Tíminn - 09.02.1990, Blaðsíða 8

Tíminn - 09.02.1990, Blaðsíða 8
8 Tíminn. Föstudagur 9. febrúar 1990 Föstudagur 9. .febrúar 1990 Tíminn 9 Skortur á aðstoðarlæknum á íslenskum sjúkrahúsum knýr á um skipulagsbreytingar: Skortur er á aðstoðarlæknum til starfa á sjúkrahúsin og hefur aukist að sérfræði- menntaðir læknar sæki um þær aðstoðar- læknisstöður sem auglýstar eru. Þetta kemur fram í ábendingu í Læknablaðinu frá formanni samninganefndar Lækna- félags íslands fyrir lausráðna sjúkrahús- lækna. Guðjón Magnússon aðstoðar- landlæknir sagði í samtali við Tímann að skipulag þessara mála í dag væri í rauninni úrelt og í bígerð væru skipulags- breytingar þar sem meðal annars er gert ráð fyrir því að störf aðstoðarlækna dreifist á fleiri aðila. Einn angi af þessu máli er sá að sérfræðingar eru reiðubúnir að ráða si upp á kaup og kjör aðstoðarlækna. fyrrnefndri klausu í Læknablaðinu er mælst til þess að sérfræðingar gangi svo frá ráðningu sinni að þeir taki því aðeins við aðstoðarlæknisstöðu ef launin eru miðuð við launatöflu sérfræðinga. Þá segir einnig að samninganefndir laus- ráðinna sjúkrahúslækna séu reiðubúnar til að aðstoða sérfræðinga í þessu efni og atriði þessu viðkomandi verði tekin upp sérstaíclega í næstu samningagerðum. Málið horfir því þannig við að skortur er á aðstoðarlæknum, sem eru yfirleitt nýútskrifaðir læknar á kandídatsári, en fjöldi sérfræðinga bíður eftir að komast í stöður og eru reiðubúnir að gangast inn á kjör þeirra fyrrnefndu. Beint til Svíþjóðar Inntur eftir skýringum á því að skortur væri á aðstoðarlæknum á sjúkrahúsunum sagði Guðjón Magnússon að á því væru í rauninni tvær skýringar. „Önnur skýringin er sú að það hefur orðið fækkun á útskrifuðum læknum á hverju ári. Nú eru að útskrifast fyrstu árgang- arnir sem hafa gengið í gegnum „Numer- us Clausus“, eða fjöldatakmarkanir. í hverjum árgangi eru nú 35 læknar en : voru allt upp í 60-70 þegar mest var hér áður fyrr. Hin skýringin felst í þeirri breytingu sem hefur orðið á því hvað læknarnir dvelja lengi hér heima áður en þeir halda út í framhaldsnám. Nú er það orðið þannig að sænsk heilbrigðisyfir- völd hafa gert nokkuð af því að leggja snörur fyrir kandídatana, ef svo má segja, og bjóða þeim kandídatsár úti í Svíþjóð,“ sagði Guðjón. „Þetta er því alveg nýtt í stöðunni. Áður var það nánast óskrifuð regla að læknar lykju sínu kandídatsári hér heima og gott betur, voru jafnvel þrjú ár áður en þeir fóru út.“ Nú er staðan því þannig að læknarnir fara beint frá prófborðinu hér heima út til Svíþjóðar til að vinna. Á síðasta ári fóru tíu kandídatar af 35 beint til Sví- þjóðar eftir útskrift hér heima. Inn í þetta kemur einnig að hvað sköttum. viðkemur hefur staða kandídata breyst. Fyrir tilkomu staðgreiðslukerfisins gátu nýútskrifaðir læknar búist við einu og hálfu ári svo til skattalausu eftir útskrift. í dag geta þeir allt eins farið og greitt skatta í Svíþjóð eins og hér heima. Guðjón benti einnig á að fjöldi kvenna hefði aukist í útskriftarárgöngunum og vinnuframlag þeirra væri annað þar sem til kæmu barneignir og þær veldu sér vinnu með öðrum hætti en karlmennirnir af fjölskylduástæðum. Úrelt skipulag Guðjón sagði að full þörf væri á því að bregðast við þeirri stöðu sem nú væri komin upp og skoða þessi mál frá