki að vekja tóma furðu. Þróunin í alþýðulýðveldunum, sem verið hafa eins og fylgi- tungl Sovétríkjanna, er á þann veg að sovétleiðtog- um var ekki stætt á að ríghalda í leninisma heima fyrir, þegar þeir höfðu lagt blessun sína yfir lýðræðis- þróun, fjölflokkakerfi, í fylgiríkjunum. Krafa um þetta hefði vafalaust orðið hávær meðal lýðræðis- sinna í Sovétríkjunum. Gorbatsjov hefur áttað sig á hvað framundan var í því efni og kosið að taka frumkvæðið sjálfur. GARRI Rassskelltir af Neptúnusi Margir hafa nú á orði, að hið frjálsa sjómannslíf sé orðið heldur þvingað fyrst ekki má lenda í sjóhrakningum án þcss að vera látinn blása ■ blöðru, og síðan að vera fluttur sjóhrakinn en kannski svolítið mildur hreppaflutningi frá Egilsstöðum til Akureyrar. En þetta henti einmitt tvo unga menn nú í vikunni. Þeir náðust á trillu í mynni Seyðisfjarðar í haugasjó og voru þá á leið til Akureyrar. Trillan var stærri en svo að réttindalausir menn mættu sigla henni, en rétt- indi höfðu piltarnir tveir engin. Hvað er ölvun á trillu? Þetta er náttúrlega alveg á mörkunum, bæði hvað snertir mennina sjálfa og réttindamálin. Þegar svo kom í Ijós að hinir sjóhröktu voru báðir undir áhrifum áfengis versnaði enn í lífssjóinn fyrir þá tvo. Það kemur nefnilega ■ Ijós við þetta tilvik, að menn mega ekki stýra bát undir áhrifum áfeng- is frekar en aka bíl undir áhrifum. Nú þarf að aka bílum um mjóa akvegi og hemla snöggt ef ástæður krefjast. Aksturinn og hin nauð- synlegu viðbrögð eru heldur óþén- ug sé ökumaður undir áhrifum. Á sjó þarf að lesa á mælitæki sem segja til um stefnuna og vara sig á næstu fjörum. Jafngild ákvæði um ölvun við akstur og ölvun á sjó koma ekki alveg heim við almenna skynsemi. Að vísu á enginn ölvað- ur hvorki að stýra bíl eða trillu. En eltingaleikurinn við mungátina má ekki vera það undantekningarlaus, að ekki sé gerður greinarmunur á bfl og trillu. Maður undir stýri er orðinn brotlegur flnnist meira en 0,50 prómill ■ blóðinu. Sauðdrukk- inn er sá maður sem hefur 1,50 prómill ■ blóðinu og þar yfir. Sá sem stýrir trillu jafnvel um skipa- skurð, en ekki um víðáttur úthafs- ins eða sjóleiðir fyrir Austfjörðum, þar sem greiðfærara er, mætti að skaðlausu hafa svona 0,75 prómill ■ blóðinu. Saga fallegra stranda En það er engum mælingum að heilsa ■ málinu með hina sjóhröktu pilta. Þeir voru af yfirvöldum ekki taldir í ástandi til að þola yfirheyrsl- ur þegar þeir komu á land á Seyðisfirði, og voru fluttir til Eg- ilsstaða, þar sem þeir gistu á Hótel Valaskjálf. Þar sváfu þeir um nótt- ina skyldi maður halda, en þeir hafa þá verið árrisulir, því þegar lögreglan kom um morguninn til að yfirheyra piltana voru þeir aftur dottnir í það og þóttu ekki viðtals- hæfir, a.m.k. ekki tækir ■ yfir- heyrslu. Þetta getur hafa stafað af því að menn fyrir austan kunni ekki að taka á móti sjóhröktum mönnum, sem er ótrúlegt. Líklegra er að við séum orðin svo þróuð menningarþjóð að sjóhrakningar falli alfarið undir lögreglu og sýslu- menn. Öðru máli gegndi um ströndin í gamla daga. I Suðursveit var talað um falleg strönd. Þau voru falleg þegar von var á romm- tunnum eða koníakskvartilum upp úr strönduðum skipum. Þá var ekki veríð að spyrja að því hvort skipreika menn væru drukknir. Börnin frönsk Þeir fyrir austan brugðu sem sagt ekki á sömu ráðin og viðhöfð voru á tímum hinna fallegu stranda. Þegar kallarnir höfðu bjargað skipverjum á landi, blaut- um og köldum og sumum hálf meðvitundarlausum voru þeir verst settu fluttir heim til bæja, þar sem konur voru reknar í rúmið til að velgja sængur og hálf meðvitundar- lausir skipsmenn settir ■ rúmin til þeirra. Yfirleitt tókst þetta ráð með ágætum og eru til af því margar sögur, en Jónasi Hallgríms- syni varð þetta að yrkisefni, þegar hann kvað: Þar eru blessuð börnin frönsk með borðalagða húfu. í staðinn fyrír að þeytast með hina tvo skipreika menn upp á Egilsstaði átti að hátta þá niður í rúm