Tíminn - 15.02.1990, Qupperneq 2
2 Tíminn
Fimmtudagur 14. febrúar 1990
Fleiri en ráöherrar með frjáls afnot af bifreiö:
Davíð og Rúnar með
skattfriálsa bíla
Borgarstjórínn í Reykjavík og slökkviliðsstjórinn í Reykja-
vík njóta ámóta bifreiðahlunninda og ráðherrarnir, en
hlunnindi þeirra síðamefndu hafa sem kunnugt er veríð mikið
í fréttum að undanförnu. Reglugerð varðandi bifreiðaafnot
borgarstjóraembættisins hefur verið í gildi allt frá borgar-
stjóratíð Bjarna Benediktssonar, eða í nærrí fjóra áratugi.
Borgarstjórar í gegnum tíðina
hafa ekki greitt skatt af þessum
bifreiðaafnotum. Þá hafa slökkvi-
liðsstjórar ekki heldur greitt skatt af
afnotum af bifreið, en bifreiðahlunn-
indi þess embættis voru samþykkt
mun seinna. 1 báðum tilvikum eru
bifreiðahlunnindin talin nauðsynleg
vegna eðlis starfsins. í þessu sam-
bandi er rétt að geta þess að bifreið
slökkviliðsstjóra er sérstaklega út-
búin, meðal annars með sírenu og
blikkljósum.
Umræðan um bifreiðahlunnindi
ráðherranna fór af stað í kjölfar
hertra reglugerðarákvæða um skatt-
greiðslur af bifreiðahlunnindum, en
það virðist hafa komið ráðherrunum
á óvart að þeir eigi að greiða skatt af
bifreiðaafnotum sínum. Ríkisendur-
skoðun og Ríkisskattstjóri hafa aftur
á móti metið málin þannig að ráð-
herrarnir skuli greiða skatt af þess-
um hlunnindum. Embætti Ríkis-
skattstjóra lítur svo á að ráðherrarn-
ir hafi tekjur af afnotunum sem
jafngildi 20% af andvirði bílsins á ári
sé hann nýr en 15% ef hann er eldri
en tveggja ára. Miðað við þetta eru
„tekjur“ af dýrustu ráðherrabifreið-
inni um 90 þúsund krónur á mánuði.
Þess má geta að tveir ráðherrar,
Jóhanna Sigurðardóttir og Ólafur
Ragnar Grímsson, hafa ekki nýtt sér
réttinn á að hafa ráðherrabíl til
umráða en fá sama hlutfall og nefnt
var hér að framan greitt sem bíla-
styrk.
Ljóst má vera að fjöldi aðila í
einkageiranum og hjá sveitarfé-
lögunum hafa frjáls afnot af bifreið
vegna vinnu sinnar. Nægir þar að
nefna forstjóra og stjórnarformenn
ýmissa stórfyrirtækja. í kjölfar fyrr-
nefndra reglugerðarákvæða eiga
þessir aðilar, á sama hátt og ráðherr-
ar, að gefa hlunnindin upp til skatts.
Það er því ljóst að margir aðilar eiga
nú að greiða hlutfallslegan skatt af
andvirði rándýrra bifreiða. Hljóta
Rúnar Bjamason, slökkviliðsstjórí.
þessir sömu aðilar að spyrja sig
hvort um raunveruleg fríðindi er að
ræða þegar jafnvel þarf að greiða
20-40 þúsund krónur í skatt vegna
bifreiðarinnar á mánuði. Spurning
er svo hvort skattayfirvöld hafi
nokkra möguleika á að fá upplýsing-
ar um þetta hjá einkafyrirtækjum
þar sem þau gefa tæplega upp bif-
reiðaafnot forstjóranna á skatta-
framtali sínu.
Davíð Oddsson, borgarstjóri.
Þess má geta að yfir eitt þúsund
ríkisstarfsmenn og fjöldi borgar-
starfsmanna njóta bifreiðahlunn-
inda/styrkja af einhverju tagi. Eru
þeir ýmist ákveðin upphæð á mán-
uði, reiknaðir samkvæmt akstursbók
sem starfsmennirnir halda eða þá
einhverskonar blanda af þessu
tvennu. Greiðslur vegna þessa á að
gefa upp til skatts.
SSH
Álviðræður:
Alumax
gengur í
Atlantal
hópinn
í fyrradag tilkynnti forstjóri
Alumax íslenskum stjórnvöld-
um, að fyrirtæki hans hefði
ákveðið að taka boði þeirra um
að gerast aðili að ATLANTAL-
hópnum ásamt hollenska fyrir-
tækinu Hoogovens Aluminium
og sænska fyrirtækinu Gránges.