grunni. Áð hans mati væru aðstoðar- læknisstöður alltof margar á íslenskum sjúkrahúsum en stöðugildi aðstoðar- lækna eru nú um 150 talsins. „Ef við erum núna að fara inn f þann fasa að útskrifa 30-40 lækna á ári þá er mikið misræmi á milli fjölda útskrifaðra og þeirrar þarfar sem er fyrir aðstoðar- lækna. Það verður því að mæta þessu með einhverjum hætti. Ég hef áður sagt að það þurfi að skoða vinnu aðstoðar- læknanna og að hve miklu leyti aðrir starfsmenn geti tekið hana að sér. Það þarf að minnka vinnuna og breyta vinnu- fyrirkomulaginu. Þetta kerfi sem við erum með núna gerir ráð fyrir því að það sé nóg framboð af aðstoðarlæknum en skortur á sérfræðingum. En nú hefur þetta snúist við, það er mikill skortur á aðstoðarlæknum en gott framboð af sérfræðingum. Það er því brýn nauðsyn á að endurskipuleggja vinnuna á deildum sjúkrahúsanna.“ Aðstodarlæknisstöðum fækkað? Guðjón sagði að þetta ástand hafi verið til umræðu meðal stóru sjúkrahús- anna. Til er svokölluð samvinnunefnd sjúkrahúsanna í Reykjavík og á Akur- eyri og á fundi nefndarinnar í gær var til umræðu sá möguleiki að fækka aðstoðar- læknisstöðum á sjúkrahúsunum. „Þetta er vandamál sem menn gera sér alveg grein fyrir að taka verður á,“ sagði Guðjón. Aðspurður um hvort þetta þýddi að sérfræðistöðum yrði fjölgað sagði hann að til þess gæti komið, en fyrst þyrfti að athuga hvað af störfum aðstoðarlækna aðrir starfskraftar gætu innt af hendi. „Þetta verður að skoða eins og hvern annan rekstur. Það er ekki endilega svo að þær forsendur sem giltu fyrir nokkrum áratugum eigi við í dag.“ Óheyrilegt vinnuálag aðstoðarlækna var nýlega í fréttum og þá kom fram að þeir standa jafnvel tveggja sólarhringa vaktir á sjúkrahúsunum. Guðjón sagði að vilji aðstoðarlækna stæði til þess að endurskipuleggja vinnuna í þeim tilgangi að minnka vinnuálagið. „Manni virðist þó við fyrstu sýn að það geti orðið erfitt þegar það er svona mikill skortur á aðstoðarlæknum. í þessu sambandi þarf að skoða hvaða störf er nauðsynlegt að þeir vinni og hvaða störf þeir einir geta unnið. En þetta mál er semsagt í mikilli umræðu og það þarf að gera úrbæturnar á þessu ári, það er alveg ljóst.“ Réttindalaus hópur Þorvaldur Ingvason, sem á sæti í stjórn Félags ungra lækna, sagði í samtali við Tímann að mörg ár væru síðan FUL hefði bent á þá staðreynd að skortur á aðstoðarlæknum væri óumflýjanlegur. „Við höfum ítrekað sent viðkomandi aðilum bréf þar sem við segjum að við treystum okkur ekki til að manna þær stöður sem okkur er ætlað. En ráðning- armálin hafa verið unnin í sjálfboða- vinnu af Féiagi ungra lækna. Það sem af gengur af stöðum verða sérfræðingar að vinna og það þýðir væntanlega það að sérfræðingar taka við stöðum aðstoðar- lækna.“ Þorvaldur bætti því við að þessi þróun væri þegar hafin og sérfræðingar hefðu komið erlendis frá til að taka við slíkum stöðum, en málið væri það að ríkið hafi ekki verið tilbúið til að greiða þeim laun samkvæmt kjarasamningi sér- fræðinga. Þorvaldur sagði að varðandi endur- skipulagningu á störfum aðstoðarlækna hefði FUL lagt fram tillögur um svokall- að „blokkarkerfi“ á kandídatsári lækna og það færi væntanlega af stað á sjúkra- húsunum í Reykjavík næsta sumar. Það kerfi myndi þó ekki leysa þau vandræði sem hlytust af skorti á aðstoðarlæknum heldur yrði skipulag á störfum þeirra betra og markvissara. Um ástæður þess að nýútskrifaðir kandídatar færu beint frá prófborðinu til Svíþjóðar sagði Þorvaldur að lág laun og mikið vinnuálag aðstoðarlækna hér á landi skiptu þar mestu máli. „Menn flýja undan þessu. Neikvæð umræða um vinnuálagið síðastliðið sumar varð til *rii þess að yfir 30 unglæknar fóru á einu bretti í júnímánuði til Svíþjóðar ög Bandaríkjanna.