Tíminn - 09.02.1990, Blaðsíða 5

Tíminn - 09.02.1990, Blaðsíða 5
Föstudagur 9. febrúar 1990 Tíminn 5 Nefnd er félagsmálaráðherra skipaði í sumar, og vinna átti að endurskoðun félagslega íbúðakerfisins, I...L athugun á hugsanlegum leigustyrkjum og breyttu skipulagi Húsnæðisstofnunar, skilar af sér í næstu viku: li3inSK0IO fyN I Verður félagslega íbúðakerfið eflt? í næstu viku mun félagsmálaráðherra fá í hendur drög að nýju frumvarpi um skipulag félagslega kerfisins innan Húsnæðisstofnunar. Nefnd er ráð- herra skipaði í byrjun júlí á síðasta ári, er nú að leggja síðustu hönd á tillögur þar að lútandi. Meðal þess sem rætt hefur verið í nefndinni er samræming hinna ýmsu útlánaflokka í félagslega kerfinu og skipulag stjórnar verkamannabú- staða miðað við núverandi aðstæður. t>á hefur jafnframt verið rætt um aukningu útlána í félagslega kerfinu. Nefndin, sem skipuð er fulltrúum stjórnarflokkanna, BSRB, ASÍ, Samtökum sveitarfélaga og félags- málaráðuneytisins, hefur ekki geng- ið endanlega frá tillögum varðandi samræmingu útlánaflokka. Að sögn Jóns Kristjánssonar, fulltrúa fram- sóknarmanna í nefndinni, er útlit fyrir að bærilegt samkomulag takist um frumvarpsdrögin í nefndinni og er reiknað með að hún ljúki störfum á mánudag í næstu viku. Drög að frumvarpi ættu þá að berast til ráðherra seinni part vikunnar. Auk þess að semja drög að frum- varpi um félagslega kerfið var nefnd- inni falið að kanna fyrirkomulag hugsanlegra húsaleigustyrkja frá Húsnæðisstofnun, fyrir fólk er býr í leiguhúsnæði. Hún mun skila tillög- um um fyrirkomulag húsaleigubóta, verði ákveðið að taka upp slíkt kerfi. Það mun hins vegar ekki vera á döfinni að slíkt frumvarp verði lagt fram á næstunni, heldur er hér um frumkönnun að ræða. , Þriðja verkefni nefndarinnar er að kanna breytt skipulag Húsnæðis- stofnunar sjálfrar, en mikillar óá- nægju hefur gætt meðal fólks á landsbyggðinni með þjónustu stofn- unarinnar. Þess eru m.a. all mörg dæmi að skjólstæðingar heima í héraði hafi þurft að leita til viðkom- andi alþingismanna, til að heimta sinn rétt í kerfinu. Þeirri hugmynd hefur verið hreyft innan nefndarinn- ar að færa þjónustu Húsnæðisstofn- unar meira út til byggðarlaganna og stofnun afgreiðsluútibúa í sveitarfé- lögunum verið nefnd í því sambandi. Þó svo að atriði er lúta að skipulagi og stjórn Húsnæðisstofnunar hafi töluvert verið tekin til skoðunar hjá nefndinni, eru drög að frumvarpi þessa efnis ekki væntanleg. - ÁG Sjálfsbjörg, landssamband fatl- aðra, gengst fyrir námskeiði sem er ætlað hreyfihömluðu fólki dagana 10. og 11. mars. Á námskeiðinu verður fjallað um félagslegar af- leiðingar fötlunar. Fluttir verða stuttir fyrirlestrar þar sem m.a. er fjallað um viðhorf almennings til fötlunar, viðbrögð vina og vanda- manna við fötlun eins úr fjölskyld- unni og viðbrögð einstaklings við nýjum og breyttum lífsaðstæðum. Á námskeiðinu verður mikið unn- ið í litlum hópum. í hverjum hópi er hópstjóri sem hefur reynslu af því að vinna með fötluðum. Áhersla er lög á að þátttakendum verði betur ljóst eftir námskeiðið, hvaða vandamál fötlun kann að hafa í för með sér og geri sér betur grein fyrir sterkum og veikum hliðum sínum. Á námskeið- inu verða veittar upplýsingar um ýmsa þjónustu og starfsemi, sem tengist fötluðum. Hins vegar fer enginn bein líkamleg þjálfun fram á námskeiðinu. Námskeiðið