ATLANTAL-hópurinn vinnur
nú að undirbúningi að því að
reisa 200 þús. tonna álver hér á
landi. Mun Alumax þegar til-
nefna menn til þess að taka þátt
í undirbúningi málsins og í samn-
ingaviðræðum við íslensk
stjórnvöld. Er stefnt að því að
fulltrúar Alumax geti tekið þátt í
vinnuhópum samningsaðila þeg-
ar í næstu viku.
Alumax er í hópi stærstu ál-
framleiðenda í Bandaríkjunum
og nam heildarframleiðsla þess á
árinu 1988 tæplega einni milljón
tonna af áli. Auk álbræðslu ann-
ast fyrirtækið umfangsmikla úr-
vinnslu á áli og rekur úr-
vinnsluiðnað víða um lönd, með-
al annars í Evrópu.
Eitt verka á sýningunni var þessi bátur sem sýnir sjómenn draga fisk úr sjó.
Grunnskóli Hellissands: ■”—***•
Opin vika í skólanum
Frá Ægí Þórðarsyni, fróttaritara
Tímans á Hellissandi:
Á dögunum var opin vika í grunn-
skóla Hellissands, þar sem nemend-
ur unnu að hinum ýmsu verkefnum,
Leiðrétting
í grein Tímans í gær sem
fjallaði um synjun borgarstjóra
við ósk borgarráðsfulltrúa minni-
hlutaflokkanna um afnot af
Höfða, var ranglega vitnað til
ummæla Jóns G. Tómassonar
borgarritara. Sagt var að Jón
teldi rangt að tala um minnihluta
og meirihluta í borgarráði þar
sem borgarráð í heild væri í
rauninni framkvæmdastjórn
borgarinnar. Hið rétta er að Jón
telur rangt að tala um stjórnar-
andstöðu í borgarráði, sem væri
þástjórnarandstaðaístjórn. Hins
vegar telur Jón óhjákvæmilegt að
í ákveðnum málum komi fram
minnihluti og meirihluti innan
borgarráðs. Jón er beðinn vel-
virðingar á þessum mistökum, þó
svo að þau hafi engin efnisleg
áhrif á fréttina.
flestum tengdum sjávarútvegi. Af-
rakstur vikunnar var síðan til sýnis í
skólanum þann 11. febrúar.
Sýningin bar yfirskriftina „Nes-
hreppur fyrr og nú“, og hófst hún
með því að Hákon Erlendsson skóla-
stjóri flutti ávarp, en síðan fluttu
nemendur gamanleikinn Dagrenn-
ingu, eftir Kristin Kristinsson, við
mikinn fögnuð áhorfenda. Því næst
bauð skólastjóri gestum að skoða
sýninguna og þiggja kaffi og meðlæti
sem nemendur höfðu sjálfir bakað.
Meðal þess sem vakti athygli gesta
voru tvö líkön, annað af Hellissandi
og hitt af Rifi. Voru þau tvenns
konar, annars vegar eins og staðimir
litu út um miðja öld og hins vegar
eins og þessir staðir líta út í dag.
Þóttu krakkarnir komast nokkuð vel
frá þessu verkefni. Annar saman-
burður á gamla og nýja tímanum var
skyggnumyndasýning af ýmsum
stöðum og húsum á Hellissandi fyrr
og nú og tóku krakkarnir allar
myndirnar sjálfir og skýrðu þær út.
Hafa breytingar orðið það miklar að
stundum voru menn í vafa um hvar
sumar myndimar voru teknar. Einn-
ig höfðu krakkamir útbúið bát sem
sýndi sjómenn draga net úr sjó og
þótti það hið mesta listaverk.
Guðmundur G. Þórarinsson, einn nefndarmanna
Ia íslensku álviðræðunefndarinnar:
H0FUM EKKIHALDIÐ
ÁKVEDNUM STAD AD
ÁLFYRIRTÆKJUNUM
Staðsetning nýs álvers var ítarlega
rædd á fundi framsóknarmanna á
Akureyri í síðustu viku og kom þar
fram gagnrýni á þá áherslu sem lögð
er á að álver verði byggt á suð-vest-
urhominu. Guðmundur G. Þórar-
insson þingmaður og einn þeirra
sem sæti á í íslensku álviðræðu-
nefndinni greindi frá því að sam-
kvæmt þeim áætlunum sem gerðar
hafa verið þá sé dýrara að reisa álver
á Dysnesi í Eyjafirði, en í Straums-
vík.
Hann sagði það hins vegar sitt mat
að Eyjafjarðarsvæðið kæmi mjög
sterklega til greina þjóðhagslega
séð, þar sem 10 til 15 þúsund manna
byggð þyrfti að vera til staðar svo
ekki yrði of mikil byggðaröskun, en
hins vegar réðu erlendu aðilarnir
mestu um staðsetningu nýs álvers ef
af yrði.
