Tíminn - 09.02.1990, Blaðsíða 16

Tíminn - 09.02.1990, Blaðsíða 16
AUGLÝSINGASÍMAR: 680001 — 686300 QAMX/IMMIIRAMKIMN 1 RÍKISSKIP HIÍTÍMA FLUTNINGAR Hafnarhúsinu v/Trvggvagötu, _______V..m22_________ BYGGÐUM LANDSINS PÓSTFAX TÍMANS 687691 MúlakafTi ALLTAF í LEIÐINNI 37737 38737 Tíminn FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1990 Danskir meðferðarfulltrúar hafa trú á að íslandsferðir hjálpi geðveilum og glæpahneigðum unglingum: FERDALAG TIL ÍSLANDS Undanfarna daga hafa birst í dönskum blöð- um ævintýralegar fréttir af áætlunum meðferð- arfulltrúa í Kaupmannahöfn vegna geðveilla og glæpahneigðra unglinga. Meðferð eins drengs í sex mánuði kostaði tæplega eina milljón danskra króna, eða tíu milljónir íslenskra króna. Einn stærsti kostnaðarliðurinn var ævintýraferð til íslands sem danskir meðferðarfulltrúar virðast hafa tröllatrú á því fleiri hafa verið sendir hingað til lands í „meðferð“. Rúm milljón I íslandsferð í fyrra tilfellinu, sem getið er um í fréttum danskra blaða, var ákveðið að fara í mánaðarferðalag með geðveilan 15 ára dreng til íslands og kostaði ferðin 120 þús- und danskar krónur, eða um 1,2 milljónir íslenskra króna. íslands- ferðin var þó bara einn liður í sex mánaða meðferð sem kostaði tæp- ar tíu milljónir íslenskra króna. Tveir umsjónarmenn fylgdu drengnum til íslands og voru laun þeirra stærsti hluti kostnaðarins eða um 7,5 milljónir tslenskra króna. Að auki fóru um 900 þúsund íslenskar krónur í að leigja bíla, tjaldvagn og sumarhús þegar farið var með drenginn í ferðalog um Danmörku og Þýskaland. Laun umsjónarmannanna voru þetta há vegna þess að þeir voru á launum 21 tíma á sólarhring. Yfir- maður þeirra skýrði launakostn- aðinn þannig að starfsmenn sem önnuðust slíkt fólk væru líka á launum þegar þeir svæfu, þeir væru í rauninni allan sólarhringinn í starfi. Stálu og skemmdu bíl á íslandi Annað mál, svipaðs eðlis, hefur ekki síður vakið athygli. Meðferð- arfulltrúar ákváðu að fara til ís- lands með tvo glæpahneigða bræð- ur og átti það að stuðla að því að þeir bættu ráð sitt. Þessi ferð kostaði 300 þúsund danskar krónur, eða um 3 milijónir ís- lenskra króna. í þessu tilfelli vildu yfirmenn senda bræðurna til Færeyja með umsjónarmönnum og hefði kostað um 1 milljón íslenskra króna. Það varð þó ekki úr því umsjónar- mönnunum fannst nauðsynlegt að láta bræðurna upplifa ævintýra- ferð til íslands. Það kostaði auka- lega 120 þúsund danskar krónur, eða 1,2 milljónir íslenskra. Þegar bræðurnir og fylgdar- menn þeirra áttu að halda frá íslandi til Færeyja komu upp vandamál með að fá leyfi til ferð- arinnar. Ástæðan var sú að á íslandi höfðu drengirnir stolið bíl og eyðilagt. Dvölin á íslandi varð þess vegna lengri en ella og kost- aði um 700 þúsund íslenskra króna til viðbótar við það sem menn bjuggust við í upphafi vegna upp- átækis drengjanna. í fréttunum kemur ekkert fram um bata ferðalanganna vegna ferðanna til íslands. Yfirmaður stofnunarinnar sem stóð fyrir ferð- unum lét hafa eftir sér í viðtali að margir hefðu fengið mikinn og góðan bata en auðvitað væri ekki við því að búast að menn læknuð- ust algerlega við það að fara til íslands. f fréttunum kemur ekki fram hvort ferðir áf þessu tagi til íslands verða bannaðar en þó segir að eftirlitið verði a.m.k. meira. í viðtali segir yfirmaður félags- þjónustunnar í Kaupmannahöfn að hann telji þessi mál algerlega óviðunandi, bæði hvað varðar að- ferðirnar og kostnaðinn. Segist hann munu láta rannsaka þessi mál nánar og koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig. Tvær trillur í erfiðleikum á sömu slóðum og Doddi SH 222 sökk: Hættkomnirviðtil- raun