Tíminn - 09.02.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 09.02.1990, Blaðsíða 7
Föstudagur 9. febrúar 1990 Tíminn 7 lllllllllllllllllllll AÐ UTAN llllllllllllllllllllllllllllllillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllillllllllllllllllllllllll^ 15. febrúar nk. verður haldinn í Cartagena í Kólumbíu fundur œðstu manna nokkurra Ameríku- ríkja um eiturlyfjavandann. Aðal- hvatamaðurinn að þessum fundi er George Bush Bandaríkjaforseti og er hann mjög áhugasamur um að þessi samkoma skili þeim árangri sem vonast er til. Leiðtogar ríkja Rómönsku Ameríku eru ekki eins ákafir, þeir eiga erfitt með að kyngja innrás Bandaríkjamanna í Panama nýverið og hún hefur rifjað upp ýmsan yfirgang sem stórveldið í norðri hefur sýnt grönnum sínum í suðri fyrr og síðar. Þrátt fyrir þennan ágreining er ekki annað að sjá þegar þelta er sett á blað en að fundurinn verði hald- inn eins og áœllað er. Og það þótt Bandaríkjamönnum þyki það nán- ast fífldirfska af forsela sínum að œtla að mœta á slíkar hœttuslóðir í eigin persónu. Um aðdraganda fundarins hefur verið skrifað m.a. í Der Spiegel og Newsweek. Innrásin í Panama skemmdi fyrir Bush Að orrustunni unninni varð sig- urvegarinn að sýna óvenjulega auð- mýkt. George Bush hafði varla fyrr fylgl þeim forna sið rómverskra keisara að flytja andstœðinga sína hlekkjaða til heimaríkisins, en það rann upp fyrir forsetanum hvílíkan óbœtanlegan skaða herferðin gegn Manúel Antonio Noriega hafði haft í för með sér í Rómönsku Ameríku. Handtökunni á hershöföingjan- um, sem þvœldur var í kókaínvið- skipti, hafði Bush hrósað í augu og eyru bandarísks almennings sem „mikilvœgum áfanga“ í baráttunni gegn alþjóðlegum eiturlyíjavið- skiptum. En nú kemur í ljós að mjög líklegl er að forsetinn hafi valdið því að afdrifaríkt spor aftur á bak hafi verið stigið í eiturlyfja- stríðinu. Leiðtogar ríkja Rómönsku Am- eríku, sem urðu miður sín við að upplifa enn einu sinni heimsveldis- slefnuyfirgang, hóta nú yfírvöldum í Washington að þeir segi sig úr allri samvinnu við þau. Þeir bregðast sérlega harkalega við þeirri ákvörð- un forsetans að láta bandaríska her- menn framvegis gegna aðalhlut- verki í baráttunni gegn fíkniefnaliðinu. Alan Garcia, forseti Perú hefur látið í það skína að hann hyggist sniðganga áœtlaðan fund sem halda á í strandborginni Cartagena 15. febrúar með leiðtogum Perú, Kól- umbíu, Bólivíu og Bandaríkjanna þar sem fjalla á um eiturlyfjavand- ann, nema því aðeins Bandaríkin hafi kallað hersveitir sínar í Panama til baka fyrir þann tíma. „Á meðan Panama er hersetið land er engum fulltrúa þjóðar í Rómönsku Ámeriku það auðvelt að seljast niður við sama borö og Bush,“ segir Garcia. Taki Perú- menn hins vegar ekki þátt í fyrir- huguðum fundi, en í Perú er mest rœktun kóka-plönlunnar, hefur Ieiðtogafundurinn ekkert auglýs- ingagildi fyrir Bandaríkjaforseta. Kólumbíuforseti vill ekki bandarísk flotaaf- skipti í Karíbahafi Virgilio Barco, forseti Kólumb- íu, sem Bush lofaði lengi vel sem djarfan bandamann í eiturlyfjastríð- inu, kvartaði undan því þegar bandarískum herskipum var safnað saman undan ströndum lands hans óumbeðið. Þá voru flugvélamóður- skipið John F. Kennedy og kjarn- orkudrifna beitiskipið Virgina þeg- ar lögð af stað frá bœkistöð sinni Norfolk í leiðangur til Karíbahafs þar sem verkefni þeirra var að stað- setja grunsamlegar flugvélar kóka- ínhringsins og veita smyglskipum eftirför. Það er greinilegt að þessi að- gerð hafði ekkert verið rœdd við Barco og í Bogotá upphófst rama- kvein misboðinnar þjóðerniskennd- ar. Julio Londono utanríkisráð- herra, fyrrverandi ofursti í kólumbíska hernum, skoraði á yfir- völd í Washington að vera svo vœn að stunda eftirlit úr lofti og af sjó við eigin strendur og landamœri. Dagblaðið „E1 Espectador", sem varð fyrir sprengjuárás kókaín- barónanna í seplember sl„ deildi hart á fiotasýninguna sem árás á fullveldi Kólumbíu. „Við getum á í Perú er mest rœktun kókaplöntunnar. Hér eru nokkrir perúanskir bœndur með kókafrœ. engan hátt þolað vopnaða íhlutun eða hafnbann undir því falska yfir- skini að um sé að rœða eftirlit á al- þjóðlegu hafsvœði," sagði blaðið. Hermálayfirvöld í Washington urðu að stööva stríðsskipin sín úti fyrir Flórida og Bush forseti baðsl afsökunar í símasamtali við Barco fyrir