á Seyðisfirði samkvæmt for- dæmi hinna fallegu stranda. Ekki er enn vitað hvaða dóm trillukarlarnir fá fyrír að sigla ölv- aðir út Seyðisfjörð. Austfirðingar virtust hafa fengið sig fullsadda af þeim og létu flytja þá til Akureyr- ar, eða á þeirra sveit. Vonandi verður bæjarfógeti mildur við sína týndu syni sem nú eru snúnir heim eftir að Neptúnus flengdi þá svolít- ið ■ mynni Seyðisfjarðar. Garri VÍTT OG BREITT „Að flengjast í sandinum" Árbók Þingeyinga, 31. árgang- ur, er nýkomin út, reyndar ársett 1988, sem breytir því þó ekki að ritið er ársrit eins og nafnið bendir til. Þetta er talsvert stór bók, nærri 300 síður í Skírnisbroti. Eins og jafnan er um þetta rit er það fjölbreytt að efni og höfundatalið eftir því. Meðal höfunda eru sumir lærðir, en þó fleiri leikir. Þarna eiga yfirleitt heimamenn í Þingeyj- arsýslum hlut að máli eða burtflutt- ir Þingeyingar, sem halda tryggð við heimahagana. Ekki er ofsagt að frásagnir í Árbók Þingeyinga séu góðar og ritmálið ágætt. Draumur um talshátt Þormóður Jónsson á Húsavík ritar stuttan þátt sem hann kallar Draum um talshátt. Þátturinn er að vísu of langur til þess að hann rúmist í þessum Tímadálki. Hann er eigi að síður skemmtilegt dæmi um hvað menn getur dreymt ein- kennilega drauma þar sem fyrir ber heilt söguefni og mannlífs- myndir svo ljóslifandi að þær líkj- ast veruleikanum sjálfum eins og góður skáldskapur. Persónur í draumsýn Þormóðs Jónssonar eru tvær nafngreindar og heita Gunnar og Kristján, en þriðja aðalpersón- an hefur ekkert nafn en leikur þó mikið hlutverk í frásögninni, því að henni eru lögð í munn þau orð sem allt snýst um, talsháttinn „að þola að flengjast í sandinum“, sem Þormóður hefur aldrei heyrt nema af vörum þessa draummanns síns og enginn kannast við að hafa nokkru sinni heyrt, þótt haldið hafi verið uppi spurnum um talsháttinn. Fyrir Þormóði er þessi talsháttur eigi að síður fullgild íslenska, sem eigi sér mynd og glögga merkingu. Myndin er af laxi, sem gengur upp í á. í árósnum verða ideyrar á vegi hans og hann crður að Gunnar Thoroddsen „flengjast" yfir þær til þess að komast í ána. Líklegast er bæði erfitt og sárt að flengjast í sandin- um, segir Þormóður Jónsson, en laxinn lætur ekki þá örðugleika á sig fá og þýtur upp ána. Talsháttur- inn „að þola að flengjast í sandin- um“ þýðir því að guggna ekki við örðugleika og jafnvel að stælast í raunum. Af Kristjáni og Gunnari Eftir að Þormóður hefur þannig útskýrt fagmannlega, hvað máls- háttur draummannsins merkir, segir hann nánar frá draumnum í heild. Því miður er ekki hægt að rekja þá sögu nákvæmlega að öðru leyti en því að draumurinn gekk út á það að deilur urðu milli tveggja manna sem hétu “Kristján" og „Gunnar" og áður hafa verið nefndir sem persónur í þessu drauma-drama. í deilum þessum skiptast menn í fylkingar um stuðn- ing við deiluaðila, fleiri fylgdu Kristjáni en færri Gunnari, en mjög ber mönnum saman um að Kristján Eldjárn þar hefðu snjallir menn ást við, því að mál sitt fluttu þeir ágæta vel þegar þeir deildu og mæltu aðeins- í Ijóðum. Því miður kemur ekki fram hjá Þormóði neitt dæmi um ljóðmæli þessara snillinga. Fór þó svo að mönnum þótti Gunnar fara ' halloka fyrir Kristjáni. Þá bar að velríðandi mann á steingráum gæðingi, höfðinglegan í forn- mannaklæðum og bar skikkju. Þegar hann hafði spurt hvað fram fór og áttaði sig á málavöxtum brosti hann og sagði: „Vissi ég vel að Gunnar bróðir þolir að flengjast í sandinum.“ Og lauk þar draumn- um. Þormóður Jónsson segir í lok frásagnar sinnar að í þessu sam- bandi megi rifja upp að á sínum tíma kepptu þeir ágætu menn, Gunnar Thoroddsen og Kristján Eldjárn um setu á Bessastöðum. Gunnar hafði að vísu ekki í fullu tré við Kristján en hann „þoldi að flengjast í sandinum" og varð síðar forsætisráðherra. Svo mörg voru þau orð Þormóðs Jónssonar. Þetta er skemmtileg frásaga. I.G.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.