er einkum miðað við fólk eldra en 16 ára, sem hefur slasast eða fatlast af einhverjum orsökum á síðustu árum. Auk hreyfihamlaðra eru ættingjar, makar og vinir einnig boðnir velkomnir á námskeiðið. -EÓ Óvenjuleg saga úr Reykjavík: Börn tveggja heima að leika sér saman Kenningar eru nú uppi um að nokkur börn sem undanfarin misseri hafa leikið sér við ímyndaðan vin, Kalla, í gömlu húsi í Þingholtunum, hafi ekki haft eins auðugt ímyndunarafl eins og talið var. Aðstandendur og uppalendur, sem raunar hafa furðað sig á því að börnin hafa á mismunandi tímaskeiðum og hvert í sínu lagi og án mikilla innbyrðis tengsla verið að leika sér við þennan vin sinn, telja sig ekki geta útilokað að í húsinu búi andi framliðins barns. Þessi kenning kom upp eftir að Kalli þessi kom fram á miðilsfundi á dögunum og heilsaði upp á húsráðendur sem þangað höfðu flækst inn. Málavextir eru þeir að um nokk- urra ára skeið hafa í þessu gamla húsi í Þingholtunum búið hjón og hefur konan starfað sem dagmóðir. Tímanum er kunnugt um að fyrir nokkrum misserum höfðu a.m.k. tvær telpur sem þarna voru á daginn eignast ágætis vin sem þær báðar kölluðu Kalla. Þær léku sér einkum við Kalla þegar þær voru einar hjá dagmömmunni og þótti engum það skrýtið, enda algengt að börn ímyndi sér leikfélaga þegar þau eru ein. Eftir á, hafa menn þó rifjað upp að þær uppgvötvuðu þennan leikfélaga hvor í stnu lagi en kölluðu hann þó báðar sama nafni,- Kalla. í sumar flutti síðan dagmóðirin og eiginmaður hennar úr þessu húsi og yfir í hús í öðru hverfi og börnin koma nú þangað á daginn. Aðeins einu sinni, skömmu eftir flutninginn talaði önnur stúlkan um Kalla á þessum nýja stað og síðan hefur enginn þar minnst á Kalla. Það kom því dagmóðurinni og Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra hefur svarað Ólafi Hannibalssyni blaðamanni varðandi upplýsinga- skyldu bankaeftirlitsins um hámark lána til einstaks lántakanda og trygg- ingar fyrir lánum hjá viðskiptabönk- um. Viðskiptaráðuneytið telur eðli- legt að bankaeftirlitið veiti almennar upplýsingar um þær reglur sem við- skiptabankarnir hafa sett sér um þetta efni og bankaeftirlitið hefur eiginmanni hennar verulega á óvart, eftir að þau höfðu fyrir forvitnissakir látið til leiðast að fara á miðilsfund, að þar spurði einhver Kalli um þau. Þau þekkktu engan krakka sem heitið hafði Kalli, og aldrei látið sér detta í hug að leikfélagi telpnanna væri andi framliðins barns, enda ekki það fyrsta sem fólki dettur í hug þegar börn leika sér við ímyndaða vini. Það var því ekki fyrr en Kalli hafði kynnt sig og sagt á sér þau deili að hann væri sá sem leikið hefði við telpurnar og meira að segja komið einu sinni í heimsókn í nýja húsið, að þau hjónin kveiktu á því hver þetta gæti verið. Að vonum þótti þeim þetta nokkuð merkilegt, en í amstri hversdagsins gleymdist þetta þó í bili, enda hefur Kalli ekkert komið við sögu aftur í nýja húsinu. Síðan gerist það fyrir skömmu að tæplega tveggja ára stúlka, sem býr á neðri hæðinni í gamla húsinu í Þingholtunum og er hjá þessari sömu dagmömmu nær auknum talþroska látið í té álit á. Ráðuneytið tekur þó fram að slíkar upplýsingar verði jafnan að vera þannig veittar að virt sé banka- leynd varðandi viðskipti einstakra manna eða fyrirtækja og nauðsynleg varúð sé sýnd vegna samkeppni banka innbyrðis. Ráðuneytið hefur komið þessu