Tíminn - 09.02.1990, Blaðsíða 4
4 Tíminn
FRÉTTAYFIRUT
WASHINGTON — Banda-
ríkjamenn sögðust óttast að
hryðjuverkamenn á vegum ír-
ana myndu gera atlögu að
Bandaríkjamönnum er nálgað-
ist byltingarafmælið í íran á
sunnudag. Hafa Bandaríkja-
mönnum borist hótanir sem
þeir taka alvarlega.
BEIRÚT — Stríðandi fylking-
ar kristinna manna í Líbanon
undirrituðu friðarsamkomulag
eftir viku langa blóðuga bar-
daga. Leiðtogar hinna stríð-
andi fylkinga þeir Michel Aoun
hershöfðingi og Samir Geagea
leiðtogi vognaðra sveita krist-
inna náðu saman eftir að þeim
barst njósn af stórauknum víg-
búnaði og liðssafnaði sveita
múslíma kringum Beirút. Búa
kristnir menn sig nú undir að
snúa saman bökum á ný til að
berjast gegn múslímum, reyn-
ist þess þörf. Kristnir menn
notuðu tímann til að grafa hina
föllnu.
MOSKVA — Almenningur í
Sovétríkjunum bíður nú í of-
væni eftir ítarlegri upþlýsingum
frá miðstjórnarfundi sovéska
kommúnistaflokksins þar sem
ákveðið var að afnema valda-
einokun kommúnistaflokksins
og undirbúa fjölflokkakerfi f
Sovétríkjunum. Vitað er að
Mikhaíl Gorbatsjof fékk sam-
þykktar róttækar umbætur, en
ekki er enn vitað hverjar þær
nákvæmlega eru. Umbóta-
sinnar kvarta um að harðlínu-
menn skuli enn halda stöðum
sínum.
HÖFÐABORG - Hvítir
öfgamenn hafa hótað að
myrða Nelson Mandela leið-
toga Afríska þjóðarráðsins ef
hann verður leystur úr haldi.
Frá þessu skýrði lögreglumála-
ráðherra Suður-Afríku, Adriian
Vlok.
STOKKHÓLMUR - Sví-
ar sendu 56 búlgarska Tyrki
aftur heim frá Svíþjóð. Svíar
telja að ástandið f Búlgaríu sé
oroið Tyrkjum nægilega hag-
stætt til að þeir þurfi ekki að
flýja land.
Föstudagur 9. febrúar 1990
ÍÍl ÚTLOND ||!||||||||||||[l|l||||||||||M^ ........................................III........
Vel fór á með Shévardnadze og Baker í Moskvu í gær, en þeir stígi skref í átt til afvopnunar.
James Baker utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Eduard Shév-
ardnadze utanríkisráðherra Sovétríkjanna funda í Moskvu:
Enn tekin skref
í afvopnunarátt
Eduard Shévardnadze utanríkísráðherra Sovétríkjanna og
James Bakcr utanríkisráðherra Bandaríkjanna stigu skref í
átt til afvopnunar fyrir hönd ríkja sinna, en þeir ræddust við
á þremur fundum í Moskvu í gær.
Þeir munu hafa rutt úr vegi ein-
hverjum þeim atriðum sem staðið
hafa í veginum fyrir fækkun lang-
drægra kjarnavopna á þriggja
klukkustundalöngum fundi í gær-
morgun. Þá munu þeir hafa nálgast
samkomulag í fækkun hefðbundinna
vopna og efnavopna, ef marka má
fréttir Tass fréttastofunnar af við-
ræðum tvímenninganna. Ekki er
ljóst hverjar niðurstöður fundar-
haldanna í gærkveldi voru.
Baker kom til Moskvu í fyrradag
og er gert ráð fyrir að hann ræði við
Shévardnadze í fjóra daga um af-
vopnun, samskipti risaveldanna auk
Útgöngubann hefur nú verið sett
í Karachi næst stærstu borg Pakist-
ans og næsta nágrenni, en þar hafa
að minnsta kosti fjörutíu og átta
manns fallið í átökum lögreglu og
ákafra mótmælenda síðustu þrjá
daga. Allsherjarverkfall hafði lamað
borgina og mannfallið í skotbardög-
um mótmælenda og öryggissveita
jókst með hverri klukkustund. Má
þess sem þeir félagarnir undirbúa
leiðtogafund George Bush Banda-
ríkjaforseta og Mikhaíls Gorbatsjofs
forseta Sovétríkjanna. Þeir munu
hittast að máli í Washington í júní-
mánuði ef áætlanir standast.