aðgeröirnar, sem hann gaf í skyn að herinn hefði ráðist í upp á eigin spýlur. Aldrei hefði „hafn- bann“ verið tilgangurinn, hann hefði ekki leyft þessar herœfingar á sjó og í framh'ðinni verði ekki grip- ið til neinna slíkra aðgerða án sam- þykkis Kólumbíumanna. En Bush tókst ekki að ná síma- sambandi við Garcia Perúforseta. Perúmenn höfðu veitt 5 liðsforingj- un Noriega hoeli í sendiráði sínu í Panama. Sendiráðsbyggingin var óðara umkringd bandarískum her- mönnum. Herinn og utanríkis- ráðuneytið í Washing- ton á öndverðum meiði Stjórnarerindrekar í ulanríkis- ráðuneytinu í Washington, sem þekkja vel viðkvœmni Suður- Am- eríkumanna, verða œ argari yfir ruddalegri framkomu bandaríska hersins í Panama. „Þaö er því líkast sem einhver í Pentagon hafi samið meistaralega áœtlun til að tryggja að eiturlyfjatoppfundurinn slái vindhögg," segir embœttismaður sem tekur þátt í því aö samrœma al- þjóðlega pólitíska barátlu gegn eit- urlyfjum. Og nú auka á spennuna milli yf- irvalda í Washington og Perú sam- eiginlegar aðgerðir Perúmanna og Bandaríkjamanna gegn kókarœkl- endum í hinum illfœru dölum An- desfjalla. Sem dœmi má nefna að Bandaríkjamenn vildu gjarna selja upp radarstöðvar í Hualiaga-daln- um. Þaðan koma 60% hráefnisins í heimsframleiðsluna á kókaíni. Kókamassinn er flutlur til Kólumb- íu með smáflugvélum og þar er hann unninn frekar á vegum slór- hringanna sem kenndir eru við Cali og Medellín. En sú framkoma sjálfskipaðra húsbœnda sem bandaríski herinn hefur sýnt þjóðrétlarlegum venjum í Panama hefur aukið mikið á and- stöðuna gegn því að taka við banda- rískri hernaðarhjálp. Ráöherra í stjórn Perú hefur sagt að ef Banda- ríkjamenn vilja komast yfir eitur- lyfjaflugvélar, „þurfa þeir ekki ann- að en að láta okkur hafa nokkrar hraðfleygar þyrlur". Andúðin sýnir hversu erfiðar viðrœður Bush forseti verður að takast á við á eiturlyíjatoppfundin- um í Cartagena. Of margar and- stœður skilja að hagsmuni Norður- og Suður-Ameríkana til að útlit sér fyrir að þeir komist að sameigin- legri niðurstöðu um um hvernig berjast eigi gegn eiturlyfjunum. Bandaríkjamenn og Suður-Ameríkumenn greinir á um hvar bar- áttan fari fram Bandaríkjamenn, sem eru ófœr- Barco, forsetl Kólumbíu er ekkl sáttur vlö baráttuaðferðir Bandaríkjamanna. Alan García, forseti Perú setti Banda- ríkjamönnum skilyrði fyrir því að hann sœti fundinn. ir um að stöðva sívaxandi eftirspum eftir fíknilyfjum heima fyrir, vilja hclst heyja baráttuna langt utan sinna eigin landamœra — gegn bœndum sem rœkta hamp og kóka, og gcgn kókaínfurstunum sem vinna efnin og dreifa þcim. Banda- ríski yfirmaðurinn í eiturlyfjabar- áttunni, William Bennett, sem Bush hefur skipað, hefur líka farið fram á að útgjöld til baráttunnar gegn eit- urlyfjum vcrði hœkkuð úr 300 milljónum dollara í 1,2 milljónir dollara á nœsta ári til bandaríska hersins, til útvegunar á rafeinda- stýrðum skynjurum, sveitum Aw- acs-njósnaflugvéla og helst heil- steypts radareftirlitskerfis í Karíbahafi, þar sem engin glufa finnst á. Rómönsku-Amcríkanamir aftur á móti, sem líta fyrst og fremst á eiturlyfjaviðskiptin sem efnahags- legt og félagslegt vandamál, geta ekki skilið hvers vegna þeir cettu að fóma fjármunum og fólki í stríð gegn plágu, scm á ekki upptök sín mcðal þeirra heldur í fátœkrahverf- um bandarískra stórborga. Yfirvöld í Perú og Bólivíu bíða enn eftir því að Bush bjóði fram bœtur fyrir þau hundmð milljóna dollara sem ríki þeirra njóta nú vegna rœktunar kóka. En fullyrða má að Banda- ríkjaforseti bregðist vonum þeirra hvað þetta sncrtir, enda þykist hann varla aflögufœr með peninga. Sendiför Quayles Til að lœkka tilfinningaöldurnar í Suður-Ameríku og bœta hug manna tii leiðtogafundarins hefur Bush gripið til þess ráðs að senda eitt sérlega velheppnað sýnishorn af manntegundinni „gringó" til Rómönsku-Ameríku, þ.e. Dan Quayle varaforseta, sem skv. út- breiddri skrítlu í Washington hafðri eftir Suður-Ameríkumönnum á að hafa komið þeint á óvart þegar liann sagði í fyrri ferð á þœr slóðir að hann harmaði það að hafa ekki tek- ið betur eftir í latínulímum í skóla! Engum sögum fer af því að Quayle hafi tekist að sannfœra menn í Suður-Ameríku um ágœti barátluaðferðar Bandaríkjamanna gegn eiturlyfjaplágunni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.