Tíminn - 09.02.1990, Blaðsíða 15

Tíminn - 09.02.1990, Blaðsíða 15
Föstudagur 9. febrúar 1990 Tíminn 15 ÍÞRÓTTIR Landsleikir í handknattleik: Allir með gegn Rúmen- um nema Siggi Sveins —en HSÍ tilkynnti í gær hvaða leik- menn skipa handknattleikslands- liðið sem mætir Rúmenum í þrem- ur landsleikjum á sunnudag, mánu- dag og þriðjudag nk. í hópnum eru 16 leikmenn, en þrír leikmenn af þeim sem nú stunda landsliðs- æfingar verða aðeins til taks fyrir þessa leiki. Landsliðið er þannig skipað. Nafn, félag, landsleikjafjöldi: Markverðir eru: Einar Þorvarðarson Val 232 Guðmundur Hrafnkelsson FH 93 Leifur Dagfinnsson KR 10 Útileikmenn: Þorgils Óttar Mathiesen FH 238 Jakob Sigurðsson Val 190 hann kemur inn í liðið Bjarki Sigurðsson Víkingi 73 Valdimar Grímsson Val 84 Sigurður Gunnarsson ÍBV 188 Alfreð Gíslason Bidasoa 175 Óskar Ármannsson FH 20 Guðm. Guðmundss. Víkingi 227 Kristján Arason Teka 220 Geir Sveinsson Granollers 176 Gunnar Beinteinsson FH 18 Héðinn Gilsson FH 61 Júlíus Jónasson Asniers 136 Aðrir leikmenn sem eru í lands- liðshópnum og gætu komist í liðið: Bergsveinn Bergsveinsson FH Sigurður Bjarnason Stjörnunni Konráð Olavson KR Leikirnir hefjast allir kl. 20. síðar áður nefnda daga. Sigurður Sveinsson á ekki heim- angengt í leikina, en hann mun koma inní hópinn síðar. Líkur eru á því að þá víki Gunnar Beinteins- son og hópurinn sem fer til Tékkó- slóvakíu verði skipaður eins og að ofan greinir að öðru leyti. íslendingar og Rúmenar hafa 14 sinnum mæst á handknattleiksvell- inum og eru úrslitin íslandi mjög í óhag. fsland hefur unnið tvo leiki, einu sinni hefur orðið jafntefli, en 11 sinnum hafa Rúmenar farið með sigur af hólmi. Markatalan er íslandi óhagstæð um 56 mörk, 238-294. íþróttir í sjónvarpi: Landsleikirnir gegn Rúmenum í beinni útsendingu -Mikið um íþróttaefni í ríkissjónvarpinu á næstunni íþróttadeild RUV mun sýna tvo landsleikjanna gegn Rúmenum í beinni útsendingu. Fyrri leikurinn er á dagskrá á sunnudagskvöld kl. 20.35. Á mánudagskvöld verður á sama tíma sýndur annar leikur þjóðanna. Fimmtudaginn í næstu viku koma Svisslendingar í heimsókn og RÚV mun sýna beint frá leikjunum gegn þeim. Síðari leikurinn verður á föstudagskvöld. Þessar útsendingar hefjast einnig kl. 20.35. í (þróttaþætti 17. febr. mun verða sýnt frá Flugleiðamótinu í borðtenn- is í beinni útsendingu í íþróttaþætti um kl. 17.00. Beinar útsendingar frá ensku knattspyrnunni verða á sínum stað næstu laugardaga. Á morgun verður leikur Norwich og Liverpool á dagskrá og hefst hann kl. 15.00. Handknattleikur verður aftur á dagskrá föstudaginn 23. febr. en þá taka íslendingar á móti Hollending- um. í íþróttaþætti daginn eftir verð- ur handknattleikur enn á dagskrá, auk fastra liða. Síðasta dag mánaðarins þann 28. leikur handknattleikslandsliðið fyrsta leik sinn í heimsmeistara- keppninni í Tékkóslóvakíu og eru Kúbumenn andstæðingarnir í þess- um fyrsta leik, sem sýndur verður beint eins og aðrir leikir íslenska liðsins í keppninni. Það verður því nóg um að vera á skjánum í mars einnig. Útsending frá leiknum hefst kl. 18.50 og verður þá sent út frá sérstöku HM stúdíói. Leikurinn sjálfur hefst kl. 19.00 en útsendingu lýkur kl. 20.20. Ógetið er athyglisverðs efnis sem ríkissjónvarpið hefur hafið sýningar á, en það er aflraunakeppni frá Skotlandi þar sem þeir Magnús Ver Magnússon og Hjalti Árnason eru meðal keppenda. BL Mikið vatnsveður ■ suðurhluta Englands gerði strik í reikninginn í ensku knattspyrnunni á laugar- daginn var. Fresta þurfti fimm leikjum af 12 á ís- Ienska getraunaseðlinum og því fóru spár margra snill- inganna út um þúfur. Einn snillingur náði þó 12 réttum og fær í sinn hlut 784.071 kr. Alls voru 25 manns með 11 rétta, fyrir hverja röð greiðast 11.586 