Á Möltufundi þeirra Bush og
Gorbatsjofs urðu þeir ásáttir um að
ná afvopnunarsamningum eða í það
minnsta samningsdrögum, bæði
hvað varðaði hefðbundin vopn og
langdræg kjarnavopn, fyrir leiðtoga-
fundinn í júní. Hingað til hefur
strandað á nokkrum atriðum varð-
andi vopnaeftirlit með langdrægum
kjarnaflaugum. Ríkt hefur ágrein-
telja nokkuð víst að enn fleiri eigi
eftir að liggja í valnum, slík er harka
stjórnarandstæðinga sem ráðast
ótrauðir með skotvopnum og
sprengjukasti á lögreglustöðvar í
borginni.
Flestir hinna föllnu eru meðlimir
Mohajir þjóðarhreyfingarinnar sem
boðaði allsherjarverkfallið sem nú
ríkir í borginni. Telur Mohajir að
ingur um hvernig telja skuli kjarna-
flaugar sem skotið er frá flugvélum.
Um það atriði virðast þeir Baker og
Shévardnadze vera að ná samkomu-
lagi.
Krafa Bandaríkjamanna hefur
verið sú að telja hámark tíu kjarna-
flugskeyti á hverja flugvél áður en
skorið verður niður, en Sovétmenn
hafa viljað telja alla flutningsgetu
flugvélanna. Nú virðast Bandaríkja-
menn hafa slegið af kröfum sínum í
því efni.
Þá kom Baker á framfæri hug-
myndum Bush um enn meiri fækkun
í hefðbundnum herafla Bandaríkja-
manna og Sovétmanna í Mið-Evr-
ópu en áður hafði verið rætt um í
afvopnunarviðræðunum í Vín.
Ráðherrarnir tveir munu ræða
hugsanlega sameiningu þýsku ríkj-
anna á fundum sínum í dag.
stuðningsmenn Benazir Bhutto í Al-
þýðuflokki Pakistans hafi rænt átta-
tíu virkum félögum í Mohajir. Hófst
verkfallið eftir að tímafrestur sá sem
Mohajir gaf til að félagarnir yrðu
leystir úr haldi, rann út.
Reyndar hafa meðlimir Alþýðu-
flokksins sakað Mohajir um að hafa
rænt rúmlega hundrað félögum Al-
þýðuflokksins.
Tyrkland:
67kolanámu-
menn farast
Talið er vís að sextíu og sjö manns
hafi farist í námuslysi í Tyrklandi í
fyrradag. Röð sprenginga varð í
kolanámu nærri bænum Merzifon og
fylltist náman af eitruðu gasi.
Sprengingar mátti heyra fram eftir
nóttu. Slysið vakti mikla reiði meðal
námaverkamanna og fjölskyldna
þeirra og þurfti vopnaða öryggislög-
reglumenn til að halda mótmælend-
um frá höfuðstöðvum námafélags-
ins.
-Það er engin von um að finna
menn á lífi. Karbonmonoxíðgasið
sem fyllti námuna drepur á tveimur
sekúndum, sagði Nurdogan Kaya
héraðsstjóri í Amasya héraði þar
sem náman er.
Björgunarsveitir reyndu í gær að
loka loftinntökum í námuna til að
kæfa eldana sem logað hafa í iðrum
jarðar svo hægt sé að sækja lík
námaverkamannanna.
Námuslysið er það versta sem
orðið hefur í Tyrklandi frá því árið
1983 þegar hundrað og þrír náma-
menn grófust í kolanámu í bænum
Zonguldag við Svartahaf.
„Við viljum morðingjana“ og
„Látum forstjórana borga fyrir
þetta“ kölluðu námaverkamenn og
skyldmenni þeirra er fórust eftir að
ljóst var að engin von var um
björgun.
