Tíminn - 15.02.1990, Qupperneq 6

Tíminn - 15.02.1990, Qupperneq 6
6 Tíminn Firrirhtudagur 14. febrúar 1990 Tiiniim MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU 0G FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinnog _____Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Aðstoöarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson Eggert Skúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Frá og með 1. ágúst hækkar: Mánaðaráskrift í kr. 1000,-, verð í lausasölu í 90,- kr. og 110,- kr. um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Uppskurðar þörf Um langa hríð hefur opinber umræða um lífeyrissjóðina snúist nær eingöngu um framlög þeirra til annarra sjóða með kaupum á skuldabréf- um og því um líkt. Með því móti standa lífeyris- sjóðir landsmanna undir miklum báknum, sem nýtast kunna eigendum sjóðanna á einn veg eða annan. En hinn almenni og einstaki sjóðsfélagi er aldrei spurður hvort hann samþykki þessa eða hina meðferð á eign hans. Fyrir tveimur til þremur áratugum hófu almenn launþegafélög fyrst að koma sér upp lífeyrissjóð- um. Áður voru það nær einvörðungu opinberir starfsmenn sem nutu lífeyrisréttinda. Svo tókst til að sjóðirnir urðu nær 90 talsins á því tímabili sem þeir urðu flestir til. Sjóðsstjórnir urðu jafnmargar. Lengi vel var ekki litið á lífeyrissjóði sem annað en lánasjóði fyrir eigendur þeirra. Sá sjóðurinn þótti bestur sem lánaði hæstu fjárhæðirnar. Á verðbólgutímum kom þetta sér vel fyrir lántakend- ur en hörmulega fyrir sjóðina. Langt er liðið síðan dæminu var snúið við. Loks eru augu almennra launamanna að opnast fyrir því að markmið sjóða þeirra er að greiða lífeyri eftir að ævistarfi lýkur. Pá kemur í ljós að fæstir þeirra eru í stakk búnir til að standa við gefin fyrirheit og að þetta 80-90 sjóða kerfi er nánast ein hringavitleysa, sem sumir hafa grætt á en aðrir tapað, eftir atvikum. Eftir stendur að lífeyrissjóðakerfið í heild er svo ranglátt að leitun mun á öðru eins meðal þjóða sem stæra sig af velferð þegnanna. Úr þessu verður að bæta. Nú hefur verið brotist gegnum þennan múr fálætisins og fer þar fremstur í flokki Guðni Ágústsson, alþingismaður. Hann hefur borið fram þingsályktunartillögu um róttækan uppskurð á lífeyrissjóðakerfinu og eru meðflutningsmenn hans framsóknarmennirnir Alexander Stefánsson og Stefán Guðmundssory Gerð hefur verið grein fyrir tillögunni hér í blaðinu, en í stystu máli er hún á þann veg, að hver vinnandi maður eigi sinn eigin lífeyrissjóð, sem varðveittur verði í bönkum eða öðrum traustum peningastofnunum. Að ævistarfi loknu á sjóðurinn að tryggja eiganda sínum 20 ára fjárhagslegt öryggi. Ef sjóðseigandi fellur frá og enn er fé í sjóðnum rennur hann til erfingja. Hér er um tillögu að ræða en ekki frumvarp og er því kjörinn umræðugrundvöllur um lífeyri almennt. Alþingi hefur alltof lengi skorast undan að taka á því ranglæti sem lífeyrissjóðakerfin eru og má ekki lengur við svo búið standa. Vel má vera að finna megi aðrar leiðir til úrbóta á meingölluðu kerfi og það kemur þá fram í umræðum. Verði tillagan samþykkt verður hún send rikis- stjórninni og þá verður ekki lengur stætt á að skorast undan að leiðrétta ranglætið. GARRI Þjóðarsálin á Rás 2 er vinsæll og nauðsynlegur útvarpsþáttur. Þar er fátt bannað, nema það má helst ekki tala um dagskrá útvarps og sjónvarps. Þó geta þeir allra hörð- ustu komið inn einstökum athuga- semdum og er það vel. Þar sem Rás 2 er frjáls rás og Þjóðarsálin að líkindum frjálsust af öllu, er undarlegt að settar skuli hömlur á talandann með þessum hætti. Eini fasti iiðurinn, þar sem daglega er fjallað um dagskrárgerð er í