til björgunar Frá Ægi Þórðarsyni, fréttaritara Tíman.s á Hellissandi: Um það leyti er Doddi SH sökk á miðvikudagskvöld voru tveir aðrir bátar hætt komnir á svipuðum slóðum. Voru það trillurnar Kalli á Litlalandi sem Tindfell aðstoðaði til hafnar í Ólafsvík og Svala BA 87 sem Bára SH 27 aðstoðaði til hafnar á Rifi. Fréttaritari hitti annan skipverja á Svölu að máli, þar sem hann var við beitningu á Rifi í gærdag, en skipstjórinn var farinn í róður. „Þegar við vorum á landstíminu heyrðum við í talstöðinni að Doddi væri kominn á hliðina og vissum við að hann væri rétt norðan við okkur. Keyrðum við þá strax í þá átt sem við héldum að hann væri. Sáum við þá rautt neyðarblys, beint fyrir framan, í eins til tveggja mílna fjarlægð frá okkur,“ sagði Jón Snæland skipverji á Svölu BA 87, en báturinn sem er tæp fimm tonn að stærð fékk tvívegis á sig brotsjó og lagðist í bæði skiptin á hliðina, þegar þeir ætluðu að koma skipverjum á Dodda til hjálpar. Eigandi bátsins, Þórir Þorsteins- son reyndi að keyra hann upp, en þegar það tókst ekki fór Jón út á dekk og kastaði bölum, fiski og öðrum tilfallandi hlutum yfir á bakborðssíðuna og tókst þá að rétta hann við. „Skömmu seinna fékk báturinn á sig annað brot og var hann þá enn lengur á hliðinni, en sem betur fcr tókst okkur að rétta hann við aftur. Varð það okkur til happs að vélin drap aldrei á sér meðan hann lá á hliðinni. Eftir þetta ákváðum við að halda af stað heim, enda þá þegar komnir bátar á staðinn til aðstoðar áhöfn- inni á Dodda. Þórir ákvað síðan að keyra bátinn uppí, þangað til hann fengi aðstoð og kom Bára SH 27 okkur til hjálpar og lagðist nánast upp að okkur og tók á sig brotin og skýldi okkur á leið í land,“ sagði Jón Snæland að lokum. Það má teljast kraftaverk að öll áhöfnin á Dodda SH 222, þeir Þröstur Kristófersson, Ársæll Kristófer Ársælsson og Magnús Einarsson, komust lífs af er bátur- inn fékk á sig brotsjó nokkrar sjómílur fyrir utan Rif á Snæfells- nesi á miðvikudagskvöld. Þeir höfðu verið í talstoðvarsambandi við Auðbjörgu frá Ólafsvík skömmu áður en báturinn valt á hliðina og náðu þeir að senda út neyðarkall sem áhöfnin á Auð- bjorgu heyrði og komu þeir áhöfn- inni á Dodda til hjálpar. Að sögn Þrastar Kristóferssonar eiganda bátsins varð það þeim til lífs hvað þeir héldu ró sinni og brugðust rett við þeim mörgu áföll- um er yfir þá gengu þennan stutta tíma eftir að báturinn fékk á sig brotin. Eftir að Doddi var kominn á hliðina og útilokað var að rétta hann af ræadu skipverjarnir saman um það hvernig bregðast skyldi við eftir að þeir yfirgæfu bátinn, en þeir voru allir staddir í stýrishúsinu begar brotin gengu yfir. Síðan losaði Þröstur björgunarbátinn innan úr stýrishúsinu og sagði hann að það hefði orðið þeim til lífs að björgunarbáturinn skyldi hafa komið upp hlémegin við bátinn, því annars hefðu þeir ekki náð til hans. Rétt eftir að þeir yfirgáfu Dodda hvolfdi honum og mátti ekki tæpara standa að þeir kæmust út. Skipverjarnir voru dágóða stund í sjónum og tókst þeim að blása björgunarbátinn upp á með- an þeir héngu í lensportunum. Þeim gekk vel að komast um borð í björgunarbátinn, en þeir voru orðnir nokkuð kaldir og hraktir þegar þeim var bjargað. Ahöfnin á Dodda, þeir Magnús Einarsson, Þröstur Kristófersson eigandi bátsins og skipstjóri, og Arsæll Kr. Ársælsson, slapp naumlega þegar báturinn fékk á sig brotsjó á miövikudagskvöld. Tímamynd Ægir Jón Snæland sá neyðarblys frá Dodda SH, en báturinn sem hann var á, Svala BA fékk tvisvar á sig brotsjó þegar þeir reyndu að koma skipverjum á Dodda til hjálpar. Tímamynd Ægir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.