Námaslys eru tiltölulega tíð í
Tyrklandi, síðast fórust fjórir kola-
námumenn í Svartahafsbænum Am-
asra 31. janúar.
Blökkumennfá
að finna ilm
Óeirðalögregla beitti táragasi og
kylfum gegn nokkrum tugum
blökkumanna sem mótmæltu keppn-
isferð ensks krikketliðs um Suður-
Afríku. Keppnisferðin er brot á
alþjóðlegu samskiptabanni við suð-
ur-afríska íþróttamenn vegna að-
skilnaðarstefnunnar í landinu. Hafa
nokkrum sinnum áður brotist út
átök milli lögreglu og blökkumanna
vegna keppnisferðalags krikketliðs-
ins undanfarna daga, en fyrsti leikur-
inn var ekki leikinn fyrr en í gær.
Barsmíðin hófst í blökkumanna-
hverfinu Alexandra eftir að ungir
blökkumenn höfðu pantað 30 leigu-
bíla til að komast á Wandersleik-
vanginn þar sem leikur Englendinga
og Suður-Afríkumanna fór fram.
En í stað leigubílanna komu lög-
reglumenn sem tvístruðu blökku-
mannahópnum með táragasi og
barsmíðum.
Mótmælendurnir höfðu áður beð-
ið um leyfi að mæta á völlinn og
halda uppi friðsamlegum mótmæl-
um, en slíkt leyfi fékkst ekki,
Lögreglan segist hafa gripið inní
málin þegar þeir fréttu að 2000
skólabörn væru á leiðinni á völlinn
með mótmælaspjöld. Hefðu lög-
reglumenn komið á staðinn og skýrt
fólkinu frá því að mótmælin væru
ólögleg, en hópurinn hefði því engu
skeytt. Því hefði verið gripið til
reyksprengju og þá hefðu ungmenn-
in haldið friðsamlega heim.
Útgöngubann sett á í næst stærstu borg Pakistans vegna
átaka mótmælenda og lögreglu:
48fallniríKarachi
Vopnahlé náðist milli hersveita kristinna í Líbanon, en blikur á lofti:
Múslímar undirbúa bardaga
Vopnaðar sveitir múslíma í Líb-
anon hafa nú aukið viðbúnað á
framvarðalínum sínum og búa sig
undir bardaga við hersveitir Michel
Aoun hershöfðingja. Því bendir allt
til þess að múslímar hyggist ganga á
lagið eftir að Aoun hefur gengið í
skrokk á vopnuðum sveitum trú-
bræðra sinna í Líbönsku hersveitun-
um og freista þess að vinna fullnað-
arsigur á kristnum mönnum í Beirút
og nágrenni.
Það eru hersveitir Framsækna sós-
íalistaflokks Drúza, Kommúnista-
flokks Líbanon og Sýrlenska þjóð-
lega sósíalistaflokksins sem hafa her-
væðst í fjöllunum suðaustur af Beir-
út. Hins vegar virðast sýrlenskar
hersveitir ekkert ætla að láta á sér
bæra.
Vopnahlé náðist í innbyrðis bar-
dögum kristinna manna í Beirút og
nágrenni í fyrrinótt eftir vikulanga
blóðuga bardaga þar sem á fjórða
hundrað manns hafa fallið. Lítið
sem ekkert var barist í gær, en
hersveitir Aouns hafa náð stórum
svæðum af vopnuðum sveitum aðal-
andstæðings síns Samirs Geagea.
Ekki er ljóst hvort vopnaðar sveit-
ir múslíma muni leggja í bardaga við
her Aouns, en vitað er að Elias
Hrawi, hinn kristni forseti Líbanons
hefur fullan hug á að ganga milli bols
og höfuðs á Michel Aoun, sem
neitaó iiefur aó vióurkenna Hrawi
sem forseta. Hrawi nýtur hins vegar
stuðnings múslíma og Sýrlendinga.
Hann hefur yfir að ráða 15 þúsund
hermönnum úr fastaher Líbanons,
mestmegnis múslímum, en Aoun
hefur einnig um 15 þúsund kristna
hermenn. Talið er að Hrawi muni
ekki láta til skarar skríða gegn Aoun
nema að hann njóti fulls stuðnings
og hjálpar Sýrlendinga.