„Það er hægt með pólitískum
aðgerðum að setja álver niður hvar
sem er, ef íslendingar vilja borga
þann mismun sem sjálfsagt er ein-
hver,“ sagði Úlfhildur Rögnvalds-
dóttir sem sæti á í bæjarstjóm Akur-
eyrar í samtali við Tímann. Guð-
mundur G. Þórarinsson sagði í sam-
tali við Tímann að það sem menn
teldu að m.a. gerði það að verkum
að dýrara væri að byggja álver í
Eyjafirði helgaðist af því að gerðar
yrðu meiri kröfur um betri mengun-
arvarnarbúnað í því blómlega land-
búnaðarhéraði sem Eyjafjörðurinn
væri. Þá væri flutningur á byggingar-
efni dýrari, kostnaður vegna starfs-
fólks meiri, m.a. vegna helgarleyfa,
en áætlað er að sækja megi 40%
starfsliðs sem ynni við byggingu
álversins til Akureyrar og myndi
aðflutt vinnuafl því auka stofnkostn-
að. Þá yrði kostnaðaraukning einnig
fólgin í byggingu vinnubúða, hafn-
armannvirkja, lengri háspennulín-
um og fleiru. Úlfhildur benti á að
sveitarfélögin við fjörðinn hafi boð-
ist til að leggja fram byggingu hafn-
armannvirkja sem til þyrfti. Úlfhild-
ur sagði að almennt teldu Akureyr-
ingar það ódýrar afsakanir að Eyja-
fjörðurinn væri dýrari kostur. Það
gæti ekki skipt máli hvort komið
væri með aðföng norðan við land
eða suður fyrir og byggingarefni
sagði hún vera til á staðnum. „Það
er kannski helst þetta með vinnuaflið
að fleira aðkomufólk þurfi á meðan
uppbyggingu stendur og því dýrara
fyrir þann sem er að byggja álverið,"
sagði Úlfhildur.
í ályktun sem fjögur félög ungra
framsóknarmanna samþykktu á
sameiginlegum fundi um sfðustu
helgi segir að fundurinn mótmæli
harðlega þeirri hræsni og þeim tví-
skinnungi í umhverfismálum sem
birtast í því að gert er ráð fyrir mun
dýrari og fullkomnari hreinsibúnaði
í álveri við Eyjafjörð, en t.d. í
Staumsvík. „Stjórnvöld hljóta að
gera ýtrustu kröfur um mengunar-
varnir í nýju álveri, burt séð frá
staðsetningu þess,“ segir í ályktun-
inni. Þá sé fráleitt að nota kröfu
Eyfirðinga um sjálfsagðar mengun-
arvarnir sem rök fyrir öðru staðar-
vali og sé slíkt lítilsvirðing við íbúa
annarra landshluta.
Guðmundur G. sagði að engin
ákvörðun um staðarval nýs álvers
hefði enn verið tekin og væru ýmsir
staðir nefndir. „Straumsvfkin og þar
í kring er aðallega inni í umræðunni
og í öllum áætlunum," sagði Guð-
mundur. Hann benti á að það væru
erlendir aðilar sem byggðu álverið
og tækju endanlega ákvörðun. „Mín
skoðun er sú að fyrst að Alusuisse er
ekki með, þá beri að skoða það að
flytja þetta álver út á land og í því
tilviki kemur Eyjafjörður mjög til
greina," sagði Guðmundur. Hann
sagði að miða ætti við strangari
mengunarvarnir þegar verið væri að
tala um að setja álver niður í einu
besta landbúnaðarhéraði landsins,
en ef verið væri að tala um óræktar
hraunfláka.
t leiðara Dags á Akureyri um
helgina segir að svo virðist sem
ávallt hafi verið gengið út frá því að
nýtt álver yrði reist á suðvesturhorni
landsins og menn finni öðru staðar-
vali allt til foráttu.
Guðmundur sagði að íslenska ál-
viðræðunefndin hafi ekki haldið
. neinu sérstökum stað að þeim álfyr-
irtækjum sem hefðu sýnt áhuga á að
byggja hér álver, hins vegar hafi þeir
aðilar sagt sjálfir að þeir óttist að ef
farið yrði á annan stað en í nágrenni
við Staumsvík, þá myndi það tefja
málið, enda minna búið að hugsa þá
möguleika, auk þess sem menn ótt-
uðust að það yrði dýrara.
Hann sagði að hér væri um að
ræða aðila sem jafnvel hygðust fjár-
festa fyrir 50 milljarða og ekki
hingað komnir til góðgerðarstarf-
semi fyrir okkur eða vegna ísienskra
byggðasjónarmiða.
-ABÓ