kr. í vinning. Getraunateningurinn kom til sögunnar þar sem frest- uðu leikirnir áttu í hlut. Merkið 1 kom upp fyrir leik Charlton og Ársenal og kom það mörgunt í koll. Að öðru leyti gerðu teninga- merkin ekki verulegan skaða, en spár manna runnu margarhverjarút ísandinn. í hópleiknum hafa nú TVB16 og B.P. forystu með 52 stig, en næstir koma ÖSS, 2=6 og BIGGI mcð 51 stig. GRM hópurinn er ekki í hópi 15 efstu hóp- anna, en seðillinn sem inni- hélt 12 rétta um helgina tilheyrði einmitt þeim hóp. Eftirtaldir hópar hafa nú 50 stig: HAPPAKEÐJA, 2x6, F/X, PEÐIN, SÆ-2, ÖF- UGALÍNAN, PRÓTTUR, FÁLKAR, BRD og DALVÍK. Keppni fjölmiðlanna skolaðist vel til vegna frest- uðu leikjanna og mikiil munur var á útkomunni. Morgunblaðið, RÚV og Stöð 2 náðu 7 réttum, en heppnin var ekki nteð Tímanum og Lukkulínu sem urðu að láta sér nægja að vera með 2 rétta. Aðrir miðlar voru með 3-6 rétta. Staðan í fjölmiðlaleiknum er nú þessi: Stöð 2 33, Alþýðublaðið 30, Bylgjan 29, Morgunblaðið og Þjóð- viljinn 28, RÚV og DV 27, Dagur 26, Lukkulína 25 og Tíminn 21. Fram var söluhæsta félag- ið í síðustu viku. en Fylkir kom þar á eftir. KR féll í 4. sæti, en ÍS skaust í það 3. Næst koma Valur, KA, ÍBK, Selfoss, Víkingur og ÍR er í 10. sætinu. Á morgun sýnir Ríkis- sjónvarpið leik Norwich og Liverpool í beinni útsend- ingu. Leikurinn hefst kl. 15.00. en sölukerfi íslenskra getrauna verður lokað kl. 14.55. Aston ViUa-Sheffield Wed.: 1 Villa er í öðru sæti 1. deild- ar, þremur stigum á eftir Liverpool en á tvo leiki til góða. Heimasigur á Wedn- esday ætti ekki að vefjast fyrir liðinu sem hefur átt góðu gengi að fagna að undanförnu. Chelsea-Tottenhain: 1 Gary Lineker gerði þrcnnu í 4-0 sigri Tottenham á Norwich um síðustu hclgi meðan Chelsea þurfti að sætta sig við tap í Coventry. Nú er loks komið að sigri hjá Chelsea liðinu. Everton-Charlton: 1 Everton vinnur þennan leik gegn Charlton, liðið mátti þola ósigur gegn Liverpool um síðustu helgi, en lið Charlton er ekki í santa klassa og Liverpool og Evcrton á sigurinn vísan. Man.City-Wimbledon: x Bæði liðin eru í neðri kanti 1. deildar. Hörð barátta verður því fyrir stigunum en útkoman verður jafn- telli. Millwall-Manchester Utd: 1 Hörkubarátta á botninum þar sem heimaliðið nýtur ákveðins forskots. Það dugar til sigurs og stóll stjóra Unit- ed er nú farinn að hitna ískyggilega. Norwich-Liverpool: x Markalaust jafntefli eru hin klassísku úrslit í leikjum þessara liða og svo gæti einn- ig farið að þessu sinni. Bamslcy-Swindon: 2 Þá er það blessuð 2. deildin. Botnlið Barnsley hefur ckki roð í topplið Swindon. Oxford-WBA: x Jafntefli verður sjaldan taliö til sjaldgæfra úrslita hjá WBA og Oxford hefur átt það til að líka. Portsmouth-Newcastle: 1 Þriðji sigur Portsmouth á heimavelli í deildarkeppn- inni lítur dagsins Ijós gegn Newcastle, sem all mörgum sætum ofar á töflunni cn Portsmouth. Port Vale-Watford: 2 Watford kemur á óvart með því að sigra á útivelli, sá þriðji í röðinni í vetur. Port Vale fær loks bakslag eftir velgengnikafla undanfamar vikur. Sunderland-Blackburn: 1 Hart verður barist í þcssum leik, Sunderland liðið er sterkt heima, en Blackburn er sterkt á útivelli. Heima- völlurinn verður þó sá biti sem úrslitum ræður að þessu sinni. BL ----o c > q_"o <í2- ■-* ~n o 2 ° S ^ ~ cB 2 o 9. C Q- X—‘fOX—‘XNOÞO—* •JM-*XMX-*-4X _L------------— T NJ—*—‘ X —'* N) ÞO KJ -* -* fO -* to _.ro_._._»xx-.tsi-.|o-. g |rs>—»—‘XXXrsjfo-.—» X—X-.MWWX-X- DV Mbl. Tíminn Þjóðvilji Dagur Bylgjan Ríkisútvarp Stöð 2 Alþýðublað Miðlun íslenska landsliðið í handknattleik mun verða mikið á skjánum á næstunni. Kristján Arason í þann veginn að láta skot ríða af á myndinni hér að ofan. Tímamynd Pjetur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.