“ Aðstoðarlæknar hafa hingað til verið svo til réttindalaus hópur miðað við aðrar starfsstéttir. Sem dæmi má nefna að aðeins þrjár vikur eru liðnar síðan samþykkt var að aðstoðarlæknar ættu rétt á barnsburðarleyfi. Einnig hafa ekki verið til skýrar reglur um verksvið þeirra eða vinnuframlag. Undanfarið hefur ástandið verið þannig að ríkið hefur neitað að greiða fyrir þann tíma sem aðstoðarlæknar hafa orðið að vera fram yfir á vöktunum. Þetta virðist vera að breytast því Þorvaldur sagði að fyrir lægi að FUL myndi krefjast þess að samið verði um fastar greiðslur fyrir vaktir og lengd þeirra takmörkuð. Aðstoðarlæknar vinna ekki eftir sama vaktafyrirkomulagi og annað starfsfólk spítalanna. Sem dæmi má nefna að núna starfa 6 aðstoðarlæknar á Slysadeild Borgarspítalans, ef þeir ynnu samkvæmt sama vaktafyrirkomulagi og annað starfsfólk þyrfti að fjölga stöðum aðstoð- arlækna í 18. 100 sérfræðingar I biðstöðu Sem fyrr segir hafa sérfræðingar verið reiðubúnir að ráða sig í stöður aðstoðar- lækna og jafnvel sætt sig við kaup þeirra og kjör þrátt fyrir mikla framhalds- menntun. Aðspurður um hvort þetta sýndi ekki í hnotskurn þá staðreynd að sérfræðingar væru of margir, sagði Guðjón: „Það er alveg ljóst út frá læknaskránni að í vissum sérgreinum er töluverður fjöldi sem bíður í startholun- um eftir að komast í sérfræðistöður. Það er þessi hópur sem sækist eftir aðstoðar- íæknisstöðunum. - Annars vegar í þeirri von að þeir eigi meiri möguleika þegar staða sérfræðings losnar en þeir sem hafa unnið erlendis, hinsvegar í þeirri von að hugsanlega verði einhverjum aðstoðar- læknisstöðunum breytt í sérfræðistöð- ur.“ Á árinu 1988 var staðan þannig í sumum sérgreinum að allt upp í þriðjungur þeirra sem höfðu sérfræði- leyfi hér heima var að störfum erlendis. Dæmi um þetta eru sérgreinar eins og kvenlækningar og bæklunarskurðlækn- ingar. í nokkuð mörgum sérgreinum, t.d. svæfingum og meinafræði, er það um fjórðungur sérfræðinga sem ekki fær vinnu við sitt hæfi hérlendis. „Þetta eru eitthvað yfir eitthundrað sérfræðingar sem eru búnir að ljúka námi en eru búsettir erlendis," sagði Guðjón Magn- ússon. Framhaldsmenntun eina sem dugir Nánast allir læknar sem útskrifast hér heima fara utan til framhaldsnáms. í undantekningartilfellum kjósa læknar, þá af fjölskylduástæðum, að fara seint og um síðir í framhaldsnám eða reyna að ljúka því að einhverju leyti hér heima. í dag er staðan þannig að nánast engin vinna er fyrir þá lækna sem ekki hafa farið út í sérnám. Að sögn Guðjóns voru heimilislækningarnar síðasta vígið sem féll. Lengi vel gátu læknar með almennt lækningaleyfi opnað stofu eða gerst heilsugæslulæknar. Þetta er svo að segja útilokað í dag, læknar verða að hafa sérmenntað sig í heimilislækningum ef þeir ætla að starfa sem slíkir. I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.