Morg- unblaðinu, en þar er farið um víðan völl, og m.a. hefur þar verið talað um ástandið í Rúmeníu svo athygli hefur vakið. Ekki er vitað til að dagskrárgerðin fari fram þar. En líklega lætur gagnrýnandinn svona til að sýna hvað hann er fjölfróður. Flutningur á lofti Þjóðarsálin hleypir út miklu af lofti hverju sinni, og hefur búið við litla samkeppni nema ef vera skyldi frá Sleipnis-mönnum, sem sáust um daginn vera að hleypa út lofti á mannflutningabílum Landleiða. Þar fóru nokkur pund til einskis. Þótt Þjóðarsálin sé einstök býr hún samt við samkeppni í blöðum, þar sem menn viðra margvíslegar skoðanir sínar eins og í gamla daga, þótt komnar séu margar útvarpsstöðvar og tvær sjónvarps- stöðvar. Þessi stöðvafjöldi bunar út fjölda skoðana á degi hverjum, enda er það nú svo, að engum finnst að hann eigi erindi á opinber- an vettvang öðruvísi en hafa skoðun. Grandalaus manneskja í a Austurstræti, sem hefur verið að kaupa sér einhverja hungurlús í ÞJOÐARSALIN matinn, og hefur ekki skoðun á neinu í veröldinni, er kannski stöðvuð óvænt af sjónvarpsgengi. Myndavélaropinu er troðið upp í andlitið á henni og spurningarnar dynja á henni. Manneskjan er óðara komin með skoðun, dæmir í málum út og suður eins og sannur kviðdómur götunnar. Takk fýrir. Búið heilagur og manneskjan held- ur áfram eftir Austurstræti og man ekki orð af því sem hún sagði í sjónvarpið, hvað þá að skoðana- leysið hafi horfið. Verkefnaskrá um sóðaskap Á forsíðu Alþýðublaðsins í gær birtist þingmaður, meira að segja stjórnarþingmaður: Nýtt ráðuneyti til að þjóna hégómagirnd, segir hann á forsíðunni og er að tala um stofnun umhverfisráðuncytis. Þetta er þrifaleg afstaða manns, sem gætir hagsmuna íbúa fjölda sjávarþorpa á Vestfjörðum, sem merkur grískumaður og skólastjóri kallaði Karvelíu í Morgunblaðinu hérna um árið. Þingmaðurinn seg- ist ekki styðja stofnun ráðuneytis nema verkefnaskrá fylgi. Spurning er hvort skráin á að vera tæmandi, þannig að ekki þurfi að gera ráð fyrir breytingum þótt ráðuneytið verði þúsund ára. Svona skoðanir eiga vel heima í Þjóðarsálinni, alveg eins og skoðanir Sjálfstæðis- flokksins í umhverfismálum, sem hafa ekki komist lengra á þeim vettvangi en að bO Júlíusar Sólnes. Júlíus hefur sagt í blaði að best værí að skila bðnum, en af öðru tilefni. En það má hann ekki gera því þá misstu sjálfstæðismenn af umh verfismálunum. Pústað í útsynning Mikið veður hefur veríð gert í Þjóðarsálinni út af Bifreiðaskoðun fslands. Fólki finnst hún bruðla í auglýsingum. Áður fyrr var skoðunin eitt best varðveitt leynd- armál landsins. Nú er hún auglýst í sjónvarpi og þær eru ófáar auglýs- ingarnar sem hún hefur fengið í Þjóðarsálinni. Það er jafnvel kvartað undan mælingum á út- blæstrí, en útblástur heyrir væntan- lega undir umhverfisráðuneytið, einnig útblásturinn á bfl Júh'usar. Auðvitað geta einstaka bflar veríð það eitraðir, að nauðsynlegt sé að taka þá úr umferð. Þess vegna þarf að mæla útblásturinn. En það er nú ekki beint verið að kvarta undan mælingunni, heldur því að ekki er mælt úti á landi. Þar eru auðvitað alveg jafneitraðir dísil- hlunkar og í Reykjavík. Munurínn er bara sá, að í Reykjavík eru þessi ógnarháu hús og gjár á milli þeirra, þar sem útblásturseitrið getur lagst til hvfldar. Úti á landi má gera ráð fyrir að blási meira. Annars var sagt að útsynningurinn í Reykjavík læknaði kvef í fólki. Það var um aldamótin, þegar húsin voru minni. Eitt fyrírbærí er til sem aldrei kvefast. Það er Þjóðarsáhn. Menn geta hóstað á hana og látið dísil- trukkana blása mekkinum óskoð- uðum beint í hana og hún lætur sem ekkert sé. En leyfir þú þér að spyrja um dagskrána segir hún