Tíminn - 09.02.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 09.02.1990, Blaðsíða 3
MAGENTA | BLACK Föstudagur 9. febrúar 1990 Tíminn 3 Fjórtán manna danshljómsveit leikur í Glym á vegum klúbbsins „Góðu, gömlu dagamir": Endurvekja danstón- list frá 1930-1960 Þrír forystumenn fjórtán manna danshljómsveitar, sem æft hefur sl. hálft ár, hafa nú gengið fram fyrir skjöldu og stofnað ný samtök, „Góðu, gömlu dagarnir", sem skamm- stafað er G.g.d. I fréttatilkynn- ingu frá samtökunum segir að ætlunin sé að gera tilraun til að endurvekja tímabilið 1930-1960 í þágu raunverulegs dansáhuga- fólks. Brautryðjendurnir þrír eru þeir Jónatan Karlsson, formaður, Ingi B. Karlsson, framkvæmdastjóri og Karl Jónatansson, meðstjórnandi. Nefn- ast þeir forgöngumennirnir A-fneð- limir og verða ábyrgir fyrir fjármál- um klúbbsins og hafa úrslitavald í þeim málum, sem varða skemmti- klúbba hans. Almennir meðlimir (B-meðlimir) njóta lágra félags- gjalda í formi aðgangseyris, sem haldið verður í lágmarki. B-meðlim- ir hafa tillögurétt hvað varðar rekstr- artilhögun umrædds klúbbs. „Okkur stofnendum skemmti- klúbbsins „Góðu gömlu dagarnir" hefur lengi verið Ijóst að allt sem heitir skemmtanalíf hefur nú undan- farna áratugi farið kollveltu, sem lýsir sér helst þegar pop og disco tónlistin slitnar úr tengslum við dans- inn og kemur í stað fjölbreyttra paradansa, sem þróast höfðu í tím- ans rás og kannske náðu hámarki um 1960 í samspili við melódíur sem allir kunnu og gátu raulað með,“ segir í tilkynningunni. Ur þessu er nú ætlunin að bæta með því að bjóða upp á dansleiki annað hvert sunnudagskvöld kl. 21.00-23.30 í samkomuhúsinu Glym (Broadway) og fyrst sunnudaginn 11. febrúar nk. Félagskort munu gilda fyrir tvo sunnudaga nú í febrú- ar. Dansáhugafólk er hvatt til þátt- töku, en kort má nálgast hjá Karli Jónatanssyni, Hólmgarði 34 í Reykjavík. Upplýsingar eru gefnar í síma 39355. Framsóknarfélag Kjósarsýslu: Skoðana- könnun Mikill hugur er í framsóknar- mönnum í Mosfellsbæ vegna kom- andi bæjarstjórnarkosninga. Eru framsóknarmenh ákveðnir í því að vinna til baka bæjarfulltrúann sem tapaðist fyrir fjórum árum. Á aðalfundi félagsins s.l. haust var kosin fimm manna uppstillingar- nefnd. Hún hefur nú ákveðið að efna til skoðanakönnunar meðal stuðningsmanna flokksins um röðun mannaáframboðslistann. Könnunin fer fram í Hlégarði laugardaginn 10. febrúar n.k. milli kl. 15 og 19. SKIUÐ SKATTFRAMTALI ÍTÆKATÍÐ Skattframtali 1990 vegna tekna 1989 og eigna í árslok á að skila í síðasta lagilO.febrúar. Fylgiblöð með skattframtali liggja frammi hjá skattstjómm sem jafnframt veita frekari upplýsingar ef óskað er. Mikilvægt er að framteljendur varðveiti launaseðla áfram eftir að skattframtali hefur verið skilað. Launaseðlar eiga að sanna, ef á þarf að halda að staðgreiðsla hafi verið dregin af launum 5 e SÍÐASTISKILADAGUR SKATTFRAMTALS ERIOFEBRÚAR. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI Komdu og skoðaðu kostagripina frá RENAULT Bílasýning laugardag kl. 10-18 og sunnudag kl. 13-18. Bílaumboðið hf A RENAULT Krókhálsi 1, sími 686633, 130 Reykjavik. W/ FER Á KOSTUM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.