áliti á framfæri við bankaeftirlitið. -EÓ og leikir hennar breytast, eins og gengur. Kemur þá fyrir að hún fær að fara upp í íbúðina hjá nýju nágrönnunum í heimsókn og skiptir þá engum togum að hún fer að leika sér við Kalla. Hún vill ekki að fólk sitji í ákveðnum stólum því Kalli sitji þar og ræðir við hann um hin ýmsu mál. Móðir telpunnar fer að tala um þetta heima hjá dagmömm- unni og segja henni í óspurðum fréttum frá þessum nýja félaga, Kalla, sem hún hafi fundið sér á efri hæðinni. Rifjast þá upp fyrir dag- mömmunni leikir telpnanna sem nú eru orðnar nokkru eldri, sem og miðilsfundurinn þar sem Kalli heils- aði upp á þau og sagði hún móður litlu stúlkunnar nú frá þessu. Að sögn móðurinnar er harla ólíklegt að sú stutta hafi frétt af Kalla í gegnum eldri stelpurnar. Hins vegar hafi hún ekki tekið upp á þessu fyrr en hún fór í heimsókn í íbúðina á efri hæðinni þar sem dagmamman var áður til húsa. Rétt er að taka fram að enginn sem hlut á að máli telur að Kalli hafi verið til óþæginda, raunar þvert á móti hann hafi komið til skjalanna þegar þær vantaði leikfélaga. Það má rifja það upp hér að lengi hefur því verið haldið fram að börn hafi sérstaka hæfileika til að sjá framliðið fólk en að þessi hæfileiki eldist síðan af þeim. Á hinn bóginn er það vel þekkt staðreynd, að börn hafa mjög lauðugt ímyndunarafl og það að þalu búi sér til leikfélaga þegar raunverulegir félagar eru ekki til staðar er mjög algengt. Engu að síður eru málavextir hér slíkir að ekki er með vissu hægt að afskrifa Kalla sem ímyndun eina, þó allur vilji sé fyrir hendi. í það minnsta þarf nokkuð frjótt ímyndunarafl til að finna náttúrulegar skýringar á því að hann skýtur upp kollinum fyrir nokkrum misserum sem leikfélagi tveggja telpna, kemur svo öllum að óvörum fram á miðilsfundi og þarf málalengingar til að gera grein fyrir sér, og kemur svo aftur fram á sama stað nokkru seinna til að leika sér við annað barn, sem langsótt er að ætla að hafi frétt af Kalla í gegnum telpurnar sem áður léku sér við hann. - BG BANKAEFTIRUTID VEÍTIUPPLÝSINGAR laugardag, því engin slys urðu á fólki. Tímamynd Steingrímur Velta á Sandskeiði Suðurlandsvegur hefur reynst mörgum ökumanninum á leiðinni austur eða að austan farartálmi, ef ekki vegna snjóa, þá vegna hálku. Einn þeirra, sem lagði leið sína um Suðurlandsveg á laugardag, velti bíl sínum við Sandskeið og má rekja það óhapp til hálkunnar. Betur fór en á horfðist, því engin meiðsli urðu á fólki, en bifreiðin er talsvert skemmd. -ABÓ Flýgur „Tígurinn“ áfram með fisk? Ólafur Þ. Þórðarson, þingmaður Vestfirðinga, lagði nýlega fram tvær fyrirspurnir á þingi. Aðra til menn- tamálaráðherra um stöðu bygging- arframkvæmda við grunnskóla og dagvistarheimili, og hina til sam- gönguráðherra um flugfélagið Flying Tigers. Ólafur spyr hvað samgönguráð- herra hafi gert til að tryggja að flugfélagið Flying Tigers lendi áfram í Keflavík og flug með ferskan fisk til Japans geti haldið áfram ótruflað? f annan stað spyr þingmaðurinn hver staðan í byggingu grunnskóla- mannvirkja hafi verið miðað við áætlanir menntamálaráðuneytisins í lok síðasta árs, sundurliðað eftir sveitarfélögum og kjördæmum? Jafnframt hver staöan í byggingu dagheimila hafi verið miðað við áætlanir ráðuneytisins á sama tíma? - ÁG Ólafur Þ. Þórðarson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.