stopp. Hún þolir ekki gagnrýni eins og þeir þola ekki útblásturs- mælingu, sem hafa vanist því að forpesta umhverflð í trausti á út- synninginn. Garrí VÍTT OG BREITT Guðfræði Moraunblaðsins Guðfræði er að stórum hluta skilgreining og útlistun Orðsins. Orðið er Heilög ritning en guð- fræðin fjallar einnig um rit kirkju- feðranna og skýrir hvað þeir karlar voru að fara með skrifum sínum og enn fleira er það sem guðfræðin greiðir úr. Ef engin væri guðfræðin til að vísa veginn um þokumekki dul- fræða guðdómsins og allrar hans visku yrði aum mannkind að segja eins sauðaþjófurinn Skugga- Sveinn: „Biflían er sem bögglað roð fyrir brjósti mínu.“ Karlinn skildi sem sé enga æðri siðfræði og því fór sem fór. Rétt og vísindaleg skilgreining skilur því á milli góðs og ills og ávallt eru í gildi hin biflíulegu sannindi, sannleikurinn mun gera yður frjálsan. Frelsið er eitt af höfuðdyggðum siðfræðinnar sem lagt er útaf í Morgunblaðinu. Því er sannleikur- inn svo hátt skrifaður í því blaði og þar skulu skilgreiningar vera réttar. Fagur vitnisburður Um hið upphafna hugarfar og sterku siðferðisvitund Morgun- blaðsins ber eftirfarandi setning fagurt vitni. „Morgunblaðið hefur ákveðið að verða við ósk fjármálaráðuneyt- isins um kaup á 750 eintökum af blaðinu fyrir stofnanir ríkisins, eft- ir að ráðuneytið hefur staðfest í svari til blaðsins að kaupin færist í ríkisbókhaldi undir sérstakan lið samkvæmt heimild í 6. grein fjár- laga um kaup á dagblöðum, en ekki sem „Styrkur til blaðaútgáfu samkvæmt tillögum stjómskipaðr- ar nefndar.““ Til að efla skilning sinn á þessum guðfræðilegu útlistunum Morgun- blaðsins á sjálfu sér er rétt að lesa málsgreinina tvisvar, eða oftar. Útgefandi Árvakur, Reykjayík Orðiðvið ósk ríkissjoðs SmkaupitSOemtt.taim tls neytisins um Vaup i sw e . gvan n, , Heimildir 6. greinar fjárlaga heimila fjármálaráðherra að kaupa 750 eintök af hverju blaði fyrir stofnanir ríkisins. Þegar Mogga barst pöntunin þótti tryggara að hafa allt á hreinu og var ráðuneyt- inu sent bréf, því ritað stendur: „Morgunblaðið hefur ávallt hafnað styrkjum til útgáfu sinnar og mun ekki geta selt áskrift að blaðinu, sem flokkast gæti undir styrkja- hugtakið.“ Ráðuneytispostilla Guðfræðingar fjármálaráðu- neytisins lögðu nú höfuðin í bleyti. og settu fram nýja ritningargrein sem skírskotar til hinnar háu sið- gæðiskröfu sem Morgunblaðið ger- ir til sjálfs sín. í síðara bréfi fjármálaráðuneyt- isins til Morgunblaðisins getur að líta eftirfarandi postulleg sannindi: „Til svars erindinu tekur ráðu- neytið fram að kostnaður vegna nefndra blaðakaupa verður færður á sérstakan lið í ríkisbókhaldi, þ.e. 09-999-12000 „Kaup á dagblöðum skv. heimild í 6. gr. fjárlaga“.“ Þessa postillu getur að lesa í Morgunblaðinu í gær og sýnir svo ekki verður um villst hver er rétt guðfræðileg útlegging textans að ríki hinna útvöldu. Þetta liggur kannski ekki ljóst fyrir við fyrstu sýn en með ná- kvæmri textarýni sést hve gífurleg- ur munur er á að selja 750 Mogga samkvæmt liðnum 09-999-12000 í ríkisbókhaldi eða samkvæmt heim- ildinni í 6. greininni um „Styrk til blaðaútgáfu samkvæmt tillögum stjórnskipaðrar nefndar.“ Það er loflegt hve Morgunblaðið sýndi mikla skapfestu, að láta ekki ginnast til að selja blaðið sam- kvæmt margnefndri heimild, held- ur sýna þann trúarstyrk að selja ekki eintökin 750 fyrr en fyrir lá réttur texti, þar sem ekki var vikið af vegi rétttrúnaðarins. Svo einstök er þessi krafa um skilyrðislausan sannleika að í huga koma orð postulans, Guð, ég þakka þér fyrir að vera ekki eins og aðrir menn, eða var það Faríse- inn? OÓ

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.